Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969.
- ORVÆNTING
Framhald af bls. 12
sagði skeggjaði listamaðurinn,
„heldur einnig fólk, se_m álitið
er menntað og greint. Ég þekki
hagfræðiprófessor, sem var
kennari Dubceks á námsárum
hans í Moskvu. Þar til í ágúst
var hann hreykinn af þessu
hlutverki sínu. Hann sagði öll-
um hversu gáfaður Dubcek væri
og að af þessum unga manni
væri mikils að vænta. Nú seg-
ist hann altlaf hafa grunað að
Dubcek þyrfti eftirlit, að hann
hafi einhvernveginn alltaf
skynjað í honum broddborgara
legar tilhneigingar. Og þessi
prófessor er fullkomlega ein-
lægur. Hann trúir því í raun
og veru, að hann hafi séð eitt-
hvað hættulegt í Dubcek. Hugs
anaklofningur. Orwell var
snjall".
Læknirinn tók upp þráðinn:
„Eitt dagbiaðanna okkar birti
ummæli Bandaríkjafasistans Ge
orge Wallace. Hann líkti Rúss-
um við flær undir gleri — sé
þeim haldið þar nógu lengi,
hætta þær að stökkva, jafnvel
þótt glerið sé tekið upp. Þótt
mér geðjist illa að Waliace þá
finnst mér lýsing hans eiga við
rök að styðjast. Blaðið var að
reyna að sýna frá á hve miklir
bjánar Bandaríkjamenn væru
og þannig var það einmitt tek-
ið. Það var ekki einn maður
af hundraði sem staldraði við
til að hugleiða að honum er ó-
leyfilegt að ferðast, óleyfilegt
að lesa þennan höfundinn eða
hinn, að hann getur ekki opn-
að augun án þess að sjá blaða-
grein eða veggauglýsingu um
Lenin — þessi Wallace hafði
rétt fyrir sér.“
Sagan af Wallace minnti gest
gjafa okkar á nýort ljóð eftir
Évtushenko:
„Sá sem fæðist í búri
saknar búrsins
Með hryllingi varð mér Ijóst
að ég elska
Búrið, sem felur mig undir neti
og dýragarðsins — ættlands
míns
Að sönnu hefur dýragarðurinn
orðið
fyrir breytingum
Áður kæfðu þeir okkur blátt
áfram í pokum
Nú drepa þeir okkur á ný-
tízkulegan hátt —
með rafmagni! Það er að minnsta
kosti hreinlegt —
Þetta stef, um það hve póli-
tísk vitund rússnesku þjóðar-
innar sé á lágu stigi, endur-
tekur sig æ ofan í æ í sam-
ræðum við menntamenn. I þeirra
augum er það raunalegasta
reynsian af atburðunum í
Tékkóslóvakíu. „Lýðræðislegur
sósíalismi í Tékkóslóvakíu er
sjálfsagður — þar er fólk und
ir hann búið: það erum við
ekki.“
Hvað eftir annað setja þeir
þetta í samband við byrði rúss
neskrar sögu — við rússnesku
kirkjuna og þúsund ára harð-
stjórn. „Kyrking Tataranna,"
sagði einn vinur minn, „leiddi
af sér kyrkingu zaranna — sem
aftur leiddi af sér kyrkingu
kommúnistanna. Fullkomlega
rökrétt." Upphafsorðin í „Rússn
esku byltingunni" eftir Trotsky
eru oft höfð yfir í mín eyru:
„StöðugEista grundvallaratriði
rússneskrar sögu er hin hæga
framför, efnahagsleg vanþró-
un, frumstæð þjóðfélagsform og
lágt menningarstig, sem afleið-
ing þess“.
Þessu til glöggvunar sagði
vinur minn einn mér sögu: „Am
erískir sálfræðingar sálgreindu
Krúsjef fyrir Kennedy áður en
fundum þeirra bar saman í Vín
arborg árið 1961. Niðurstaðan
varð sú, að Krúsjéf væri skyn
ugur, atorkusamur maður sem
ætti fullnægjutilfinningu barns
ins í ríkum mæli. En réttast
væri fyrir Kennedy að ræða
ekki mikið við Krusjéf um
hluti eins og lýðræði, frelsi og
einstaklingshyggju, þar sem þau
orð hefðu blátt áfram enga
merkingu hjá honum. Einmitt!
Krúsjéf var ágætur, rússnesk-
ur ,muzhik‘, greindur og snar
— en gat með engu móti ímynd
að sér að fólk gæti nokkurn-
tíma tekið neinar ákvarðanir
án þess að Marx-Leninisk
kirkja úttroðin af helgimynd-
um af Lenin, segði þeim, vesl-
ings litlu rússnesku börnunum,
hvað þau ættu að hugsa og
gera“.
Það er ekki svo mjög ein-
ræðið, heldur þau öfl sem halda
uppi einræðinu, sem valda
menntamönnunum hugarangri.
Á þessi bölsýni rétt á sér?
Að vissu leyti segir hún meira
um andlegt ástand menntamann
anna en um ástandið í Rúss-
landi. Því eins og bræðrum
þeirra alstaðar hættir rússnesk
um menntamönnum til að ýkja
alla vankanta á eigin landi og
þjóðfélagskerfi — að gagn-
rýna og rýra án þess að taka
eftir kostum og árangri. Og
umfram þetta, þá hafa hin erf-
iðu rússnesku lífskjör dregið
úr þeim kjark.
í fyrsta lagi getur varla nokk
ur þeirra haldið uppi eðlilegri
ráðvendni hvorki persónulega
eða í starfi. Á hinum einföld-
ustu sviðum eiga þeir í eilífri
baráttu fyrir aðstöðu til að
„snúa á“ kerfið og eiignast án-
ægjustund hér eða ófáanlegan
hlut þar. Það er hægt að kom-
ast af án þessara framkróka,
en það er snauð tilvera.
Ennfremur liggur allt hið eft
irsóknarverða í andlegu lífi ut
anvið kerfið og þess verður að
afla og njóta á laun, þótt ekki
sé það í öllum tilvikum algert
lögbrot. Verk sem gefið er út
af Sovétstofnun (og ekki fjall-
ar um algerlega ópólitískt efni)
er að öllum líkindum of brengl
að og rangfært til þess að það
svari kostnaði að lesa það. Því
eyða menntamenn mestum tíma
sínum í að lesa og ræða ósov-
ézkt efni og heimildir.
Með „útvarpi" er núorðið átt
við vestrænar stuttbylgjustöðv
ar. Bækur eru að yfirgnæfandi
meirihluta vestrænar — eða
rússnesk handrit, sem ekki hafa
fundið náð fyrir augum útgef-
andans. Furðulegt magn er í um
ferð af óleyfilegum bókmennt-
um allt frá Deutscher til Mik-
hailovs, Djilas eða Genets. Það
er ekki glæpsamlegt í sjálfu
sér að eiga megnið af þessum
bókum, — en sumar — eins og
hin ólöglegu afrit af rifhöfunda
réttarhöldunum — eru álitnar
hættulegar.
Orwell er í miklum metum.
Menn velta því fyrir sér hvern
ig maður sean aldrei bjó í komm
únistaríki gat haft svo næmt
auga fyrir blæbrigðum þess.
Bók hans „Dýrabúið" (Animal
Farm) er lesin með ákefð og
laumað undan frökkum manna
í milli. „Það sem er áríðandi er
að muna,“ sagði einn vinur
minn, „er að þessi dýr voru
búin að gleyma hvernig Jones-
fólkið var. En þau voru alin á
áróðri einum saman og jörmuðu
öll af hryllingi. Hliðstæðan við
rússnesku þjóðina er allt að því
fullkomin. Hrollvekja augna-
bliksins er and-bylting í Tékkó
slóvakíu — fólkið jarmar um
hana eins og vélbrúður en hef
ur ekki minnstu hugmynd um
hvað er að gerast þarna“.
Áður fyrr leyfðu sovézkir
tollþjónar ferðamönnum að hafa
bókina „Animal Farm“ með sér
inn í landið í þeirri trú að þetta
væri landbúnaðarrit. En í fyrra
var hert mjög á tolleftirlitinu,
og nú leita tollþjónar grand-
gæfilega að einmitt slíkum bók
menntum, sem og ndsovézkum
handritum á leið út úr landinu.
Freud er einnig vinsæll meðal
menntamanna og sömuleiðis
verk Trotskys. Af rússnesk-rit
uðum „neðanjarðar“-bókmennt
um er hin nýja bók Alexand-
ers Solzhenitsyn „Krabba-
(meins)deildin“ (Cancer
Ward) mest umtöluð.
rússneskir menntamenn, sem
sjálfa skortir vitneskju, spyrja
oft útlendinga hvað orðið hafi
um Solzhenitsyn. Þeir óttast að
meiriháttar gerviréttarhöld séu
í undirbúningi gegn honurn og
að ef hann verði ekki leiddur
fyrir rétt, sé það eingöngu
vegna þess að hann er nógu
vel þekktur vestantjalds til þess
að slíkt geti vakið óhæfilega
mikla andúð.
í eintaki af „Krabba(meins)
deildin“ sem barst mér í hend-
ur sem snöggvast — velktu af-
riti, sem gengið hafði frá manni
til manns milli 50 lesenda ef til
vill — var orðið „já“! skrifað
með blýant á spássíuna við
eftirfarandi málsgrein: „Lygar
ar og slefberar, þeir sem gagn
rýnt höfðu of djarflega, of
snjallir menntamenn — allir
voru þeir horfnir, lokaðir inni
eða drepnir í dróma, en hinir
stefnuföstu aftur á móti, hinir
dyggu og staðföstu menn, vinir
Rusanovs og Rusanov sjálfur,
gátu borið höfuðið hátt og með
fullum virðuleik. . . “
Solzhenitsyn er hér að ræða
um árið 1937 þegar hreinsanir-
nar voru hvað hatramastar: Rus
anov, hetjuandstæðan í skáld-
sögunni, er sálarlaus apparat-
chik, sem komst til valda með
því að húðfletta aðra. „Já“-ið á
spássíunni vr augljós skírskot-
un til skyldleika þessarar lýs-
ingar við árið 1968.
' En það sem er þungbærara
er nauðsyn slíkrar „neðanjarð-
ar“ starfsemi — sem þó er
krydduð spenningnum af að
jaðra við lögbrot — er hinn
andlegi skækjulifnaður. Nærri
allir menntamenn sjá sér far-
borða með vinnu fyrir kerfi
sem þeir fyirlíta.
Ljóðskáldið, sem ber ekki
einu sinni við að sýna útgef-
anda ljóð sín, vinnur á dag-
inn sem blaðamaður og skrifar
óumræðilega samanhamraðar
sögur af verksmiðjufólki, sem
býður sig fram sjálfviljugt til
að gegna (ímynduðum) „sósíal
iskum skyldum". Listgagnrýn-
andinn sem s krifar reglulega
greinar sem bannfæra „form-
stefnu" (þ.e. öll frávik frá sós-
sósíalískri raunsæisstefnu, hefur
eingöngu abstrakt-málverk á
veggjunum í sinni eigin íbúð.
Vinir þessara manna áfellast
þá ekki fyrir þessa málamiðlun:
sjálfir gera þeir það ekki held
ur. Það sem þeir framleiða til
almennrar neyzlu skiptir ekki
máli: það er reiknað með því
að þeir verði að segja mengað-
an sannleika eða þaðanaf verra
til að fá hann gefinn út. En
þrátt fyrir þetta umburðar-
lyndi hljóta höftin á hæfileika-
þroska þeirra, svo ekki sé
minnzt á nauðungarlygarnar, að
verka siðspillandi er til lengd
ar lætur.
Við þetta bætist bölsýnin,
sem stafar af pólitískri einangr
un og þróttleysi. Hið nærri ó-
læknandi magnleysi rússneskr-
ar menntastéttar hefur enn auk
izt vegna þrúgunar „ný-Stalin-
ismans". Menntamenn eru nið-
urbrotnir af vitundinni um það
að þótt þeir létu í ljós opin-
berlega gremju sína yfir rit-
höfunda réttarhöldunum og inn
rásinni í Tékkóslóvakíu, myndi
það engu breyta en aðeins hafa
refsiaðgerðir í för með sér. Með
öðrum orðum, þeir eru vanmátt
ugir og vanmætti þeirra hefur
verið gert lýðum ljóst — sjálfs
virðingu þeirra til mikils hnekk
is.
„Siðferðisþrek rússneskra
menntamanna hefur aldrei ver-
ið minna“, sagði einn ungur
frjálshyggjumaður. „Þetta er
viðurkennt Freud-lögmál — ef
maður- kúgar fólk nægilega
lengi fer það að láta hatur sitt
bitna, ekki á kúgurum sínum,
heldur á sjálfu sér. Koestler —
sérfræðingurinn — skrifar einn
ig áf miklu innsæi um hvernig
ofsóknir leiða til sjálfs-haturs“.
Þrátt fyrir vísar refsiaðgerð
ir finna vinir mínir til sektar
yfir því að hafast sama og ekk-
ert að til varnar sannfæringu
sinni. í öllum öðrum heimshlut
um eru ungir menntamenn að
hrópa, fara í mótmælagöngur,
taka þátt í eða kollvarpa ríkis-
stjórnum. Hér eru þeir óvirkir,
hneigjast til drauma, og skarar
hver eld að sinni köku sem
bezt hann getur og leitar sér
athvarfs í listrænum viðfangs-
efnum sínum og ástarævintýr-
um.
„Við vitum hvar skórinn
kreppir“, segja þeir, „ og við
gerum ekkert annað en kvarta
yfir því, hver í sínu notalega
hreiðri. Við erum gungur. Og
sjálfselskir! Við eigum það skil
ið hvernig komið er fyrir okk
ur“.
En þetta getur allt verið vill
andi. Grátklökkvinn er vinum
mínum varla eðlilegt ástand.
Gleðin í lífi Rússa er jafn áköf
og hryggðin og fólk leitar að
sjálfsögðu til þess fyrrnefnda.
M.l’g fáir myndu vilja flytja
úr landi, jafnvel þótt þeim væri
gefinn kostur á því. Peningar
eru nægir fyrir drykkju í stór-
um stíl, andleg fæða er nægi-
leg til að halda lífi í samræð-
unum, og frístundirnar eru
fleiri, þrátt fyrir (eða vegna)
hinna tiltölulega fáu efnalegu
gæða, en gerist á Vesturlönd-
um.
Og ýmsar hreyfingar eiga sér
stað í smekk og tízku. Hin síðar
nefnda hófst fyrir þremur, fjór
um árum og hefur síðan verið
að aukast — mikill áhugi er fyr
ir öllu, sem minnir á Rússland
fyrir byltinguna og þó eink-
um hina gömlu bændastétt. Gaml
ar bækur, íkon, smíðisgripir, út
saumur og jafnvel myndir af
RomanoÆf-fjölskyldunni prýða
heimili svo til allra mennta-
manna.
Á frídögum er farið í könn-
unarferðir um gamlar kirkjur í
nærliggjandi sveitum. Um lífið
á keisaratímabilinu er gífur-
lega mikið lesið. Að vissu marki
er þetta della, eins og lista-
dellur sem grípa um sig í vest-
rænum löndum. En hreyfingin
sýnir einnig fram á hve inni-
lega leitt hugsandi fólk er orð-
ið á sovézkum smekk. Leitin að
einhverju, sem komið gæti í stað
inn fyrir stjórnmálaþruglið, hef
ur þót-t þversagnarkennt, sé,
leitt það aftur til Gamla Rúss-
lands. Kirkjutónlist er í há-
vegum höfð — vegna fagur-
fræðilegs gildis, ekki trúarlegs
— á líkan hátt og fólk á vest-
urlöndum hefur endurvakið
þ j óðlagasönginn.
Einnig í skapgerð svipar vin
um mínum til vinstrisinnaðra
menntamanna í Erópu — nema
hvað þeir eru miklu andkomm-
úniskari (i þeim skilningi að
þeir eru á móti kommínista-
flokknum). Þetta þýðir ekki að
þeir séu and-sovézkir á sama
máluga hátt og amerískir mennta
menn eru andamerískir. Raun-
ar reyna þeir að sneiða hjá
stjórnmálaumræðum, jafnvel
þegar maður talar við mann:
það er of lítil ánægja í því og
of mikil kvöl. Auk þess er lítið
hægt að segja, sem ekki hefur
verið sagt hundrað sinnum áð-
ur. Um baktjaldamakkið í Krem
lin og stefnumyndanir á æðri
stöðum vita þeir lítið sem ekk-
ert: öllu þessu — sem stjórn-
málaumræður á Vesturlöndum
snúast um — er haldið leyndu.
Hinsvegar segja þeir skop-
sögur um stjórnmálaleiðtogana,
einkum Brezhnev, sem þeir fyr-
irlíta innilega. Hann er álitinn
innantómur sálarlaus maður —
grófur, fákunnandi og frumstæð
ur. Menntamenn hafa gefið hon
um viðurnefnið „brovonosets v
potyemkax“ („augnabrúnaber-
inn í myrkrinu") sem er leikur
með orðin ,rononosets Potyem
kin‘ (Orustuskipið Potemkin)
Það er einnig sagt um hann,
bæði í eiginlegri og yfirfærðri
merkingu, að hann hafi yfir-
skegg Stalins fyrir augnabrún-
ir.
Kosygin er aftur á móti bet-
ur liðnin, ef ekki dáður. Þeirri
staðreynd er mjög hampað, að
„hann sé að minnsta kosti mennt
aður — þjálfaður hagfræðing
ur og skynsamur, tiltölulega ver
aldlega sinnaður amður, sem
skilur að auka verður frelsi og
siðmenntun í Rússlandi þó ekki
væri til annars en að gera það
efnahagslega samkeppnisfært.
Kosygin er talinn hafa staðið
gegn öllum meiriháttar harðn-
eskju ráðstöíunum síðari ára
— strangari ritskoðun, rithötf-
undaréttarhöldum, aðstoð við
arabiska þjóðernisstefnu, inn-
rás í Tékkólsóvakíu. Engu að
síður er hann sagður skorta
heiðarleik til að segja af sér:
eins og öllum núverandi leið-
togum þykir honum valdið gott.
Sú skoðun menntamannanna
að innrásin í Tékkóslóvakíu
hafi verið glappaskot, vekur
hjá þeim spurninguna um hver
fái nú að borga brúsann. Það
er höfuðregla í sovézku stjórn
málalífi, að flokknum skjátlist
aldrei. Þannig átti flokkurinn
engan þátt í „öfgum“ Stalins:
þar var Stalin einn að verkL
Undir stjórn Brezhnevs og Kos
HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams
FORGIVE MYCURIOSITy
PARTNER... BUT WHV DID
yOU DRAG ME OFF THAT
yACHTT
TAKE IT FROM AN OLD ARMy
MED1C...MIS5 AXTELLE ATHOS
HAS ALL THE 5YMPTOM3 OF
SOMEONE BEING TREATED
Fyrirgefðu hvað ég er forvitinn, félagi.
. . . En af hverju lá þér svona á að draga
mig af skipinu? Við getum sagt að mitt
næma fréttanef hafi fundið lykt af
hættu. 2. mynd) Þegar þú minntist á föð-
nr hennar varð stúlkan skeifingu lostin.
Hún sagði okkur að forða okkur í flýti
. . . og hún meinti það sannarlega.
Veiztu hvað Troy . . . þessi stúlka á við
einhverja erfiðleika að etja. Það eru
einhverjar skrúfur lausar í kollinum á
henni. 3. mynd) Hvað eigið þér við dokt-
or Raven? Þér er óhætt að trúa gömlum
sjúkraliða úr hernum . . . hún hefur öll
einkenni þess sem er undir meðhöndlun
vegna orrustuþreytu.