Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. 17 Ánægja yfir verkfallslokum AlTnenn ánægja ríkir yfir því, að takast skyldi að binda endi á verkfallið á ftskibátaflotanum. Ýmsir þeir, sem yfirleitt láta slík mál sig litlu skipta, hafa nú lagt lykkju á leið sína, í því skyni að þakka ríkisstjórn og meirihluta Alþingis fyrir að binda endi á verkfallið með þeim hætti, sem gert var. Svo sem verða vill, segja raunar sumir, að þetta hefði átt að gera löngu fyrr. Þeir, sem á þann veg tala, eru þó ekki nógu kunnugir öll- um málavöxtum. Til slíkrar lög- þvingunar má ekki grípa, fyrr en í sfðustu lög. Hér stóð svo á, að þeir sem bezt fylgdust með, Á Reykjavíkurtjörn á fögrum vetrardegi. — Ljósm. A. Jolhnsen. * ~ + + + + m~ m— i~ — — ’" — f* REYKJAVÍKURBRÉF 1 T mirmrrt/irrTir V V .Laugardagur 22. feb héldu lengst af, að samkomulag væri á næstu grösum. Sjálf deilu- etfnin virtust og vera þess eðlis, að með góðvild á báða bóga ætti að mega leysa þau skjótlega. Út af fyrir sig var skiljanleg gremja hlutarsjómanna yfir setningu sjávarútvegslaganna í desember, því að í fljótu bragði er hægt að túlka þau svo, að þau gangi á rétt hlutarmanna. Að betur at- huguðu máli, fer því þó fjarri, áð svo sé. Hið athyglisverðasta við deiluna var og einmitt það, að þótt ýmsir legðu á það mikið kapp að telja sjómönnum trú um, að þeir hefðu verið beittir ranglæti og að sjávarútvegslögin yrði að gera að engu, þá voru samningaumleitanir á báða bóga ætfð innan ramma þeirra. Nauð- syn setningar sjávarúbvegslag- anna var grundvöllur samninga- umleitana frá upphafi, alveg gagnstætt því, sem sumir alþing- ismenn og áróðurskempur höfðu haldið að verða mundi. „Mig klígjaði við“ En úr því að nauðsyn sjávar- útvegslaganna var viðurkennd, og deilt var um smáræði miðað við sjálft meginatriði'ð, af hverju gekk þá jafn illa og raun bar vitni að koma sáttum á? Gengis- fellingin og setning sjávarútvegs laganna var forsenda fyrir því, að hér yrði stunduð nokkur út- gerð fyrst um sinn. En þótt þeirri forsendu væri fullnægt, þá var að sjálfsögðu ekki allur vandi þar með úr sögunni. Að þessu sinni sem ella, urðu útvegsmenn annars vegar að meta hvern auka kostnað þeir gætu tekið á sig á þeim grundvelli, er nú hefur veri’ð lagður, og sjómenn hins- vegar að meta sínar lágmarks- kröfur. E.t.v. vegna þess að allir gerðu sér grein fyrir mjög tak- markaðri greiðslugetu útgerðar- innar, þá var lögð því meiri áherzla á minniháttar deiluefni, sem áður höfðu verið látin sitja á hakanum. Sú samningsgerð tók ótrúlega langan tíma, en báðir aðilar vildu ljúka henni áður en lengra væri haldið. Þá hófst langt þóf um lífeyrissjó'ðinn. En jafnskjótt og því var lokið, tókst fyrir forgöngu ríkisstjórnarinnar að ná samkomulagi á milli út- vegsmanna og sjómanna um mat- argreiðslurnar. Hér er sagt á milli útvegsmanna og sjó- manna, og er það af ráðnum hug gert, því að þótt samningur væri að lokum einungis gerður við hásetana, töldu kunnugir, að yfir mennirnir hefðu út af fyrir sig einnig getað fallist á þessa lausn matar-deilunnar. En þá stóð enn eitthvað eftir á milli yfirmanna og útvegsmanna, etthva’ð, sem mjög erfitt var að festa hendur á. E.t.v. er nokkurrar skýringar á því að leita í framkomu þess manns, sem á Alþingi lét sér hvað tíðræddast um deiluna. Eftir að útvegsmaður, sem náið hafði fylgst með samingaumleit- unum, hafði af áheyrendabekk, á Alþingi heyrt eina af langlokum Lúðviks Jósefssonar, varð hon- um að orði: „Eftir það, sem ég var búinn að heyra í þessum manni utan þings, klígja'ði mig við að hlusta á ræðu hans nú.“ „Tiboð64 varð að „málamiðlun44 Aldrei fór það á milli mála, að varaþingmaður kommúnista, sem sæti átti í samninganefnd skip- stjóra, var allra manna ákafastur í að hindra samninga. Það var sá hinn sami, sem sleppti því út úr sér, að Lúðvík biði uppi á Kringlu, „reiðubúinn til að taka við.“ Þa'ð var að ráðum slíkra manna, sem einn þeirra, er þó hafði a.m.k. um skeið reynt að koma samningum á, sagði eftir fall miðlunartillögu sáttasemjara, að nú yrði að hefja samninga alveg frá grunni, þ.e. sleppa öllu því, sem miðað hafði í sam- komulagsátt í nærri fjögurra vikna þófi. Þrátt fyrir þessa skýlausu yfirlýsingu, hafði Lúð- vík Jósefsson geð í sér til að halda því fram á Alþin/gi, a'ð ef fallist hefði verið á 500 króna mánaðaiþóknun til tveggja yfir- manna á hverjum bát, þá hefði verið hægt að ná samningum um síðustu helgi. Þessi fullyrðing braut ekki einungis algjörlega í bága við ótvíræða yfirlýsingu talsmanns yfirmanna í sjónvarp- inu, heldur var öllum vitað, að málið varð ekki leyst á þann hátt, þegar vegna þess að með slíku hefðu bæði vélstjórar og sjómenn talið á rétt sinn gengið. En það voru fleiri en Lúðvík Jósefsson og línukommar, sem léku tveim skjöldum. Framsókn- armenn voru litlu eða engu betri allt þangað til almenningsálitið knúði þá til kúvendingar á síð- ustu stundu. Á sínum tíma reyndi, málgagn Framsóknar að gera miðlunartillögu sáttasemj- ara tortryggilega og kallaði hana staðfastlega „tilboð." Valda- mikill Framsóknarmaður í hópi vélstjóra kom m.a.s. á þingpalla og hafði þar í frammi hróp og köll, þegar hann sá að hans ljóti leikur var tapaður. Slíkir út- sendarar áttu bersýnilega drjúg- an þátt í því að villa um fyrir félögum sínum, mörmum, sem margir höfðu verið burtu lang- dvölum og þekktu þess vegna ekki aðstæður og ástand í at- vinnu- og efnahagsmálum eins og skyldi. Hjáseta Framsóknar Allt fram undir síðustu helgi fór ekki á milli mála, að Tíminn reyndi að ýta undir óbilgirni, raunar á báða bóga en ekki sízt á meðal verkfallsmanna. Höfuð- áhugamál Framsóknar var þá, eins og undanfarinn áratug, að halda svo á, að ríkisstjórnin yrði að segja af sér. Hinn dagfars- prú'ði og rólegi formaður Fram- sóknar lét hafa eftir sér heil- síðu fyrirsögn á mest áberandi stað Tímans um þetta sáluhjálpar áhugaefni sitt. En um helgina skipti skyndilega um. Þegar rík- isstjórnin lagði frumvarp sitt um lögfesting sáttatillögunnar fram á Alþingi, þá varð það skjótlega bert, að Framsókn haíði ekki kjark til þess að snúast í móti. Daginn eftir skýrði Tíminn og ekki frá lögfestimgu „tilboðs" eins eða annars, heldur „mála- miðlunar". Þó að efni málsins sé óbreytt, þá er hverju sinni valið það orðalag, sem helzt á við síbreytilega hentistefnu þessara manna. Sá kvittur kom upp fyrir umræðurnar á þingi sl. mánu- dag, að laugardaginn þá á undan hatfi nokkrir áhrifamiklir fylgis- menn Framsóknar snúið sér til flokksforystunnar og krafist þess, að hún beitti sér fyrir lög- festingu miðlunartillögunmar. Hér skal ekkert sagt um sann- indi þessarar sögu, hitt stendur óhaggað, að allir Framsóknar- menn sátu hjá. Einnig þeir, sem höfðu áður með orðúm og at- höfnum ýtt undir sem allra mesta ósáttfýsi. Auðvitað er þa'ð lofs- vert, þegar menn sjá að sér, en æskilegra er, að til þvílíkrar sálu bótar þurfi ekki ofurþunga al- menningsálit, og þó enn æski- legra, að með fylgi kjarkur til að taka á sig fulla ábyrgð þess, sem gera skal, en ekki reynt að skjóta sér undan með hjásetu. En einmitt hjásetan hefur orðið Framsókn skálkaskjól í ótrúlega mörgum meiriháttar málum seinni árin. „Puiiklarnir“, sem aldrei heyrðust Skoðanamunur er skiljanlegur. Menn skipa sér í ólika flokka, af því að þá greinir á um megin atriði. En þá eiga menn a'ð hafa kjark til þess að segja frá skoð- unum sínum. Þeim ber að hafa hug og dug til þess að taka af- stöðu til hinna mest varðandi mála. Ætíð er auðvirðilegt að reyna að forða sjálfum sér með því að sigla undir fölsku flaggi, og ætla a'ð afla sér vinsælda með því að helga sér málefni annarra. Framsóknarmenn láta um þessar mundir mikið yfir því, að þeir hafi lagt fram heillegar og sam- felldar tillögur um lausn efna- hgsvandamálanna. Jafnframt er öðru hvoru gefið í skyn, eða jafn- vel sagt berum orðum, að þvílík heilsteypt ráðagerð hafi verið látin uppi af talsmönmum þeirra í viðræðum stjórnmálaflokkanna á sl. hausti og hefur í því sam- bandi verið minnst á 12, 14 eða jafnvel 16 punkta, er þeir eigi að hafa sett fram. Ekki skulu brig*ður á það bornar, að einhverjar slíkar bollaleggingar hafi þá verið í hugum talsmanna Framsóknarflokksins og þeir rætt þær við umfojóðendur sína. Um það geta aðrir ekkert sagt. Hitt er víst, að talsmenn stjórn- arflokkanna fengu ekki að heyra neina slíka punkta né nokkra heil lega, samfellda ráðagerð Fram- sóknar um lausn vandans. Því furðulegra er að fitjað skuli upp á slíku nokkrum mánuðum eftir að viðtölunium lauk, þar sem þau fóru fram í vinsamlegum anda og lyktaði þannig, a'ð mönnum kom saman um að engum væri til góðs að rekja í opimberri frá- sögn einstök atriði, sem fram hefðu komið af hálfu aðila. Af- staða hefði í umræðunum verið tekin út frá forsendum, sem ekki reyndust vera fyrir hendi, og væri þess vegna alveg villandi að fara að hæla sjálfum sér af einstakri tillögugerð eða herma einstök atri'ði hver upp á annan. í þvílíkum viðrœðum verða menn að geta talað í trún- aði vítt og breitt og er öllum fyrir beztu, að sá trúnaður sé haldinn. Um viðræðurnar í haust skal því ekki fjölyrt frekar, nema því aðeins að brigður verði bornar á sannindi þess, sem nú hefur verið sagt og örugglega er rétt. Allt f^rir stólana En hvað sem var um afstöðu Framsóknar í viðtölum við stjórn arflokkanna á sl. hausti, þá er víst, að forystumenn hennar hef- ur skort kjark til þess að neita því, að þeir hafa aldrei haft á orði annað höfuðúrræði en geng- islækkun eða einhverja aðra sam bærilega ráðstöfun. Þessir marg- reyndu menn vita hins vegar öllum öðrum betur, að gengis- lækkun með fullri óskertri ver'ð- tryggingu launa er fyrirsjáanlega dæmd til að mistakast. Sálar- klofningur Framsóknar lýsir sér enn einu sinni í því. þegar for- maður hennar á annan bóginn tvístígur í kringum viðurkenn- ingu á nauðsyn gengislækkunar, en heimtar í hinu orðinu óskerta verðtryggingu launa. Þetta gerir hann einmitt, þegar mest á ríður að launþegar geri sér grein fyrir óhjákvæmilegu samhengi orsaka og afleiðinga í efnahagsmálum. Þá fer þessi stillingarmaður af stað, og hellir olíu í þann eld, sem ábyrgðartilfinningin hlýtur að segja honum, að hann eigi að gera allt til a'ð slökkva. En löng- unin til að koma stjórninni frá og ryðjast sjálfir til valda, ber allt annað ofurliði í hugum þess- ara manna. Skrítiiar tilviljanir Þeir gera sig og hvað eftir annað broslega með málefna- 'hnupli, eins og þegar Tím- inn sló því upp sem sérmáli Framsóknar, að íslendingar ættu að helga sér landgrunnið um- hverfis landið. Aðstæður voru þó þær, að Framsóknarmenn lögðu fram tillögu um undirbúning lög- gjafar um málið á sama fundi og ríkisstjórnin lag’ði fram frum- varp að þessari sömu löggjöf! Sjálfsagt er hér um tilviljun að ræða. Hitt er ólíklegt, að Fram- sóknarmenn hafi heyrt um undir- búning málsins og ætlað að reyna að verða á undan til að helga sér það. Trúlega er það einnig tilviljun þótt skrítin sé, þegar svipað atvik gerðist rétt á eftir um samstarfsnefnd í orku málum. Ríkisstjórnin hafði vik- um saman látið vinna að málinu, og hafði það með eðlilegum hætti verið til meðferðar hjá opinberum aðilum, þar sem Fram sókn á innangengt. í sömu svif- um og að því var komið, að tilkynnt yrði um ráðstöfun stjórn arinnar, þá ruku Framsóknar- menn á Alþingi til oð fluttu þingsályktunartillögu um málið. Hlálegast af öllu, og með þeim hætti, að tilviljun er alsendis úti lokúð, var tillaga eins varaþings manns Framsóknar á rannsókn um vinnslu á perlusteini. Jón- as Pétursson hafði borið fram fyrirspurn um þetta efni og var uimræða haifiin, en sivar ráðlheiTa hafði dregist fram á sl. miðvikv- dag. Á þessum sama fundi var svo lögð fram tillaga Framsókn- armannsins og gat hún ekki verið í öðru skyni gerð en reyna að festa nafn Framsóknar með ein- hverjum hætti við þetta mál, sem árum saman hefur verið til rannsóknar. I einn stað kemur hvort um er að ræða smátt eða stórt, vinnubrögðin eru hvar- vetna hin sömu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.