Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1 !)6'9. Síðla kvölds í byrjun septem- ber — nokkrum dögum eftir innrásina í Tékkóslóvakíu — bauð ungur rithöfundur frá Voronezh, sem nú er búsettur í Moskvu, mér með sér í heim- sókn til annars rithöfundar. Vinur hans, sem er eldri maður, hefur gefið út nokkrar vinsæl- ar skáldsögur en er betur þekktur í hópi menntamanna fyrir ljóð sín og háðrit, sem ganga manna á milli á snjáð- um og velktum vélrituðum blöð um. íbúðin var í nýbygginga- ■hverfi í útjaðri Moskvu. Við gengum í myrkrinu upp á fjórðu hæð (þetta var eftir miðnætiti og þá er lokað fyrir rafmagn- ið af sparnaðarástæðum) töluð- um í hvíslingum og litum oft um öxl eins og manni verður ósjálfrátt — þótt sennilega sé það tilgangslaust — þegar „neð anjarðar" — aðilar eru heim- sóttir. Gestgjafi okkar og kona hans tóku vel á móti okkur, enda þótt við hefðum ekki gert boð á undan okkur: nærvera mín (sem útlendings) olli ekki áhyggjum þar sem ég hafði hitt þau oft áður og við áttum sam- eiginlega vini. Með öðrum orð- um, mér var treyst: ég myndi ekki hindra það opinskáa og hreinskilna tal, sem Rússum af þessu tagi er eiginlegt í hópi góðra vina, í öruggu hæli fyrir „þeim.“ Við tróðumst framhjá fata- þvögunni í anddyrinu og inn í reykmettaða stofuna. Hún var nákvæm eftirlíking af tugum annarra menntamannaheimila sem ég hafði séð í Moskvu. Stofan var ofurlítil og búin allrahanda samsafni af ódýrum munum: og hún virtist jafn- vel enn aðþrengdari vegna ikon anna, gamalla eftirprentana og minjagripa um keisaraveldið, sem troðið var uppfyrir hús- gögnin. Allmikið safn bóka, aðallega gulnuð rússnesk bindi frá því fyrir byltinguna og bannaðar bækur á vestrænum tungumálum, flóði út úr bóka- skápnum í hirðuleysislega hauga á gólfinu. Allstaðar voru tómar flöskur og óhreinir disk- ar. Þarna voru tveir aðrir vin- ir hjónanna, ljósskeggjaður listamaður, sem minnti á per- sónur Tjékovs og sköllóttur læknir í enskum tveed-jakka og með birgðir af „Gitanes": og í eldhúsinu heyrðum við til ungra elskenda, að því er við hugð- um, tveggja stúdenta, sem áttu hvergi annarsstaðar höfði sínu að halla. Beyglað segulbandstæki sá fyrir hljómlistinni: Ella Fi!▼ erald, Nina Simone, The V ■> og aðrir sungu ársgömul dægur lög, með orgelprelúdíur eftir Bach inn í milli. Við drukkum vodkað og koníakið, sem við höfðum haft meðferðis, ásamt því sem eftir var af vodka gest gjafans og víni. Damsinn var hrjúfur en frjálslegur og inn í hann fléttuðust skrýtlur og hlátrasköll og alvarlegar, íhug andi umræður um þjóðfélags- lega merkingu amerískra hipp- ía. Það er erfitt að lýsa þeim óþvingaða innileik, sem einkenn ir heimasamkvæmi í Moskvu, fyrir þeim, sem ekki hefur reynt þau — eða þeim sem hefur reynt hið gagnstæða í andrúms loftinu á götum Moskvu. Eng- inn finnur hjá sér þörf til að sýnast fyndinn eða andríkur, mikilhæfur eða vel-upplýstur: eina skyldan er að vera mað- ur sjálfur, og að vera þátttak- andi — eða ekki — allt eftir eigin geðþótta. Það sem ein- kennir félagslegt samneyti Rússa er eðlileg framkoma og tilgerðarleysi — umhverfi þar sem „falsh“ (blekking, uppgerð) er sjaldgæft vegna þess að vin ir, og jafnvel þeir sem minna eru kunnugir eru óþvingaðir hvor af öðrum. Meðal mennta- manna skapar þessi eiginleiki, að viðbættum andlegum áhuga- málum, ósviknara „bóhema“- andrúmsloft, en ég hef fundið nokkursstaðar í Vestur-Evrópu Áður en ég lýsi umræðunum um Tékkóslóvakíu, sem á eftir fóru, verð ég að leggja áherzlu á að ég ártti þarna tal við lítinn og óvirkan minnihluta: frjáls- lynda menntamenn, sefn gátu vegna pólitískra tilfinninga sinna átt heima í hvaða mennta- mannahópi sem væri í hinum vestræna heimi. Þessir „Ev rópu“-Rússar tala um sjálfa sig sem „eina prósentið“. Ef til vill leynist í þessu angi af sjálfs- þótta: og það er áreiðanlega svartsýni. Þeir gætu sem bezt hafa reynzt tvö prósent, jafn- vel þrjú. En sovézkir áróðurs menn hafa rétt að mæla þegar þeir lýsa þeim sem örlitlu broti — andlegum útlögum í eigin landi. Hin rússneska menntastétt hef ur raunar aldrei verið annað en örþunnt og brothætt lag of- aná hinni miklu, ómenntuðu bændaþjóð. Að sönnu átti hún oft á nítjándu og snemma á tuttugustu öld stórgáfaða heims menn, en þeir voru glæsilegar undantekningar og jafn athygl isverðir fyrir hafningu sína yf- ir hið almenna svið rússnesks lífs og fyrir afrek sín. Skort- ' 'ír-cl - p H' rn :HÍ9f^‘' •>•* skortur þess á allri hinni sögu legu reynslu fræðslualdar, sið- bótar og endurreisnar gerði það afskipt í menningarlegri og mannúðlegri hefð Vestur-Ev- rópu. Og það litla menntasam- félag sem fyrirfannst árið 1917 var afmáð í byltingunni og borg arastyrjöldinni og síðar í hreins unum Stalíns. Síðan hafa að sjálfsögðú tug ir milljóna Rússa verið mennt- aðir, en mennbun þeirra er sov- vézk. Fullkomið nám í sov- ézkri tæknistofnun nægir ekki til að „mennta ungling af rússn eskum bændastofni. Rússneskir menntamenn tala um „sovét- menntun" til aðgreiningar frá menntun í hinni venjulegu merkingu orðsins: þeir eiga þar við verkfræðinga og jafnvel lækna, sem öðlast hafa hina tæknilegu kunnáttu starfs síns en ekki eðlisvitund stjórnmála- legrar og menningarlegrar þekkingar. Mennirnir sem stjóma vél sovéteinræðisins eru menntaðir í þessum skilningi. Þá skortir ekki vélfræðiþekk- ingu heldur hina sálfræðilegu og tilfinningalegu hlið menntun arinnar, andlega forvitni, opinn huga og vilja til að hlusta á efasemdir og ágreining. Því er hin raunverulega menntastétt enn örsmár minni- hluti. Hann er athyglisverður, ekki fyrir það að hann sé greinargóður fulltrúi hins mikla rússneska fjölda, komi óánægju hans á framfæri og eyði sektar kennd þjóðarinnar með djarf- legum mótmælum. Þetta er vest ræn trú byggð á misskilningi á bví, hvaða þýðingu Sinyav- sky, Evtúshenko, Ginzburg, Sol zhenitsyn og fylgjendur þeirar hafa í augum rússnesks almenn ings. (Eftir vestrænum blöðum að dæma gætu menn ímyndað sér að íbúar Moskvu væru ein- göngu rithöfundar og skáld.) Hann er athyglisverður fyrir það að hann er utangarðs: fyr- ir það að viðtorögð hans og menning eru náskyld því sem gerist hjá okkur: fyrir það að gegnum hann getum við öðlast skilning á því hver viðbrögð okkar myndu verða gagnvart sovétskipulaginu. Það var mjög liðið á sam- kvæmið þetta kvöld í september þegar talið beindist loksins að Tékkóslóvakíu. „Já, já, það er gott og blessað að vera hérna“, sagði einhvtor, „en í Prag stend ur fólkið andspænis skriðdrek- um okkar. . .“ Að segja að uggvænleg þögn hafi fylgt þess um orðum væri of dramatískt: fólkið þarna hefur lært að búa við s!"U-r> dna og verður ekki • :■ • ’>ijsa á henri t‘<’. ■að gerast dramatískt. En hins- vegar var eins og samræðurnar leystust upp andartak, rétt í því að búið var af einni segul- bandsspólunni. Við tæmdum glös okkar. Læknirinn rauf þögnina með tilvitnun í o rð Lenins: ein þeirra fáu, benti hann okkur á, sem hentar að ganga framhjá í hinni daglegu yfirþyrmandi lof gerðarromsu um Lenin. „Rúss- land,“ sagði Lenin, „er stjórn- málalega gersamlega vanþróað land, sem byltingin ýtti í einu vetfangi fram á þróunarbraut. En ef sosíalistisk bylting ætti sér stað í einhverju Evrópu- ríki, er eins líklegt að Rúss- land tæki aftur hina hefð- bundnu vanþróunarstöðu sína. „Við hverfum frá einni rudda mennskunni til annarrar," sagði vinur minn, ungi rithöfundur- inn, „vegna þess að ruddaskap ur fæðir af sér ruddaksap. Við höfum enn ekki einu sinni náð byrjunaratriðum lýðræðislegs st j órnskipulags". „Hvenær kemst lýðræði á?“ spurði ég. „Ekki á meðan ég lifi, eða mín böm. Það verður ekki fyrr en eftir hundrað ár, að minnsta kosti.“ ’ Þessi djúpstæða bölsýni á pólitíska framtíð Rússlands er útbreidd meðal rússneskra menntamanna. „Ekki á meðan ég lifi" er orðið að máltæki, dramatísku og 3jálfsmeðauk- andi. Atburðirnir í Tékkóslóvakíu hafa bæði aukið á þunglyndi þeirra og dregið fram orsakir- nar fyrir því. Eins og flestu menntafólki um heim allan, fannst þeim innrásin brot á öll- um lögmálum siðmenntunar og sáu í henni endalok sósíalist- iskar hreyfingar í heiminum. Þeir álitu að Tékkar hefðu ver ið að reyna að bjarga Marx- ismanum — en slíkt væri Rúss landi, vegna pólitískrar og menningarlegrar vanþróunar, ómögulegt fyrr en það er orðið of seint. Fyrstu viðbrögð mangra í þeirra hópi við fréttunum voru fagnandi — ósjálfráð endur- speglun á kenningunni „því verra, því betra“. Eftir þeirri röksemdaleiðlsu hafði Rússland gert slíka skyssu, að hún tæki af allan efa um heimsku, ef ekki algert ráðþrot, miðstjórn arinnar og gæti flýtt fyrir því að hún yðri leyst af hólmi. En almennt vöktu fréttirnar hryggð. Eins og í afstöðu ame- rískra menntamanna til Viet- nammálsins, bættlst ofaná gremói þessara Rússa persónu- >'■■•■ > r\ rrr H ' : virkið skyldi framið af þeirra >eigin þjóð. Ekkert af þessu er undrun- arefni. Og það er ekki heldur mergurinn málsins. Því að það var síður innrásin sjálf, sem olli menntamönnunum hryggð- ar, en það hvernig henni var tekið innan Rússlands. „Ég horfi í kringum mig all- an daginn (21eta ágúst) sagði gestgjafi okkar. „Það var ein kennilegt. Viðbrögðin voru engin. Hvaða önnur þjóð í ver- öldinni hefði getað gert nokk- uð þessu líkt — án þess að einn borgari af þúsund hætti að ryðjast um í einhverri verzl uninni þó ekki væri nema til þess að leggja fyrir sjálfan sig spumingu um málið?“ Vinir mínir álitu að um 80 prósent rússnesku þjóðarinnar hefðu, ef þau voru þá ekki skoðanalaus með öllu, stutt inn rásina og yfirlýst markmið henn ar. Þar sem skoðanakannanir og ritfrelsi vantar er erfitt að segja um þetta með vissu. En ég hafði sjálfur furðað mig á því hve viðbrögð skorti við irm rásinni: geispandi sinnuleysi og afkáralegt skeytingarleysi hvar vetna. Þar sem ég heyrði ein- hver ummæli yfirleitt, í biðröð- um eða sporvögnum, voru það nærri alltaf fordæmingar á hendur Tékkum. Ég skrifaði sum ummælin hjá mér: „Þessir hundingjar, við frels uðum þá undan Þjóðverjunum, úthelltum blóði okkar þeim til frelsis og veittum þeim fjárhags aðstoð — og sjáið nú bara: þeir eru aftur farnir að semja við Vestur-Þjóðverj ana. „Ég sá sjónvarpsfréttirnar. Vitalusir, síðhærðir krakkar að mála nazistamerki á skriðdrek- ana okkar. Er það hægt að ætl- ast til að maður láti svona fas- ista ganga lausa?“ „Sáuð þið glefsumar (í Pravda) úr tékknesku blöðun- um? Þeir ata sína eigin stjórn auri, gagnrýna allt í sínu eigin skipulagi. Þeir eru tilbúnir að svíkja lit, eins og ekkert sé.“ Það var þessi auðtrúa að- staða, sem gerði menntamönn- unum enn þyngra niðri fyrir í égúst s.l. „Það sem skelfilegast er,“ sagði læknirinn, „er að fólk trúir því, sem því er sagt — hverju seim því er sagt. Önnurhver blaðagrein endar á orðunum „Tékkar elska Sovét- herinn". Fáránlegt! Enginn, sm hefði nokkra hugmynd um um- heiminn, myndi virða þau við- lits. Áróðurslygar — en okkar fólk gleypir þær hráar!“ „Það er ekki aðeins almenn- :r- *m ’ætur blekkia'S’t“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.