Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969.
Verk Ólafar Pdlsdóttur
vöktu mikla athygli —
„ MIKILSVERÐUR FULLTRÚI FYRIR LIST LANDS SÍNS
HINN 25. janúar til 9. febrú-
ar sl. stóð yfir Hstsýning á
Den Frie í Kaupmannahöfn á
verknm fjögurra listakvenna.
Voru þrjár þeirra danskar,
listmáiararnir Gudrun Poul-
sen og Gudrun Henningsen
og keramikerinn Lisa Enq-
vist. Allar eru þessar konur
þekktir listamenn í Dan-
mörku og hafa sýnt á vegum
listafélagsins „Lille Gruppe.“
í Danmörku og víðar.
Á sl. ári buðu þær Ólöfu Páls-
dóttur myndhöggvara að
ganga í félagið og tók hún nú
í fyrsta skipti þátt í sýningu
þess. Fékk sýningin í heild
mjög góða dóma. Ólöf Páls-
dóttir sýndi 10 höggmyndir á
sýningunni. Luku dönsku
blöðin miklu lofsorði á öll
verk hennar og danska út-
varpið fór um þau miklum
viðurkenningarorðum f sér-
stökum listaþætti.
Hér á eftir verða rakin um-
mæli nokkurra listdómara í
dönsku blöðunum um verk Ólaf
ar Pálsdóttur.
DIRFSKA OG
FRJÁLSLEIKI
P. L. segir í grein í Politiken
2. febrúar:
„Sérstaka athygli vekja að
minni hyggju listaverk Ólafar
Pálsdótt.ur. Ekki aðeins vegna
þess að hún er ný í félaginu
heldur miklu fremur vegna hins
að þá sjaldan sem hún hefur
sýnt verk sín hér í Danmörku
hefur áhugi manna ávallt beinzt
að list hennar. Hún er gáfuð, per
sónuleg og raunsönn í tjáningar
formi sínu. Hún hefur eignast
sína eigin reynslu og fer ekki
troðnar slóðir. f þetta skipti sýn-
ir hún 10 höggmyndir, sem mað-
ur freistast til að skipta í tvo
hópa. Menn mega þó ekki halda
að markalínan milli þeirra verði
dregin eftir efni og innihaldi
verkanna, hvort þau eru manna-
myndir eða styttur í líkamsstærð,
dýr eða manneskjur, litlar stúdí-
ur eða stórar höggmyndir. Það
sem mestu máli skiptir er tján-
ingarformið, dirfska þess og
frjálsleiki ásamt heilídartilfinn-
ingu.
Stærsta stytta sýningarinnar er
höggmynd af sítjandi æsku-
manni, sem lyftir höndum sínum
lítillega um leið og hann breiðir
út fa'ðminn, eins og til þess að
veita gleðinni móttöku — eða
e.t.v. til þess að gefa hana síðan
öðrum. Við höfum séð þetta verk
áður. Það ber heitið „Sonur“.
En maður þreytist ekki við en-
durfundina, vegna hinna mörgu
fögru og myndrænu eiginleika
listaverksins. f því felst bæði
hreinleiki og styrkur bak við
dálítið akademiskt yfirborð sítt.
Engu að siður er það eins og
bæði „Sonur“ og „liggjandi kona“
séu fulltrúar fyrra tímabils, sem
mótast af ábyrgri en leitandi af-
stöðu í list Ólafar Pálsdóttur.
Áhorfandanum finnst að listakon
an sé í dag líkust sjálfri sér í
mannamyndunum af Halldóri
Laxness, „stjórnmálamanninum“
og í hinum tveimur bronzmynd-
um af útigangshestum, sem unn
ir eru af sérstæðum næmleika.
Sameiginlegt þessum myndum er
„expressivt” eðli þeirra, nokkuð
„arkaiskt" látleysi, ásækin form
gleði og djúp, nærri því ágeng
þörf fyrir að koma því áleiðis,
sem býr inni fyrir. Þetta er gert
á snjallan og myndugan hátt.“
P. L segir að þátttaka Ólafar
Pálsdóttur sé ótvíræður vinning-
ur fyrir sýninguna.
„ÍSLENZK HÆFILEIKAKONA"
Berlingske Tidende birtir 27.
janúar grein eftir Jan Zibrandt-
sen myndlistargagnrýnanda sinn
undir fyrirsögninni: „fslenzk
hæfileikakona“. Segir hann í upp
hafi greinarinnar að Lille
Gruppe hafi bætt við sig nýjum
félaga, íslenzka myndhöggvaran-
um Ólöfu Pálsdóttur. Það sé góð
viðbót, sem styrkt hafi félagið
verulega. Síðan segir Jan Zibr-
andtsen:
„Ekki aðeins vegna þess að
Ólöf Pálsdóttir er stórgáfaður
listamaðuir og mikilsverður full-
trúi fyrir Iis-t lands síns heldur
einnig vegna hins að með
þátttöku hennar skapast líf-
rænna samspil miíli málverks,
höggmyndar og keramikmuna
á sýningunni. Hinir tveir stóru
salir, sem sýnintgin er í eru
kröfuharðir þegar fáir listamenn
eiga að fylla þá. En árangurinn
hefur orðið ágætur“.
Áður hefur hér í blaðinu verið
skýrt frá nokkrum af ummælum
Jan Zibrandtsen um verk Ólafar.
En hann fór miklu lofsorði um
öll verk hennar á sýningunni.
Lauk hann grein sinni með þess-
um orðum:
„Listakonan hefur innsýn í
lyndiseinkun persónufyrirmynda
sinna. Hið sama má segja um
sérkennilega brjóstmynd af hin-
um íslenzka brautryðjanda, og
einnig um uppkastið að mynda-
Styttu af Halldóri Laxness. Loks
á hið sama við um höfuðið af
„stjórnmálamanni“, sem er meðal
nýjustu verka listakonunnar. Það
verk hefur stórbrotin myndræn
áhrif. Athyglisverð er einnig túlk
un hennar á tveimur íslenzkum
útigangshestum. Hin beina nátt-
úruskynjun hefur hér í formi
frumdráttanna fengið frjálsan,
lifandi blæ. — Þetta er ísland“,
segir Iistagagnrýnandi Berlinske
Tidende að lakum.
BERA SÝNINGUNA UPPI
Aktuelt birtir grein um sýn-
inguna 29. janúar eftir J.M.N.
Segir þar m.a.:
„Það eru Gudrun Poulsen og
Ólöf Pálsdóttir, sem bera sýning-
una uppi, hin fyrrnefnda með
hálfrökkur myndum sínum frá
Mön, dökkum og gullglóandi.
Hin síðarnefnda með sínum
sterku og stoltu íslenzku högg-
myndum."
„Ólöf Pálsdóttir hefur sem
myndhöggvari töluvert af hinu
óbrotna Iátleysi Astrid Noach og
stríðlundaða hreinleika Olivíu
Holm-Möller.“
Kristilegt Dagblad birtir list-
dóm eftir Erik Clemmesen:
Kemst hann þannig að orði:
„Ólöf Pálsdóttir hefur bæði
næmt og öruggt „skúlpturelt"
markmið. Hún virðist vera stödd
á breiðum þekkingargrundvelli
gagnvart hugmyndum, sem fyrr
e'ða síðar verður að tengja eftir
þá leit, sem birtist svo fagurlega
í hinni stóru módelstúdíu henn-
ar. Meðferð hennar á forminu er
að verða sjálfri sér samkvæm í
hinum nýjustu verkum hennar.“
VEKJA VIRÐINGU OG
AÐDAUN
Roskilde Tidende birta grein
eftir E.H. Iistgagnrýnanda sinn,
um sýninguna 5. febrúar. Kemst
gagnrýnandinn þar að orði á
þessa leið:
„Ólöf Pálsdóttir er listamaður
með mikla hæfileka. Það vekur
ævinlega lifandi áhuga að horfa
á verk hennar og njóta þeirra.
Hún sýnir að þessu sinni tug
listaverka, sem túlka hæfileika
hennar og stærð. Þau ná yfir
tímabilið frá akademiárum henn
ar til nýjustu og frjálslegustu
verka hennar. Nú er það þannig
a’ð í hugum margra þý&ir orðið
„akademiskur“ „þurr og leiðin-
legur“. En það á siður en svo
við um Ólöfu Pálsdóttur. Enginn
gæti fundið upp á því að kalla
hana þurra og leiðinlega. Til þess
er hún alltof tilfinningarík lista
kona, sem nær, einnig í hinu
bundna formi að túlka hug-
myndir sínar þannig, að
persónuleiki hennar kemur í
ljós. Hitt er svo annað mál að
manni finnst að hún
njóti sín ennþá betur í hinum
frjálslega unnu verkum sínum.
Hér kemur í ljós hjá henni kraft
ur, sem knýr fram virðingu og
aðdáun. Þetta gerist langbezt í
myndinni af Halldóri Laxness og
hinum fínu frumdrögum að Í3-
lenzkum útigangShestum. Það er
kjarna skúlptúr“, segir Roskilde
Tidende.
FERSKUR ENDURNÝJUNAR-
BLÆR
Listagagnrýnandi Berlingske
Aftenavis, Leo Estvad segir um
Ólöfu: „Listrænt handbragð henn
ar birtist í styttunni „Sonur“,
sem er í fullri líkamsstærð. En
mannamyndir hennar eru líf-
legri og form þeirra frjálslegra,
t.d. myndin af Halldóri Laxness
rithöfundi. Þar nær listakonan
vel duldum efasemdarsvip skálds
ins. Og brjóstmyndirnar „faðir
mkm“ og nr. 41 og 42 eru meira
hrífandi en hin hefðtoundna
„liggjandi kona.“ Ólöif Páls-
dótti nær betur tjáningaformi
okkar tíma í brjóstmyndum en
í táknrænum uppstillimgum.
Verk hennar koma með ferskan
endurnýjunarblæ á sýningu lista-
kvennanna.“
jplÍi* ■
, :
; g
• * - //Sl
■ l'y/-• ••.
.: - 'f-
- v //
Tl'af/
-< y
c
Ólöf Pálsdóttir teiknnð af Otto C.
~ " ■.^..—-y- i •
Olöf Pálsdóttir: Halldór Laxness. Myndin birtist i Berlingske
Aftenavis.
Húseigendur
Við smíðum handrið
allt fyrir arin, hlið
og alls konar list-
smíði.
Vönduð vinna.
Afborgunarskilmálar.
i l HB Hringið í síma 51212.
Járnsmiðja
Harry Sönderskov
Vesturgötu 4 B
Hafnarfirði.
Stúlka - New York
Stúlka óskast á íslenzkt heimili í New York.
Hálfs dags vinna kemur til greina. — Engin
bamagæzla. Tilboð merkt: „New York —
6375“ sendist afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m.