Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 196®. 31 - DE GAULLE Framhald af bls. 1 fundinum ekkert sagt, sem nýtt gæti talizt. „Hin franska stefna er ekki ný af nálinni“, sagði Debré. Hann sagði, að de Gaulle og Soames hefðu rætt um breyt- ingar í Evrópu, og afstaða Frakka væri sú, að þeir myndu ekki hindra þær breytingar á Efnahagsbandalaginu, sem fælu í sér algjöra „stökkbreytingu", eins og Debré komst að orðL Debré fór hörðum orðum um Breta fyrir að hafa verið upp- hafsmenn þessara fregna í gær, föstudag, og sagði m.a. að „æsi- fregnablærinn á þessu bæri fremur vott um pólitíska ákafa- starfsemi en vel ígrundað mat á kenningum.“ Debré sag’ði, að de Gaulle hafi sagt Soames að efnahagssam- vinna Breta við Evrópu myndi jþarfnast „íhugunar“ og „langrar athugunar". Samkvæmt fréttunum frá London átti franski forsetinn að hafa komið þeirri tillögu á fram- færi við Soames að komið yrði á fót víðtækara evrópsku sam- starfi, sem Bretland ætti aðild að, og sem koma skyldi í stað Efnahagsbandalagsins er fram í sækti. I Efnahagsbandalaginu eru sex lönd á meginlandi Ev- rópu. Stjórnmálamenn í V-Evrópu mimu hafa verið þrumu lostn- ir í gær yfir fregnunum frá London, og fengust þeir ekki til þess að segja neitt um málið. í Washington segja góðar heimild- ir áð Nixon forseti æski þess að halda sér og Bandaríkjunum sem mest utan deilnanna um samstarf Evrópuríkjanna í efnahagsmál- um, en hins vegar er á það bent, að mál þetta komi upp á mjög óheppilegum tíma fyrir forset- ann, sem á sunnudag leggur upp í ferð sína til fimm Evrópulanda, þar á meðal V.-Þýzkalands og Berlínar. Hinar nýju deilur munu ugg- laust leiða til þess að sambúð Breta og Frakka mun enn versna að því er fram er haldið af þeim, sem með málum fylgjast í París, og því er einnig spáð að áhrifanna af fréttunum frá Lond on, sem voru á forsíðum flestra blaða Evrópu í gær, muni gæta í langan tíma. Brezkar heimildir segja, að franski forsetinn hafi gengið svo langt í samtali sínu vi'ð Soames sendiherra 4. febrúar sl., að segja að hann væri sannfærð- ur um að ef Efnaihagsbandalag- ið yrði stækkað með aðild Breta og ríkja vinveittum þeim, myndi eðli bandalagsins breytast al- gjörlega. Hann sagði síðan, að því er Bretar segja, að hann æskti þess gjarnan að Efnahags bandalagið þróáðist í stærra form, lausara í reipum, þ.e. í einskonar fríverzlunarsvæði þar sem aðildarríkin gætu skipzt á landbúnaðarvörum. Haft var eft- ir de Gaulle, að hann væri reiðu búinn að ræða þessi mál við Harold Wilsen, forsætisráð- herra Bretlands, eða a.m.k. ættu sér stað viðræður milli ríkis- stjóma landanna. - SKÓLAMÁL Framhald af bls. 32 kerfisins í fjármagnsmyndun þjóðarinnar. Koma kunnir skóla- menn til með að ræða þessi mál, en síðan verða frjálsar umræður. Væntum við þess að áhugafólk sæki fundinn og ýti þannig á eftir gömlum og nýjum kröfum um breytingar á ýmsu í skóla- kerfinu Er ekki ólíklegt að á fundunum verði gerðar ályktan- ir, sem sendar verða fræðsluyfir- völdum. „Kennslutækni" er félag til- tölulega fámenns hóps barna- og gagnfræðaskólakennara J Rvik og nágrenni og hefur það á stefnuskrár sinni að ræða og reyna að brjóta til mergjar vandamál skólanna á hverjum tíma. Hefur félagið m. a. staðið fyrir náms'keiðum kennara bæði I Reykjavík og úti á landL Askur úr furu. Á miðju lokinu er hringur með skipaskurðar- stjörnu, sexblaða rós, með hring sem liggur þvers yfir blöð- in. Yzt til beggja hliða er þessi sammiðja tilhögun rofin af eins konar klukku- eða túlípanalaga blómi. Doktorsritgerð um íslenzkan tréskurð varin í Osló 1. marz DOKTORSRITGERÐ um ís- lenzkt efni verður varin í Osló 1. marz nk. Ellen Marie Mager- 0y ver þá ritgerð sína: ,durta- skreyti í íslenzkum tréskurði“. Meðal andmælenda verður Magnús Már Lárusson prófessor, sem fer til Osió nú um miðja vikuna. í fréttaskeyti, sem Mbl. hefur borizt frá Osló, segir, að ritgerð höfundar, sem á norsku heitir Planteornamentikken i islandsk treskurd, sé stílsögulag irannsókn á þróun íslenzks tréskurðar allt frá víkingaöld og fram til 1900, en þá hafi eiginleg alþýðulist lið- ið undir lok. Tiltölulega fátt muna er varðveitt frá tímanum fyrir siðaskipti, en þó segir, að stílfræðileg rannsókn þeirra muna sé nauðsynleg forsenda fyr ir rannsókn á ísl. tréskuxði síðari alda. Þegar kemair fram á 17. öld eru tréskurðarmunir ár- settir og úr því er auðveldara að — Utan úr heimi Framhald af bls. 16 særðust. Einnig kom til á- taka í hafnarborginni Izmir við Eyjahaf, í höfuðborginni Ankara, hafnarbænum Trabz- on við Svartahaf og í nokkr- um sveitahéruðum. A'llt frá komu herskipanna höfðu vinstrisinnar staðið fyrir mót mælaaðgerðum. Tyrkneska stjórnin hélt sérstakan skyndifund um á- standið, hvatti til stilling- ar og varaði við múgæsing- um. Lagt hefur verið fram frumvarp á þingi til að þyngja viðurlög við æsinga-, starfsemi öfgamanna jafnt til vinstri og hægri. Suleyman Demriel, forsætisráðherra, sem hefur harmað atburðinn og er talinn vinveittur Banda ríkjamönnum, hefur lýst því yfir, að ofbeldi verði ekki látið viðgangast og ekki komi til mála að fara þess á leit, að bandarísk herskip hætti að heimsækja Tyrkland, „að eins vegna þess, að það er vilji örfárra þúsunda manna.“ BRIDGE SEXTÁN spila sveitarkeppni i Kópavogi með þátttöku tíu sveita lauk 30. janúar og urðu þessar efstar: 1. Sv. Ármanns Láruss. 140 st. 2. Sv. Sig. Gunnlaugssonar 128 st. 3. Sv. Kára Jónassonar 122 st. 4. Guðm. Jakobs’sonar 105 st. 5. Sv. Odds Sigurjónssonar 98 st. Tvímenningskeppni stendur nú yfir og að loknum þremur um- ferðum (af 5) eru þessir efstix: 1. Grímur Thorarensen — Kári Jónasson 397 st., 2. Garðar Þórð- ars'son — Vald. Valdimarss. 374 st., 3. Gylfi Gunnarsson — Óli Andrésson 357 st., 4. Ól. Júlíus- son — Jóhann Jónsson 354 st.., Að lokinni tvímenningskeppni hefst einmenningskeppni, Jarðarför eiginmanns míns Einar G- E. Sæmundsen skógarvarðar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Líknarstofnanir njóti minn- ingargjafa. Sigríður Vilhjálmsdóttir. Lagosstjórn býð ur fram f — svo hjálparstofnanir geti tlutt matvœli og lyf til Biaframanna fylgja þróun tréskurðarlistarinn- ar. Landifræðileg flokkun þeirra tréskurðarmuna, sem ársettir eru,'sýnir, að fram á 18. öld hef- ur tréskurðarlist verið einkar mikið iðkuð í Eyjafirði og Skaga firði. Síðar virðist þessi listgrein ennig ná útbreiðslu á Suðurlandi og Vesturlandi, segir í skeytinu. Doktorsritgerð Ellen Magerdy er prýdd miklum fjölda mynda, sem varpa ljósi á þróun tréskurð arlistarinnar. Ellen Marie Magerþy er les- endum Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags að góðu kunn, en í því riti birtist um margra ára skeið greinaflokkur hennar: ís- lenzkur tréskurður í erlendum söfnurn. Myndin sem hér birtist er tekin úr grein Magerþy í Ár- bók fornleifafélagsins H964. Skólnkeppni í knnttspyrnu í UNDIRBÚNINGI er nú skóla- keppni í knattspyrnu og veita KSÍ og KRR skólaliðum aðstoð við framkvæmdina. Hefur hvort KSÍ skipað Jón Magnússon í und irbúningsnefnd og KRR Baldur Jónsson vallarstjóra og munu þeir aðstoða skólafélögin við undirbúning. ADDIS ABEBA 22. febr., NTB. Nígeríustjórn bauðst til þess í gær að veita hinum ýmsu hjálp- arstofnunum frjálsan aðgang all- an daginn að flugvelli í nágrenni Biafra, þannig að hægt væri að flytja matvæli og lyf til íbúanna þar. Tilboð þetta kom frá utanrík- isráðherra Sambandsstjórnarinn- ar í Lagos, dr. Okoi Akrikpo, eftir að hann hafði afhent Haile Selassie, Eþíópíukeisara, sem er formaður Samtakanna um ein- ingu Afríku, boðskap frá Yakubu Gowon, leiðtoga Sambandsstjórn arinnar. Dr. Árikpo bætti því við, að tilboð þetta væri árangur - ISL GÆRUR Framhald af hls. 32 mMj. kr. En prjónavörur voru seldar fyrir 30,8 millj. og voru það 576,7 tonn. Og einnig voru seld 66,8 tonn af ullarteppum fyr ir 12,8 millj. króna. Má af þess- um tölum sjá hve miklu meira verðmæti í gjaldeyri hlýtur að liggja í unnu ullarvörunum. Af ullanteppumum fór mest til Sov- étríkjanna eða 66,4 lestir fyrir 12,6 millj. kr. Og af prjóna- vörunuitn fór mest til Bandaríkj- anna eða 533,1 lest fyrir 7,3 millj. króna, en næst koma Sov- étríkin með 43,3 lestir fyrir 23 millj. króna. Tölur þessar eru frá Hagstof- unni og veita miklar upplýsingar ef maður nennir að lesa þær. starfs bandaríska þingmannsins Allard Lowenstein, sem mjög hefur barizt fyrir því, að sam- komulag næðist á þessum grund- velli. Ætlunin mun að matvælin og lyfin verði flutt frá flugvelli þessum, sem er að sjálfsögðu á landssvæðt sem sambandssfcjórn- in ræður, landleiðina til Biafra. - FORMLEGT SVAR Framhald af hls. 1 Sagði háttsettur embættismaður í gær að Kiesinger ráðgerði að boða sovézka sendiherrann í Bonn á sinn fund í dag. Sendi- herrann flutti Kiesinger harðorð mótmæli Moskvu 13. sl., en Kiesinger hafnaði þeim algjör- lega. - LEIÐANGUR Framhald af bls. 1‘- ið til eyjarinnar í sumar (nú er sú árstíð á suðlægum slóðum) til þess að dveljast um nokkurra mánaða skeið við rannsóknir á Deception-ey. Hvorki sendiráðið né floti Chile gátu veitt upplýs- ingar um hve margir Bretarnir eru. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Hafnarfjörður Stúlka vön afgreiðslustörfum óskast. Þarf að vera vön kjötafgreiðslu. HRAUNVER H.F. Álfaskeiði 115. — Sími 52790. somvyl - DÚKUR Henitugasta veggklæðningin á markaðaum, hvort sem er á böð eða forstofur. Þykíktir er 2,5 mm og hylur því vel spruinigna og hrjúfa vaggi. H.jóð- og hitaeinangrar. Mikið litajval. /í\ J. Þorláksson /J'N\ & Norðmann hf. Cjóclan da<£ h i erra mma Vitið þér, að í dag er konudagurinn. Eitt lítið getur gert margt stórt. Mikið úrval. — Opið alla daga. Kveðja Aðalstræti 7 — Sími 23523.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.