Morgunblaðið - 22.03.1969, Page 18

Morgunblaðið - 22.03.1969, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ lð'6® k I»Að ER ekki að venju hér í blaðinu að ræða um tvítugs af- mæli, en hér gegnir nokkru öðru en ef um einstakling væri að ræða, því það eru bæjarréttindi Keflavíkur sem eiga 20 ára af- mæli. Lögin um kaupstaðarréttindi Keflavíkur voru staðfest af for- seta fslands 22. marz 1949. og öðluðust þá þegar gildi. 22 marz er því óvefengjanlegar afmælis- dagur Keflavíkurbæjar. Tillöguna um kaupstaðarrétt- indi fyrir Keflavík flutti á Al- þingi þingmaður kjördæmisins, Ólafur Thors, og meðflutnings- maður hans var Emil Jónsson, þáverandi þingmaður Hafnfirð- inga. Síðasta hreppsnefndin, skip- uð 7 mönnum, fór með völd bæj- arstjórnar fram að fyrstu reglu- í Raðhúsahverfi í Keflavik og aðrar byggingar. KEFLAVÍKURSÆR 20 ÁRA — efiir Helga S. Jónsson legum bæjarstjórnarkosningum sem fóru fram 29. janúar 1950, en þá var fyrsta bæjarstjórnin kosin, skipuð 7 mönnum, en nú eru þar 9. Fyrsti fundir hinnar nýkjömu bæjarstjómar var haldinn 12. febrúar 1950. Á þeim fundi var Ragnar Guðleifsson, fyrrverandi oddviti ráðinn bæjarstjóri. Meiri hlutasamvinna var þá á milli Al- þýðuflokksins og Framsóknar, eins og áður hafði verið í hrepps- nefndinni. Síðan kom samvinna S’álfstæðisflokks og Framsóknar þá meirihluti Sjálfstæðisflokksins og nú er ráðandi samvinna Sjálf stæðisflokks og Alþýðuflokks, og bæiarstjóri er Sveinn Jónsson. 20 ár er ekki langur tími í æfi bæjar, sem á allar aldir í framtíð sinni. Keflavík stendur föstum fótum í fortíðinni, sem oft hefur verið rysjótt, mörkuð fátækt og þrotlausri baráttu fólksins, sem vissi að það er ekki hægt að gefast upp. Keflavík verður fyrst til í kringum dönsku einokunina og vex hægt undir hrammi hennar. Fólkið í Keflavík forfeður bæj- arbúa i dag, voru harðir og hraustir, bognuðu en brotnuðu ekki. Þeir héldu vöku sinni og voru viðbúnir að taka undir og þrýsta á, þegar einokunarfjötr arnir fóru að rakna. Þegar Duus-veldið skilur við færist fjör í Keflavík. Þó að sporin séu ekki stór í fyrstu, miða þau öll framávið. Kefla- vík er ekki síðust svipaðra staða á landinu og greini’lega tekur hún forustu byggðanna á Suð- urnesjum og hefur haldið henni síðan. Allur þroski og þróun Kefla- víkur hefur verið og er sjónum háð, útgerð og fiskveiðum. Svo vænlega hefur Keflavík vaxið úr reifum um að nú er hún þriðji stærsti útgerðarbær á landinu og leggur sinn ríflega skerf í þjóðarbúið, auk þess sem fólkið hefur búið við batnandi kjör. Bátarnir hafa stækkað svo að segja með ári hverju, og einnig fjölgað svo nú er heimaflotinn mikill og myndarlegur. Aðstaðan til vinnslu og verk- unar aflans hefur fylgt fast eft- ir og stundum farið framúr, svo að verkefni hafa ekki alltaf ver- ið fyrir hin 6 frystihús og aðrar verkunarstöðvar. Alveg hiklaust og á réttum tíma var horfið frá þeirri einhæfu verkunaraðferð að sólburrka saltfisk eingöngu, sem var nær einráð verkunaraðferð. Upn var tekin hraðfrysting, hús þurkkun og herzla og á þessum sviðum ávallt notað bað nýjasta og bezta. Hraðfrystihúsin hafa stöðugt aukið afköst sín, með stækkun húsanna og nýrri tækni sem hefur skapað aufcna vöru- vöndun, sem er eitt bitrasta vopn ið í baráttunni um markaðina. Að siálfsögðu verður stefnt að því að fullvinna allar sjávaraf- urðir. Þar verður Keflavík ekki eftirbátur frekar en á öðrum svið um. Þeir, sem stjórna þessum mál- um og bera hita og þunga dags- ins, eru starfi sínu vaxnir. Þeir eru knúðir þrennskonar aflgjafa Það er þjóðarbúið, bærinn okk ar og menning fólksins. Á meðan eftir þessum sjónar- miðum er unnið, heldur Kefla- vík áfram að vera vaxandi bær þar sem framleiðsla, vinna og menning haildast í hendur. Því það er hugur og hönd sem skapa bæinn. Þar sem eitt harðbalakot var áður, ris nú bærinn við hafið með 5700 íbúum. Störfin eru mörg og öll mikilvæg, hvert á sína vísu. Það er ekki einhlítt að sækja fiskinn í sjóinn. — Til þess að lifa mannsæmandi lífi, krefst nútíminn margháttaðrar þjónustu. Sumt af því sem á Sveinn Jónsson bæjarstjóri landi er unnið, er ekki fyrir- ferðarmikið og finnst ef til vill ekki fyrr en það vantar. Til þess að annast öll þau störf, sem menning nútímans krefur, höfum við með okkur þjóðfélag og bæjarfélag, og gjöldum hvoru tveggja skatt, hluta þess er við öflum. Liðin eru nú 20 ár síðan við ákváðum og fengum lagaheimild til að breyta okkar sambýlis- formi úr hreppsfélagi, sem stofn að var 1908, í bæjarfélag, með Fiskibátar í Keflavíkurhöfn þeim skyldum og réttindum, sem því fylgja. KEFLAVfK f DAG Það hefur margt breytzt í okk ar þjóðfélagi á síðustu 20 árum og einnig í tiltölulega ungum bæ. Þegar bæjarréttindi voru feng- in, var íbúafjöldinn 2.283, en nú á 20 ára afmælinu eru íbú- arnir 5.700. Sem að 'líkum læt- ur býr fólkið í húsum, og hefur því átak í byggingarmálum ver- ið talsvert mikið og einnig á öðr- um sviðum. BYGGNGAR Á þessum 20 bæjarárum hefur Keflavík vaxið og þroskast hröð um skrefum og er talið af þeim, sem til þekkja, að Keflavík hafi þróast á æskilegasta hátt miðað við önnur byggðalög. Á þessu tímabili hafa verið reist 350 hús, af ýmsum stærðum með um 925 íbúðum, malbikaðir og malarlagð ir 8.1 kílómetrar af samanlagðri allri gatnalengd í bænum, sem er 21.7 km. Nú eru í byggingu 127 íbúðir. Lokið er viðbygging ingu við barnaskólann og mikil viðbygging við Gagnfræðaskól- ann er nú í smíðum. Nokkur verksmiðju- og verkstæðahús eru ýmist fullbúin eða eru í smíðum, einnig nýtízku verslunarhús, sem ýmist er lokið eða áformuð. Það verður vart allt talið fram, sem er að gerast í vaxandi bæ og verður því sérhver að geta í eyð urnar. SKÓLAR OG ÍÞRÓTIR Með vaxandi íbúafjölda hefur skólaþörfin aukizt mjög mikið. Við upphaf bæjarréttinda voru í barnaskóla 273 nemendur, en eru nú rúmlega 900. — í Gagn- fræðaskólanum voru 60 nemend- ur en eru nú yfir 400. Iðnskól- inn er með 130 nemendur. Þá starfar hér Tónlistarskóli með um 150 nemendum, námsflokkar og allskonar námskeið, bæði á veg- um hins opinbera og félagasam- taka. Aðstaða íþróttamanna hefur tekið miklum framförum. All- mikið og gott íþróttahverfi er nú í hjarta bæjarins, þar er gamli malarvöllurinn, endurbætt ur og gerður svo vel, að hann er talinn einn besti málarvöllur á landinu. Nýr grasvöllur af ful'l komnustu gerð hefur verið gerð tr, þó að umhverfi hans og mörgu öðru sé enn ekki að fullu lokið, en miðar vel áfram. Búnings- hús og aðrar nauðsynlegar bygg ingar hafa verið reistar. Leikvell ir barna, sparkvellir og dag- heimili eru í fullum gangi og gefast vel. IÐNAÐUR OG ATVINNA Atvinnuhættir Keflavíkur eru enn sem komið er ti'itölulega fá- brotnir, vantar margskonar iðn- að, þó að margt sé þegar komið og ýmislegt fyrirhugað, sem nú verandi bæjarstjórn styður með ráðum og dáð. Það væri margt hægt að rekja af framkvæmdum þessa 20 ára tímabils, en þessari afmælis- kveðju er ekki ætlað það hlut- verk, heldur að minna á hvern- ig eitt harðbalakot getur risið til vegs og virðingar undir for- ustu góðra manna og fýrir dugn- að þeirra, sem bæinn byggja. Á hveýju ári kemur eitthvað nýtt framá sviðið, sumu er mis- jafnlega tekið og ekki veittur fullur skilningur fyrr en siðar,. Það er svo, og hefur llltaf ver- ið, að vindar blása um tinda — og bæjarstjórn hvers tíma er meira vanþakkað en þakkað fyr- ir það góða, sem hún gerir með tilstyrk borgara sinna. Þegar þessar línur eru skrif- aðar veit ég ekki hvort bæjar- stjórnin ætlar að halda hátíða- i fund og auðkenna þetta 20 ára skref með nokkru sérstöku, en vel væri til fallið að samþykkja þar að hefja undirbúning að byggingu ráðhúss við Tjarnar- götuna, sem einnig rúmaði byggða safnið, listasafnið og bókasafn- ið. Slík bygging væri verðugt minnismerki um 20 ára gæfuríkt starf og góð afmælisgjöf til fram tíðarinnar. Það er aldrei of mikið af bjart sýni og hugsun framí tímann. Svo vitum við öll að Kefla- vík „liggur suður með sjó“ og heldur áfram að vera um víða veröld þekktasti staður á fslandi fyrir tilkomu hins volduga flug- vallar í heiðinni fyrir ofan, sem er í dag bitbein margra, en renn ur með tímanum inní órofa heild og heldur nafni Keflavíkur uppi um langa framtið. PILTAR, ef fjií Plqlt unnusturu /f// .p’a i éq kringana. //f/''////) Aýarfa/i fomaniteficnA Póstscndum/'^*"^ BnsHBHn i SAMKOMUR 1 HEIMATRÚBOÐIÐ Almenn samkoma annað kvöld kl. 20.30. Sunnudagaskóli á morgun kl. 10.30. Verið vel- komin. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristilegar samkomur sunnu- daginn 23/3: Sunnudagaskóli kl. 11 f. h., almenn samkoma kl. 4 Bænastund alla virka daga kl. 7 e. m. Allir velkomnir. Samkomur í Færeyska sjómannaheimilinu sunnud. kl. 5. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.