Morgunblaðið - 22.03.1969, Page 20
20
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1909
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
til sýninga um helgina
„Þetta er allt þess virði,
það er svo skemmtilegt"
efnir
Tifandi faetur svifu spor-
létt yfir sviðið í Háskólabíói
s.l. sunnudagsmorgun, en þá
voru dansarar Þjóðdansafé-
lags Reykjavíkur að æfa þar
af fullum krafti fyrir áriega
sýningu félagsins, sem verð-
skozk pils á karlmennina.
Búningavörður félagsins er
Ingveldur Markúsdóttir.
Stjórnandi hljómsveitarinn
ar, sem leikur fyrir dansin-
um er Elisha Davíðsson og
honum til aðstoðar eru:
r
W
Ungar stúlkur dansa hópdansa.
ur í Háskólabíói í dag kl. 3
e.h. og á morgun kl. 2 e.h.
Sýndir verða dansar frá
12 iöndum og hafa dansarn-
ir verið æfðir hjá Þjóðdansa
félaginu í allan vetur. Æfing
ar eru að jafnaði þrjú
kvöld í viku. Um 70 manns
taka þátt í danssýningunni.
í vetur hafa hátt á þriðja
hundrað manns æft þjóð-
dansa hjá félaginu.
Það er ugglaust fremur
sjaldgæft að menn og konur
hérlendis dansi af fullum
krafti á sunnudagsmorgnum,
því að þá eru flestir dansarar
frá laugardagskvöldum komn
ir í ból. En það var líf og
fjör á æfingu Þjóðdansafé-
lagsins og tónbrigði ýmissa
landa réðu sporum og hreyf-
ingum á sviðinu.
Hljómsveitin sem lék fyrir
dansinum magnaði upp dans-
inn og fiðlan varð æ tryllt-
ari og trylltari þar til augu
dansaranna loguðu og fiðlan
grét af kæti.
Stórkostlegt litaskrúð er í
búningum dansaranna, en
þeir sýna dansa frá íslandi,
Kanada, Skotlandi, Þýzka-
landi, ítalíu, Danmörku, Pan-
ama, Japan, Mexícó, Perú og
Argentínu. Stjómandi sýn-
ingarinnar er Svavar Guð-
mundsson og hann ásamt
Helgu Þórarinsdóttur hefur
æft dansana.
Einnig hafa brezku sendi-
herrahjónin ásamt syni
þeirra æft skozku dansana,
jafnframt því sem frúin hef-
ur séð um að útbúa „kinsanó"
búningana fyrir japönsku
geisumar í japanska dansin-
um. Brezku sendiherrahjón-
in gáfu Þjóðdansafélaginu 4
Guðni Þ. Guðmundsson,
Gunnar R. Jónsson, Harold
Wright. Helgi Kristjánsson og
Sverrir Kjartansson.
Þjóðdansafélagið er búið
að starfa í 17 ár og hefur
starfsemi þess eflzt með ári
hverju og æ fleiri sjálbfoða-
liðar lagt hönd á plóginn í
starfi félagsins en það er að
langmestu leyti sjáilfboða-
starf. Mjög margir félagar í
Þjóðdansafélaginu eru kenn-
arar, en einnig er þar fólk
úr öllum starfsgreinum. Á
stefnuskrá Þjóðdansafélags-
ins er það fyrst og fremst á
stefniuskrá að efla og endur-
vekja áhuga fólks fyrir
gömlu íálenzku búningunum
og gömlum dönsum innlend-
um og erlendum. Félagið hef
ur komið sér upp mjög vönd-
uðu búningasafni og þar í er
sérstakt safn íslenzkra bún-
inga, sem unnir eru eftir fyr-
irmyndum í Þjóðminjasafn-
inu. í þá búninga t.d. var lát-
ið vefa sérstaklega efni hjá
Álafoss verksmiðjunni til
þess að búningarnir yrðu sem
líkastir.
Ýmisskonar námskeið eru
haldin innan Þjóðdansafélags
ins og á vegum þess og t.d.
var í vetur haldið námskeið
í baldýringu og spjaldvefn-
aði í samvinnu við Þjóðminja
safnið.
Til þess að kynna þjóð-
dansa utan Reykjavíkur hef-
ur félagið efnt ti'l sýningar-
ferða út áland og hefur það
borið þann árangur að farið
er að æfa þjóðdansa á nokkr
um stöðum úti á landi.
Mörg félagssamtök, inn-
lend og erlend, hafa sótzt
eftir samvinnu við Þjóðdansa
félagið og beðið það að sýna
á skemmtunum sérstaka
dansa.
Það er t.d. orðin hefð að
fara með árlega sýningu Þjóð
dansafélagsins í heimsókn á
Keflavíkurflugvöll og sýna
þar. í athugun er að fara
bráðlega með sýninguna til
Akureyrar.
Þjóðdansafélagið hefur lagt
á það áherzlu að kynna ís-
lenzka búninga og dansa er-
Mjaömadansar Suðurhafseyja hafa alltaf verið vinsælir.
lendis og í því tilefni efnt til
sýningarferða til annarra
landa. Þá hefur Þjóðdansafé-
lagið boðið nokkrum sirmum
erlendum dansflokkum til ís-
lands.
Félagar í Þjóðdanasafélag-
inu halda hópinn vel og það
er frisklegur blær á æfing-
um félagsins, eins og sýndi
sig á þessari æfingu, sem við
fylgdumst með, en þá var
verið að æfa sýninguna sem
verður í Háskólabíói um helg
ina. Sá sem stjómar sýning-
unni nú er Svavar Guðmunds-
son, en hann er enin af aðal-
kennurum félagsins og hefur
oftast stjórnað sýningum
þess. Svavar sagði að eigin-
lega væru þeir að ala upp
sína dansara sjálfir og hefðu
alið þá upp og einmitt þetta
hefði styrkt starf félagsins
til muna. Helga Þórarinsdótt
ir hefur einnig æft hluta af
þessari sýningu, en hún er
ein af aðalkennurum félags-
ins.
Þess má geta að Þjóðdansa
félagið 'lánar út búninga sína
og t.d. hefur Þjóðdansafélag
ið styrkt þá aðila sem hafa
æft upp þjóðdansa með því að
lána þeim búninga.
Framhald á bls. 24
Dansarar Þjóðdansafélagsins sem taka þátt í sýnlngunum um helgina. Ljósmynd Mbl. Á. Johnsen.