Morgunblaðið - 22.03.1969, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1909
Ólafur Sigurðsson
skipstjóri
F. 14. okt. 1915 I). 16. marz 1969.
AÐ kvöldi sunnudagsins 16. marz
sl. varð Ólafur Sigurðsson skip-
stjóri frá Skuld í Vestmannaeyj-
um, bráðkvaddur að heimili
sínu. Er það næsta ótrúleg stað-
reynd, að þessi síkviki, athafna-
sami maður skuli nú skyndilega
ekki vera lengur á meðal vor.
Hann var maður sem setti svip á
bæinn og var þrátt fyrir stöðug
veikindi sín síðustu árin, ávallt
störfum hlaðinn.
Ólafur Sigurðsson var fæddur
að Skuld í Vestmannaeyjum 14.
október 1915, en alla ævi var
hann kendur við bernskuheimili
sitt og þekktur meðal Vest-
mannaeyinga og fleiri sem Óli í
Skuld. ðlet hann þar upp í hópi
tápmikilla barna hjónanna Sig-
urðar Oddssonar og Ingunnar
Jónasdóttur ^em voru kunn
sæmdarhjón í Vestmannaeyjum.
Er ættbogi þeirra hjóna í senn
stór og gjörvilegur, en þau eign-
uðust 11 börn, sem öll komust til
manns og fellur Ólafur fyrstur
frá þeirra systkina.
Þegar á unga aldri hneigðist
hugur Ólafs að sjónum og hóf
hann sjómennsku 16 ára gamall.
Um tvítugs aldur varð Ólafur
formaður og síðan fiskilóðs á fær
eyskum skútum, en nokkru síðar
eða árið 1941 lauk hann hinu
meira fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík. 1
skipstjórnarstarfi sínu varð Ólaf
ur sérstaklega farsæll og mikils
metinn sjómaður, og var alla tíð
i fremtu röð stéttar sinnar í Vest
mannaeyjum. Má telja Ólaf frá
Skuld meðal beztu sjósóknara,
sem verið hafa í Eyjum, en marg
ir vaskir sjómenn hafa ýtt það-
t
Eiginkona mín,
Kristjana Júlía
Örnólfsdóttir,
andaðist að heimili sínu,
Grettisgötu 6, þann 21. marz.
Fyrir hönd vandamanna.
Þorlákur Jónsson.
t
Systir okkar
Sigurlína Sigtryggsdóttir
andaðist að Hrafnistu 21.
þ. m.
Systur hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn og bróðir
okkar
Ásmundur Pálsson
frá Garði,
Lundgarði, Glcrárhverfi,
sem andaðist í Landspítalan-
um 12. marz síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju mánudaginn 24.
marz n. k. kl. 13.30.
Margrét Hallgrímsdóttir
Ásrún Pálsdóttir
Garðar B. Pálsson
Jón G. Pálsson
frá Skuld
an úr vör frá fyrstu tíð.
Á stríðsárunum var hann í
Englandssiglingum á m.s. Helga
og e.s, Sæfelli, en skömmu eftir
stríðið gerðist hann meðeigandi
og skipstjóri mb. Ófaigs II
(eldra), 30 tonna báts. Blómgað-
ist útgerðin með ágætum, enda
var Ólafur aflasæll og með afla-
hæstu formönnum hverja vertíð.
Sótti hann sjóinn af sama kappi
og áhuga, sem einkenndi hann
alla tíð. Með Ólafi og sameign-
arfólki hans, hjónunum Þorsteini
Sigurðssyni og Önnu Jónsdóttur
á Blátindi ríkti ávallt mikil sam
heldni og eining. Keypti útgerð-
in nýjan stálbát, Ófeig HI frá
Hollandi árið 1955. Kom þá sem
svo oft áður í ljós framsýni Ólafs,
en Ófeigur III var einn fyrsti
stálfiskibátur íslendinga. Aflaði
Ólafur afburðavel á þennan bát,
bæði á þorsk- og síidveiðum.
Efldist nú enn Ófeigsútgerðin, og
árið 1959 keyptu þeir nýjan 100
tonna stálbát frá Austur-Þýzka-
landi, Ófeig II, sem nú er.
Varð Ólafur aflakóngur Vest-
mannaeyja .vetrarvertíðina 1964
á þessum báti, með miklum
glæsibrag. Þessa vertíð sló hann
öll sin fyrri aflamet. Skilaði Ólaf
ur og skipshöfn hans á Ófeigi II
tæpum 2.300 tonnum á land frá
byrjun janúar til 9. maí, eða 30
fullfermum Ófeigs II. Var með-
alafli á 129 úthaldsdaga Ófeigs II
þessa vertíð 21,5 tonn. Af þessum
afla voru 1283 tonn bolfiskafli í
49 sjóferðum, en annar afli var
síld (1030 tonn) og loðna (470
tonn). Var meðalafli af bolfiski
26 lestir í róðrL Þessa vertíð
kom Ólafur með mesta þorskafla,
sem til þess tíma hafði borizt á
land í Vestmannaeyjum úr ein-
um róðri, eða 94 tonn af stóx'-
þorski.
Ée get þessa í minningargrein
um Ólaf til að sýna og sanna,
að það, sem hér er ritað er um
afreksmann á sínu sviði og ekki
oflof. Veit ég enda, að slíkt hefði
verið Ólafi lítt að skapL Hann
var maður hreinn og beinn, sem
kom til dyranna eins og hann
var klæddur og vildi standa fyrir
sínu.
Vorið 1965 hætti Ólafur sjó-
mennsku vegna heilsubrests og
lauk þar með 30 ára farsælu for-
mannsstarfL Er ekki ofmælt, að
hann var alla sína tíð mikill
t
Jarðarför
Ólafs Sigurðssonar
frá Skuld,
V estmannaey jum,
fer fram frá Landakirkju
laugardaginn 22. þ.m. kl. 2
e. h.
Ásta Bjartmars
og aðstandendur.
t
Útför eiginmanns míns
Þórðar Hjaltasonar
Safamýri 59,
sem andaðist 15. þ.m., fer
fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 24. marz kl. 3
e.h. Þeim, sem vildu minn-
ast hins látna er vinsamlega
bent á Krabbameinsfélagið
og Styrktarfélag vangefinna.
Fyrir hönd dætra, tengda-
sonar og systkina hins látna.
Kristín Guðmundsdóttir.
heppnisformaður og m.a. átti
hann beinan þátt í björgun 3ja
;kipshafna við Vestmannaeyjar.
Á yngri árum var Ólafur lipur
fjallamaður e:ns og hann átti ætt
til, ennfremúr var hann ágætur
knattsppyrnumaður og var alia
tíð mjög virkur félagi í íþrótta-
félaginu Þór og styrk stoð þess
félags. Var Ólafur féiagslyndur
og starfaði lengi vel mikið innan
vébanda skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Verðanda og sat
þar í stjórn í nokkur ár. Hin síð-
ari ár, lét hann að sér kveða í
félagi útvegsmanna í Vestmanna
eyjum. í félaginu Akóges var
hann mjög góður og heill félagi,
:em við Akógesar tregum.
Sína skipstjórnartíð var Ólaf-
ur mjög mannsæll, enda hinn
bezti drengur og yei til forystu
fallinn. Var hann sérstaklega
hugsunarsamur og góður við
unglinga, sem til hans réðúst. Ég
sem þessar linur rita, sendi Óiafi
við gröf hans kærar þakkir fyrir
hvað hann var mér sem 16 ára
unglingi, er ég fetaði fyrstu spor-
in á sjónum. Alla tíð finnst mér
ég standa í þakkarskuid við Ólaf
fyrir þau 3 sumur, sem ég var
með honum unglingur. Og er ég
kom í strangari skóla lífsins,
fannst mér ég alltaf búa að þeirri
undirstöðu, sem Ólafur lagði í
þessu sambandi er það enda at-
hyglisvert, að margir beztu afla-
manna og sjósóknara í seinni tíð
í Vestmannaeyjum, voru lengi
með Ólafi sem hásetar og stýri-
ænn.
Síðan Ólafur hætti á sjónum,
ar hann prófdómari í faginu
erkleg og bókleg sjómennska
ið Stýrimannaskólann í Vest-
lanneyjum. í þessu starfi fann
g jafnan þennan -sanna og mikla
(íuga hans fyrir nemendum.
akmark hans var alltaf að gera
á sem hæfasta og bezta yfir-
íenn í sínu starfi. Höfum við
formað viðræðufund þar, sem
ann ætlaði að miðla nemendum
rekar af reynslu sinni; en margt
;r öðru vísi en ætlað er, þegar
Öllum þeim, sem auðsýnt
hafa okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
Aðalsteins Kristinssonar,
húsasmiðameistara,
þökkum við innilega.
Guðbjörg Vigfúsdóttir
Vigfús Aðalsteinsson
Laufey Aðalsteinsdóttir
Kristinn Aðalsteinsson
Egill Aðalsteinsson
Svala Arnadóttir
Laufey Jónsdóttir
og systkin hins látna.
dauðinn kveður jafn skyndilega
dyra og hér varð raun á.
Sem lý;t 'nefur verið, var Ólaf-
ur óvenjumikill athafna- og
starfsmaður ,og má segja, að hug
urinn væri alltaf svo mikill, að
hann ætlaði sér aldrei af. Var
hann af lífi og sál við útgerð
tveggja báta sxnna eftir að hann
hætti sjómennsku. Auk þess
hafði hann ýmhlegt á prjónun-
um, því að hann var hugmynda-
ríkur og útsjónarsamur. Gerðist
hann merkilegur brautryðjandi
harðfiskverkunar í Eyjum og
hafði eftir miklar tiiraunir náð
ágæíís árangri í þeirri verkun.
Þá hafði Ólafur gert gagnmerkar
tiiraunir með gmvibeitu og hafði
Framhald á bls. 19
Jakob Frímann
Kristinsson — Minning
AÐFARANÓTT miðvikudags,
12. marz sl., andaðist að Hrafn-
istu, dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, Jakob Kristinsson, fyrr-
verandi útgerðarmaður i Hrisey.
Hann var fæddur að Stóra-
Eyrarlandi á Akureyri 2. októ-
ber 1890. Foreldrar. hans voru
hjónin Kristinn Jónsson, vega-
verkstjóri og Ingibjörg Helga-
dóttir frá Kristnesi í Eyjafirði.
Þau hjón áttu sjö börn. Nokkur
barnanna fluttu til Ameríku.
Jakob átti auk þess hálfbróður
samfeðra, Þorstein Jörundsson,
er var kjörsonur Jörundar Jóns-
sonar í Hrísey.
Jakob fiutti tij Hríseyjar á
fermingaraldri og var hjá Þor-
steini hálfbróður sínum.
Þorsteinn stundaði bæði land-
búnað og útgerð, átti vélbát, er
Stígandi hét. í fyrstu var Jakob
smali hjá bróður sínum, en 16
óra gjör'ðist hann háseti á Stíg-
anda. Á 19. ári varð hann for-
maður á bátnum.
Jakob dáði mjög þennan hálf-
bróður sinn. Kvaðst hann af eng-
um öðrum hafa meira lært. En
dvöl sín með honum hafi alla
tíð reynzt sér sem bezti skóli,
enda kom Þorsteinn ölium til
nokkurs þroska, er hlíta vildu
hans leiðsögn.
Jakob kunni því snemma jafn
vel til verka, hvort sem um var
að velja landbúnað eða fiskveið-
ar, enda var hann frábær verk-
maður.
Sjálfur kvaðst hann fremur
hafa kosið a‘ð verða bóndi en
sjómaður, þó hið síðarnefnda
yrði hlutskipti hans. Hann var
harðduglegur sjómaður og afla-
sæll. A sjötugsafmælinu sagði
hann í viðtali, að hann teldi sig
ekki hafa tapað á útgerð, sem
nokkru næmi.
En innst í hugskoti brauzt
bóndinn um og heimtaði sinn
sess, enda gat Jakob aldrei við
kindur skilið. Og einstakt má
það sjálfsagt teljast, a'ð útgerð-
armaður, sem flytur í verið að
vori frá Akureyri til Hríseyjar,
hafi þilfarið þéttskipað jarm-
andi kindum, meðal línustampa,
belgja, bauja, fjölskyldu og ver-
manna. Slík var köllun bónd-
ans. Hann gat ekki skilið eftir
þessa ferfætlinga sína. Þeir áttu
að ganga í sumarhögum sem
næst honum. Hann sagði sjálfur,
að sín ánægjulegasta dægradvöl
í ellinni hefði verið að hirða
kindurnar sínar.
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
Rannveigar Þórðardóttur
frá Eilífsdal.
Systkin hinnar látnu.
t Þökkum auðsýnda hluttekningu vtð útför föður okkar og
tengdaföður
KRISTJANS GUÐMUNDSSONAR
Þóra Kristjánsdóttir, Ásgeir Sandhoft,
Hulda Kristjánsdóttir, Björn Bjömsson,
SigriOur Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Finnbogason.
Jakob kvæntist árið 1914
Filippíu Gúðrúnu Valdimars-
dóttur, frábærri myndarkonu,
sem reyndist honum bezt, þegar
hann þurfti á mestri hjálp að
halda.
Fyrstu árin bjuggu þau í
Hrísey. Árið 1926 fiuttu þau til
Akureyrar, bjuggu þau í Lækj-
argötu 4. Þar stóð heimilið alia
tíð, þar til síðastliðið haust. að
þau fengu vist að Hrafnistu.
Þe:m hjónum var sex barna auð-
ið, harðduglegt myndarfólk:
Þórdís, gift Kiartani Ólafs-
syni, fyrrv. póstmanni, Akureyri.
Viktor, sölumaður hjá B.P,
kvæntur Unni Jensdóttur frá
Akureyri. Kristinn. útgerðarm. í
Hrísey, kvæntur Elínu Árnadótt-
ur frá Hrísey. Haraldur, kaup-
maður á Akureyri, látinn. Hann
var kvæntur Ragnhei'ði Val-
garðsdóttur frá Akureyri. Valdi-
mar, skriístofustjóri hjá B.P.,
kvæntur Ásgerði Biarnadóttur
frá ísafirði.
Jakob hóf sjálfstæða útgerð
árið 1924, var það félagsútgerð
við Helga Pálsson. verzlunar-
mann hjá Höepfner á Akureyri.
Þeir keyptu bát frá Dalvík er
Svanur hét. Jakob var sjáifur
formaður. Nokkru seinna byggðu
þeir félagar annan Svan. Árið
1932 keypti Jakob hlut meðeig-
anda síns og gerði út einn. Þá
voru þeir synir hans. Viktor og
Kristinn, komnir á legg. Þeir
tóku því brátt vlð formennsku,
en Jakob var landmaður vi'ð út-
gerðina. Sem fyrr getur, var
heimilið á Akureyri. Hann flutti
sig því í verið t:l Hríseyjar er
vora tók með búslóð, böm og
fénað. Koma hans minnti á far-
fuglana, enda var hann aufúsu-
gestur öllum eyjar.'keggjum.
Jakob var söngvinn maður,
Hann hafði undurfagra rödd og
naut þess af heilum hug, að
taka lagið á góðra vina fund-
um. Á yngri árum söng hann
lengi með karlakór í Hrisey.
Með aldrinum naut hann bezt að
heyra gömlu, góðu lögin sin.
Oft tók hann lagi'ð í ljúfum
byr á leið á fiskimiðin, aleinn
í stýrishúsi.
Skömmu áður en hann lokaði
augum hér í hinzta sinn, þá raul-
aði hann undur milt: „Heyrið
morgunsöng á sænum“. Hver
gaf honum tóninn? Skynjaði
hann ef til vill hljóm frá horfn-
um kórfélögum, sem biðu, til
þess að bjóða hann velkominn
á ný.
Hann er jarðsunginn í dag frá
Akureyrarkirkju.
E. M. Þ.
VELJUM ÍSLENZKT