Morgunblaðið - 22.03.1969, Síða 31

Morgunblaðið - 22.03.1969, Síða 31
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1909 31 - LANDSÞING # Framhald af hls. 8 efni. Hann áleit það stórt fram- faraspor í skipulagsmálum menntaskólastigsins, þótt það gengi, í mörgu of skammt. Hann skoraði á Alþingi að samþykkja það óþreytt og lýsti vonbrigðum sínum með yfirborðskenndar um ræður og flokkspólitískar. Fjórði kafli frumvarpsins gerir ráð fyr- ir ýmsum aðbúnaði menntaskól anna og fjallar um húsrými og tæki. Eiríkur lýsti ánægju sinni með þennan kafla, en þar segir: „í hverjum menntaskóla skal séð fyrir húsrými á skólalóð eða í næsta nágrenni, er nægi til allrar starfsemi hans, svo sem kennslustofum af viðeigandi gerðum, bókhlöðu, samkomusal, íþróttahúsi, kennarastofum, fé- lagsherbergjum nemenda, skrif- stofum, eldhúsi og borðstofum og geymslum. Yfirstjórn skólanna skal setja sérstaklega reglugerð, þar sem kveðið er á um lágmarks kröfur í þessum efnum og hlut- fall milli húsrýmis og nemenda fjölda. — Við hvern menntaskóla skal vera bókasafn, er nemend- ur eigi aðgang að jafnt á kennslutíma sem utan hans. í tengslum við bó'kasafnið skulu vera lestrarsalir, og skal kveðið á um stærð þeirra í reglugerð þeirri sem um getur í 20. gr. — Kennslustofur skólanna skulu eftir föngum vera fagkennslustof ur, og skulu þær búnar þeim kosti handbóka, hjálpargagna og kennslutækja, sem þörf er á. — Yfirstjórn skólanna skal strax eftir gildistöku laganna, semja skrá um nauðsynleg og æskileg rit og tæki. Skrána skal endur- skoða í heild eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Eiríkur kvað það skýlausa kröfu menntaskólanema að far- ið yrði að þessum greinum lag- anna út í yztu æsar: Skoraði hann á þingfulltrúa að sýna ein urð og festu. Björn Bergmann frá Mennta- skólanum á Laugarvatni talaði um lýðræði. Hann stakk upp á því að í skólum yrði komið upp nemendadómstólum, sem dæmdu ef um agabrot nemenda væri að ræða. Undirbúa þyrfti .nemend- ur til þess að íara út í lífið, svo að þeir geti orðið sem nýtastir þjóðfélagsþegnar. • Freyr Þórarinsson frá Mennta skólanum í Hamrahlíð ræddi at- vinnu og lánamál nemenda. Við Hamrahlíðarskólann var nýlega gerð könnun á atvinnuháttum nemenda á sumrin. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu reglulega atvinnu sumarið ’68 77% nemenda. Stopula at- vinnu höfðu 18.3% nemenda og atvinnulausir voru 4.7% nem- enda. Síðastliðið vor töldu sig eiga vísa atvinnu 49.5% nem- enda. Von um atvinnu höfðu 38.1% nemenda, en enga von 12.4%. Nú eiga 28.3% vissa at- vinnu sumarið ’69. 50.5% von um atvinnu og 21.2% eygja enga atvinnu. Spurhingu um það hvort atvinna væri nemandan- um nauðsynleg til þess að hann gæti haldið áfram námi svör- uðu játandi 38.4%, neitandi 29.8% og óvíst var um 31.8%. Samkvæmt útreikningum þeás um kemur í ljós að nemendur í efri bekkjum skólams virðast eiga meiri atvinnumöguleika. f 3. bekk var atvinnuleysi 1.7% síðast liðið sumar, en 6.8% í 1. bekk. 50% nemenda í 3. bekk þurfa atvinnu í sumar til þess að geta haldið áfram námi á móti 34% í 1. bekk.Meðaltekjur pilta síð- astliðið sumax voru 45.000 krón- ur, en stúlkna 30.000.00 krón- ur. Holgeir Trop sagði frá svipaðri. feönnun í Menntaskólanum í Reykjavík. Samkvæmt henni eiga 162 nemendur trygga at- vinnu næsta sumar eða 21%. 271 vonast eftir atvinnu eða 35% og 341 sér ekki fram á að geta feng ið atvinnu eða 44%. Skoðanakönnun af þessum toga hefur ekki farið fram í Menntaskólanum á Laugarvatni og úrvinnslu úr könnun á Akur- eyri er ekki lokið. Finnbogi Jónsson, Menntaskól anum á Akureyri mælti með því að skólarnir kæmu sér upp sín- urn eigin bóksölum, þar sem síð- an yrði unnt að losa sig við gaml ar bæfeur, sem nemendur hefðu ekki lengur not fyrir og hinir yngri gætu fengið fyrir lágt verð. Síðasti frummælandinn var Kjartan Gunnarsson, sem ræddi um stofnun Landssambands menntaskólanema, sem berjast myndi fyrir hagsmunamálum nemenda. Bjóst hann við því að slíkur félagsskapur myndi ganga í Æskulýðssamband fslands. Hann mælti með stofnun lands- sambandsins. Aðrir ræðumenn á fundinum í gær voru: Þorsteinn Þorsteins- son, MH, Björn Þórarinsson, MA, Ingólfur Ingólfsson, MA, Bald- ur Kristjánsson, ML og Jón Árna son, MA. Nefndir þingsins munu starfa í dag, en álit þeirra verða lögð fram í fyrramálið, en dagskrár- þættir aðrir verða: almennar um ræður, önnur mál og þingslit. - BREZHNEV Framhald af bls. 1 því álagi á herafla Sovétríkj- anna, framlög þeirra til varn- armála og aðþrengdan efna- hag, sem viðvarandi spenna á kínversku landamærunum hefði í för með sér. 700 MILLJÓN ÓVINIR Þótt Brezhnev segði það ekki berum orðum, skildu fundarmenn orð hans þannig að ef núverandi bardagar leiddu til algerrar landamæra styrjaldar þá gæti ótakmark- aður mannafli og auðveldari samgöngur Kínverja vegið upp á móti yfirburðum Rússa í vopnum. Ef Rússar gerðu kjarnorkuárás til þesis að eyða kjarnorkuverum Kínverja í Sinkiang mundu þeir glata öll um áhrifum sínupi í kommún istahreyfingunni án þess að fá nokkra tryggingu fyrir því að átökunum yrði hætt. Þar að auki ættu þeir á hættu sem fyrr, að hafin yrði venju leg styrjöld eða skærustríð, sem gæti orðið miklu erfiðara viðureignar en hlutdeild Bandarikjamanna í Víetnam- stríðinu. Á hinn bóginn getur svo far ið, að Kínverjar komi sér upp töluverðum birgðum kjarn- orkuvopna á næstu árum. Að- eins örfáar langdrægar eld- flaugar búnar vetnissprengj- um er gætu eytt Moskvu, Len íngrad og Kíev mundu nægja til þess að koma á „óttajafn- vægi“ milli risavelda komm- úniista. Brezhnev hvatti Austur Evrópuríkin til þess að auka framiög sín til landvarna, efla varnir sínar og fjölga í her- afla sínum svo að Rússar gætu, ef nauðsyn krefði, flutt hluta tæplega 500.000 her- manna einna í Austur-Þýzka- landi, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu til landamær- anna í Austur-Asíu. En Brez- hnev mætti andstöðu, bæði opinskárri og þegjandi. Nic- olae Ceusesco Rúmeníuforseti lýsti yfir því, að deilur Rústsa og Kínverja vörðuðu þá eina en ekki Varsjárbandalagið á nokkurn hátt. í stofnskrá bandalagsins væri kveðið á um, að það væri Evrópubanda lag, sem þjónaði þeim tilgangi að afstýra eða hrinda árás úr vestri — það er frá Vastur- Þýzkalandi. Hann sagði, að bandamönnum Sovétríkjanna í Austur,-Evrópu bæri form- lega engin skylda til að að- stoða Sovétríkin í átökunum við Kína. Leiðtogar Tékkóslóvakíu og Ungverjalands studdu rúm enska forsetann, enda er þeim Ijótt af reynslu sinni frá nóv- ember 1956 og ágúst 1968, að setulið Rússa er aðalhindrun- in í vegi fyrir þróun í átt til sjálfstæðis eins og átt hefur sér stað í Auliturríki og Júgó- slavíu. Auk þess gera stjórn- irnar í Búdapait og Prag sér grein fyrir því, að sú harð- skeytta stefna gagnvart Vest- ur-Þjóðverjum, sem Brez- hnev, pólski kommúnistaleið- toginn Gomulka og austur- þýzki kommúnistaleiðtoginn Ulbricht hafa krafizt að fylgt verði, hefur hamlað efnahags- þróuninni í þassum tveimur löndum. Á KROSSGÖTUM Kaldhæðnislegt er, að Brez hnev stendur nú á sams kon- ar krossgötum og Krúsjeff fyr ir fimm árum — og er aðstaða Brezhnevs erfiðari. Frá árinu 1959 gerði Krúsjeff sér æ betri grein fyrir því, að ógern ingur væri að bæta lífiskjörin heima fyrir og heyja um leið kalt stríð á tveimur víðstöðv um — gegn Kínverjum annars vegar og Vestur-Þjóðverjum og Bandaríkjamönnum hins vegar. Vorið 1964 var greini- legt, að Krúsjeff hafði valið þann kostinn að friðmælast við Vesturveldin en halda áfram viðureigninni gegn Kín verjum. Hafinn var undirbún ingur alvarlegra samningavið ræðna við Bonn-stjórnina og þess krafizt að leiðtogar kommúnistahreyfingarinnar kæmu saman til fundar til þess að gera Kínverja "brott- ræka úr hreyfingunni. Þessi stefna og auk þess nýjar ráð- stafanir til að draga úr stalín- kma, mistök í landbúnaðar- málum og yfirvofandi hreins- anir í æðstu forystu flokksins varð til þess að Mikhail Susl- ov, Alexander Shelepin, Dmitri Polyanski, Alexei Kosygin og Brezhnev isteyptu honum af stóli um haustið. Nýja valdaklíkan var sam- steypa vinstri- og ‘hægri manna, sem höfðu ólík mark- mið í huga, en aðaláherzlan var lögð á tilraun til að sætt- ast við Mao Tse-tung. Sameig inleg nefnd ræddi landa- mæradeilurnar í ánslok 1964, Brezhnev ræddi við kínverska kommúnistaleiðtogann Teng Hsiao-ping í Búkarest í júlí 1965, Chou En-lai ræddi við Shelepin í júní 1966 er hann kom við í Moskvu á leið til Austur-Evrópu, og fram fóru fleiri viðræðufundir, sem minni athygli vöktu. En þess- ar eáttatilraunir fóru út um þúfur þegar Mao Tse-tung hleypti menningarbyltingunni af stokkunum. Jafnvel Víet- nam-stríðið jók bilið miili Rússa og Kínverja. Myndun samsteypustjórnar krktilegra demókrata og jafn aðarmanna í Bonn í de.-.ember 1966 veitti Rússum tækifæri tii að endurskoða harðlínu- stefnu sína gagnvart Vestur- Þjóðverjum, en á meðan valdamennirnir í Kreml hik- uðu í nokkrar vikur flýtti Bonn-stjórnin sér að koma á stjórnmálasambandi við Rúm ena. Þar með náðu austur- þýzki kommúniiitaleiðtoginn Ulbricht og íhaldsmennirnir í Kreml undirtökunum, og þrátt fyrir tilraunir Charles de Gaulles Frakklandsforseta og annarra til að telja sovét- stjórnina á að hefja samninga umleitanir við Willy Brandt, var gamla herferðin gegn þýzkri „hefndarstefnu“ og þýzkum „hernaðaranda" tek- in upp að nýju. Kína, Þýzkaland og nú sein ast Tékkóslóvakía hafa stöð- ugt magnað sundrungina í kornmúnistahreyfingunni. Aft urkippur er kominn í sovézk efnahagsmál eftir nokkur góð ár, sem fylgdu í kjölfar um- bóta þeirra, tem Kosygin kom til leiðar fyrst eftir að hann kom til valda. Ein ástæðan er sú, að sovétstjórnin hefur AUGLYSIKGAR SÍMI 22*4.80 færzt of mikið í fang með hernaðarskuldbindingum í fjarlægari og nalægari Austur löndum, í Víetnam og Mið- Evrópu. Því standa sovézkir leiðtogar aftúr á krostgötum. Veldur ógnunin frá Peking stefnubreytingu í Þýzkalands- málinu? Sú áskorun Búda- pestfundarins, að haldin verði ráðstefna um öryggismál Evr- ópu, var óljóst orðuð, en óvenju vægilega. Stafar það eingöngu af áhrifum Rúmena, var hér um áróðúr að ræða eða upphafi tilrauna til að semja frið á- vesturvígstöðv- um Rússlands? Svör við þessum spurning- um fást ef til vill á næstu mánuðum — og um leið verð ur skorið úr um pólitíska framtíð Brezhnevs. Ef til vill hafa Vesturveldin enn tæki- færi til að gera eittihvað með diplómatískum ráðum fyrir þjóðir Austur-Þýzkalands og Ungverjalands, sem Banda- menn hétu frelsaðri Evrópu á ráðstefnunum í Teiheran og Yalta í heim'sstyrjöldinni. - ÍSAÐUR FISKUR Framhald af bls. 32 fyrir að slíkt gerist. Þegar komið er að landi, eru kass- arnir teknir upp úr lestinni, settir á bíl, sem ekur þeim að frystihúsinu, þannig að fiskurinn verður ekki fyrir neinu hnjaski við löndun. I frystihúsinu er svo fisknum komið fyrir í kæli, og þar má geyma hann dögum saman og taka hann tiil vinnslu eftir því hvernig á stendur. — Sem sagt. Allur afli bátsins kemur í frystihúsið í efsta gæðaflokki með þessu móti, og þess vegna hlýtur þetta að vera það, sem koma skal. Allir viðurkenna, að við eigum mikið ólært í meðferð þessa dýrmæta hráefnis, og þetta er stórt spor í áttina 'að bæta úr því. Reyndar er betri meðferð aflans í þágu þjóðarhags, því að við höfum 'ekki átt í neinum erfiðleikum ■með að selja gæðafisk okkar. Það er lakari fiskurinn, sem 'valdið hefur okkur söluerfið- leikum. ' Haukur gat þess, að til þess að kaupa þessa kas'sa þyrfti talsvert fé. eÞir kost- 'uðu hingað komnir um 1000 íkrónur hver og að sögn inorska sérfræðingsins á bát- lur sömu stærðar og Þorgeir 1(110 tonn) að geta tekið um 18OO slíka kassa. Við hittum þessu næst að Imáli Erlend Kristjánsson, ‘stýrimann, sem unnið hefur iað vinnutilhögun og frágangi ikassanna í lestinni undir leið- isögn Norðmannsins. Hann isagði: — Jú, þetta kostar að ivísu enn sem komið er tals- 'verða aukavinnu fyrir áhöfn- iina, en þegar við höfum gert ýmsar breytingar í. lestinni lOg bætt útbúnaðinn að fyrir- isögn Norðmannsins, held ég tað þetta verði ekki svo ýkja imeiri vinna út á sjó en nú er. ÍVið þurfum að breyta renn- iunum, .sem notaðar eru til að isetja fiskinn í kassana, og itaka niður allar stoðir og iskiilrúm í lestinni, þannig að ihún verði einn geimur, og iþá er markinu náð að mín- ■um dómi. Og ég þykist sann- færður um að plastkassarnir ■eigi eftir að verða þróunin ihjá flotanum, sem þessar ■veiðar stundar. Við röbbuðum stuttlega við Einar Kvaran, framkvæmda- stjóra hjá SH, og Karl Bjarná son, sem er þar eftirlitsmað- ur. Við spurðum þá álits á þessari nýjung: — Jú, mér lízt mjög vel á þetta sagði lEinar — en tel þó varasamt iað mæila eindregið með þess- lum kössum að svo stöddu. iVið megum undir engum kringumstæðum fara of geyst í sakirnar, heldur verður að iþaulreyna þessa aðferð við ís- l'enzkar aðstæður þar til já- kvæð reynsla hefur fengizt. flÞá er það næsta skrefið að ileiðbeina íslenzkum fiski- mönnum, hvernig eigi að ifara með þessa' kassa, og þar ættu skipverjar á Þorgeiri að geta komið mikið við sögu. Það var fyrir tilstilli SH, að norski sérfræðmgurinn Var fenginn til að leiðbeiná áhöfninni á Þorgeiri. SH hef- ■ur séð um kaup á þessum .kössum hingað til lands frá fyrirtæki í Bodö. Að sögn Einars bauðst þetta fyrirtæki til að senda hingað mann til að leiðbeina um meðferð kassanna. Var boðið þegið, og fór norski sérfræðingur- inn þessa ferð með Þorgeiri. Héðan mun hann fara til Danmerkur. og þaðan vænt- 'anlega til Kanada, þannig að 'ljóst er, að fleiri þjóðir en 'íslendingar eru farnir að 'hugsa s'ér til hreyfings í þess- 'um efnum. Karl tók mjög í sama streng og Einar: — Mér lýst mjög vel á þessa aðferð, sagði hann :— en nú ríður á áð við getum kennt sjómönn- unum okkar að fara rétt að þessu. Það er aðailatriðið. ' Að síðustu lögðum við leið 'okkar í frystihús útgerðar- 'féla.gsins Miðness, og spjöll- uðum stuttlega við yfirverk- stjórann þar, Sigurð Kára Jóhannsson. . Við spurðum hann, hvort mikill munur Væri á gæðum fisksins úr kössunum og öðrum fiski. — Eins og svart og hvítt svaraði hann. — Fiskurinn í kössunum er fullkomin vara, eins og við fáum hana bezta í frystihúsunum. Að vísu höf- um við ekki enn gert kérfis- bundinn samanburð á gæða- flokkí fisks, sem settur .er í kassa, og fisks, sem hlýtur venjulega meðferð, en ég ég býst við að við gerum það nú þegar þessum afla Þor- geirs hefur verið landað. Þorgeir he-fur enn sem komið er ekki farið nema þrjár svona ferðir, að því er mig minnir. Þegar hann kom með afla í kössum í fyrsta sinn vorum vjð á tíunda diag að verka hann, og ég get fullyrt að sá fiskur var betri en sóilarhringsgamall línufisk ur, sem við fókum þá á móti. Þess vegna er ég sannfærð- ur. að kassarnir eru það sem koma skal um borð í fiski- skipunum okkar. Séð ofan í lestina, þar sem kössunum hefur verið staflað upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.