Morgunblaðið - 22.03.1969, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.03.1969, Qupperneq 32
AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8D JHtu?0Viní»Iíií«íS> LAUGARDAGUR 22. MARZ 1969 Fatadeila flugmanna Flugfélögin telja sig ekki eiga að leysa deilu flugmanna við skattyfirvöld MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Kristjáns Guðlaugssonar, stjórnarformanns Loftleiða h.f., og Arnar Johnson, framkvæmda- stjóra Flugfélags íslands, og spurði þá, hvort stjórnir félag- anna hefðu tekið afstöðu til beiðni Félags atvinnuflugmanna um, að flugfélögin leysi fyrir flugmenn sína deilu, sem upp er komin vegna skattlagningar einkennisfatnað flugmanna og dagpeningauppbót þeirra. Báð- ir svöruðu því til, að þarna væri um mál milli flugmanna og skattayfirvalda að ræða, sem flugfélögin teldu sig ekki eiga að grípa inn í. Ævar ísberg, vararíkisskatt- Brok með nofninu Dngný LÚGUKARMUR, sem í er | sfcorið naifnið Dagný, fannst á Eyrarbakkafjöru'm í gær- morgun. Fulltrúi frá Slysa- I varnafélagi íslands átti að | fara austur í dag til að kanna, hvort þarna er uim að ræða J brak úr Dagnýju SF-61, sem 1 fórst með allri áhöfn fyrr í I þessum mánuði. Féll 4 hæðir ÞRJÁTÍU og níu ára kona, Ásta Sigurðardóttir, Nesvegi 12, féll í gær fram af svölum á fjórðu hæð. Hún var flutt í Slysavarð- stofuna og þaðan í bandlaekn- ingadeiQd Borgarsjúfcrahúasins. Læknisrannsókn var enn ólofcið, þegar Monguniblaðið fór í prent- un í gærkvöldi. stjóri, Skýrði Morgunblaðinu frá því, að einkennisfatnaður allra starfsmanna, sem af er krafizt að gegni störfum sínum einkenn- isklæddir, er talinn viss hlunn- indi, sem samkvæmt árlegu mati ríkisskattanefndar eru talin til skattskyldra tekna. Um dagpeninga sagði Ævar, að lögum samkvæmt ættu allir aðrir en opinberir starfsmenn að gefa þá upp og métur ríkisskatta nefnd hverju sinni, hvort gefa skuli á þeim frádrátt eða ekki. Mat á dagpeningum flugmanna hefur til þessa ekki gefið ástæðu til að láta flugmenn greiða aá þeim skatt. — Um dagpeninga- uppbót gegnir hins vegar öðru máli. Ævar sagði, að dagpeninga- greiðslur og dagpeningauppbót væru hvort tveggja liðir í kjara samningi flugmanna við flugfé- lögin. Kassarnir hífðir upp úr lesti nni á Þorgeiri i gær, Allur aflin n var í fyrsta flokks ástandi. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Isaður fiskur í kössum er frábært hráefni Vb. Þorgeir frá Sandgerði reynir sérstaka plastkassa — norskur sérfrœðingur um borð — „Þetta er það sem koma skal" segja Sandgerðingar Loðno til Bolungorvíkur Bolungarvík, 21. marz. ALLS hafa nú rúmar 1000 lestir af loðnu borizt hingað til Bol- ungarvíkur. Mestan hluta þessa magns hef- ur Hafrún lagt á land en auk hennar hafa Ögri og Reykjar- borg landað hér um 450 tonnum. — Fréttaritari. SKIPVERJAR á vb. Þorgeiri frá Sandgerði hafa að undan förnu gert tilraunir með að isa aflann í kassa til að fisk- hirinn hljóti betri meðferð um 'borð. Kaissarnir eru fluttir tnn frá Noregi, og eru þeir úr plasti. Báturinn hefur far- ið nokkra róðra með kassa ■þessa, og nú síðast var norsk- lir sérfræðingur með í ferð- ■inni til að kenna skipverjum á Þorgeiri meðferð kassanna. Þessi nýjung hefur vakið talsverða athygli í röðum þeirra, sem við útveg vinna, enda mikið í húfi, þegar sýnt er, að þjóðhagsleg nauðsyn er að fá betra hráefni úr aflanum. Því voru nokkrir af forsvarsmönnum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á bryggju í Sandgerði, þegar Þorgeir lagðist þar að í gær, til að kynna sér þessa nýjung nánar. Morgunblaðið notaði tæki- færið, þegar löndun var að hefjast, og ræddi við Hauk Kristjánsson, skipstjóra. — Skýrði hann frá reynslu skip- verja á Þorgeiri af þessari meðferð á aflanum. Haukur tjáði Mbl., að bát- urinn hefði farið út með um 300 kassa, og væri fiskur í þeim öllum, ýsa og þorskur. Hver kassi tekur um 50—60 kg. Að aukj væri báturinn með 3 tonn af karfa. — Við höfum reynt þess-a kassa alveg frá því að við hófum vertíðina. í byrjun vorum við með 100 kassa, en nú eru þeir orðnir 300, eins og fyr.r segir. — Hver átti frumkvæðið að þessari nýjung? — Við hér á bátnum byrj- uðum eiginlega að þreifa okkur áfram með þetta sjálf- iir. Ég hafði kynnzt slíkum kössfum í Þýzkalandi, en þar eru togararnir fyrir löngu farnir að nota þá. — Svo var það, að ég rakst á kassa hér hjá Miðnesi (sem gerir Þorgeir út), sem vb. Elliði hafði notað á síldveið- um í Norðursjó og þá datt mér í hug að gera tilraun með þá. Haukur Kristjánsson, skipstjóri á Þorgeiri. — Og ég held segja megi, að þessar tilraunir hafi tekizt bærilega, s-érstaklega þó eftir að Norðmaðurinn, sem SH lagði okkur til, fór út með okkur tiil að kenna okkur vinnubrögðin í meðferð kass- anna, en Norðmenn hafa mikla reynslu á þessu sviði. Þessi meðhöndlun fisksins kostar okkur að visu tals- verða vinnu, en með því að bæta aðstæður og útbúnað hér um borð, teljum við þetta svara fyllilega kostnaði. — Hverjir eru höfuðkost- irnir við þessa aðferð? — Aðalkosturinn er fyrst og fremst sá, að með því að Setja fiskinn í kassa, losnar hann við alla pres.su eða þrýsting. Þegar fiskurinn er ísaður í venjulegri lest í stíu, þá eru það aðeins 3—4 efstu lögin, sem ekki eru undir miklum þrýsting, neðstu lög- in eru yfirleitt mjög ilia far- in. Vatn og safi pressast úr fiskinum, en með því að láta hann í kassa, er komið í veg Framhald á bls. 31 Framkvæmdir við Árbæjar- og Hvassaleitisskóla — boðnar út á nœstunni — Bygging íbúða fyrir aldraða hafin í ár — sagði Ceir Hallgrímsson, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar A fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag skýrði Geir Hallgrímsson borgarstjóri frá því, að fram kvæmdir við nýjan áfanga Hvassaleitisskóla yrðu vænt- anlega boðnar út nú alveg næstu daga. Ennfremur mætti gera ráð fyrir, að framkvæmd ir við annan áfanga Arbæjar skóla yrðu boðnar út fljót- lega upp úr næstu mánaða- mótum. Þá skýrði borgarstjóri frá því, að vonast væri til, að út- boðsgögn vegna íbúða fyrir aldraða, sem byggja á við Norðurbrún verði tilbúin um mánaðamótin og má því gera ráð fyrir, að unnið verði við þessar þrjár framkvæmdir nú í vor og sumar. Jafnframt gerði Geir Hallgrímsson grein fyrir undirbúningi að bygg- ingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á svæði vestan Grens ásvegar og sunnar Skálagerð- is. Þessar upplýsingar borgar- stjóra komu fram í svari við fyrirspurn frá borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins. Geir Hall- grimsson skýrði frá því, að teikn ingar af nýjum áfanga við Hvassaleitisskóla hefðu verið til- búnar til útboðs um mánaðamót- in janúar-febrúar, en þá hefði skipulagsnefnd farið fram á að kennslustofuálman yrði færð til á lóðinni. Þetta hefði verið gert en útboð nokkuð tafist af þeim sökum. Ennfremur hefði útboð annars áfanga Árbæjarskóla nokkuð tafizt vegna athugasemda frá mennta- málaráðuneytinu um stærðir nokkurra eininga skólans og hefði undirbúningsvinna dregizt þess vegna og orðið tímafrek, enda hefðu verið gerðir þrennir uppdrættir að öðrum áfanga skól ans. Nú er unnið að séruppdrátt- um af fullu kappi og er þar um mikið verk að ræða, skólastjórn- arhús með handavinnustofum og heilsuhæii, anddyri með aðstöðu Framhald i bls. 2 Fótbrotnuði um borð TOGARARNIR Marz og Neptún- us komust í höfn i Aberdeen á miðvikudagskvöld eftir að hafa þurft að andæfa þar fyrir utan frá sunnudegi. Um borð í Marz varð það óhapp, að einn skip- verja fótbrotnaði og var hann fluttur í sjúkrahús strax og tog- arinn komst að bryggju. í fyrradag seldi svo Marz tæp 140 tonn fyrir 7.388 pund og í gærmorgun seldi Neptúnus rúm 100 tonn fyrir 4.954 pund en síð ari hluta aflans selur Neptúnus á mánudagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.