Morgunblaðið - 29.03.1969, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1909
BlLALEIGAN FfUUR hf
car rental • service ©
Hverfispötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
MAGMUSAR
ikiPHoui2] swa«2I]90
»ftirlokur >imi 40381_
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Símí 14970
BÍLALEIGAN
AEBBAQT
Mjög hagstætt leigugjald.
SÍMI 8-23-47
í>
Ferdafélag
Islands
Páskaferðir:
Þórsmörk, 5 dagar.
Þórsmörk 2\ dagur.
Hagavatn 5 dagar.
Sunnudagsferð:
Reykjanesviti —
Háleyjarbunga.
Lagt af stað kl. 9,30 í fyrra-
málið frá bílastæðinu við Ar.i-
arhól.
Ferðafélag Islands.
I*
JOiS - MAMVILLE
glenillareinangninin
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerullareinangrunina
rr.t>3 álnappírnum, enda ertt
bezta einangrunarefnið og jafn-
framt það langódýrasta.
Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M
gierull og 2\" frauðplasteinangr-
un og fáíð auk þess álpappir
með! Jafnvel flugfragt borgar sig.
Sendum um land allt —
Jón Loftssan hf.
Hringbraut 121. — Sími 10600.
0 Mestu hagsmunamál
hvers heimilis
Björg Stefánsdóttir, skrifar:
Reykjavík 25. marz 1969.
Eeiðraði Velvakandi.
Ég er konan sem talaði á
fundi Heimdallar um mjólkursölu
mál 26. febr. Mjólkursölumál eru
að ég held mesta hagsmunamál
hvers heimilis í landinu. Það er
víðar en á höfuðborgarsvæðinu,
sem fólk er óánsegt með mjólkur-
dreifingu. Mjólk og mjólkurafurð
ir er sú fæðutegund sem fáir
eða engir geta verið án, þar sem
við verzlum svo mikið við M.S.
>á viljum við góða vöru og góða
þjónustu. Húsmæðrafélag Reykja
víkur hefur staðið í áratuga bar-
áttu við M.S. en því miður orðið
lítið ágengt.
Borgarafrmdur um mjólkursölu
mál var þv£ nauðsyn, og ekki
nema sjálfsagt og eðlílegt að ung
ir sjálfstæðismenn ættu frumkvæði
að slíkum fundi. Fundarsókn á
þessam fundi var slik að allir
hljóta að sjá hversu hugleikið
þetta mál er borgarbúum, á þess
um fundi voru frjálsar umræður,
svo það ætti að vera óþarfi að
vera að „Skyrpa skít úr klaufum"
í dálkum Velvakanda. Mig langar
að biðja þig Velvakandi góður
að birta þetta bréf fyrir mig,
ég vil taka það íram að frá
minnihálfu eru þetta lokaorð
að sinni, en vel gæti ég hugsað
mér að standa augliti til aug-
litis við „Samsölukerlingu" og ræða
málin. Maður líttu þér nær vil ég
segja er Samsöhrkerling talar um
að Skyrpa skít úr klaufum. Það
er gott að fela sig bak við sam-
nefnara á þeim er fyrir innan
diskin dvelja f verzlunum M.S.
Þessi Samsölukerling er ef til
vill sú sama og vatt sér að mér
í Sigtúni 26. febr., sem ekki þorir
að láta riafrLs síns getið.
0 Ekki bara á sunnu-
dögum
Ekki er nú málstaðurinn mjög
góður, þegar fólk vill ekki láta
bendla sig við hann nema undir
samnefnara. Um atvinnuróg vil
ég segja þetta. Mín orð voru þessi
„Og held ég að flestar þessar verzl
anir (það er matvöruverzlanir)
standist fyllilega samanburð við
er rótt
h ciiid ciii viö
iiorniö
Þama er hann. í búðinni. Þarna er Henri í
vmdlahdLllunni. Henri ■Wintermans. Hollenzkur a15 ætt
og uppruna, en eins alþjðSlcgur og hægt er. I löndum
svo fjarri hvort ötíru sem Bretland og Astralxa, selst
Henri Wintermans miklu meira en nokkur annar
vindill, einfaldlega af þvi at> hann hefur hit5 gðtSa og
milda bragtJ og svo fallega nýtízku lögun, sem er
svo vinsælt um allan heim.
Kynnið ykkur fyrir Henri og þið eignizt lífstíðar vin.
Kynnizt Henri Wintermans Short Panatella
Rétta stærðin fyrtr alla. Hæfllega langur. Hæfilega
gildur. Hæfilega bragðmikill. Hæfilega mildur.
Seldur í 5 stykkja pökkum.
Kynnizt Henri Wintermans Cigarillos
(Við kölluðum þá áður Senoritas)
A stærð við “King-Size” vindling, en gildari. Ekta
hollenzkur smávindill, með hinu milda og góða Henri
Wintermans hragði.
Seldur f 10 stykkja pökkum.
HENRI WINTERMANS
HIÍSnST ALÞJÖÐLBGI HOLLEHDHSTGHIl
Umboðsmenn: GLOBUS H/F.
mjólkurbúðiir hvað hreinlæti snért
ir svo ekki sé talað um almennar
kurteisisvenjur“. Ég ætlaði ekki
að græta starfsfólk M.S. en ég
er ekki óánægð með að orð mín
hafi komið við Samsölukerlingu.
Það eina sem gæti talizt atvinnu-
rógur af því er ég sagði á um-
ræddum fundi, er að ég taldi og
tel enn að það mætti loka all-
flestum mjólkurbúðunum ekki
bara á suninudögum heldur alveg
og fela matvörukaupmönnum
mjólkursöluna eða var það ef til
vill atvinnurógur er ég fór fram
á að íslenzkar umbúðir yrðu not
aðar, það getur varla verið því
enginn íslenzkur aðili tekur um-
boðslaun frá Tetrapak. Sjúkdóm-
ur sá er Samsölukerling talar um
hlýtur að hafa gagntekið borgar
búa því að þeir eru sára fáir
er bera lof á M.S. Ég tel það
misskilning hjá Samsölukeirlingú
er hún segir: „hlytu viðurkenn-
ingu ef þær hyrfu", það er hyrn-
urnar, en ég viðurkenni að af
tvennu illu eru hyrnur betri en
flöskur, sem voru næstum undan-
tekningalaust brotnar eða sprunign
ar og þá oftast um stútinn. Ég
tek ekki orð mín aftur með að
1 af hverjum 4 hyrnum leki. þó
á ég ekki sex ára barn til að
hossa mjólkinni eða draga hana á
eftir sér. Fernur eru seldar úr-
vali af neytendum í þeirri búð
er mér ber að verzla í.
@ Eitthvað útþynnt
glundur
Skyrið I nýju umbúðunum er
sú vara sem starfsfólk M.S. ætti
ekki að minnast á. Eins og ég
sagði á umræddum fundi, þá komu
þessar langþráðu skyrumbúðir en
í þeim var ekki skyr, heldur
eitthvað útþynnt glundur að vísu
er það hvítt eins og skyr en að
öðru leyti er það ekki líkt skyri.
Síðan minnist Samsölukerling
á gallaðan rjóma ekki hefur mér
dottið í hug að hægt væri að skila
rjóma aftur en ég fór fram á að
fá að skila súrmjólk sem var svo
þunn að ekki var hægt að borða
hana með skeið. Svarið sem ég
fékk var á þessa leið „Súrmjólk-
in er bara of ný hún þykknar
ef þú geymir hana.“ Að lokum
þetta. Það var von mín að fund
urinn í Sigtúni 26. febr.myndi
vekja forráðamenn M.S. af sín-
um væra blundi og að þeir sæju
að kröfur neytenda eru mjög hóg
vægar og ættu að vera sjálfsagðar.
Samsölukerlingu þakka ég að hafa
lagt eyru að orðum mínum sem
að hennar dómi voru rógur og
illmæigi.
Björg Stefánsdóttir,
Hverfisgötu 40, Reykjavík
0 Vikufréttir í Sjónvarp-
inu
Kæri Velvakandi.
Tillagan í dálkum þínum ný-
lega um vlkufréttir í Sjónvarp-
inu var mjög athyglisverð. Vil
ég leyfa mér að taka undir þá
ósk, að slíkur þáttur verði upp
tekinn í okkar elskaða og um-
deilda televisjóni. Þeir eru nefni
lega fleiri en margan girunar, sem
hafa ekki aðstöðu til að fylgjast
með kvöldfréttunum nema endr-
um og eins. Vikulegur fréttaþátt
ur með helztu atburðum liðinnar
viku, fluttur seint að kvöldi, kæmi
því rétt eins og himnesk sending
til okkar, sem enn erum önn.um
kafnir, þegar flestir aðrir hafa
lokið störfum. Endurtekna efnið
á laugardögum hefur mælzt vel
fyrir, og því skyldu þá endur-
teknar fréttir, eitt kvöld í viku,
ekki einnig verða vinsælar? Ég
er viss um, að sú verður raun-
in.
Þá vil ég nota tækifærið og
þakka þeim Asgeiri Ingólfssyni
og Markúsi Erni Antonssyni fyr-
ir Erlend málefni. Þættirnir eru
afbragðsgóðir, oft og tíðum, og
mundu þeir að sjálfsögðu gegna
áfraim sínu sérstaka hlutverki, þótt
vikufréttir yrðu upp teknar.
Með fyrirfram þökk fyrir góð-
ar undirtektir,
Kópur í Kópavogi.