Morgunblaðið - 29.03.1969, Qupperneq 15
AUKABLAÐ
l
Æviágrip Eisenhowers
Bwight David Eisenhower
DWIGHT DAVID Eisenhower
lætur eftir sig glæsilegan og
margbreytilegan feril. Frá upp
hafi seinni heimsstyrjaldarinnar
og fram til ársloka 1960, þegar
hann lét af embætti Bandaríkja
forseta, var hann að heita má
stöðugt í sviðsljósi alþjóðlegra
stórviðburða. Hann vatr æðsti
maður herafla Bandamanna,
sem vann sigur á möndluveld-
unurn í Evrópu, fyrst við Mið-
járðarhaf, síðan í Vestur- og
Norður-Evrópu. Eftir stríðslok
varð hann rektor eins kunn-
asta háskóla í Bandaríkjunum.
Siðan varð hann yfirmaður her-
afla Atlantshafsbandalagsins
og loks tók hann við embætti
Bandaríkjaforseta I ársbyrjun
1953. Hann gegndi þessum ó-
liku embættuim með misjöfnum
árangri, eims og gengur, en vamn
sér hylli flestra sem kynntust
honum, jafnt austan hafs og
vestan, með látlausri framkomu
og prúðmennsku í öllu dagfari.
Eisenhower fæddist í Deni-
son í Texas 14. okt. 1890 og var
sá þriðji í röðinni sjö bræðra.
Foreldrar hans voru David og
Ida Elizabeth Eisenhower, af
svissneskum og þýzkum ættum.
Fjölskyldan átti heldur erfitt
uppdráttar og fluttist til smá-
bæjarins Abilene í Kansas þeg
ar Dwight var tveggja ára.
Hann fór ungur að vinna fyrir
sér, stundaði fjárrekstra og síð
ar verzlunarstörf og lauk jafn-
framt gagnfræðaskólanámL
Hann var knár íþróttamaður og
stóð sig í góðu meðallagi í skól-
anum.
Árið 1911 féll honium í skaut
sá eftirsótti heiður að fá inn-
göngu í herskólann í West Po-
int. Þaðan lauk hann prófi fjór
um árum síðar með ágætum
vitnisburði og varð undirfor-
ingi í fótgönguliðssveit í San
Antonio í Texas. Þar kynntist
hann Mamie Geneva Doud, át-
jón óra dóttur auðugs kaup-
sýslumanns frá Colorádo. Þau
gengu í hjónaband 1. júlí 1916,
daginn sem hann varð sveitar-
foringi. „Mesta gæfa mín á lífs-
leiðinni var að kvænast þess-
ari stúiku", sagði hann eitt
sinn.
Þeim fæddust tveir synir,
Doud Dwight, sem lézt úr skar-
latssótt á fjórða árL og John
Sheldon Doud, sem gekk í her-
skólann í West Point eins og
faðir hans, og nú er nýskipað-
ur sendiherra í Briissel.
í fyrri heimsstyrjöldinni var
Eisenhower yfirmaður fyrstu
skriðdrekadeildarinnar, sem
Bandaríkjamenn sendu til Vest
urvígstöðvanna árið 1917 og ári
síðar varð hann yngsti majór í
bandaríska hernum. Fyrir fram
göngu sína í strfðinu hlaut
hann margháttaða viðurkenn-
ingu.
Metorðagirnd Eisenhowers
beindist nú einkum að því að
verða ofursti áður en hann
hætti herþjónustu. Það rættist
þó ekki fyrr en í heimsstyrj-
öldinni síðari, enda erfitt að
framast í her á friðartímum.
Hann gegndi herþjóniustu á
Panamasvæðinu frá 1922 til
1924 og síðan víða um Banda-
rikin. Þar gat hann sér góðan
orðstír og varð siðan efstur á
prófi frá skóla herforingjaráðs
ins árið 1926.
Eftir það var Eisenhower
eitt ár í Frakklandi við undir-
búning skýrslu um herstöðvar
Bandaríkjamanna og starfaði
siðan í Washington við skipu-
lagningu iðnaðarins í þágu hers
ins. Siðla árs 1935 fó<r hann til
Filipseyja sem hermálaráðgjafi
Douglas MacArthurs hershöfð-
ingja.
Þegar Þjóðverjar réðust inn
í Pólland sneri Eisenhower aft-
ur til Bandaríkjanna og hækk
aði óðfluga í tign. Hann var
settur yfir skipulagningardeild
hermálaráðuneytisins í Wash
ington og þar kom George
Marshall, yfirmaður herfor
ingjaráðsins, auga á hæfileika
hans. Innan viku eftir árás Ja-
pana á Pearl Harbour kvaddi
Marshall hann í þjónustu sina.
Hann tók þátt í undirbúningi
innrásarinnar í Evrópu og
ræddi við brezka hershöfðingja
í maí og júní 1942. í nóvember
sama ár var Eisenhower skip-
aður yfirmaður bandaríska inn
rásarliðsins x Norður-Afríku og
síðan stjórnaði hann innrás
Bandaríkjamanna í ftalíu. í
nóvember 1943 varð hann yfir-
maður innrásarhers Banda
manna í Vestur-Evrópu og
stjórnaði þannig innrásinni í
Normandí 6. júlí 1944. f desem-
bermánuði sama ár einbeittu
Þjóðverjar síðustu kröftum sín
um að stórfelldri gagnárás, en
Eisenhower snerist af alefli
gegn þeim í febrúar 1945 og
létti ekki fyrr en Þýzkaland
var gersigrað. Þjóðverjar gáf-
ust upp 7. maí 1945, enda var
þá allt landið hersetið, af herj-
um Bandamanna að vestan-
verðu en Rauða hernum að
austanverðu.
Það hefur verið sagt um Eis-
enhower, að hann hafi ekki ver
ið annað en „glæsilegur auglýs-
ingamaður og sáttasemjari"
sem hafi lagt meiri áherzlu á
pólitískar en herfræðilegar
hliðar herstjórnarinnar. Vissu-
lega munu fáir halda því fram,
að hann hafi jafnazt á við hers-
höfðingja eins og Lee, Grant
eða jafnvel MacArthur í her-
stjórnarlist. Og þó að honum
tækist með einstakri lagni að
fá erfiða undirmenn eins og
Mon'gomery og Patton hers-
höfðingja til að vinna saman,
reyndist honum um megn að
beita valdi sínu, þegar taka
þurfti torveldar og tvísýnar á-
kvarðanir.
Hins vegar ber að gæta að
því, að meginhlutverk yfirhers
höfðingjans var að skilningi
Eisenhowers einmitt fólgið í
því, að koma í veg fyrir að
pólitískur ágreiningur ríkis-
stjórna Bandamanna hefði á-
hrif á gang mála á vígvellinum.
Virðingin sem Sir Winston
Churchill bar jafnan fyrir hon-
um, er til marks um ótvíræða
hæfileika hans á þessum vefct-
vangi, því að Eisenhower hers
höfðingi var andvígur Church-
ill í mörgum veigamiklum atr-
iðum.
Eftir seinni heimsstyrjöldina
varð Eisenhower yfirmaður her-
foringjaráðs Bandaríkjanna og
gengdi því starfi fram til 1948.
Þá vann hann m.a. að því að
uppræta síðustu leifar kyn-
þáttamisréttis í hernum. Árið
1948 tókst hann á hendur em-
bætti rektors Columbia-háskól-
ans i New York, þó að honum
stæði raunar til boða framboð
fyrir hvorn flokkinn sem var í
forsetakosningunum, sem fóru
fram þá um haustið. Ekki þótti
hann heppilegur rektor, enda
menntun hans ekki miðu'ð við
slík embætti.
Meðan Eisenhower var við
Columbia-háskólann gaf hann
út bók sína um heimsstyrjöld-
ina, „Crusade in Europe“.
Þessi frásögn af reynslu hans
í stríðinu varð svo vinsæl, að
af henni seldist meira en mill-
jón eintök.
Árið 1950 var Eisenhower
skipaður yfirmaður alls herafla
hins nýstofnaða Atlantshafs-
bandalags og settist að í París.
Því embætti gengdi hann unz
hann var talinn á að vera í
framboði fyrir Repúblíkana við
forsetakosningarnar árið 1952.
Af öllum störfum Eisenhowers
var þjónusta hans við Atlants-
hafsbandalagið kannski mikil-
vægust, þegar á allt er litið.
Með einbeitni og stöku jafn-
aðargeði neitaði hann að hlusta
á lítilvægar umkvartanir, hvort
sem þær voru frá aðildarrikj
um í Evrópu eða Ameríku, er
lagði áherzlu á meginatriði.
Hann átti sennilega meiri þátt í
því en nokkur annar einstakl-
ingur, að vekja bjartsýni og
baráttuvilja Evrópumanna
gagnvart ógnunum Sovétrikj-
anna og koma fótunum undir
hinn sameiginlega horafla, sem
hefta skyldi frekari útþenslu
Rússa í Evrópu. Hann var stöð
ugt á verði gegn ágangi komm-
únista. Þegar hann var orðinn
forseti, skoraði hann á þjóð
sína að gera sér grein fyrir
þ'eim voða, sem kommúnisminn
býr frjálsúm mönnum. „Til þess
að ná því opinbcj-a markmiði
sínu að ráða yfir heiminum
beita þeir öllurh ráðum og
skeyta ekkert um siðgæði.
Kommúnistar nota smjaður og
hótanir, mútur og ofbeldi til
þess að koma fram vilja sínum.
Og þegar það þykir henta,
grípa þeir til falsana, rangra
sakargifta og launmarða."
Pólitískar viðsjár í Banda-
ríkjunum voru orðnar meiri ár-
ið 1952 en þær höfðu verið um
árabil og margir Bandaríkja-
menn töldu að fósturjörðin
ætti ekki síður heimtingu á þjón
ustu Eisenhowers en Evrópa.
Þegar Eisenhower lét það upp-
skátt veturinn 1951-1952 að
hann væri repúblikani, var
lagt hart að honum að vera í
framboði við forsetakosning
ainar. Fyrir því stóðu einikium
þau öfl í flokknum, sem vildu
forða honum frá sundrungu í
baráttunni milli einangrunar-
sinna og alþjóðasinna.
Eisenhower lét tilleiðast og í
nóvember 1952 vann hann mik-
inn sigur í kosningunum. Hann
hlaut 33,9 millj. atkvæða, en
keppinautur hans, Adlai Stev-
enson, hlaut 27,3 millj. at.
kvæða.
Sennilega hefur engirm mað-
ur sezt i forsetastól Bandaríkj-
anna umvafinn slíkri aðdáun
og dýrðarljóma sem Eisenhow-
er. f augum milljóna Bainda-
rikjamanna var hann boð-
beri nýrrar gullaldar. Harxn
mundi útkljá stríðið í Kóreu,
spillingtma og hinar pólitísku
viðsjár heima fyrir, óttan og ör
yggisleysið. Hann mundi skapa
nýtt frelsi þar sem efnahagslíf
ið blómgaðist og Washing-
ton yrði bústaður landsföður,
sem byggi yfir vonum og hug-
sjónum þjóðarinnar og létti af
herrni þeirri nauðsyn að taka
erfiðar og hætfculegar ákvarð
anir. Að sjálfsögðu var allt
þ-tta óhugsandi og margir sáu
það, en einhvem vegin-n virt-
ist það óviðeigandi að bera
brigður á ofurmannlega hæfi-
leika þessarar dáðu stríðshetju.
Bandaríska þjóðin áleit Eis-
enhower hafinn yfir flokkaríg
og deilur stjórnmálamanna,
Roosevelt og Truman höfðu ver
ið atkvæðamiklir forsetar og
miklir baráttumenn á tímum
mikilla breytinga og aðsteðjandi
vandamála. Eissnhower átti að
koma á kyrrð eftir þá umbrota-
tíma, sem staðið höfðu í tvo ára
tugi, almenningur hoimtaði það
af hetjunni sinni.
Forverar: Eisenhowers í for-
setaembætti voru miklir stjórn
málamenn. Roosevelt hikaði
ekki við að beita brögðum til
að fá málum sínum framgengt.
ýmsar þær aðferðir, sem hann
notaði í þjónustu ríkisins, telj
ast varla heiðvirðar. Svo fór að
lokum, að hann bakaði sér ó-
slökkvandi hafcur andstæðinga
sinna. En harun gerbreytti svip
móti Bandaríkjanna.
Truman var ekki eins slótt-
ugur, en hann var ekki síður
einbeittur. Hann tók margar ör
lagaríkar ákvarðanir, sem
gerðu Bandarikjamenn orð-
lausa — um kjarnorkusprengj-
una, um íhlufcun Bandaríkja-
manna í Grikklandi og Tyrk-
landi, um Atlantshafsbandalag-
ið og Kóreustríðið. Og hann
gerði vilja sinn að vilja þjóð-
arinnar.
Að áliti þessara tveggja
manna var forsetaembættið sí-
fellt skapandi starf, samfelld
ábyrgð, uppspretta valds og
hugmynda, sem voru mátt
arstoðir lýðræðis í landinu. For
setinn átti að beina öllum stofn
unum ríkisins í þá átt sem þjóð
in vildi. Þessir forsetar voru
eldlegir erindrekar þjóðarinn-
augum á hlutverk forsatans.
Skilningur hans var óhefðbund
inn og dálitið fjarri veruleik-
anum. Hann he^ðaði séir svipað
samvizkusömum konungi í þing
ræðisríki og fyrir bragðið var
öll stjórn hans hægfara. Hann
neitaði að taka þátt í stjórn-
málaþrasinu og átt því oft í
miklum bröeum við þingið.
Bandaríkjaþing sr vettvangur
mjög sundurleitra skoðana í
flóknu sambandsríki, en sam-
vinna þingsjns og forsetans get-
ur af sér stjórnarstefnuna á
hverjum tíma og veltur þá mik-
ið á einbeitni forsetans.
Framhald á bls. 4.
ar.
Eisenhower leit allt öðrum
Ike fagnar útnefningu sem forsetaefni 1952. Me» honum á myndinni eru kona hans, Richard
Nixon, þáverandi varaforseta efni, og fxú Pat Nixon.