Morgunblaðið - 29.03.1969, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.03.1969, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1969 15 Stefna Framsóknarmanna leiðir i innflutningshafta — sagði Ólafur Björnsson í þingrœðu í VIKUNNI urðu allmiklar umræður í Efri deild Al- þingis um frv. Framsóknar- manna um Atvinnumálastofn un. Við umræður um þetta mál sl. fimmtudag flutti Ólafur Björnsson ræðu, þar sem hann færði rök að því að næði þetta frv. fram að ganga mundi það leiða til innflutningshafta. Fer hér á eftir kafli úr ræðu Ólafs BjÖrnssonar: Ólafur Björnsson: Framsókn- armenn telja að ég hafi varið miklum hluta framsöguræðu minnar sl. þriðjudag til þess að glíma við drauga og vandamál sem aðeins heyrðu til fortíðinni þegar ég ræddi um innflutnings- höftin og framkvæmd þeirra. Eg myndi nú mjög fagna því, ef það væri rétt, að Framsóknar- menn væru orðnir svo fráhverf- ir haftafyrirkomulaginu að til- efnislaust sé að ræða það í sam- bandi við frv. það sem hér ligg- ur fyrir, en bæði sjálft frv. og margt sem komið héfur fram í ræðum þeim sem hér hafa verið fluttar mælir því miður, að mínu áliti, gegn því að svo sé. í frv. er þó beinlínis gert ráð fyrir því, að heimiluð séu bein innflutn- ingsbönn, að vísu tímabundið, en það eru innflutningshöft og breyt ir það engu, þótt kallað sé hinu fína nafni stjórn gjaldeyrismála. Vakir e.t.v. fyrir Framsóknar- mönnum að tryggja með þv, eitt hvað betri framkvæmd haftanna en var hér áður fyrr en í fram- kvæmdinni hygg ég að þetta fyr irkomulag hljóti óhjákvæmilega að hníga í sama farið og þá var, og skai ég í örfáum orðum færa rök fyrir þeirri skoðun minni. Ég viðurkenni í framsöguræðu minni að inn á við hefði þetta fyrirkomulag innflutningshaft- anna, sem lagt er til í frv., vissa kosti miðað við gamla leyfaút- hlutunarfyrirkomulagið, en gagn vart viðskiptalöndum okkar hygg ég, að þetta yrði þó enn óvin- sælla í framkvæmd, þar sem því yrði þó frekar unað að innflutn- ingurinn yrði takmarkaður en ef hann yrði bannaður með öllu. Ti] lengdar gæti heldur ekki orðið neinn gjaldeyrissparnaður af slíku fyrirkomulagi, heldur að- eins meiri sveiflur í innflutningn um frá einum tíma til annars, þannig að á þeim tímum sem inn flutningur hinna bönnuðu vara væri leyfður myndi verzlanir byrgja sig upp fyrir banntímann og þá auðvitað gengið út frá því að við það verði staðið að inn- flutningshömlurnar séu aðeins tímabundnar. Það má og telja víst, að ef þetta yrði gert þá myndu bæði innflytjendur og not endur þess varnings sem banna ætti koma knékrjúpandi til stjórn valda og segja sem svo; við skilj um vel að innflutning þurfi að takmarka sökum gjaldeyrisskorts en að leggja á algjört innflutn- ingsbann, það er ekki hægt, en yrði komið á móts við þær óskir væri auðvitað gamla hafta- kerfið komið á að nýju. Raunar Ólafur Björnsson átti Ólafur Jóhannesson líka erf- itt með að vera sjálfum sér fylli lega samkvæmur þegar hann nefndi það sem rök fyrir slík- um innflutningsbönnum að með þeim væri hægt að veita inn- lendum iðnaði vernd. Ef raun- verulega aðeins er um tíma- Úr rœðu Ásgeirs Péturssonar um þingsályktunartillögu hans um hagnýtingu jarðhita og vatnsaflið er og olía Jarðhitinn kol okkar Ásgeir Pétursson flytur tillögu til þingsályktunar á Alþingi um hagnýtingu jarðhita. Felst í til- lögunni áskorun til ríkisstjóm- arinnar um að hefjast skipuleg- ar fræðilegrar rannsóknar á því á hvern hátt jarðhiti verði bezt hagnýttur m.a. til garðyrkju í Iandinu. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu þingmannsins er hann mælti fyrir tillögunni á fundi Sam- einaðs-Alþingis: Með flutningi tillögu þeirrar um hagnýtingu jarðhita, sem hér er til umræðu, hef ég leyft mér að fara þess á leit við hátt- virt Sþ. að það samþykki að skora á ríkisstjórnina að hefja skipulegar, fræðilegar rannsókn ir á því, á 'hvern hátt jarðhiti verði bezt hagnýttur m.a. tiil garð yrkju í landinu. Verði þá einkum kannað hvaða efni reynist bezt til flutnings á heitu vatni og til byggingar gróð urhúsa, svo og verði kannað, hvort unnt er að draga úr kostnaði við byggingu húsanna t.d. með samræmingu í bygging- araðferðum og stærð gróðurhúsa, smíði einstakra húshluta, og alls tæknibúnaðar þeirra. Þá er og lagt til að auka og hagnýta þekkingu á jarðvegs- fræði, áburðarþörf og gróður- vali, á sviði þessa þáttar land- búnaðar okkar. Það er ljóst áð vatnsorkan og jarðhitinn eru kol okkar og olía. Þessi náttúruauðæfi eru enn að litlu hagnýtt, einkum þó jarð- hitinn, en stórátök eru nú gerð til virkjunar vatnsfalla. Hins- vegar er ljóst — og ekkert sýn- ir okkur það betur en þróunin í atvinnu- og efnahagsmálum okkar, hve lífsnauðsynlegt það er fyrir þjóðina, að fjölga at- vinnugreinum, sem eru órviss- ar. Til þess að því marki verði náð, verður að byggja á tveim grundvallaratriðum: Tækniþekkingu og fjármagni. Mikið átak hefur verið gert til þess að efla tækni- og verk- þekkingu landsmanna og nú síð ustu árin hefur þeirri skoðun vaxið fylgi, að stórstígar fram- farri um virkjanir vatnsfallanna verða enn eigi framkvæmdar, án þess að til fáist erlent fjármagn. En þótt stórvirkjanir og kostn aðarsöm stóriðja verði vissulega forsenda bættrar. efnalhagsafkomu eru þær ráðstafanir þó ekki ein- hlítur til þess að tryggja nauð- synlega fjöibreytni í atvinnu- háttum okkar, a.m.k. ekki um öll byggðarlög. Jarðhitinn finnst víða um land ið sem laus orka, þ.e. ekki er þörf verulegra mannvirkja eða mikils kostnaðar til þess að hag- nýta hann til upphitunar húsa eða til gróðurhúsa- og ylrækt- ] ar. Enn sem komið er er hann einkum hagnýttur til silíkra þarfa og er öllum ljóst hversu stór- kostlegur gjaldeyrissparnaður er þegar orðinn, við að hagnýta jarðhita til upphitunar, og vissu lega fjölgar stöðugt því fólki, sem atvinnu sína byggir á garð rækt, og hagnýtir þannig jarð- hitann. Flatarmál þess gróður- lendis, sem er undir gleri, fer einnig vaxandi og neyzla gróð- urhúsaafurða eykst, einkum nú síðari árin. Þótt jarðhitinn renni víða sjálfkrafa upp á yfirborð ið og verði því auðveldlega hag- nýttur, er alvitað að jarðhiti er víða fyrir hendi neðanjarðar, og finnst ekki né nýtist, nema með borunum eða vísindalegum mælingum. Slíka jarðhitaleit þarf að stór efla. í Borgarfjarðarhéraði hafa sýslunefndirnar látið slíka jarð- fræðilega leit fara fram nú um 5 ára skeið, með tilstyrk raforku málastjórnarinnar. Þær eru al- menns eðlis, en geta síðar orðið forsenda raunhæfra virkjana. En þá þarf meira fé, en sýslunefnd- ir ráða yfir. Jarðhitaleit mun áreiðanlega skila góðum vöxtum af því fé, sem til hennar verður varið, og mörgum bóndanum, sem öðr um þykja vænkast hagur sinn, hann fær heita uppsprettu í ná- grenni sínu. En erfið aðstaða þessa atvinnu vegar er þó ekki öllum ljós. Má í því efni benda á þá stað- reynd að einatt er handahófs- kennt hvernig gróðurlhús eru óyggð, bæði að stærð og gerð, enda liggja ekki fyrir nægilegar uppl. um það hvaða byggingar- efni séu haldbezt, veiti ákjósan- lega einangrun og kunnugt er, að nú eru gerðar tilraunir er- lendis með ný gerviefni, sem bæði munu bera meiri birtu og þola bundnar ráðstafanir að ræða þá rís ekki upp iðnaður í skjóli þeirra, þannig að mér finnst það ljóst, að hann hefur einmitt var anleg innflutningsbönn í huga, eða annað heldur en það sem frv. eins og þær greinar þess sem um þetta fjalla eru orðaðar ger- ir ráð fyrir. Nei, ég held að þetta fyrirkomulag, fyrir utan það að það kæmi varla að neinu gagni, yrði varla framkvæmanlegt þann ig, að ef út á þessa braut yrði far ið þá hlyti það að lenda í hinu gamla fyrirkomulagi og ég efast satt að segja um að flutnings- menn hefðu sett þessar tillögur um stjórn gjaldeyrismála á papp- ír ef þeir hefðu hugsað út í það hve örðugt hlýtur að verða að framkvæma þær og að því leyti sem það yrði hægt, leysir þetta engan vanda. Frv. um loðdýrarækt lagt fram á Alþingi — frá meirihluta Allsherjarnefndar Efri deildar MEIRIHLUTI Allsherjarnefndar Efri deildar Alþingis hefur Iagt fram frumvarp um loðdýrarækt. í greinargerð frv. segir að Efna- hagsstofnuninhafi gert lauslega athugun á rekstri minkabús á ís- Iandi og bendi niðurstaða þeirra landi og bendi niðurstaða þeirr- ar athugunar til að vænlegt sé að gerð verði tilraun til minka- ræktar hér á landi. Jafnframt er bent á að íslendingar hafi mikla möguleika til að afla ódýrs minka fóðurs. Undanfarin ár hafi fallið til um 100-120 þúsund tonn af fisk úrgangi, sem farið hefur í fiski- mjölsvinnslu. Af þessum úrgangi megi framleiða um 2-3 milljónir skinna, ef öllu væri haldið til haga, nýju, frystu eða í formi fiskimjöls. Þá segir ennfremur að eftir- spurn eftir minkaskinnum hafi aukizt um 100% í Bandaríkjun- um sl. 10 ár og enn meira utan Bandaríkjanna. Þrátt fyrir a-uk- ið framboð hafi verðlag minka- skinna verið tiltölulega stöðugt og sé meðalverð skinna á Norður löndunum nú talið um 1170 is- lenzkar krónur. í pdskaleyfi PÁSKALEYFI alþingismanna hófst í gær og kemur þingið saman til fundar á ný miðviku- daginn 10. apríl en deildarfundir hefjast 11. apríl. Miklar annir voru enn í þinginu í gær og var stjórnarfrv. um aðgerðir r at- vinnumálum afgreitt sem lög frá Alþingi. Ferðamálaráðstefna ÁKVEÐIÐ hefur verið, að næsta ferðamálaráðstefna verði haldin föstudaginn og laugardaginn 16. - 17. maí n.k. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin að Hót el Reynihlíð við Mývatn. Dagskrá og aðrar upplýsingar um ferðamálaráðstefnuna verða kunngerðar síðar. Ásgeir Pétursson betur átök veðra en þau efni, sem tíðast er að nota hér. Þá er mikilvægt að rannsaka verðlag slíkra byggingarefna sem víðast. Þótt margir einstaklingar svo og Garðyrkjuskólinn hafi að megni reynt að kanna suma þeirra þátta, sem að framan greinir, brestur þó mjög á að glögg fræðileg og fjárhagsleg yfirsýn, sem þennan atvinnuveg varðar, fáist. Ur því virðist einsýnt að bæta, með því að fela það þeirn rannsóknarstofnunum atvinnu- veganna, sem nú þegar eru starf andi. Ekki er þörf neins nýs aðila í þeim efnum, en þeim sem fyrir eru, verður fengið verðugt viðfangsefni. En fleira þarf að kanna í þágu þessa vaxandi atvinnuvegar. Er það m.a. dreifing afurðanna og varanleg geymsla þeirra, þegar uppskera er mest. Kemur þar bæði til ath. niðursuða og fryst- ing. Mér er kunnugt um eina gróðrarstöð, sem látin hefur sjóða talsvert magn af tiltekinni upp- skeru niður, og hefur reynslan sýnt að þær afurðir hafa jafn- an selzt upp og ekki verið unnt að anna eftirspurninni, þar sem þeir aðilar sem kaupa, en það eru mest gisti- og veitingahús, telja vöruna betri en erlenda og verðið samkeppnisfært. Þá er sennilegt að unnt sé að koma við frystingu í öskj- um eða öðrum umbúðum t.d. á afurðum úr tómötum. Sú litla reynsla, sem fengist hefur í þeim efnum bendir til þess að þar megi finna leiðir til margvíslegr ar hagnýtingar uppskerunnar. Það er áreiðanlega ómaksins vert að kanna þessa hluti vand- lega. Við erum stundum nokkuð vanafastir í þessu landi, en meg- um ekki að láta okkur sjást yfir þær líkur, sem á því eru, að hér geti vaxið upp nýr, arð- bær og snar þáttur í þjóðaraf- komunni. Samfara þeim athugunum, sem fyrr var bent á, þarf að fara fram mjög nákvæm tæknileg at hugun á því, hvernig bezt sé að hafa sjálfvirkni um vökvun og loftræstingu í gróðurhúsum. Þau efni ráða miklu um magn og gæði uppskerunnar. Auðvitað eru það margir aðr- ir þættir, sem þennan atvinnuveg varða, sem kanna þarf, þótt ekki verði 'hér allt upp talið. En ekki má svo skiljast við þennan tillöguflutning, að eigi sé vakin athygli á því, að aukin þekking á þessari atvinnugrein ætti ekki einungis að geta leitt til aukins magns afurða, heldur einnig lækkaðs afurðarverðs. Að efla þennan atvinnuveg getur einnig haft talsvert félags legt gildi í för með sér. Fjöl- breytni í störfum sveitanna vex og þeir sem ekki kjósa hinn hefðbundna kvikfjárræktarbú- skap, eiga sér þá völ annarra tarfa, nýrra búgreina, eða vinnslu afurða þeirra við ræktunarstöðv ar. Það eykur á jafnvægi byggð anna og verður strjálbýlinu til eflingar. Má í því efni benda á, að nýjar félagsheildir, smá- þorp, hafa nú þegar myndast á nokkrum stöðum í landinu, þar sem hagnýting jarðhitans er í senn atvinnugjafinn og forsenda aukinnar byggðar. Ættu allir að geta séð hvert gildi það heifur fyrir búsetu okkar í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.