Morgunblaðið - 29.03.1969, Síða 28

Morgunblaðið - 29.03.1969, Síða 28
24 MOftGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1960 lega: — Nei, það er ekkert að, elskan. — Mér datt bara í hug, að eitt hvað hefði verið að angra þig. — Vitanlega ekki. Ég er bara alveg uppgefin. Mér finnst þetta búið að vera svo langur dagur. Ég seildist eftir vasaklútnum mínum undir koddanum og þerr- aði augun, því að nú vissi ég fyrir víst, að Lucy hefði tekið eftir því, að ég var að gráta. Ég dró hana að mér og kyssti hana. — Farðu nú í rúmið, elsk- an, og hafðu engar áhyggjur af ÁLFTAMÝRI 7 LOMAHUSIÐ simi 83070 Opið alla daga, öll kvöld og um helgar. Skrautinnpökkun á fermingar- gjöfum. Fermingarnellikur. BorosKreytingar á fbrnnngar- borðið. — Pantið tímanlega. mér. Það er alveg óþarfi, get ég fullvissað þig ura. Hún hikaði. Ég vissi, að mér hafði ekki tekizt að blekkja hana, og að hún vissi, að eitthvað var að, en þar sem hún var nú Lucy, mundi hún ekki fara að forvitnast um það nán- ar. Hún gekk hægt og með erf- iðismunum aftur til herbergisins síns, og lokaði dyrunum hljóð- lega á eftir sér. Ég lá þarna í myrkrinu og óskaði þess heitast, að ég hefði ekki verið sá ræfill að fara að gráta og úr því sem komið var, að Lucy hefði ekki heyrt til mín. Ég þekki hana Lucy mípa litlu. Nú færi hún sennilega að gera sér áhyggjur af þessu. Ég ásetti mér að á morgun skyldi ég leika við hvern minn fingur. Ég skyldi ekki með neinu orði eða lát- bragði koma henni til að halda, að neitt lægi mér þungt á hjarta. 3. Næstu vikurnar tvær liðu með ískyggilegum hraða. Þær höfðu verið mér hreinasta kvalræði. Eft ir því sem hver dagur leið til enda, færðist örvænting mín í aukana. Ég braut heilann um, hvernig ég gæti útvegað þessa fjárupphæð — fjögur hundruð pund. En ég gat ekki komið auga á nein úrræði. Þetta hafði verið hræðilegur hálfur mánuður. Það var eins og ég -væri að gera mér læti allan þann tíma. Reyna að láta eins og ekkert væri að mér. En mér datt nú samt í hug, að Lucy hefði ekki látið blekkjast af þessu. Ég sá hana stundum líta á mig á- hyggjufullum augum, og spyrja mig þögullar spurningar: „Hvað er að Melissa? Hversvegna viltu ekki segja mér það?“ En ég var fegin, að hún skyldi ekki spyrja mig. Ekki svo að skilja, að ég hefði farið að segja henni það, en það var eins og of urlítið skárra, að hún skyldi einskis spyrja. Og hvað Bob snerti, þá hafði ég varla verið með honum ein- um síðan morguninn góða, þegar hann kyssti mig. En þá sjaldan það kom fyrir, var hann kaldur og 'dédrægur. Einusinni við suðurlandsbraut 14 sími 38550 morgunverðinn hafði Kay sagt: — Hvað gengur eiginlega að honum Bob núna? Hefurðu hryggbrotið hann, eða eitthvað þessháttar? Ég hef nú alltaf haft það á meðvitundinni, að hann mundi einhverntíma biðja þín. Farðu ekki að segja mér, að hann hafi loksins gert það og þú hryggbrotið hann. Ég svaraði henni önuglega, að hún væri að blaðra eintóma vitleysu, og vitanlega hefði Bob ekki beðið mín né væri líklegur til að gera það nokkurntíma. Nú átti John að koma heim á morgun og ég var enn engu nær að leysa vandamálið mitt. Ég var alltaf að líta á klukkuna, og hugsa: Á þessum tíma á morg- un verður hann kominn heim. John sigrihrósandi! John, sem hafði lagt sig niður við kúgun, og virtist ætla að sleppa með það. Hjartað í mér varð að steini. Ég get ekki gifzt honum — ekk ert gæti fengið mig til þess, en þá minnti ég sjálfa mig á, að ef ég gerði það ekki, mundi hann kæra Niek, sem færi svo í fang- elsi og leiddi smán yfir okkur öll. Mig langaði til að trúa Bob fyrir þessu, en kom mér ekki að því. Það var kominn einhver múr á milli okkar, sem hvorugt virtist ætla að rjúfa. En enda þótt mig langaði til þess, þótt- ist ég vita, að hann mundi aldrei gera það. Og mikið saknaði ég 72 vináttu hans þennan hálfa mán- uð, einmitt þegar ég hafði mesta þörfina fyrir hana! Eftir hádegisverðinn hrigdi ég til bankans. Ég vissi að það voru litlir möguleikar á því, að bankastj órinn veitti mér yfir- drátt þar sem ég hafði ekkert veð fram að bjóða, en hvað sem því leið, var engu spillt þó að ég talaði við hann. Ég beið í ofvæni þangað til ég loksins heyrði karlmanns- rödd. — Ætli ég gæti talað við hr. Scotland seinnipartinn í dag? spurði ég. — Þetta er ungfrú Grindly, sem talar. Ég gæti kannski komið strax. Maðurinn bað mig að bíða, og eftir andartak svaraði hann aft- ur, að hr. Scotland skyldi verða til viðtals. Ég vissi, að bankan- um var lokað klukkan þrjú, en ég gat verið komin þangað hálf- þrjú. Eg flýtti mér upp, til að laga mig til og greiða mér. Þegar ég fór framhjá setustofunni, datt mér í hug, að réttara væri að segja Lucy, að ég þyrfti að fara til Rye, en bara ekki erindi mitt þangað. Ég sá, að Bob sat á lágum stól hjá Lucy, sem lá á legubekkn- um. Þau snarþögnuðu þegar ég kom inn, og það var sýnilegt, að þau höfðu verið að tala um mig. Það var næstum sektarsvip ur á þeim. Þó var það kannski ekki rétta orðið. Áhyggjusvipur var það miklu fremur. Ég velti því fyrir mér, hvað þau hefðu verið að tala um. Þegar Bob sá mig, stóð hann upp. — Ég leit bara inn til hennar Lucy, sagði hann. Hann brosti til hennar. — Og nú þarf ég að fara. Var það kannski bara af því, að ég kom inn? Ég var næstum búin að svara honum stuttara- lega, að hann þyrfti ekkert að flýta sér mín vegna. Ég ætlaði ekkert 'að stanza. En í huga min- um sagði ég: — Æ, Bob, hvers- vegna ertu svona við mig? Get- urðu ekki séð, hvað mér líður illa? Hefurðu enga hugmynd um, hvað þessi hræðilegi kuldi hjá þér fer illa með mig? Og þó var rétt eins og hann hefði heyrt þessi orð mín, sem aldrei voru töluð. Hann stanz- aði hjá mér á leiðinni út og lagði höndina á handlegginn á rnér. —■ Þú ert þreytuleg Melissa? Gengur nokkuð að þér? — Ekki nokkur skapaður hlut ur þakka þér fyrir. — Það litur nú samt þannig út. Hversvegna hvílirðu þig ekki seinnipartinn í dag. Situr úti í garði. Fáðu hana til þsss, Lucy. Lucy leit á mig með áhyggju- svip. — Já, hversvegna gerirðu það ekki, Melissa? Veðrið er svo in- dælt. Ég vildi að þú vildir gera það. — _Ég get það bara ekki elsk- an. Ég verð að skreppa til Rye, og fara í búðir. Vantar þig nokk uð, Bob? — Við gætum þurft dálítið korn handa kjúklingunum, ef þú vildir panta það hjá Daw- son og kannski koma með eitt- hvað svolítið með þér, til bráða- birgða. — Það skal ég gera. Svo fór hann og brosti til okk ar beggja og lofaði að líta inn seinna. í fyrsta sinn í hálfan mánuð, var hann eitthvað vin- gjarnlegri og líkari því, sem áð- ur var, og ég komst í ofurlítið betra skap. En skapið var ekki eins létt hálftíma seinna, þegar ég gekk inn um dyrnar í bankanum, og bað um viðtal við hr. Scotland. — Hann býst við mér. Ég er ungfrú Grindly. — Andartak, ungfrú Grindly, sagði vingjarnlegi maðurinn fyr ir innan afgreiðsluborðið. Ég beið í ofvæni. Ég hafði oft talað við hr. Scotland en aldrei fyrr farið fram á yfir- drátt. Hann var vingjarnlegur maður, sem sjálfur átti mörg börn. Því lengur sem ég hugsaði um þetta, því ólíklegra fannst mér, að ég fengi erindi mínu framgengt. Ég var orðin sann- færð um, að ég mundi bara eyða tíma frá honum og reyndar sjálfri mér um leið — en ekki svo að skilja, að það gerði neitt til. — Viljið þér koma hérna, ung- frú Grindly? Hr. Scotland er til- búinn að taia við yður. Hr. Scotland stóð upp frá skrifborðinu sínu, er ég kom inn í skrifstofuna hans og benti mér á sæti andspænis sér. Hann var brosandi og vingjarnlegur, og ég velti því fyrir mér, hve lengi hann yrði það. Brosið mundi á- reiðanlega þurrkast út af and- litinu á honum, þegar hann heyrði erindi mitt. Hann hallaði sér aftur í sætinu og leit á mig vingjarnlega og með áhuga. — Jæja, hvað get ég gert fyrir yður, ungfrú Grindly? Ég dró andann djúpt. Nú kem ur það, hugsaði ég. Undir eins og ég ber upp erindið, breytist svipurinn á honum. — Ég veit varla, hvernig ég á að koma orðum að því, hr. Scot- land. Sannast að segja, er ég hrædd um, að þetta komi ekki til neinna mála. En sannleikurinn er sá, að mig vantar jllilega fjög ur hundruð pund. Ég veit, að ég hef ekkert veð að bjóða fram, og skil, að þetta er líklega ó- Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl í dag er allt undir bókstaf og samningum komið. Horfur fara dag- batnandi. Nautið, 20. apríl — 20. maí Haltu kyrru fyrir, ljúktu málum, sem beðið hafa. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Það getur glatt jþig að breyta til í klæðaburði. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Verið einkar nærgætnar við sterkara kynið í dag. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Samböndin, sem þú hefur, munu nú og í framtíðinni hjálpa þér til að byggja upp. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Sættir munu gleðja þig jafnt og náungann. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Það kann að vera, að vinir þínir ætlizt til mikils af þér, en það eru fleiri, sem kunna að meta þig. Blæbrigðin eru margvísleg. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Kynntu þér aðstæður, því að mikið er um að vera, sem þig liafði ekki órað fyrir, og þú getur seinna byggt á. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Ef þú hefur byrjað rétt, mun allt vera þér til fjár. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Safnaðu saman vinum og þolanlegum ættingjum helma hjá þér og skemmtu þér og öðrum, þótt naumur tími sé til aðdráttar. Gefðu rómantíkinni tækifæri til að blómstra. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Vertu þakklátur, en útskýrðu ekkert. Deildu ástæðum þínum með öðrum. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Allt gengur sinn vana gang. Biddu einskis, en njóttu yndislcika þeirra, sem eru nálægt þér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.