Morgunblaðið - 29.03.1969, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 196»
27
á þrjátiu málftrkuin
eftir Ásgeír Bjaruþórssou, Ust-
málara, verður opnuð í dag í
Hliðskjálf, Laugavegi Sl. Er hún
haldin í tilefni sjötugsafmælis
listamannsins, sem er 1. apríl.
Málverkin á sýningunni eru
oiíumálverk, að urídanskildum
-v. Ss*0,'X» ■» ss SS í ♦ :
.» . «■ tf >» *»- k. - r *
Ásgeir Bjarnþórsson: Sjálfsmynd.
tveimjur vainslitamynduim'. Sum
þeirra hafa verið á sýningum áð
ur, bæði hér og erlendis — í
Brazilíu, Róm, á Ólympíusýn-
ingunni í Helsiniki 1952.
—- Elzta myndin hér er mál<uð
1946, segir Ásgeir, — en hinar
eru mikið yngri. Þær eru flestar
málaðar eftir 1958 og þegar mað
ur er teominn' á minn aldur eru
10 ár efcki langur tími. Tvær nýj
ustu myndirnar lauik ég við á
þessu ári.
Myndir Ásgeirs eru landslags-
nayndir, mannamyndir og kyrr-
tífsmyndir og hefur hann alla
tíð málað þær jöfnum höndum.
— Ég hélt fyrstu sýningu
mína haustið 1921', er ég kom
heim eftir ársdvöl i Kaupmanna
höfn, segir Ásgeir. — Þá sýndi
ég í sai KFUM, sem þá var einn
af aðalsölunum. Hann var efcki
stór, en þetta voru nú heldur
engar,stórmyndir hjá mér. Síðan
hef ég Khaldið þó rwJkfcuð marg-
ar sýningar, ég man elktei hrve
margar, en ailtaf verið hálf
klaufskur við allt það umstang,
sem fylgir málverkasýningiu.
Þetía er í fyrsta skipti sem ég
sýni á fslandi og þarf efcki að
s.tanda í þessu ölhi sjálfur. Hér
í Híiðskjálf er séð um állt fýrir
mann. Þetta er nokkuð, sem otek
ur var bráðnauðsynlegit að fá, en
sá ágæti maður sem fyrir þessu
stendur þyrfti bara að fá stærri
og betri sal.
Sýningin í HliðskjáM nær eins
og fyrr segir aðeins yfir síðustu
árin, en Ásgeir sagði að til mála
gæti komið að hann héldi yfir-
iitssýningu á verkum sínum í
suimar í Casa Nova.
Islandsmót í bridge
fSLANDSMÓTIÐ í bridge fyrir
árið 1969 hefst í dag og verður
spilað í Domus Medica við Egils-
gÖtu. Keppt verður í meistara-
flokki og I. flokki og eru þátt-
tökusveitir ajls 30 með 180 þátt-
takendum.
Góð uðsókn
hjó SÚM
NÖ um helgina og um bæna-
dagana eru síðustu forvöð a’ð
sjá samsýningu SÚM í sam-
nefndu Gallerí, Vatnsstíg 3.
Sýningin hefur verið mjög vel
sótt og vakið mikla athygli og
umtal. Nokkrar myndir hafa
selzt. Eins og kunnugt er sýna
þama 11 ungir listamenn og sýn
ingin er þverskurður af því sem
SÚM-félagar eru að gera og
hvers má af þeim vænta. Er
þessari sýningu lýkur mun
verða uppákoma (happening)
í Galleríinu og mun einn lista-
mannanna sjá um hana. Sýning-
in er opin daglega frá kj. 4—10.
Aðgangseyrir er aðeins 25 kr.
(Fréttatilkynning frá SÖM).
Skíðafólk
MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 31. þ.m.
verða seld dvalarkort að skíða-
skáia Ármenninga í Jósefsdal.
Dvalarkortin verða seld í Ant-
ik-bólstruninni Laugavegi 62,
milli kl. 8—10. Upplýsingar gefn
ar í síma 10825, næstu virka
daga.
í Bláfjöllum er nú ágætt skiða
færi og mun verða gengið á þau
daglega til skíðaiðkana.
Kvöldvökur verða haldnar á
hverju kvöldi í skálanum og
margt verður til skemmtunar.
Veitingar verða seldar í skál-
anum alla dagana, en dvalar-
gestir þurfa a ðhafa með sér
fæði. .... .........
Keppnin í dag hefst k.l 13.30
og þriðja umferð annað kvöld
og hefst kl. 20. Á mánudags-
kvöld kl. 20 hefst svo fjórða
umferð. Keppninni lýkur 5.
apríl.
Þetta er í 19. sinn sem ís-
landsmót er haldið, en fyrst fór
mótið fram árið 1949 á Akur-
eyri.
íslandsmeistarar 1968 er sveit
Benedikts Jóhannssonar úr
Reykjavík.
Mjög góð aðstáða verður fyr-
ir áhorfendur og verður sýning-
artafla notuð í nokkrum um-
ferðum.
- TYRKLAND
Framhaid af bls. 1.
til að koma nauðstöddum til
hjálpar.
Harðastir voru jarðekjálftarn-
ir í borginni Alasehir, en þar
búa um sextán þúsund manns.
Tvær moskur í borginni hrundu
til grunna, en vegna þes's hve
jarðskjálftarnir urðu árla, voru
engir þar inni. Borgin Alasehir
hefur hvað eiftir annað lagzt í
rústir vegna jarðskjálifta. Þar
hrundi nú fjöldi íbúðarhúsia og
annarra byggiinga, en manntjón
og sikemimdir eru þó minni en í
mörgum fyrri jarðskjálftum.
í ágúst í fyrra biðu yfir 200
manns bana í jarðskjálftum í
Adaaarihéraðinu i norðvestur-
hluta landsins og í Tuncali í
Austur-Tyrklandi.
- WILSON
Framhald af bls. 1.
og þar sem Ojukwu vill ekki
halda til fundar við Wilson um
borð í brezka herskipinu „Fear-
less“, sem brezki fonsætisráð-
herrann ferðast með o.g liggur
nú við festar í höifninni í Lagos.
Á fundinum í dag sagði Wil-
son að sögin Reiuters, að það
væri erfiðleiikum bundið að
koma því í kring að hann hitti
Ojukwu ofursta, an hann lagði
á 3>að áherzlu að slíkur fundiur
fseli ekki í sér viðurkenningu
á Biafra. Hann k vaðst ekki vera
kominn til Nígeríu að miðla
'miálum. í Biafra ‘var í dag gefin
út yfirlýsing þar sem látinn var
í ljós áhugi á að Wilson ræddi
við Ojiufcwu.
f viðræðunum var rætt ítar-
lega um vopnasendiingar Breta
til Nígeríu, og Wilson stóð við
nýlega yfirlýsingu Michaei
Stewarts utanríkisnáðherra þess
efnis að ekkert vinnist við það
að Bretar takmiarki ei-nhliða
vopnasendingar sínar. Einnig
var rætt um aðstoð við fólk,
sem á um sárt að binda vegna
borganastyr j aildarinnar.
LOFTÁRÁS Á ÞORP
f Biafra lýsti upplýsingamála-
ráðuneyti aðiskilnaðarsinna yfir
því í dag að minnsta kos-ti 14
rnanns hefðu beðið bana og 15
særzt í Loftárásum nígerí-skra
flugvéla á þorp í Bialfra undan-
farna tvo sólarhringa.
í tilkynningu ráðuneytisin.s
segir, að níu manns hafi beðið
bana á miðvlkudagiinn er níger-
ísk Ilyushin-sprengjuþota varp-
aði spren.gj um á markaðstorg í
þorpinu Orumba í Awka-héraði.
íbúð rómversks-kaþólsks prests
og matvælamiðstöð flóttamanna
löskuðust. Sama dag segja Bi-
aframenn að önnuí- nígerísk
sprengjuþota ha'fii ráðizt á þorp-
ið Ndikpa. orðið fimm mönnum
að bana og eyðilagt nokkur hús.
Ekki er vitað hve margir biðu
bana í þriðju árásinni, sem gerð
var á þorpið Ngzu Eda.
Aímælis NATO
minnzt í 1 ói
Washington, 28. marz (AP)
RICHARD Nixon Bandaríkjafor-
seti skoraði í dag á Bandaríkja-
menn að minnast í eitt ár 20 ára
afmælis Atlantshafsbandalagsins,
sem hann kvað hafa „stuðlað að
jafnvægi á hættutímum og stað-
ið traustan vörð um ifrið í hpim-
inum“. Forsetinn skoraði á alía
borgara að minnast bandalags-
ins og afreka þess allt afmælis-
árið, en þó sérstaklega í apríl.
Nixon hefur boðið fyrrverandi
forsetum, Lyndon B. Johnson og
Harry S. Truman, til hátiðar-
halda í Washington á' afmælisdag
inn 4. apríl.
- SKIPULAG
rrunhtld af bls. 28
á Oddeyrartanga verður 260
metra hafnarbakki til afgreiðslu
almennra vöruskipa, en með sér-
stakri aðstöðu til losxinar á
lausu korni og sementi. Þar fyrir
norðan kemur athafnasvæði tog-
ara (þar sem Ötgerðarfélag Ak-
ureyringa hefur nú bækistöð),
en norður úr núverandi togara-
bryggju kemur hafnargarður,
sem myndar kví fyrir minni fiski
skip. Loks verður smábátahöfn,
og svæði ætlað skipasmíðum og
skipaviðgerðum, þár sem nú er
dráttarbrautin og slippstöðvar-
húsin.
Innan þess hálfhrings, sem
bryggjurnar og hafnarbakkarnir
ákveða (á framanverðri Oddeyri)
verður hafnarsvæði, sem er eink
ar auðvelt til hagkvæmrara skipu
lagningar og er óvíst a@ betri og
ódýrari aðstaða sé annars stað-
ar hér á landi fyrir höfn af svip
aðri stærð.
Auk þess sem nú er lýst er
langt komið skipulagningu olíu-
hafnar við Krossanes, og liggur
það skipulag fyrir í apríl að öllu
forfallailausu. Svæði fyrir
skemmtibáta og seglbáta verður
við Höepfners-bryggjur við sunn
anverðan Akureyrarpoll.
Nánar verður skýrt frá þessu
máli í Mbl. innan skamms.
— Sv. P.
- EISENHOWER
Framhald af bls. 1.
an sess í bandarsíkri sögu. Fólki
um allan heim hafi fundizt hann
tengdur því á sérstakan hátt.
Nixon sagði, að bandaríska þjóð-
in stæði í mikilli þakkarskuld
við Eisenhower og mundi ávallt
heiðra minningu hans.
De Gaulle Frakklandsforséti
hefur ákveðið að ver’ða viðstadd
ur útför Eisenhowers, að því er
franska sendiráðið í Washington
skýrði frá i kvöld, og kemur á
sunnudagskvöld að íslenzkum
tíma. í skeyti er de Gaulle sendi
Nixon segir að Eisenhower hafi
verið frábær stjórnskörungur er
hafi átt þá ósk heitasta að þjóna
málstað frelsisins og friðarins.
Montgomery marskálkur sagði
í kvöld að harmur sinn við frá-
fall Eisenhowers væri svo djúp-
ur, a'ð hann gæti ekki umsvifa-
laust tjáð hann með orðum. —
Montgomery, sem nú er 81 árs
gamajl, var næstráðandi Eisen-
howers í innrásinni í Frakk-
land 1944. Seinna sagði Mont-
gomery, að Eisenhower hefði
verið mikill persónuleiki, sem
hann hefði verið stoltur af að
starfa með. Við fráfall hans hef-
ur myndazt tómarúm í lífi mínu,
sagði Montgomery, sem hefur
verið boðfð að vera við útför-
ina en getur ekki farið af heilsu-
farsástæðum.
Um langt skefð hafði Jíf Eis-
enhowerg hangið á bíáþræði.
Frá því í apríl í fyrra fékk hann
fimm sinnum hjartaslag, en öll-
um til undrunar náði hann sér
furðanlega eftir hvert áfallið af
öðru. Skömmu eftir þriðja hjarta
áfallið veiktist hann hastarlega
af lungnabólgu og var talinn af
í nokkra daga. Þó hjarnaði hann
enn við og var sagður á góðum
batavegi, þegar hann fékk
fjórða hjartaáfallið þann 15.
marz sl. Síðustu daga dró smám
saman af honum en ráði og rænu
hélt hann fram á síðustu stundu.
Hann naut jafnan svefns og gat
heyH auðmeltrar fæ'ðu. Hann
gat og skipzt á orðum við eig-
inkonu sína og aðra ættingja,
sem sátu víð sjúkfabeð hans.
Nixon fórseti héimsótti hánn
iðulega og kom síðast til hans á
miðvikudágskvöld ög vár Eis-
enhower þá nægilega hress til
að ræða við hann stutta stund.
Síðustu sólarhringa var mjög af
honum dregið, þótti sýnt að
dauðastundin væri skammt und-
an.
Á morgun, laugardag, mun
lík Eisenhowers liggja á hei'ðurs
börum í Bethlehem kapellunni
í Dómkirkjunni í Wáshington.
Síðar verðUr líkinu ftkið á við-
hafnarvagni til þinghússins og
fer þar fram stútt minningar-
athöfn á mánudag. F uijtrúar
heraflans munu standa heiðurs-
vörð. Síðan verður kista Eisen-
howers flutt . tii heimabæjar
hans, Abilene í Kansas og verð-
ur hann jarðsettur þar.
- TAKMARKANIR
Framhald af bls. 28
frá vegamótum Þorláfcshafnair í
Vatnsskarð. ísóifssikáiavegur er
algjörlega ófær.
Um færðina annars staðar á
•landinu er það að segja, að fært
er allt í Króks'fjarðarnes frá
Reykjavík og víða innan fjarða
á Vestf jörðum. F ært er til
Hólmiavíkur, og Norðurlands'-
vegur er fær allt frá Reykjavík
til Rauifarhafnar, svo og til
Siglofjarðar og Ólafsfjarðar, og
verið er að moka Vaðlaheiði.
Frá Raufarhöfn er ófært inn
að Sævarlandi, en Þistilfjörðnr,
Brekknaheiði og Bakkafjörður
eru fær, en Sandivíkuxheiðd ó’fær.
Á Austurlandi miun vera sætni-
leg færð út frá Egilsstöðum.
Búizt er við að frekari tafc-
markanir um öxulþun.ga verði
óhjákvæmilegar á næstunni.
- GUFURAFSTÖÐ
Fnmkald af bls. 28
gúriðjunni, eftir að ákveðið hef-
ur verið að stækba hana.
Það er vissulega athyglisvert
og raunar mjög ánægjulegt að
þetta gufuraforkuver — hið
fyrsta hér á landi — skuli vera
komið upp. Öefað má þakka
Sveini Einarssyni, verkfræðing,
öðrum mönnum fremur að ráð-
ist var slíkt fyrirtæki. Hann
hefur sýnt mikinn áhuga fjrrir
því að nýta hinn mikla kraft í
iðrum jarðar til orkuframleiðslu
og annarra þarfa, m.a. hér á
Bjamarflagssvæðinu.
Nú má segja, að þessi draum-
ur sé orðiinn að veruleika að
nokkru leyti með byggingu þess-
arar stöðvar, þótt þetta raforku-
ver sé eteki stórt á nútímamæli-
kvarða, og ætti að fást nokkur
reynsla hvað stofn- og reksturs
kostnað snertir með samanburði
við aðrar virkjanir. Af þeirri
reynslu lokinni ver’ður vafalaust
tekin ákvörðun hvort byggja
skuli fleiri gufuknúnar aflstöðv
ar til raforkuframleiðslu.
Kristján.
Kvikmyndasýn-
ing í Germoníu
í dag
FÉLAGIÐ Germanía efnir til
kvikmyndasýninigar- í Nýja Bíó,
laugardaginn 29. marz kl. 14.00.
Sýnd verður fréttamynr um
atburði, sem nýlega hafa átt sér
staðí Sambandslýðveldinu Þýzka-
landi.
Þá verða sýndar tvær stuttar
fræðslumyndir um stálfram-
leiðslu.
Einnig verður sýnd mynd um
borgina Dússeldorf og er hún
byggð upp með sérstökum hætti.
Aðgangur að kvikmyndasýning
unni er ókeypis og öllum heism-
ill. Börnum þó aðeins í fylgd með
fullorðnum.
( Fréttatilky nning)