Morgunblaðið - 03.04.1969, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969
19
- SKIPULAG
Framhald al bls. 14
Auk þeas létti Seðlabankinn
greiðslustöðu bankanna aUveru-
lega með verðbréfakaupum, er
á árinu 1968 námu nær 100 millj.
kr.
Staða fjárfestingarlánastofn-
ana versnaði einnig mjög gagn-
vart Seðlabankanum á þessu
tímabili, og kom það fram bæði
í lækkuðum innstæðum við
Seðlabankann og auknuim útlán-
um Seðlabankans til fjárfesting-
arlánasjóða, er nauðsynleg
reyndust til að þeir gætu stað-
ið við útlánaikuldbindingar sín-
ar, en ráðstöfunarfé þeirra rýrn-
aði mjög vegna vaxandi van-
skila atvinnufyrirtækja, einkum
fyrirtækja í sjávarútvegi, er
orðið höfðu fyrir þungbærum
rekstrartöpum.
Loks versnaði staða ríkissjóðs
og annarra opinberra aðila um
573 millj. gagnvart Seðiabank-
anum á þessu tímabili, og var
meginoriíök þess hinn sívaxandi
stuðningur, er ríkissjóður varð
að veita útflutnings atvinnuveg-
upum til þess að forðast rekstr-
arstöðvun vegna hins mikla
tekjumissiis.
Þótt sú stefna, sem rekin var í
peninga- og fjármálum á þessu
tímabili, hafi verið óihjákvæmi-
leg, eins og komið var í þjóðar-
búskapnum, gat hún að sjálf-
sögðu ekki staðizt nema í vi'ss-
an tíma, þar sem afleiðingarnar
voru síversnandi staða þjóðar-
búsins út á við og eyðing gjald-
eyrisforðans. Þégar allar vonir
um það, að útflutningsþróunin
mundi snúa;t við vegna bættra
aflabragða á síldveiðum og
hækkunar erlends verðlags,
höfðu orðið að engu, varð rót-
tæk breyting á gengisskráningu
íslenzku krónunnar ekki lengur
umflúin. Er varla um það að
sakast, þótt Seðlabanki og ríkis-
stjórn hafi viljað þrautreyna aðr
ar leiðir, áður en gúpið yrði tii
þess ráðs.
Ég vii nú að lokum víkja stutt
lega að gangi mála eftir gengis-
breyúnguna ,en ástæða er til að
ætla, að hún muni marka þátta-
stkil í þróun íslenzks þjóðarbú-
skapar.
Á tilgang gengislækkunarinn-
ar má líta frá tveimur hliðum.
Annars vega.r er með henni
horfzt í augu við afleiðingar
þess, að tekjumii;sir útflutnings-
atvinnuveganna hefur stórrýrt
gjaldeyristekjur þjóðarinnar og
valdið 17% lækkun þjóðartekna
á mann á tveimur árurn. Með
hækkun á verði erlends gjaideyr
is er stefnt að því að þrýsta nið-
VELJUM ÍSLENZKT
ur eftirpurn eftir innfluttum
vörum og þjónustu og um leið
heildarverðmætaráðstöfun þjóð-
arbúsinis, svo að hvort tveggja
sveigist til jafnvægis við þau
raunveruleg verðmæti, sem þjóð
in hefur til ráðstöfunar. Kalla
mætti þetta hin neikvæðu áhrif
gengisbreytingarinnar, en það
eru þau, sem fyrst koma fram,
eins og þegar hefur sýnt edg í
lækkun innflutnings og gjald-
eyrisnotkunar síðustu fjóra mán-
uði.
En gengislækkunin hefur sem
betur fer aðra og jákvæðari hlið,
en það er sú hvatning, sem hún
veitir til framleiðsluaukningar
og aukinnar gjaldeyrköflunar.
Með því að bæta samkeppnisað-
stöðu íslenzkra atvinnuvega,
bæði á erlendum mörkuðum og
innanlands, hvetur gengislækk-
unin til aukinnar framleiðslu og
verðmætasköpunar. Því sterkari
og fljótvirkari, sem þessi áhrif
eru, þeim mun fyrr verður unnt
að vinna upp að nýju þá lífs-
kjaraskerðingu, sem tekjurýrn-
un útflutningsatvinnuveganna
hefur valdið.
Eitt þeirra vandamála, sem
þarf að yfirstíga, ef þetta á að
takast, eru þeir fjárhagsörðug-
leikar, sem fjöldi íslenzkra fyr-
irtækja var kominn í vegna tap-
rekstrar og samdráttar í eftir-
spurn undanfarin tvö ár. Þegar
við þá bætast kostnaðarhækkan-
ir vegna gengisbreytingarinnar,
hlýtur niðurstaðan að verða
mjög aukin fjármagnsþörf. Eru
þessar þarfir langt umfrarn það,
sem viðskiptabankarnir geta
leyst úr, eins og nú standa sak-
ir, enda hefur lausafjárstaða
þeirra einnig rýrnað stórlega
undanfarin tvö ár. Stjórn Seðla
bankans hefur af þessum ástæð-
um talið óhjákvæmilegt, að út-
lán bankanis yrðu í bili aukin
verulega, bæði með almennri
hækkun afurðalána í samræmi
við verðlhæklkanijr vegna geng-
isbreytingarinnar, og með því
að veita sérstaka fyrirgreiðslu til
þess að leysa úr tímabundnum
erfiðleikum vissra framleiðslu-
greina ji-vo sem útgerðar og iðn-
aðar. Einnig hefur bankinn veitt
sérstök lán til nokkurra greina,
er urðu fyrir miklu gengistapi
vegna viðskiptaskulda erlendis.
Neraur sérstök fyrirgreiðsla, sem
Seðlabankinn hefur veitt fyrir
milligöngu viðskiptabankanna,
síðan gengislækkunin var fram-
kvæmd, nálægt 300 millj. kr.,
auk um 100 miilj .kr. láns til
að flýta fyrir veitingu íbúða-
lána. Við þetta bætist hækkun
afurðalána, en hennar er fyrst
farið að gæta nú þessar vikurn-
ar, eftir að vertíðarframleiðsla
er komin í fullan gang.
í þessari útlánaaukningu Seðla
bankans er óneitanlega fólgin
veruleg áhætta, og getur orðið
nauðsynlegt að taka aftur í taum
ana, ef hún veldur óeðlilegri
peningaþenslu innanlandla, er
leitt gæti til nýrrar rýrnunar
gjaldeyrisforðans. Er hér raunar
fyrst og fremst um tímabundnar
aðgerðir að ræða, sem ætlað er
að brúa bilið, unz útlánageta við
skiptabankanna og afkoma fyrir
tækja kemst aftur í eðlilegf
horf.
Einnig er á það að benda, að
geta Seðlabankan® til að veita
bankakerfinu aðstoð með auknu
framboði á lánsfé er mjög kom-
in undir þróuninni í stöðu ríkis-
sjóðs, en sívaxandi skuldir hans
við Seðlabankann hafa mjög
þrengt svigrúmið í þessu efm.
Hlýtur bættur hagur ríkissjóðs
því að verða eitt helzta mark-
miðið í stjórn fjármála þjóðar-
innar á næstunni, en með því
móti yrði bæði stuðlað að hag-
stæðari gjaldeyrisstöðu og skil-
yrði sköpuð til heilbrigðrar aukn
ingar á lánsfé til atvinnurekstr-
ar.
Ef aulkin útlán Seðlabankans og
aðrar ráðstafanir í lánamálum,
þar á meðal útlán á vegum At-
vinnumálanefndar ríki-iins, eiga
að koma að tilætluðum notum,
skiptir heilbrigð notkun lánsfjár
ins ekki minna máli en upphæð
þess. Aðeins með því að beita
hinum ströngustu arðsemissjón-
armiðum við lánveitingar í
hvaða tilgangi isem er, er unnt
að tryggja, að fjármagnið komi
að fullu gagni og verði til lengd-
ar til þess að auka framleiðslu
og atvinnu. Tilraunir til þess að
halda uppi atvinnu með því að
veita lánsfé til óarðbærra fyrir-
tækja eða framleiðslugreina
hljóta að vera dæmdar til að
mistakast.
Einnig er rétt að vara við
þeirri hættu, sem fóligin er í of
mikilli íhalds;emi í atvinnu- og
launamálum, er gæti hindrað, að
Hafnarf jörður
Til leigu glæsileg skrifstofuherbergi í nýju húsi við Strandgötu.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
HRAFIMKELL ASGEIRSSON, HOL.,
Standgötu 1, Hafnarfiði — Sími 50318.
Dýrtíð?
Ekki hjá Michelsen
Athugið hinn gifurlega verðmismun á blómum og vorlaukum.
Komið við í Blómaskála Michelsens Hveragerði um páskana.
þau tækifæri, sem gengisbreyt-
ingin veitir til að auka fjöl-
breytni og styrk- atvinnulífsins
verði notuð til hins ítrasta. Það
hefur þegar sýnt sig á þesisum
fáu mánuðum, sem liðnir eru frá
gengislækkuninni, að fjölmargir
möguleikar til nýrrar útflutn-
ingsframleiðslu og til innlendrar
framleiðslu án tollverndar, geta
opnazt ,ef rétt er á haldið. Ef af
inngöngu í EFTA verður, munu
íslendingar fá enn ný tækifæri
til að auka fjölbreytni útflutn-
ingsframleiðslunnar og efla iðn-
að á grundvelli tollfrjáls að-
gangs að nær 100 millj. manna
markaði.
Þótt miklu megi tvímælalaust
koma til leiðar með sem beztri
nýtingu þess lánsfjár, sem bank-
ar og aðrar lánastofnanir hafa
yfir að ráða, fer því fjarri, að
öll vandamál verði leyst með
auknum útlánum eða bættri
lánastefnu. Virðist mér satt að
segja athygli manna að undan-
förnu hafa beinzt helzt til mik-
ið að lánsfjárerfiðleikum, en síð
ur að öðrum vandamálum, sem
atvinnureksturinin á við að
stríða. Sannleikurinn er sá, að
vandamál flestra íslenzkra fyrir-
tækja er miklu fremur fólgið í
■íkorti á eigin áhættufé og ófull-
nægjandi arðsemi en í ónógu
lánsfé. Einnig er smæð flestra
íslenzkra fyrirtækja þekn veru-
iegur fjötur um fót og dregur
úr getu þeirra til að nýta nú-
tíma tækni, bæði í stjórnun og
framleiðslu.
Ég vil ljúka máli mínu með
því að hvetja til þess, að hin
miklu vandamál varðandi skipu
lag, arðsemi og fjárhagí'legan
styrk íslenzkra fyrirtækja verði
sem fyrst tekin til gaumgæfi-
legrar afihugunar og úrlausnar
af þeim, sem fara með stjórn
íslenzkra efnahagsmála. Til dæm
is vil ég nefna, að í greinar-
gerð, sem samin hefur verið ný-
lega fyrir Seðlabankann I sam-
bandi við undirbúninig að stofn-
un kaupþings, kemur skýrt fram,
að ekki sé raunhæft að búast
við aukinni þátttöku almennings
í hlutafélögum, nema gerðar séu
breytingar á skattalöggjöf til
þess að gera hlutafjáreign sam-
keppnishæfa við aðrar tegund-
ir sparnaðar. Einnig er þar bent
á mikilvægi þess, að skattaregl-
um sé breytt, svo að unnt sé að
sameina fyrirtæki án sérstakrar
skattlagningar, en það gæti stuðl
að mjög að uppbyggingu sterk-
ari fyrirtækjaeiniinga hér á
landi á sama hátt og átt hefur
sér stað í nágrannalöndum okk-
ar. Fjármagnið er vissulega afl
þeirra hluta, er gera skal, en
það er hlutverk fyrirtækjanna
að ávaxta það og breyta í nýt-
anleg verðmæti. Þes® vegna hef-
ur heilbrigði þeirra og styrkur
áhrif á hag allrar þjóðarinna.
Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl.
og Einar Viðar, hrl.
Hafnarstræti 11. - Sími 19406.
NÆTURÞJÓNUSTAN
ER í HAFNARFIRDI
að Reykjavíkurvegi 58
Vanti eitthvað matarkyns þá fæst það
hjá okkur.
Samlokur — pvlsur — öl — gosdrykkir eða
tóbak einnig allan sólarhringinn.
Næg bílastæði.
6ÍUSTÖÐ IIAFN\HFJ,\RDi\R
Op/ð allan sólarhringinn
Símar 51666 og 51667.
Það erum við sem sjáum um þjónustuna
um páskana og alla aðra daga.
Talstöðvarbílar um allan bæ, allan sólar-
hringinn.
RÍLASTÖÐ HAFNARFJARDAR
Op/ð allan sólarhringinn
Símar 51666 og 51667.
FRIMERKJASAFNARAR MYNTSAFNARAR
Kynnið ykkur hið mjög fjöibreytta úrval, sem við höfum nú á boðstólum
Frímerkja-albúm. Albúm fyrir íslenzku myntina.
Innstungubækur Almenn albiim og myntblöð.
Fyrstadagsalbúm. Erlend mynt í miklu úrvali.
Innlend og erlend frímerki. * Verðlistinn ÍSLENZKAR MYNTIR 1969.
1969 verðlistar. Heildarsafn íslenzkrar myntar.
Kynnið yður Tímaritið FRÍMERKI, marzheftið komið út.
Skólavörðustíg 21 A
Sími 21170 — Reykjavík.
Frímerkjamiðstöðin