Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1909 gerði hárið á henni ennþá bet- ur eirgljáandi og augu dekkri og gerði gullnu blettina í þeim meir áberandi. Við heyrðum bíl koma upp eft- ir brautinni og skömmu síðar var flautað. — í>etta er hann John, sagði Kay. Verið þið bless, báðar tvær. Ég býst ekki við ég komi neitt eeint heim, Melissa, en í guðs bænum, farðu ekki að vaka eftir mér. Það gerði ég heldur ekki, af því að ég bjóst við, að þá fær- um við bara að rífast. Þetta var annars skemmtilegt kvöld. Bob Ihafði ekki verið mikið fram yfir klukkan hálfellefu, af því að hann átti erfiðan dag fyrir hönd um og þurfti á fætur fyrr en rafh/öður fyrir ÖH viðtæki Heildsala-smásala VILBERG & ÞORSTEINN Laugavegi 72 sími 10259 venjulega, til þess að ljúka upp skerunni áður en veðrið breyttist. Lucy hafði virzt þreytt og ég hafði hjálpað henni í rúmið skömmu eftir kvöldverðinn. Sjálf fór ég upp um klukkan ellefu. Ég las dálitla stund, en slökkti síðan og reyndi að sofna. En mér varð ekki syefnsamt. Ég heyrði kirkjuklukkuna í þorp- inu slá tólf á miðnætti og fór að velta því fyrir mér, hvenær Kay mundi koma heim. Og ég velti því líka fyrir mér, hversvegna John hefði farið að bjóða henni út einmibt í kvöld. Vafalaust fannst hún konum lagleg, en innst í huga mínum grunaði mig, að hér lægi eitthvað meira und- ir. Var hann að reyna að stríða mér? Var hann af ásettu ráði að vera svona lengi úti með Kay, af því að hann vissi, að mér mundi mislíka það? Hann vissi, hve annt mér var um systni hve annt mér var um systkini mín. Hann hafði áður strítt mér með því, að ég væri eins og hæna, sem væri síhrædd um ung ana snía. Klukkan var orðin yfir eitt, þegar ég heyrði í bílnum hans á brautinni. Ég fór fram úr og læddist að glugganum, en svo leið nokkur stund, án þess að ég heyrði Kay koma inn. Ég dró gluggatjöldin ofurlítið sundur. Bíllinn stóð úti fyrir húsinu, með stöðul jósin logandi. Ég skammaðist min fyrir að hafa verið að njósna um Kay, en ég var bara svo áhyggjufull. Og þetta varð frysta leiðinda- kvöldið af mörgum. Því að eftir þetta var John alltaf að bjóða henni út með sér og kom aldrei með hana heim fyrr en seint og síðarmeir. Þegar ég eða einhver annar spurði hana, hvar hún hefði verið, hafði hún alltaf eitt hvert svar á reiðum höndum. Annaðhvort hafði hún verið á dansleik, eða þá á einhverjum skemmtistað við ströndina. Eða kannski: — Við fórum til borg- arinnar, því að það er nú ekki lengi gert í þessum Bentley John er kominn í nýjan klúbb í Chelsea. Voða skemmti- legan! Mark var ekkert að klípa utan af því einn morguninn, þegar hún kom seint til morgunverðar: Alveg líturðu út eins og tuska Kay. Þú ættir að fara að sofa meira en þú gerir. — Haltu þér saman! hvæsti Kay og við mig sagði hún: — Ég get ekki étið neinn soðinn mat. Ég vil ekki annað en kaffi og ristað brauð. Ég trúði Bob fyrir áhyggjum mínum af henni, og hann hlust- aði á mig með samúð. — Geturðu ekki bent henni á, 77 .....-arg- srr--------axr------- að ef hún þarf að vera lengi úti þá sé hún það á laugardögum, svo að hún geti sofið almenni- lega út á sunnudagsmorgnana? — Mér þýðir víst ekki að benda henni á eitt eða neitt. Þá þýt- ur hún upp í vonsku. Hún er orðin svo uppstökk í seinni tíð, andvarpaði ég. — Mér væri sama ef það væri hann Don, sem hún væri úti með. En John ... — Þér er lítið um hann, eða hvað?_ — Ég get alls ekki þolað hann. En Kay virðist vera orðin al- veg vitlaus í honum. Líklega hefur hún snúið sér að honum, til þess að hefna sín á Don. — Hvað kom upp í milli henn ar og Dons? Þau virtust svo sam rýmd einusinni. — Það voru þau líka. En svo fór allt út um þúfur, þegar þessi töfrandi ítalska stúlka kom til Emmu og fjölskyldunnar, og svo 0 0 0 0 0 0 8 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Kaffi! Ný tegund VACUUMPAKKAfl 0.J0HNS0N 8 Oss er þab ánœgja ab geta sífellt aukib fjölbreytni kaffitegunda á markabinum. Nú bjóbum vér ybur nýja tegund er nefnist Santos blanda Santos blandan er afbragbskaffiy framleitt úr úrvalsbaunum frá Santos í Brazilíu og Kolumbíu. Santos kaffiblandan er ódýr úrvalsvara. 0. J0HNS0N & KAABER HF. 0 0 0 0 0 0 8 ©0 10 §0 1 0 lo | 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 s 0 fóru Emma og Don að heimsækja hana á Ítalíu. Loksins ásetti ég mér að taka af skarið við Kay. Mér var það nauðugur einn kostur. Hún var farin að vera lengur og lengur úti. Ég þóttist viss um, að hún míssti atvinnuna sína, ef hún gætti sín ekki. Ég gat ekki kom- ið henni á fætur á morgnana, og hún var alltaf að missa af strætisvagninum og kom of seint í vinnuna. Eina nóttina, þegar klukkan var orðin fjögur áður en hún kom heim, ásetti ég mér að láta nú úr þessu verða morguninn eftir. Sem betur fór, var þetta á föstudegi, svo að hún þurfti ekki að fara mjög snemma á fætur, þar eð hún átti Laugardaginn frían. Ég leit inn í herbergið henn- ar, þegar ég var tilbúin með morgunmatinn handa hinum, og fann hana þá í fasta svefni — sem ekki var nema skiljanlegt. — Er nokkuð að henni Kay? spurði Mark, þegar ég kom aftur til þeirra. — Það er allt í lagi með hana, en hún hefur vakað lengi fram- eftir, og er ekki vöknuð enn. — Já, hvort hún vakti lengi frameftir! Ég heyrði hana koma heim, klukkan eitthvað um fjög ur. Ég veit það, vegna þess að kirkjuklukkan sló, rétt þeg- ar hún kom inn. Hvert í ósköp- unum er hún að fara? — Ég býst við að John hafi farið með hana til London. Hún segir að hann sé kominn í ein- hvern nýjan næturklúbb í Chel sea. — Það er vonandi, að það sé ekki einn þessara staða, þar sem þeir eru með eiturlyf. Það vonaði ég líka. En mé fannst það fremur ólíklegt. John gæti ekki verið svo heimskur vænti ég? Blöðin voru sammála að það væri blöð sem ætti að út rýma, en enginn virtist vita, hvernig að því skyldi farið. Ég fór með te til Kay, þegar við höfðum lokið við morgun- verðinn. Hún var rétt að vakna. Þegar ég ætlaði að draga frá glugganum, bað hún mig að gera það ekki. —• Ég þoli ekki sólskin, Mel- issa, sagði hún önuglega. — Hvað er klukkan orðin? — Næstum hálftíu. Við erum búin að borða. Ég leit inn til þín áður en ég fór niður, en þú varst sofandi, svö að ég víldi ekki ónáða þig. Það var gott. Ég hefði ekk- ert á móti því að sofa dálítið meira. Ég er fegin, að það skuli vera frídagurinn minn. — Já, ég er á sama máli, að það er heppilegt. Ég settist á rúmið og hún leit á mig eins og hún væri vör um sig, um leið og hún byrjaði á te- bollunum. — Þú varst afskaplega lengi úti í nótt Kay? sagði .ég — Já, dálítið býst ég við. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Allir virðast krefjast alls af þér í dag. Þú færð gróðamöguleika í framtíðinni. Nautið, 20. apríl — 20. maí Mögulegt er, að þú fáir aukna ábyrgð (og tekjur), án vilja. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Þú eygir lausn fjölskylduvandamála, ef þú byrjar nógu snemma. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Notaðu hvert tækifæri til að vega og meta það sem framundan er, þér er stórgróði að því. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Börn, bú, lagastapp, heimilið og hugðarefni eru tímafrek, þess vegna er gott að bíða og skipuleggja áður en lagt er upp. Mev.jan, 23. ágúst — 22. sept. Þú ert ákveðinn og þarft ekki annað en að orða óskir þínar til að fá samvinnu. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Gerðu strax upp, sinntu því síðan sem þú átt ógert, og hvílztu. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Það er skammgott að lifa á fornri frægð. Sinntu viðgerðum. Bogmaðurinn, 2Z. nóv. — 21. des. Sinntu börnunum og heimsækju einhvern sem þú hefur ekki séð lengi. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Það getur borgað sig að leita sannleikans. Stuttar ferðir verða þér til hagsbóta ef þú ert fylginn þér. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Viðskiptin ganga vel, og hagur þin fer batnandi. Talaðu skýrt til að að forða misskilning. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz | Aðstaða þín batnar í dag. Reyndu að vinna upp, það sem tafizt hef- 1 ur. Talaðu varlega. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.