Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 1
32 síður Enn bcardagar við — Egypfar reyna að senda könnunar- vélar yfir Sinai Tel Aviv, Kairó, New York, 14. apríl. NTB-AP. MIKLIR bardagar urðu í dag við Súezskurð á milli ísraela og Egypta. Beitt var stórskotaliði af beggja hálfu og er dró til tíðinda á ný síðari hluta dags í dag kom til loftbardaga yfir Port Said, og var það sá fyrsti á þessu svæði síðan 8. marz. Af því er segir í fréttum frá Tel Aviv reyndu egypskar flugvélar hvað eftir annað að fijúga yfir Súezskurð, en ísraelskar vélar hröktu þær á braut. Báðir aðilar misstu eina flugvél, en mannfall mun ekki hafa orðið. í fréttum frá Tel Aviv segir ennfremur, að arátoískir skemmd arverkamenn hafi í dag sprengt uppistöðulón við samyrkjutoú, skammt frá landamærum Líban- on og ísraels og hefðu kínversk sprengjuihylki fundizt þar í grenndinni. Áreiðanlegar heimildir í Tel Aviv höfðu einnig fyrir satt, að Egyptar hefðu undanfarið reynt að senda könnunarflugvélar yfir Sinaiskaga, þar sem þeir þættust sannfærðir um að ísraelar væru að undirbúa stórsókn og vildu Egyptar fyrir hvern mun reyna atö aÆla upplýsinga um, hvað í Havana 13. apríl. NTB. FARÞEGAELUGVÉL frá Pan Americanflugfélaginu var snú ið af leið og látin fljúga til Kúbu á sunnudag. Með vél- inni var 91 fartþegi. Fjórir byssumenn neyddu flugstjór- ann til að breyta stefnunni, þegar vélin var á leið frá Puerto Rico til Miami. Auokland, Nýja Sjálandi 14. april. AP. SEX manns biðu bana og 26 meiddust, þegar failþegavagn fór út af veginum, þeyttist fimmtán metra niður fjalls- hlíð og lenti síðan í stór- straumstfljóti fyrir neðan. Farþegar voru allir roskið fólk, sem var að halda til hressingardvalar í þorpinu Waingaro. undirtoúningi væri. í New York er talið sennilegt að fulltrúar fjórveldanna haldi þriðja fund sinn í kvöld. Hussein Jórdaníuikonungur, sem er í heimsókn í Bandaríkjunum mun væntanlega hitta fulltrúana að máli hvern fyrir sig áður en fundurinn byrjar. Atoba Eban, utanríkisráðherra Israels bauðst í gær til að eiga samningaviðræður við Hu&sein og skyldu þeir reyna að ákveða varanleg og öirugg landamæiri (sraels og Jórdaníu. Þó er naum- ast talið líkiegt, að Arabar muni fást til a'ð ræða og semja ein- göngu um landamæramál rókj- anna. sagt, að kínverska þjóðin væri hvött til að heyja ósiitna, þrot- lausa baráttu gegn eigna- og arð- ránsstéttunum. Þeir Mao tse tung og Liin Piao fluttu báðir merkar og mikilvæg ar ræður á þinginu í dag, að sögn fréttastofnunnar Nýja Kína, en lítið var farið út í að skýra frá þeim. Var sagt að þær yrðu birtar að þinginu loknu. Mao for maður mun þó hafa hvatt ein- dregið til að sameining og sam- hugur einkenndi þingið, svo að það mætti verða sannkallað sig- urþing, og áhrifa þess mundi gæta um gervallt landið að því löknu, og Lin Piao raktá gang menningarbyltingarinnar og helztu áfanga, sem hefðu ná'ðzt. Þegar tilkynnt hafði verið um — ráðfœrir sig við sovézka forystumenn en mikilvœgur miðstjórnarfundur hefst í Prag á fimmtudag — herœfingar Varsjárbandalagsins hafnar í Tékkóslóvakíu Prag 14. apríl. NTB-AP. VARSJARBANDALAGIÐ hóf í dag heræfingar í Tékkóslóvakíu, hinar aðrar í þessum mánuði. Æfingarnar byrja aðeins þremur dögum áður, en miðstjórn tékk- eska kommúnistaflokksins kem- ur saman tii áríðandi fundar á fimmtudaginn. Æfingar banda- lagsins fara einnig fram í Pól- landi, Ungverjalandi og Sovét- ríkjunum og lýkur þeim á mið- vikudaginn. Aiexander Dubcek, leiðtogi tékkneskra kommúnista, fer til Moskvu á morgun, þriðjudag, að því er áreiðanlegar heimildir í Úlgefandi handtekinn Saigon 14. apríl. NTB. ÚTGEFANDI Saigon-dagblaðsins Daily News, sem er gefið út á enisku, hefuir verið hand- tekinn og er gefið að sök að hafa verið hliðhollur kommúnistum og reynt að hygla þeim. Upplag blaðsins er 20 þúsr und eintök. Prag greindu frá í dag. Fylgdi það fréttinni, að Dubcek hefði óskað eftir að fá að ræða við forystumenn Sovétríkjanna, en bent er á að slíkt væri ekki óvenju legt, þar sem Dubcek hefði iðu- lega ráðfært sig við Sovétleið- togana síðustu mánuði, áður en fundir miðstjórnarinnar heima fyrir eru haldnir. Talið eir víst að eitt ’helzta um- ræðuefni miðstjórnarinnar verði þær nýju rá'ðstafanir, sem ákveðn ar voru um páskana, vegna við- bragða Tékkóslóvaka við sigrin- um yfir Sovétmönnum í ísknatt- leik í Svíþjóð. Sovézk blöð hafa fjargviðrast mikið út af þeim at- burðum, og halda enn upptekn- um hætti í dag, er bæði Pravda og Izvestia réðust harkalega gegn Framhald á hls. 21 Fjórir hengdir fyr- frak ir W I njosmr Á þremur mánuðum hafa 26 verið teknir þar af lífi Bagdad, 13. apríl — NTB — FJÓRIR írakbúar, allir Arabar voru hengdir í svonefndu Frið- arfangelsi í Bagdad við sólar- uppkomu á sunnudag, en þeir höfðu verið ákærðir fyrir að hafa njósnað fyrir bandarísku leyni- þjónustuna. Með þessu er tala þeirra, er gefið hefur verið að sök í írak að hafa stundað njósn- ir og síðan teknir af lífi komin upp í 26 á síðustu þremur mán- uðum. ByltingardómstólMinn, en æðsti maður hans er Abdel-Hadi Watt- out ofursti, gerði kumnugt á laug ardagskvöld, að dauðadómur hefði verið kveðinn upp yfir fjórmienningunum, þar sem þeir Framhald á hls. 21 Myndin er af Yakubu Gowon, hershöfðingja og forsætisráðherra Nígeríu, og konuefni hans Victoriu Zakari og var hún birt, þeg- ar Gowon gerði trúlofun þeirra heyrum kunna fyrir nokkru. Þau ganga í hjónaband þann 19. apríl næstkomandi. Armstrong fyrstur Lin Piao arftaki Maos ný stjórnarskrá Kína samþykkt Houston, Texas 14. apríl. NTB. GEIMFARINN Neil Arm- strong verður að líkindum fyrstur manna til að stíga fæti sínum á tunglið, að því er Georg Low, stjórnandi Apollo-áætlunarinnar til- kynnti í kvöld í Houston í Texas. Áætlað er að Apollo-11 verði skotið á loft í júlí og verða í honum þrír geimtfarar. Þeir , Neil Armstrong og Edwin Aldrin munu síðan fana um borð í tungltferjuna og stýra henni til lendingar, en móðurskipið heldur áfram á braut umlhverfis tungli’ð á meðan. Þegar ferjan er lent á tungl inu eiga þeir Armstrong og Aldrin að hvilast í fjórar stundir, áður en Armstrong opnar iúguna á ferjunni og gengur niður stigann og stíg- ur á tunglið. Skal hann kynna sér yfirtoorð þess um stund og taka með sér nokkur sýnis- horn til að hafa með til jarð ar, ef hann telur ótryggt að tefja lenigur. Virðist honum allt með felldu er fyrirhugað, að Aldrin komi niður úr ferj- unni líka. Þeir eiga sfðan að gera umfangsmiklar athuganir og taka myndir, en alls munu þeir hafa 22 stunda viðdvöl á tunglinu, ef allt fer etftir áætlun. Hong Kong, Tókíó, 14. april. NTB-AP. NÍUNDA þing kínverska komm- únistafiokksins samþykkti í dag einróma nýja stjómarskrá land- inu til handa og segir í greinar- gerð, að hún byggist á hug- myndafræði og kenningum Mao tse tung. Þá var tilkynnt að Lin Piao mtmdi á sínum tíma taka við forystu af Mao, en lengi hefur verið vitað, að Mao téldi hann æskilegan eftirmann sinn. Peking-útvarpið og fréttastof- an Nýja Kína rufu í dag tveggja vikna þögn, sem ríkt hefur um störf þingsins frá því það hófst þann 1. apríl sl. Var drepið á helztu atriði umræðna um stjórn arskrána nýju og sagt, að þar væri byggt á traustum grunni: hugsjónum og hugmyndum Marx Lenin og Mao formanns, en ekki var farið nánar út í einstök atriði hennar. Þó var gefið í skyn, að fylgt hefði verið að mestu þeim drögum, sem lögð voru fram á fyrra ári. Þá var nýju stjórnarskrána og að Lin Piao mundi síðar taka við af Mao, stigu þeir félagariiir saman upp á sérstakan heiðurspall, héldu þétt og innilega hvor um annan og fulltrúar hylltu þá með lófataki og húrraihrópum. Þá er og skýrt frá því að jafnskjótt og tíðindin fréttust, tóku borg- arar að safnast saman bæði í borgum og bæjum, og fóru þeir fagnandi og syngjandi um götur og torg og hrópuðu fögur orð um leiðtogana og flokkinn. Lin Piao er 61 árs að aldri. Hann gekk í kommúnistaflokk- inn ári'ð 1926 og árið 1928 tók hann þátt í að skipuleggja Rauða her Kína. Vegur hans hefur stöð ugt vaxið og síðasta áratuginn hefur hann gegnt hinum meetu ábyrgðarstöðum, verið landvarn- arráðherra, aðstoðarforsætisráð- herra og varaformaður flokksins. Þingið mun kjósa miðstjórn sína á morgun, að því er talfð er. Lin Piao. Dubcek fer til Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.