Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1960 21 Greinargerð íslenzkra stúdenta í Norður-Englandi: Námskostnaður 151-213 þús. kr. — m/ðcrð v/ð 38 vikna námsár Félag ísl. stúdenta í Norður Englandi, hefur sent frá sér greinargerð um lágmarks- námskostnað -íslenzkra há- skólastúdenta í N-Englandi og er námsárið í þessari grein argerð reiknað 38 vikur og gert ráð fyrir að námsfólk fari eingöngu heim í sumar- leyfi. Skv,. þessari greinargerð er talið að námskostnaður ein- hleypra námsmanna sé rúm- lega 151 þúsund krónur en útgjöld kvæntra námsmanna (eiginkona á námsstað en stundar ekki nám) um 213 þúsund krónur. Hinir íslenzku stúdentar í N-Englandi gera síðan grein fyrir umframf járþörf sinni er lán og styrkir hafa verið dregnir frá námskostnaði og telja að eins og nú standa sakir kunni að vera erfitt að hækka heildarfjárveitingar til stúdenta erlendis en benda á að gera megi ýmsar breyt- ingar innan ríkjandi lánakerf is, þannig að meira tillit verði tekið til efnahagslegra að- stæðna umsækjenda. Greinar- gerð þessi fer hér á eftir: AÆTLUN UM LAGMARKS- NAMSKOSTNAÐ Fyrir fund, sem haldinn var í FÍNNE, Félagi íslenzkra náms- manna í Norður-Englandi 8. marz 1969, var gerð eftirfarandi áætl- un um lágmarksnámskostnað ís- lenzkra háskólastúdenta á N- Englandi. Áætluninni er skipt í tvennt, og á fyrri hlutinn við ein hleypan námsmann, en síðari hlutinn við kvæntan námsmann, með eiginkonu á námsstað, sem þó stundar ekki nám. Námsárið reiknast vera 38 vik- ur, og er gert ráð fyrir að náms- fólkið fari eingöngu heim í sumar leyfum. er ekki gert ráð fyrir munáðar- varningi, svo sem tóbaki eða áfengi. 3. Taka verður fram að það er nokkru ódýrara að leigja her- bergi úti í bæ heldur en að vera á garði. 4. £ 250 er lágmarksupphæð skólagjalda, en þau geta orðið nokkru hærri. Þessari áætlun verða að fylgja eftirfarandi skýringar: 1. Þessi áætlun er miðuð við það, að eiginkona námsmanns sé ekki við nám, og að hjónin séu barnlaus. I flestum tilfellum m% hins vegar gera ráð fyrir, að hjónin séu með barn, og hækkar þá kostnaðurinn að sjálfsögðu. 2. Taka verður fram, að hús- næði á Bretlandi er mjög mis- dýrt. í ofangreindri áætlun er gert ráð fyrir 7 pundum á viku fyrir húsnæði, ljós og hita, en eftir því sem komizt verður næst, er það meðalkostnáður. 3. Athugasemd sú, sem gerð var við bækur og námstæki á vissulega einnig við hér, og sama gildir um skólagjöld og munaðar varning. Á báðum töflunum er gert ráð fyrir einhverjum flutningsmögu- leikum milli liða, þ.e. frá liðnum vasapeningar yfir á nauðsynjar. Ath. að aðeins er gert ráð fyrir 3. árs stúdentum á töflu um kvænta stúdenta, þar sem á fé- lagssvæði okkar eru engir yngri um eða aðstandendum eða á ánnan hátt. Eins og sjá má af framansögðu getur upphæð þessi orðið allhá, og hæst verður hún, þegar hjón með barn eru bæði við nám. Eins og málum er nú háttað í þjóðfélagi okkar, gerum við okkur grein fyrir að erfitt kunni að reynast áð hækka þá heildar- upphæð, sem rennur til stúdenta erlendis. Þess vegna viljum við benda á, að gera mætti ýmsar breytingar innan ríkjandi lóna- kerfis, sem miðuðust að því að taka meira tillit til efnahagslegs bákgrunns sérhvers umsækjanda, í því tilfelli teljum við skylt að taka tillit til eftirfarandi: a) Tækifæri foreldra og aðstand- enda til að styrkja stúdenta, b) Tekjur af sumarvinnu stúdenta. c) Aðrar tekjur. Við leggjum á það ríka áherzlu, að ef meira tillit yr’ði tekið til efnahagslegs bakgrunns stúdenta, þá gefur auga leið að hærri upp- hæðir rynnu til efnaminni stúd- enta. Þá viljum við benda á að taka mætti til athugunar hvort rétt sé að gera greinarmun á náms- fólki við úthlutun lána, með til- liti til námsárs. Að lokum viljum við taka skýrt fram, að í þessum tillögum höfum við reynt að vera svo hóf- leg sem frekast er kostur. Hins vegar vonum við einlæglega, að íslenzkum námsmönnum erlend- is, sem og ö’ðrum þjóðfélagsþegn um, verði fært að búa við betri kjör í framtíðinni. TAFLA I. TAFLA III. Þegar frá niðurstöðutölum eru dregin þau lán og styrkir, sem náms- menn fá frá lána- og styrktarsjóðum, kemur fram að umframfjár- þörf námsmanna er sem hér segir: Einhleypir stúdentar kr. 161.745.50 Lán og styrkir til 1. árs stúdents h.u.b. kr. 65.000.00 Mismunur kr. 86.745.50 Lán og styrkir til 2. árs stúdenta h.u.b. kr. 85.000.00 Mismunur kr. 66.745.50 Lán og styrkir til 3. árs stúdents h.u.b. kr. 95.000.00 Mismunur kr. 56.745.50 Kvæntir stúdentar kr. 213.501.00 Lán og styrkur til 3. árs stúdents h.u.b. kr. 95.000.00 kr. 128.501.00 Útgjöld einhleypra námsmanna: Húsnæði (garður og garðsfæði) Annar matur Bækur og námstæki (ritföng og pappír innif.) Skólagjöld Vasapeningar (svo sem kvikmyndahús, dagblöð, lestrarefni, leikhús, knattspyrnuvöllur hljómleik- ar);(1 pund, 5 shillingar á viku) Strætisvagnar Fatnaður Hreinlætisvörur og þvottur £ 250 £ 46 £ 35 £ 250 £ 47—10—0 £ 16—10—0 £ 21— £ 5 Samanlagt £ 671— 0—0 Sem gerir, yfirfært í ísl. kr. kr. 141.245.50 Að viðbættum ferðagjöldum h.u.b. _______________ kr. 10.500.00 Samanlagt kr. 151.745.50 Þessari áætlun verða að fylgja eftirfarandi skýringar: 1. Gera má ráð fyrir, að liður- inn bækur og námstæki sé í mörgumt ilfellum hærri; við geta bætzt námsferðir, dýr námstæki og annað. 2. Undir liðnum vasapeningar stúdentar, sem falla munu inn í töflu þessa. YFIRLIT Umframfjárþarfar þurfa stúd- entar að afla á einhvern hátt; með nettó tekjum af sumarvinnu, hugsanlegum styrk frá foreldr- TAFLA II. Útgjöld kvæntra námsmanna, með eiginkonu á námsstað, sem þó stundar ekki nám: Húsnæði (íbúð, ljós og hiti) £ 266 Matur (8 pund á viku, hreinlætisvörur og þvottur innifalið) £ 304 Bækur og námstæki £ 35 Skólagjöld £ 250 Vasapeningar (sömu liðir og áður) £ 47—10—0 Strætisvagnar £ 20 Fatnaður £ 39—10—0 Samanlagt £ 962— 0—0 Sem gerir, yfirfært í íslenzkar kr. kr. 202.501.00 Að vi'ðbættum ferðum h.u.b. kr. 21.000.00 Samtals kr. 223.501.00 - ÍRAK Framhald af hls. 1 hefðu verið fundir seikir um að hafa staðið í sambandi við banda rrskiu leyniþjónuistunia. Aðrir hlut ar ákærurmar voru efeki kunn- gerðir. Hinir hengdu voru: Taleb Abdiulláh Al-Saleh, 30 ára, Ali Abdullah Al-Saleh, 38 ára, Ab- del Razzak Dahab, 29 ára og Ab- del-Tatil Al-Mahawi, sem var 36 ára. Enginn þeirra var hermaður. í frásögn Bagdadútvarpsins, þar sem skýrt var frá aftökun- um, var sagt, að byltimgarþróun- inni væri haldið áfram og að nauðsynlegt væri að taka alla þá af lífi, sem fremdu svik við byltinguna eða þjóðina. — Heims valdasinn.ar að Zionistar geta efeki grafið undan vilja okkar til þess að balda áfratn á byltingar- ‘brautinni, sagði útvarpið. Fjórtán írakbúar, þar á meðal 9 Gyðingar voru teknir af lífi 27. janúar, en þeim var gefið að sök að hafa stundað njósnir í þágu fsraels. Eftir aftöfeuma voru líkin hengd upp á torgi í Bag- dad og þúsundir manns létu í ljós fögnuð sinm yfir aftökunum. Tuttugasta febrúar voru 8 írafe- búar, þar á meðal 4 hermenn, hengdir, en þeir höfðu verið born ir sömu sakargiftum. Sjöunda m.arz voru hins veg- ar tveir frakbúar og tveir Pers- ar sýknaðir af byltingardómstóln um af ákæru um að þeir hefðu látið fsraelsmönnum í té efna- hagslegar upplýsingar um frak. Safesóknarinn, sem var frá hern- um, hafði krafizt dauðarefsing- ar handa þeim öllum fjórum. Þegar kaupstefnan íslenzkur fatnaður var opnuð í Iþróttahöll- inni kl. 14, sl. sunnudag var frú Lára Bjarnadóttir einn fyrsti við skiptavinurinn sem á kaupstefnuna kom og sá fyrsti er gerði inn- kaup hjá verksmiðjunni Dúk. Við það tækifæri var frúnni af- hentur blómvöndur og sést frú Lára (sitjandi) veita honum við- töku úr hendi sölukonu fyrirtæk isins. F atnaðarkaupstef nan í Laugardalshöllinni FATNAÖARKAUPSTEFNAN „íslenzkur fatnaður“ hófst sl. sunnudag í Laugardalshöllinni. Er hún opin daglega frá kl. 9 til 18, fram að fimmtudegi n.k. og verða tízkusýningar haldnar alla dagana. Kaupstefna þessi er ein- göngu ætluð til innkaupa fyrir kaupmenn, og er því ekki opin almenningi. Félag íslenzkra iðnrefcenda gengst fyrir þessari feaupstefnu, enda eru allir þátttakendurnir, 17 að tölu, þair félagar. Þetta er í fjórða sinn, sem slíkar feaup- stefnur eru haldnar hér. Hiin síð asta var haldin í september á sl. ári, og nú er áformað, að kaup- stefnur sem þessi verði haldnar tvisvar á ári framvegis, vor og baust. Er það nýjung í verzlun- - DUBCEK Framhald af bls. 1 Tékkóslóvökum. Segja stjórn- málafréttaritarar að þessi sí- felldu skritf bendi til, að Sovét- foringjum þyki Dubcek engan veginn hafa gripið tii nándar nógu einarðlegra ráðstafana gegn „hættulegum frjálslyndisöflum.“ Stjórnmálafréttaritarar telja að Dubcek muni þó enn reyna að spyrna við fótum á fundunum væntanlega í Moskvu og muni hann freista þess að fá forystu- menn til að fallast á þær áætl- anir sem hann hyggst leggja fram á fundi miðstjórnarinnar á fimmtudag. Grecho, landvarnarráðherra Sovétríkjanna, sem tvívegis hef- ur komið tii Tékkóslóvakíu á örfáum vikum, mun nú vera far- inn þaðan að sinni, áleiðis til Sovétríkjanna. í gær, sunnudag, skýrði Prag- útvarpið frá því að fjölgað yrði stórlega í hernámsliði Sovétríkj- anna í Téfekóslóvakíu í þessum mánuði. Sag'ði útvarpið þetta vera samfevæmt samningi land- anna tveggja frá því í október á síðasta ári. Ekki var tekið fram, hversu mikil fjölgun yrði gerð, og skömmu síðar var frétt þessi borin til baka og sögð vera á misskilningi byggð og var engin nánari skýring gefin. NTB-fréttastofan sagði í fevöld, að mikil óvissa og fevíði væri níkjandi manna á meðal í Tékkó- slóvakíu. Stúdentar við Karls háskólann í Prag sóttu ekki fyrir lestra, en héldu þess í stað fundi, þar sem rædd voru ný stjórn- málaviðhorf í landinu. Þá var og dreift bréfum frá verkamönnum við ýmsar verksmíðjur í Prag, þar sem gagnrýni á Josef Smr- kovsky var vísað á bug, svo og gagnrýndar þær ráðstafanir, sem hernómsliðið lét grípa til nú fyrir skemmstu. arháttum hérlendis, að kaupstefn ur séu ákveðnar svo langt fram í tímann, og mætti ætia, að slíkt væri mikið hagsmunamál bæði fyrir verzlunairfól'k og framieið- endur. Með þessu móti getur verzlunarfólkið gert ÖŒI innkaup fatnaðarvara á einum stað um leið og það fær gott yfirlit yfir framleiðsl'uvörur allra helztu framl'eiðenda, sem á hinn bóg- inn kynnast betuir þörfum og viðhorfum fóllfcs til vamingsins og fylgjast þannig með tímanum. — Rdðstefna Framhald af bls. 16 TIL SANINGAR Á HALENDI ÍSLANDS Jóliannes Sigmundsson formaður héraðssambandsins Skarphéðins ta'laði um þátttöku almennings í landgræðslustarfinu. Benti hann á að kjörorð ungmennahreyfing arinnar hefði í upphafi verið ræktun lands og lýðs. Upphaf- lega hefðu ungmennafélögin tek ið snaran þátt i upphafi rækt- unarmenningar og í skógræktar félögunum. Síðan hefði þessi þátt taka félaganna vikið smám sam- an fyrir öðrum verkefnum. En fyrir tveimur árum hefði merkið verið tekið upp að nýju. Fóru félagar í Skarphéðni þá inn á Biskupstungnaafrétt til sáningar. Hefðu ýmis félagasambönd lagt lið í uppgræðslu á undanförnum árum, svo sem Lionsklúbburinn Baldur, sem hefur girt af víð- áttumikið svæði til sáningar við Hvítárvatn. Sl. ár fóru ung- mennafélögin 9 ferðir lti sáning ar á hálendi landsins og sáðu samtals 75 tonnum af áburði og fræi í landi, sem var að blása. Sagði Jóhannes, að mikill áhugi væri í stjórn Ungmennafélags fslands, að margfalda þessi af- köst þegar í sumar og benti jafn framt á að þetta starf væri áhuga mál allra og gætu því hvers kon ar samtök lagt því liðsinni. Að framsöguerindum 'loknum urðu umræður um erindi sunnu dagsins og tóku 20 manns til máls. Komu fram mörg atriði, sem ekki hafði unnizt timi til að drepa á í erindum. Lýstu ræðu- menn ánægju sinni með að efnt var til þessarar ráðstefnu og hvöttu til þess að eftir ályktun yrði farið. Biöskók Moskvu, 14. apríl. NTB. BIÐSKÁK varð hjá sovézka stórmeistaranuim og heims- meistaranum í skák, Tigran Petrosjan, og Boris Spasskí, i fyrstu skák þeirra uim heims- meistaratitilinn, eftir 41 leiifc. Skákin er jafnteflisleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.