Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1909 19 Árni C. Eylands: Blessaður mjólkurskorturinn Er hann það sem koma skal? BOðORðlð stóra er, að öll verzl un verði að vera frjáls, umfram allt allur innflutningur. Eftir þessu hefir verið lifað — var lifað — meðan verið var að þurr ausa gjaldeyrissjóðinn sem eitt sinn var orðinn töluvert gildur. Lausnin á þeim vanda, sem sum- ir hálfheimskir menn töldu, að þá skapaðist var einfaldlega sú, að halda áfram að kaupa og flytja inn vörur, jafnt óþarfar eða miður þarfar sem þarfar og nauðsynlegar, samihliða því að útflutningur landsmanna dróst saman og varð verðminni, unz til þess dró, að ekkert var til að greiða með nema lánsfé, beint og óbeint. — Já, um að gera að flytja inn sem mest — og sem flest. Fyrri grein Jafnvel „vandamál landbúnað arins“, sem hagfræðingunum mörgum verður svo tíðrætt um á að leysa með innflutningi, flytja inn smjör í staðinn fyrir fóðurbæti, og sennilega osta í staðinn fyrir tilbúinn áburð — þegar lengra líður. Fóðurbætir er sem sé eitt af því afarfáa, sem kemur til tals að spara inn- flutning á, og vel má hlusta á það. Mikið og margt má lesa í blöð- unum um hvert vandamál „land- búnaðurinn hlýtur að teljast." — „Bændunum verður að fækka í framtíðinni,11 o.s.frv. í október í haust, rétt í þann mund er mjólkurskorturinn fór að gera vart við sig á Reykjavíkursvæð- inu, sem hefja varð mjólkurflutn inga norðan úr landi, með ærn- um kostnaði, mátti lesa þessi hag fræðiorð í dagblaðinu Vísi: „Miða verður við, að mjólkur framleiðslan dugi í aðeins góð- um árum, og er þá hugsanlegur nokkur mjólkurskortur fyrri hluta vetrar og þegar verst ár ar í landbúnaðinum. Sjálfsagt væri að haga verðlagningu mjólkurafurða að einhverju leyti eftir framboði, þannig að meira jafnvægi yrði á milli fram boðs og eftirspurnar þann hluta ársins, sem erfiðast er með fram- leiðsluna. — Nokkur innflutning ur á smjöri gæti einnig jafnað sveifluna, — “ Svo mörg, og þó mikið fleirl, voru þau orð. En stundum hleypur hagfræð in yfir staðreyndirnar. Þetta með að haga verðlagningu mjólkurai urða, „að einhverju leyti eftir framboði" verður ekki sérlega mikið né nýtt hagfræði«úrræði, þegar þess er minnzt, að stærsta mjólkurbú landsins, Flóabúið, og það sem mest kemur við sögu varðandi neyzlumjólkina, hefir mörg undanfarin ár hagað því svo, þegar miður vel hefir árað, að greiða bændum mun hærra verð fyrir mjólk til búsins yfir haustmánuðina og framan af vetri, heldur en á öðrum tímum árs, þegar mjólkin er meiri. Þetta verðhækkunartímabil hefir verið frá tveimur mánuðum og upp í 5 mánuði. í haust og vet- ur hefir verðhækkunin numið einni krónu á lítrann. Þannig hafa bændur verið hvattir til þess og styrktir að gera það sem hægt er til að halda mjólk- urframleiðslunni sem jafnastri. En það er fleira en tíðarfarið sem hér kemur til greina. Kýrn- ar eru svo undarlegar, eins og fleiri skepnur, að þær eru lítið viljugar til þess að láta segja sér- fyrir um gangmál. Bændun- um gengur illa að semja við kýrn ar um þetta, ef til vill gæti hag- fræðingunum tekist það betur, ef þeir legðu þar hönd að verki, slíkt yrði áreiðanlega með þökk um þegið, bæði af bændunum sem kýrnar eiga og af mjólkur- búunum, sem við mjólkinni taka og eiga að koma henni í verð. Sem sagt, samkvæmt hinni um- ræddu grein í Vísi (23. okt. 1968) er það sem koma skal; Næg neyzlumjólk á Reykjavíkursvæð- inu þegar vel árar, mjólkurskort ur fyrri hluta vetrar þegar mið ur vel árar, og um leið „nokkur innflutningur á smjöri." ANNAR hagfræðingur — bún aðarhagfræðingur — ræðir um að fækka bændum, að mér skilst um eitt þúsund. Hann flytur mál sitt i Morgunblaðinu 29. desem- ber 1968, og er einurð han,s og ftréinskilni lofsverð, en um eitt skýtur hann hrapallega fram hjá marki. Hann vill láta fækka bændum meðal annars með því að grisja byggðina, með því „að ríkissjóður hætti að leigja út ríkis- og kirkjujarðirnar jafnóð' um og þær losna úr ábúð.“ Þetta er vanhugsuð tillaga og háska- -leg. Ovíða og nær hvergi er óyggðin of þétt, grisjun hennar leiðir til ófarnaðar. Jarðir, sem lagðar væru í eyði með þessum hætti, yrðu nytjaðar og níddar af bændum í nágrenninu. Fram- leiðslan minnkaði ekki að neinu ráði þótt þær færu í eyði, ekki fyrst um sinn, slíkt segði ekki til sín fyrr en búið væri að níða þær árum saman. Hvaða blessun hefir það fært hlutaðeigandi sveitum að góðjarðir í miðjum sveitum, eins og til dæmis Kmkjubær í Hróarstungu, Hof í Vopnarfirði, Ás í Fellum, Sauða nes á Langanesi, Skinnastaður í Axarfirði og síðast Bessastaðir á Álftanesi hafa lagst í eyði, sem sjálfstæðar bújarðir? Nei, ef fækka skal bændum og bújörð- um, mér kemur ekki til hugar að afneita þeirri hugsun, þá verð- ur að gera það aðallega með því að skera skankana af byggðinni hér og þar, en hitt ber að var- ast og vinna á móti því að grisja byggðina, með því að leggja góð- jarðir í miðjum sveitum í auðn og örtröð. „Bændunum verður að fækka — “ segja hinir haglærðu menn. Er þetta nokkuð að hrópa út yf- ir þjóðina. Er þetta ekki ein- faldlega þannig, að bændunum er að fækka og mun halda á- fram að fækka og það svo ört, að vart þarf að beita stórum á- tökum til þess að ýta þar á eftir. En vilji hagfræðingar og aðrir ráðamenn fækka þeim sem fyrst og sem mest, er vandinn við þá umbót annars eðlis en þeir virðast halda vel flestir, sem fjálglegast ræða um nauð- syn slíkrar fækkunar. Það fylg- ir böggull skammrifi, eins og hér er högum háttað. Hvað á að gera við 1000 bændur, sem væru látn- ir hætta búskap, og skyldulið þeirra? Hvar á að byggja yfir þá og hver á að gera það, og hvað eiga þeir að vinna? Hvaða atvinnuvegir eru tilbúnir að taka við þessu fólki og veita því sómasamlega lífsafkomu? Ætli það vefjist ekki fyrir. Það er barnaskapur og fáfræði að bera aðstæður okkar á þessu sviði saman við aðstæður Svía og annarra slíkra þjóða, þar sem blómlegur verksmðijuiðnaður, að miklu leyti gjaldeyrisiðnaður til útflutnings tekur uppgjafabænd uim og stálpuðum börnum þeirra opnum örmum og býður þeim trygga atvinnu. —Hér ber mik ið á mifli. í eina tíð var talað um að bændur „væru svo dýrir í rekstri" að það borgaði sig bet- ur fyrir þjóðina að vista þá á Hótel Borg. Nú er Hótel Saga komin til. Væri það ekki í fag- ínu og vel við eigandi að vista nokkur hundruð bændur þar á ríkisins kostnað, til þess að létta á „offramleiðslunni“? En lítinn gjaldeyri myndi sú ráðstöfun gefa. Ætli það sé ekki svo, ennþá sem komið er, þegar öll kurl eru færð til grafar, að það borgi sig að skömminni til skást fyrir þjóðfélagið að 'lofa bændunum, sem það vilja að lafa við bú- skapinn þangað til þeira hætta af sjálfsdáðum og án ráðstafana frá ríkisins hálfu. Verður það ekki ráðlegra heldur en að smala þeim í höfuðborgina og kaup- staðina og bæta þeim þar í hóp atvinnuleysingja og verkfalls manna? Með hagfræðilærdómi og tölvutækni ætti að vera hægt að reikna þetta dæmi til allsæmi- legrar hlítar. Því er það ekki gert? f þessu sambandi er held- ur ekki úr vegi að athuga hverj- Arni G. Eylands. um feikna fjárfúlgum margar aðrar þjóðir verða að verja, ann ars vegar til að tryggja búskap í sveitum og búnaðarframleiðslu, ag hins vegar til þess að hindra að fólkið úr sveitunum flæði mn yfir borgir og aðrar at- vinnugreinir og raski þar at- vinnuháttum og afkomu. Er það nú víst, að ástandið í þessum málum — vandamál landbúnað- arins og landbúnaðurinn sem vandamál þjóðarinnar, sé öllu verra hér hjá okkur en mörg- um öðrum þjóðum, sem þykja halda allvel á málum sínum? Þetla raskar ekki þeirri stað- reynd, að hér er hörmulega illa haldið á mörgu varðandi land- búnaðinn, að margt í styrkja- og stuðningskerfi og skipulagi landbúnaðarins, er kolvitlaust og á engum skynsamlegum rök- um reyst. Hér er sannarlega þörf umbóta og breytinga á margan hátt. Þetta ætti öllum sem um það vilja hugsa að vera ljóst og auðskilið, ef þeir stinga ekki höfðinu hreirilega í pólitískan sand og atkvæðavikur. Margt af þessu virðast vera einskonar felmnismál, sem ekki má ræða nema lauslega og á yfirborðinu. Og það er svo sem gert t.d. á Búnaðarþingi, á Alþingi og víð- ar, en kjarna málanna forðast menn að minnast á. EN NÚ er þetta að „lagast“ með mjólkina! Hin hagfræðilega hug sjón: „nokkur mjólkurskortur fyrri hluta vetrar og þegar verst árar í landbúnaðimum", er orð- inn að veruleika! „Nú er sannarlega komið lag á það hjá ykkur í landbúnaðarmál unum. Nú látið þið flytja töð- una af Suðurlandi norður I Þing eyjarsýélu og mjólkina þaðan suður til Reykjavíkur.“ Þannig mælti kunningi minn við mig nýlega, er ég mætti hon- um á götu. Sá er bóndasonur að uppruna, virðulegur lögfræðing- ur að mennt og atvinnu og komm únisti í skoðunum. Ég svaraði fáu, en minnti lögmanninn að- eins á, að til væri stofnun er nefnist: Framleiðsluráð land- búnaðarins, og að þar á bæ væri menn handfastir við að leysa málin og létu hvorki tíð- arfar né vegalengdir aftra sér, ef um það væri að ræða. Mér var full'ljóst, að þótt lögmaður- inn miðaði á mig, með glettni sinni, var skeyti hans ætlaff stærra mark og veigameira. Því miður mun þessi vinur minn ekki vera einn um það að yppta öxlum yfir því ástandi, sem hann var að lýsa, í orðum sínum til mín. Sumir munu líta á þetta með sanngirni, aðrir miður sann- gjarnlega, en flestum, sem um þetta hugsa alvarlega, mun of- bjóða hvernig nú skipast mjólk- urmálin. Að nú er svo komið, er nokkuð bar út af með ár- ferði á Suðurlandi að sækja verð ur neyzlumjólk allt norður til Húsavíkur, til þess að fullnægja mjólkurþörfinni í Reykjavík og öðru þéttbýli við Faxaflóa sunn anverðan. Furðanlega hljótt hefir verið um þetta mál. Neytendur virðast láta sig litlu skipta hvaðan mjólkin kemur, þeir halda víst vel flestir, að það sé þeim og pyngju þeirra óviðkomandi.Um hitt gera þeir sér fremur títt hvort mjólkin er seld í mjólk- urbúðum eða kjörbúðum. Það tel ég lítið atriði, en tek það fram um leið að fjarri fer því, að ég vilji fyrir mitt leyti blessa yfir allar gerðir Mjólkursamsölunn- ar, til dæmis ,,fernu-ihneykslið“ dæmalausa. Ræði það ekki hér. En nú er full ástæða til þess að vekja athygli neytenda á því, sem er nokkuð bersýnilega fram undan í mjólkurmálunum, alveg án tillits til umbúða, kjörbúða og mjó'lkurbúða: Það er ekkert annað en yfir- vofandi mjólkurskortur og mjólkurskömmtun fyrri hluta vetrar ár hvert, hin næstu ár, óvíst hve lengi. Þetta ef reikn- að er með' því sem kalla verður venjulega vetur, um snjóalög og færð á fjallavegum. Á þessu mega neytendur eiga von og er óvíst að þeir telji sér það nein gleði tíðindi, þótt hagfræðingar teljl það til þjóðarþrifa og hagsæld- ar. Hjá mjólkurskortinum verður sennilega ekki komizt nema ann aðhvort komi til eða hvort tveggja: Annað: Óvenjulegt og mikið góðæri um Suðuriand og Suð- vesturland nú á næstunni og ó- slitið um árabil. En er ráðlegt að reikna með slíku og án af- falla? Hitt: Að teknir verði upp hið bráðasta stórbættir ræktunar- hættir í þessum landshlutum, og auðvitað víðar, frá því er nú tíðkast og þykir gott vera. Með því einu móti er vonandi hægt að afstýra yfirvofandi mjólkur- skorti á Reykj avíkursvæðinu, svo fremi að veðurfar fari ekki kólnandi til mikilla muna. Og þess ber um leið vel að minnast, að þótt svo illa skipist, að kóln- andi tíðarfar ríði yfir, er ekkert ti'l vænlegra, eða sem lengra dregur til að afstýra mjólkur- skorti heldur en stórbættir rækt unarhættir. En að sjálfsögðu tek ur það sinn tíma að koma slík- um umbótum á, þótt trú og vilji séu fyrir hendi, hvað þá ef á vill skorta um þá hluti, eins og nú virðist óneitanlega vera og mest þar sem sízt skyldi,það er, á leið andi stöðum í ræktunarmálunum. Þannig skiptir það miklu máli einnig fyrir neytendur í Reykja- vík hvað fram gengur í ræktunar málunum nú á næstu árum. Það er herfilegur misskilning ur, sem virðist algengur meðal neytenda á Reykjavíkursvæðinu að allt sé í lagi þótt neyzlu- mjólk handa þeim sé sótt norður á Blönduós, til Sauðárkróks, Ak ureyrar og Húsavíkur. Hér villir sýn, að tíðarfarið hefir verið þannig í vetur, það sem af er, að mjólkurflutningar með bílum að 'norðan hafa yfirleitt gengið greiðlega. Hér er þó á fleira að líta, sem furðu fáir virðast gera sér grein fyrir: Að verulegur snjóþungi á vegum, t.d. á Holta- vörðuheiði og Öxnadálsheiði, mánuðina október — janúar hefði óumflýjanlega leitt til þess að eigi hefði orðið komist hjá mjólkurskömmtun í Reykjavík þessa vetrarmánuði. Að mjólkurmagnið sem flutt var að norðan komst í janúar upp í 260.000 lítra segir ekki alla sögu, um það hve alvarlegt á- standið er. Það kemur hins veg ar greinilega í ljós, þegar þess er gætt, að mjólk hefir verið sótt alla leið til Húsavíkur. Mjólkurbú, sem nær liggja eru svo sem kunnugt er, auk mjólk- urbúanna á Selfossi og í Borg- arnesi, mjólkurbúin í Búðardal, Grundarfirði á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Ak- ureyri. Ekki má ætla Mjólk- ursamsölunni þau vinnubrögð að sækja mjólk alla leið til Húsa- víkur, ef hún væri fáanleg nær. Það hefir hingað til þótt muna um hverja 100 km við flutning á þungavöru. Enn hugsa sumir til mjólkur- flutninga loftleiðis að norðan, auðvelt sé að grípa til þeirra Þótt fjailvegir lokist vegna snjóa. Rétt er það, sennilega verður gripið til loftflutninga á mjólk að norðan fremur en að skammta mjólkina harkálega og til lengdar. Við erum rík þjóð og fólk mun krefjast slíkra úr- ræða heldur en að láta skammta sér mjólkina. „Allt skal frjálst", er boðorðið mikla, sem hér skal ríkja á öllum sviðum, jafnvel þótt það kosti hverja gengisfell inguna af annarri, og gæfa þeirra, sem vilja bjarga sér, án þess að eyða öllu, sé fótum troð- in, og þjóðin gerð að beininga- þjóð. En á því þurfa neytend- ur að átta sig, að það kostar peninga — mikla peninga — að flytja mjólk loftleiðis og hið hið sama gildir einnig um flutn- ing með bílum, þegar um slíkt 'langleiði er að ræða. sem er frá Húsavík til Reykjavíkur. Það er engin skömm að vera svo smá- munalegur að láta sig muna um það hvað það kostar meira að sækja mjólk til Húsavíkur held ur en til Sauðárkróks, svo dæmi sé nefnt. Og hver greiðir kostnaðinn við hina löngu og erfiðu mjólk- urflutninga að norðan? Auðvit- að verða neytendur, (eða skatt- greiðendur) að gera það á ein- hvern hátt, beint eða óbeint, ef þeir vilja ekki verða hinnar hag fræðilegu „blessunar" mjólkur- skorts og skömmtunar aðnjót- andi. ÞAð SEM nú hefir verið rætt veit mest að neytendum á höf- uðbörgarsvæðinu og hve æski- legt það væri að þeir hugleiddu hinn væntanlega mjólkurskort nokkuð. En málið veit einnig að bændum á Suðuriandsundirlend- inu og um Borgarfjörð, þar með talin Hnapþadalssýsla. Það er þeirra skaði, já mér liggur við að segja skaði og skömm, ef þeim tekst ekki að skipuleggja fram- leiðslu sína og stunda þannig, að þeir geti séð Reykjavíkur- svæðinu fyrir nægri neyzlu- mjólk hvernig sem árar, meðan ekki er um aftaka ill og erfið ár að ræða. Þeirra búskapur ílýtur að miðast við það fyrst og fremst að notfæra sér hirtn mikla markað, sem er og verður fyrir hendi í þessu mesta fjöl- býli landsins. Hér er komið að kjarna máls- ins, búskapnum og framleiðsl- unni í þessum hluta landsins, umfram alllt jarðræktinni — tún ræktinni. Það er mál bændanna segja borgarbúar, vissulega, en það er líka mál neytendanna. Hér á og þarf að fara saman þekking og skilningur og hugur og hagur beggja aðila: bænda og neytenda. Að þessu mun ég víkja nánar í næstu grein. Hveragerði 5. marz 1969,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.