Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍX, 1999 13 SJÓHER SÓVÉTRÍKJANNA UM ÖLL HEIMSINS HÖF ísland getur ekki haldið hlutleysi sínu sagði Lenin og enn má ekki sofna á verðinum, því að Sovétbryndrekar snuðra uppi í landsteina íslands sem annars staðar í heirninum „Vofa ásælist Evrópu — vofa kommúnísmans“. Þannig hefst Kommúnistaávarpið, og eftir þvi breyta sanntrúaðir kommún istar. Sovétríkin eiga nú ein- hvern öflugasta sjóher heims,, þ.á.m. tvisvar sinniun stærri kaf bátaflota en Hitler hafði yfir að ráða á sinum tíma. tsland getur ekki haldið hlutleysi sínu að því er Lenin sagði og verður mönnum þá ljós hin geigvænlega hætta, sem yfir íslandi vofir. Brýn nauðsyn er því að ekki verði sofnað á verðinum og ís- land verði áfram í varnarbanda lagt vestrænna þjóða. Herdrik heitinn Ottósson reit hinn 23. janúar 1946 grein í Þjóðviljann, sem bar fyrirsögn ina: „Njósnir nazista á íslandi" í þessari grein segir hann: „Nokkru eftir 1918 fóru að heyrast raddir um það, að ís- land mundi tæplega geta haldið hlutleysi sínu á sama hátt og áður. Lenin mun hafa verið fyrstur manna til að benda á þessa staðreynd (1920,) en fáir fslendingar tóku hana alvar- lega. Eflaust má gera ráð fyrir að aðmírálar sovétfiotans hafi þessi ummæli á bak við eyrað, a.m.k. bera bryndrekar sovéthersins því greinilega vitni, þegar þeir koma til íslands og snuðra upp I landsteina. Þeir hafa meira að segja gengið svo langt að fara inn í sjálfan Hvalfjörð — flotastöðina, sem Sovétrikin höfðu svo mikið gagn af í síð- ari heimsstyrjöldinni. Áhyggjur valdamanna á vest urlöndum aukast sífellt. Og ekki að ástæðulausu. Sovétríkin hafa undanfarin ár lagt allt kapp á að efla flota sinn og eiga nú einhvem mesta flota heims. Á Miðjarðarhafi er floti, sem að stærð nálgast mjög hröðum skref um sjötta flota Bandaríkjanna. Á Indlandshafi eykst mjög tala sovézkra herskipa og nota So- vétríkin gjarnan þá aðferð, í hvert sinn, sem brezki flotinn dregur úr áhrifum sínum þar austur frá, að senda sovézk herskip og sýna þau. Á Atlantshafi voru nýlega haldnar flotaæfingar NATO- herja. f slíkum æfingum er jafn an skipt liði og er annar helm- ingurinn þá jafnan í hlutverki óvinarins. Á æfingunum nú sagði einn aðmíráll NATO: „Við þurfum ekki að mynda ímyndaðan óvinaher — hinn raunverulegi var þarna alian tímann. Lýsir þetta betur en nokkuð, hve mikill herstyrk ur Sovétmanna er á Atlants- hafi. Á Norðursjó halda sovézk herskip til utan við Skotlands- strendur, eigi langt frá kjarn- orkukafbátastöð Bandaríkjanna og þau fylgjast með ferðum allra NATO-herskipa á þessu svæði. Eystrasalt hefur nú á síðustu tímum verið sem „rússn eskt innhaf". Þar eru á stöð- ugri ferð 800 sovézk skip á móti 100 skipum vesturlanda. Þá hafa sovézk skip gerzt mjög uppvöðslusöm á hafinu við Jap an og rakst eitt slíkt á banda- rískt herskip; sem var á æf- ingum þar 1967. Á öllum helztu siglingaleiðum um Kyrrahaf er algeng sjón að sjá sovézk her- skip á stjái. Frétzt hefur nýlega að sov- ézk herskip hafi breytt nöfn- um og númerum, er þau hafi siglt um Bosporus og Dardan- ellasund — á siglingaleið milli Svartahafs og Miðjarðarhafs. Hafa talsmenn vesturlanda álit ið þetta mjög svo athyglisvert, þar sem Sovétríkin hafa lýst yfir að friðsamleg sambúð sé markmið þeirra. Yfirmaður flota Bandaríkj- anna Thomas H. Moorer, að- míráll hefur sagt í blaðavið- tali að sjóher Sovétríkjanna gerist æ meir ógnvekjandi, marg breytilegri, og komi fram á hvaða útskoti heims sem er. Ekkert úthaf er nú án sov- ézkra herskipa. Þau fylgjast með flota vestrænna þjóða all- an *ólarhringinn. Sovétríkin eiga nú 350 kal- báta þar af eru 50 með kjam- orkudrif, 100 þessara kafbáta hafa innanborðs eidfiaugar, bæði langdrægar og aðrar, sem fara styttri vegalengdir, en geta þó farið um 550 km leið. Sov- ézki flotinn er annar stærsti floti heims. Aðeins hinn banda ríski er stærrL Hann er búinn 25 eldfiaugaskipum, beitiskip- um, 100 tundurspillum, 300 tund urduflaslæðurum 230 land- gönguskipum og 750 varðbátum Sovézkt herskip siglir hraðbyri við suðurströnd Islands Þetta er fullkoinið herskip og búið skotpöllum fyrir eldflaugar. Eitt sovézku skipanna reyndi að hylja sig reyk í fyrra, er Mbl. reyndi að ná af því mynd Nýjasta viðbótin eru tvö þyrlu skip, en annað þeirra er stað- sett á Miðjarðarhafi. Sovézki flotinn er hinn nýjasti og vaxt- arhraði hans er gífurlegur. í rauninni er hann allur smíðað- ur á síðustu 20 árum og minna en þriðjuragur bandaríska flot ans er svo nýtízkulegur sem hann. Engu hættulegri er njósnafloti Sovétríkjanna frá hernaðar- legu sjónarmiði. Hlutverk hans er að staðsetja öll óvinaskip Sovétríkjanna. Þau fylgjast með skipum Bandaríkjamanna og NATO-landa. Hundruð rússn- eskra fiskiskipa gegna hér mik ilvægu hlutverki. Um borð er margbrotinn rafeindaútbúnaður og jafnan halda þessi skip sig í námunda við herstöðvar NATO-ríkjanna og þau dreifa sér um samkvæmt ákveðnu kerfi um öll heimsins höf. Moskvublaðið Izvestia krafð- ist þess nýlega að floti Banda- ríkjanna færi af Miðjarðarhafi Þar myndi rússneski flotinn „gæta friðarins'11 og Miðjarð- arhafið ætti í framtíðinni að verða eins konar „sovézkt inn haf“. Yfirmenn NATO-flotans líta þessi ummæli mjög alvar- lega og hlutverk NATO verður eflaust að koma í veg fyrir þetta svo að vestrænar þjóðir geti enn verið öruggar um hagsmuni sína á alþjóða siglingarleiðum. Til þess að leggja áherzlu á þetta sendu Bandaríkin nýlega herskip inn á Svartahaf um Bosporus og Dardanellasund. Anderson aðmíráli í banda- ríska flotanum hefur lýst hern aðarlegri stefnu Sovétríkjanna. Hann sagði að með eflingu flot ans væru Sovétríkin að efla aðstöðu Sovélríkjanna. landfræðilega, hernaðarlega og sálfræðilega. í fyrsta lagi efla þau hernaðar- mátt sinn á svæðum, sem þeir telja sér bráðnauðsynlegt. Þess vegna gátu þeir ekki þolað auk ið sjálfstæði Tékkóslóvaka og þess vegna draga þeir ekki her lið sitt til baka frá Austur- Þýzkalandi og Póllandi. í öðru lagi vilja þeir ekki blanda sín- um eigin her í hernaðarátök, nema brýn niauðsyn komi tiL Með öðrum orðum þeir nota heri leppríkjanna. Markmið þeirra er að skapa hættuástand sem þeir geti haft hagnað af og verður vestrænum þjóðum álits Framhald á bU. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.