Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1960 arnar á Lucy. Mér skildist Bob ekki hafa varað vin sinn við því, að Lucy var farlama. Og mig greip einhver meðaumkun, eins og svo oft, þegar líkt var á- statt. — Það er fallega boðið af þér, en ég held bara ekki, að ég hefði neitt að gera á hestbak, sagði hún. Nú kom að gesti okkar að roðna og ég sá strax, hver á- stæðan var. Hingað til hafði hann ekki tekið eftir því, að Lucy var alltaf með staf með sér, og að hún hafði ekki hreift sig úr legubekknum. — Það eru kappreiðar hérna í nágrenninu á laugardaginn kem- ur, sagði Kay. — Fer þú á svo- leiðis kappreiðar? — Það geri ég auðvitað ef tækifaeri býðst, sagði hann. — Og ef þú átt við þessar við Tenterden á laugardaginn, þá tek ég einmitt þátt í þeim sjálfur. — Virkilega? En skemmtilegt. Hún sneri sér að mér. — Getum við ekki farið, Melissa? Það gæti verið gaman. Og það er orðið langt síðan við höfum far- ið á kappreiðar. Ég tautaði eitthvað,' áherzlu- laust, að það gætum við kanmski. En ég óskaði þess bara, að Kay hefði ekki verið að brydda upp á svona bjánaskap. Að vera að gefa í skyn, að það væri langt siðan við höfðum verið á kapp- reiðum, var ekki nema hlægilegt. Ég mundi ekki, hvenær við höfð um verið það síðast. Áreiðan- lega ekki síðan við misstum for- eldra okkar. Og meira að segja meðan þau voru á lífi, fórum við mjög sjaldan. Við höfðum alls ekki efni á að fara á veð- reiðar. Og því síður höfðum við efni á því nú. Rupert Briggs leit á Bob. — Hversv.egna kemur þú ekki 20 Álstigar fyrir háaloftið o.fl. léttir - þægilegir Falla saman og taka þá aðeins 35 cm á kant. Innréltingabúðin Grensásvegi 3, sími 83430. líka, Bob? Við skulum öll slá okkur saman. Hanm sneri sér að Mark, sem nú var kominn heim úr skólanum, og var farinn að háma í sig te og kökur. — Þú ættir að koma líka, Mark. Mark ljómaði allur. — Það gæti svei mér verið gaman. Bob sagði: — Ég er hræddur rafhlöður fyrir öll viötæki Heildsala- smásala VILBERG & ÞORSTEIIMN Laugavegi 72 sími 10259 0 Q 4) 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8 0 0 0 0 0 0 o 0 0 0 Kaffi! Ný tegund 0 0 0 0 0 0 0 0 Oss er það ánœgja að geta sífellt aukið fjölbreytni kaffitegunda á markaðinum. Nu bjóðum vér yður' nýja tegund er nefnist f Santos blanda Q Santos blandan er afbragðskaffiy framleitt úr úrvalsbaunum frá Santos í Brazilíu og Kolumbíu. Santos kaffiblandan er ódýr úrvalsvara. 0.J0HHS0N & KAABEB HF 0 0 0 0 0 0 8 S0 10 § 0 i 0 § 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 COSPER, — Það var heppilegt að þú skyldi ekki kaupa egg. um, að þið getið ekki reiknað með mér. Ég hef alltof mikið að gera til þess, eins og er. Það voru mér miki'l vonbrigði, að hann skyldi skerast úr leik. Ég hefði haft svo gaman af því, ef hann hefði verið með í hópn um, jafnvel þó að við hefðum ekki efni á að veðja á hesta. Ég sneri mér að honum: —., Er ekki hægt að fá þig til að koma líka, Bob? — Ég er hræddur um ekki, Melissa. Ég hef svo mikið að gera við uppskeruna, eins og er. IÞessi rigning um daginn tafði illilega fyrir okkur. — Ég held ekki ég geti farið heldur, sagði Lucy. — Jú, víst geturðu það, Lucy. Þú getur setið í bílnum, ef þú vilt ekki ganga um. Lucy setti upp löngunarfullt bros. — Ég held ég vi'lji heldur vera heima. Bob sendi henni vingjarnlegt bros, sem hann átti ekki til nema handa henni einni. — Það er rétt, Lucy, sagði hann. — Og svo getum við drukk ið te saman. 7. Þetta var daginn fyrir kapp- reiðarnir. Við Kay og Mark ætl- uðum með Rupert Briggs, sem ætlaði að koma og taka okkur með sér. Ég varð hissa á því, hve mjög Kay hiakkaði til ferð arinnar, því að annars var hún alltaf með John um helgar. En svo frétti ég að hann væri að heiman einmitt urn þessa helgi. Hún hafði ekkert minnzt frek- ar á námskeiðið góða, og ég var farin að vona, að hún hefði átt að sig á því, hve óviðeigandi það var að láta John fara að kosta það. Ég var í setustofunni að laga til vaðmálspils, sem ég ætlaði að vera í á kappreiðunum. Það var þriggja ára gamalt, en Lucy hafði fullvissað mig, eftir að hafa séð mig í því, að það færi mér ágætlega. — Mér finnst treyjan of mitt- ismjó, Lucy. — Nei, það er hún ekki og nú Kvenstúdentofélng íslnnds Árshátíð Kvenstúdentafélags Islands verður haldin í Þjóðleik- húskjallaranum þriðjudaginn 15. apríl og hefst með borðhaldi kl. 19 30. Árgangur M.R. 1944 sér um skemmtiatriði. STJÓRIMIN. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Ef þín hefSi ekki notið við, hefði engin málamiðlun orðið. Nautið, 20. apríl — 20. maí Þótt einhver ætli að áfellast þig frekar, er það tilgangslaust. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Það er aiveg eins gott að láta aðra um að bítast núna. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Þú skalt benda þeim á það, sem að verkinu standa, að þú sért líka nokkurs virði. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Það er ekki víst að það sé rétti tíminn til að gera sér glaðan dag. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Ef einhverjir eru að höggva í þig, er þér óhætt að svara í sömu mynt. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Nú er mál að vakna og láta hendur standa fram úr ermum. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Er nú ekki eitthvað, sem er meira aðkallandi en smáþras. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Vegur þinn vex og traust það, sem þú nýtur núorðið er þér mikill sálarstyrkur. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Þér er alveg óhætt að vera rólegur, þótt aðrir hafi áhyggjur. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Sá sem ekki vill, þegar hann tær, fær ekki þegar hann vtll. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Þú heldur alltaf allt það versta um aðra, en hvernig væri nú að líta i eigin barm til tilbreytingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.