Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1960 3 — Já, mjög gaman. — Hvers vegna valdir þú þetta ljóð? — Ja, minn uppáhaldshöf- undur er nú Steinn Steinarr en ljóð hans reyndust öll ann- að hvort of stutt eða of löng svo ég varð að leita til ann- ars höfundar. Og þá varð Þor steinn Erlingsson fyrir valinu. — Hvaða valgreinar ertu með í skólamum? — Ég er með þýzku, dönsku, vélritun, bókfærslu og mat- reiðslu. — Og hvað ætlarðu svo að verða? — Ég ætla að verða fóstra og sérhæfa mig í kennslu van gefinn.a ba.rn.a. ★ Ma.rgrét Hallidórsdóttir er 17 ára Kvenn.askólastúlka. ,,Ég ætla að lesa „Perðalok“ eftir Jónas Hallgrímsson“, segir Margrét, þegar við spyrjum h.an.a, hvað hún ætli að gera í keppninni. — Af hverju það? — Ég hpf mjög gaman að ljóðum og fin'nst þetta kvæði Jónasa,r fallegur og mikill skáldskapur. — Ertu hrifin af „atomljóð- um“ svokölluðum? — Mér finnast þau vart eins skemmtileg og rímuð ljóð. — Hvað ætlar þú að verða, Margrét? — Ég ætla að læra hjúkrun. — Hvers vegna? — Ég hef mikinn áihuga á hjúkrun og svo veit, ég, að skortur er á hjúkrunarkonum nú. ★ Nana Egilsson er 15 ára og lærir til landsprófs í Voga- skóla. — Hvað ætlar þú að gera í keppninni. Nana? — Ég ætla að dansa táninga dans. — Við bítlamúsík þá? — Já. Ég dansa eftir lagi, sem heitir „Henkey, Penkey“ og er eftir Bítlana frægu. -— Hefur þú lært dans? — Já, ég hef lært dálítið hjá Hermanni Ragnars, bæði nútímadansa og ballett. — Hvaða námsgreinar finn- ast þér skemmtilegastar í skól anum? — fslenzka og reiknin.gur. — Og ætlarðu að halda áfram eftir landsprófið? — Já. Ég hef hugsað mér að verða íslenzkukennari. Oddný Arthursdóttir er 17 ára og nemur við verzlunar- deild Gagnfiræðaskóla Austur bæjar. Hún segist ætla að lesa úr „Sálinni hans Jóns míns“ eftir Davíð Stefánsson og kveðst hafa valið það kvæði, þar sem hún vissi. að hinar stúllku'mar hefðu valið frekar dapurleg kvæði. „Þess vegna finnst mér rétt að koma með eitthvað annað“, sagði hún. — Hver eru helztu áhuga- mál þin, Oddný? — Ég hef mjög gaman af handavinnu — að sauma föt. — Og saumar kannski m.est af þínum fötum sjálf? — Já, eins mikið og ég get. — Hvað ætlar þú að gera eftir gagnfræðas'kólann? — Ég er ekki viss. Ég held ég þori ekki að ssgja neitt ákveðið núna. ★ Rósa Björg Helgadóttir er 15 ára nemandi í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. — Ég ætla að dansa frjáls- an dans við lagið „Á pernesku markaðstorgi, segir hún. — Hfeurðu eitthvað lært að danisa? — Já, ég hef lært ballett. — Hefurðu hugsað þér, hvað þú ætlar að gera að loknum gagnfræðaskóalnum? — Já. Ég ætla að verða snyrtisérfræðingur og læra til þess í London. — Fyrst þú nú valdir dans- inn. Hefur þú þá ekksrt gam- an af ljóðum? — Jú, jú. Mér finnst mjög gaman að lesa, bæði ljóð og annað. ★ Þorbjörg Magnúsdóttir er 17 óra og stundar nám við Gagn fræðaskóla verknáms. — Mér finnst svo gamam að dansa, segir hún .Þess vegna valdi ég að dansa ungverskan dans. — Hefurðu lært að dansa? — Já, svolítið. — Hvers vegna valdirðu ungverskan dans? — Ja. Mér fannst hann bara skemmtilegastur. Svo verð ég lika í þjóðbúni'ngi á meðan ég dansa. — Hvað, hyggst þú leggja fyrir þig í framtíðinni? — Ég vann á Fæðingarheim ilinu í sumar og fékk þá mik- inn áhuga á ljósmóðurstarf- inu. Mig lamgar til að verða Ijósmóðir. Kjörinn verður í kvöld: „FULLTRÚI ungn kynslóðar- innar 1969“ verður valinn í Austurbæjarbíói í kvöld. Sex ungar stúlkur taka þátt í keppninni, sem m.a. er fólgin í því, að stúlkurnar sýna tján ingarhæfileika sína með upp- lestri eða dansi. Stúlkurnar heimsóttu Morgunblaðið í gær og notuðum við tækifærið til að rabba stuttlega við þær. Karen Mogensen er 15 ára og stundar nám við valdeild 3ja bek'kjar Vogaskóla. Hún kvaðst ætla að lesa ljóðið „Mig hryggir svo m'argt" eftir Þor- stein Erlingsson. — Finnst þér gaman að ljóð um, Karen? Stúlkurnar sex (f.v.): Nana Egilson, Þorbjörg Magnúsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Karen Mogensen, Oddný Arthursdóttir og Rósa Björg Helgadóttir. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) ,Fuiltrúi ungu kynslóðarinnar '69' Fyrir 2000 krónur á mánuði og 2000 krónur út ÚRVAL GÆÐI ÞJÓNUSTA. getið þér fengið borðstofusett með 6 stólum. Fyrir 1500 á mánuði og 1500 út, fáið þér borð og 6 stóla. KAUPIÐ STRAX ÞAÐ BORGAR SIG. r>oi-rö!!iró 22900 LAUGAVEG 26 STAKSTEIMAR Hvað hræðist Framsókn? I ræðu þeirri, áem Óiafur Jé- hannesson, formaður Framsókn- arflokksins, flutti á fundi mið- stjórnar flokksins sl. föstudag gerði hann m.a. að umtalsefni viðræður þær, sem Framsóknar- flokkurinn hefur að undanförnu ált við þá Hannibal Valdimars- son og Björn Jónsson um hugsan legt samstarf í kosningum. Af ummælum Ólafs Jóhannessonar er ljóst, að Framsóknarflokkur- inn hefur átt frumkvæði að þess um viðræðum og forustugrein Framsóknarblaðsins sl. sunnudag sýndi glögglega, að Framsóknar- mönnum er mjög í mun að sam- komulag náist við þessa tvo menn um pólitiskt samstarf. Þetía bráðlæti Framsóknar að ná samningum við þá Hannibal og Björn um kosningabandalag, þótt engar kosningar séu í nánd, bend ir tvímælalaust til þess að mikill ótti hafi gripið um sig í röðum Framsóknarmanna um pólitiska stöðu flokksins, og að lítillar bjartsýni gæti í þeirra röðum um að framvinda stjórnmálabar áttunnar verði flokki þeirra hag stæð. Þessi hræðsla Framsóknar flokksins er ekki sízt eftirtektar verð fyrir þá sök að Framsóknar flokkurinn hefur verið í stjórn- arandstöðu í heilan áratug og hin síðari árin hafa verið nú- verandi ríkisstjórn býsna erfið vegna efnahagsáfallanna. Samt sem áður meta Framsóknarmenn vígstöðu sína svo, að þeir treysta sér ekki að ganga til kosninga án stuðnings annarra og segir það skýrari sögu um ástandið innan Framsóknarflokksins um þessar mundir en flest annað. Kapparnir undir pilsfaldinum Það er lítii kurteisi að neita að tala við menn ef þess er óskað en vera má, að það sé ekki af kurteisi einni, sem Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson hafa tekið boði Framsóknar um viðræður. Þessir tveir menn hafa ítrekað gefið yfirlýsingu þess efnis að þeir hyggðust efna til skipulegra stjórnmálasamtaka í einhverri mynd. Skömmu fyrir jól lýsti Björn Jónsson yfir því í áheyrn alþjóðar við lok útvarps umræðna, að áður en þing kæmi saman á ný mundu þeir félagar hafa skipað svo sínum málum, að þeir hefðu rétt tii þátttöku í útvarpsumræðum. Þetta þýddi annað hvort stofnun þingflokks eða yfirlýsingu um að þeir tví- menningarnir teldust utan flokka. Málgagn Björns Jónssonar á Akureyri hefur hvað eftir annað lýst yfir því að stofnun nýrra stjórnmálasamtaka væri á næsta leiti. Enn hefur ekkert gerzt annað en viðræöurnar við Fram- sékn. Leiði þær til samninga mun mörgum þykja lítið hafa lagzt fyrir kappana tvo og að hér verði á ferðinni sannkallað „hræðslubandalag" til orðið af gagnkvæmum og sameiginlegum ótta þeirra, sem að slíku banda- lagi stæðu um pólitíska stöðu og framtið. Upplausnin algjör Þessar viðræður sýna ásamt öðru, að upplausnin i herbúðum stjórnarandstæðinga er algjör. Framsókn þorir ekki að ganga ein til kosninga af ótta við dóm kjósenda. Hannibal og Björn vita ekki sitt rjúkandi ráð. Kommún- istar eru enn að klofna upp í smærri einingar þar sem er starf semi hinna nýju landssamtaka sósíalista og ágreiningur í verka lýðsforustu þelrra er magnaður. Þannig er stjórnarandstaðan á sig komin 10 árum eftir valdatöku 1 núverandi rikisstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.