Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 2
2 MOEGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 15. APRfL 1999 Þrettán hross drápust eftir ormaíyfsgjöf ÞRETTÁN hross drápust á hrossaræktarbúinu á Kirkju- bæ á Rangárvöllum fyrir rúm lega hálfum mánuði. Gerðist það eftir að þeim hafði verið gefið inn ormalyf. Morgunblaðið sneri sér til Karls Kortssonar dýralæknis á Hellu, en hann sagði að ormalyfið hefði verið gefið án samráðs við dýralækni og hefði ekki verið haft samband við hann sem héraðsdýra- lækni eftir að hrossin dráp- ust. Tvö hræ voru send til krufningar að Keldum og er Mbl. hafði samband við Pál A. Pálsson yfirdýralækni sagð ist hann ekki geta gefið nein- ar upplýsingar á þessu stigi málsins. Féll milli skips og bryggju LAUST eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags féll maður milli skips og bryggju við hafskipabryggj- una í Stykkishóimi. Náðist hann upp og var hann fluttur í sjúkra hús en síðdegis í gær var hann fluttur flugleiðis til Reykjavíkur og liggur nú í Landspítalanum, þungt haldinn af lungnabólgu. Maðurinn, sem er skipverji á mb. Björgvin var að fara um borð í bátinn er hann féll í sjó- inn. Félagi hans sá er hann féll Ársæll Sveins- son útgerðnr- moður lútinn ARSÆLL SVEINSSON útgerð- armaður í Vestmannaeyjum lézt í gær, 75 ára að aldri. Hann var einn af kunnustu athafnamönn- uim í Vestmannaeyjum og heið- ursborgari staðarins. Ársæll hóf ungur sjómennsku, var skipstjóri og stundaði útgerð og stofnaði og stjórnaði Skipa- smáðastöð Vestmannaeyja. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum útgerðarmanna og sat í stjórn- um margra félaga. Hann var m. a. formaður Bátaábyrgðafélags Vestmannaeyja um langt skeið og var um árabil framkvæmda- stjóri Björgunarfélags Vest- mannaeyja. Ársæll var eindreginn stuðn- og reyndi strax að bjarga honum en lágsjávað var og erfitt um vik. Mun skipverjinn því hafa verið búinn að vera nokkra stund í sjónum er félagi hans náði til hans og tókst að koma honum upp á þverslá, sem er á bryggjuhausnum og þaðan var honum síðan bjargað. Var hann þá meðvitundarlaus, en lögreglu bíll, sem kominn var á staðinn flutti hann hið skjótasta í sjúkra hús. ingsmaður Sjálfstæðisflokksins og gegndi þar mörgum trúnaðar störfum. Sat hann í bæjarstjórn um nær þriggja áratuga skeið og var m. a. forseti bæjarstjórn- ra. Kona hans, Laufey Sigurðar- dóttir lézt árið 1962. Komandi kynslóð gæti átt það til að vera miklu gagnlegri en við — Nokkurra mínútna mál hjá Carl O/sen aðalrœðismanni eftir 60 ára dvöl hér í GÆR voru liðin sextíu ár síð an Carl Olsen aðalræðismaður kom hingað fyrst. Er hann okkur af ýmsu góðu kunnur eftir langan starfsferil, og hverigi nærri hættur i starfi eða styrkleika þótt næsta afmæli fyllj ní- unda tuginn. Hann var fús til að segja nokkur orð við blm. Morgun- blaðsins, þótt annríkt ætti í skrifstofu sinni við Pósthiús- stræti og sagði hann m. a.: — Eftir 90 ár í íslenzku þjóðlífi finnst mér það ganga auðvitað bölvanlega í dag. Það hefur allt verið á niður- leið síðan 1966, og það eru víst ekki margir, sem ekki hafa hugsað það. — Það er alltaf hægt að finna að hlutunum. Ég vona að það sé líf eftir þetta líf. Ef svo er ekki tii hvers vor- um við hérna þá? — Tja ég á víst gott, og á marga vini. En ég ar mú ekki svo fáfengilegur og hégóm- legur, að ég álíti, að einhver ætli að fara að hlaupa upp marga stiga, bara til að sjá framan í mig, gamlan mann- inn. — Ég ætla að stinga af eft- ir nokkra daga og syngja í skógum Danmerkur. Já, ætla að eyða nokkrum íslenzkum krónum og kaupa fáar dansk ar brónur fyrir, og reyna að vera í mánuð. En þegar ég fæ ekki nema átta danskar krónur fyrir hundruð íslenzk ar, þá er nú lítið eftir, ekki satt? Slæmt er með gengisfelling ar og verst með aumingja, aldraðar manneskjuir, sem hafa nurlað saman af natni í mörg ár til að leggja fyrir. Nokkra aura hafa þær klipið af framfærslueyri sínum til að eiga eitthvað upp á að hlauipa og gleðja sig við eftiir langt strit, og nú verður það allt að engu. Þetta er nú hlutanna eðli, og menmirnir ekki fullkomn- ari en þeir eru. — Já, því ekki, þegar nóg er af fiski kringum landið að leyfa sjómönnunum út að fiska. Láta þá og hina svo berjast, þegar þeir eru búnir að leggja upp öll þau verð- mæti, sem fást? Ef þeir þá hafa nokkurn áhuga fyrir því, þegar þar að kemur. — Mér finnst þefr taka ranga stefnu bara til þess að eyði- leggija landið. Ég veit það svo vel, að þeir vilja fella stjórn- ina, en það kemur allt niður á hagsmunum landsins. — Ég veit lítið um Biafra, því að þangað hef ég aldrei kiomið, en það er víða eyrnd að finna, og gott og blessað að vera gjafmildur og hjálpa öðrum. Það ber að virða. — Það er ekki auðvelt að segja um það eftir sextíu ár, hvort maður hefði ef til vill getað fundið sér eitth'vað annað starf. sem betur hefði farið. Ég geri ráð fyrir, að ég hafi ekki eytt tímanum til einskis. — 1916 var hér mikið starf framundan og mikið að byggia upp. í húsbyggingum varð til dæmis. að blanda hverja einustu fötu af steypu og flytja hana með handafli á áfangastað. Það var allt erfiði þá. Þó tók ekki nema sjö mánuði. að byggia hús. — Þá var lítið um stevpujárn hér, og ég þurftj i kringum landið til að finna slíkt ef það vantaði. __ Ég hef ekki spor vit á málum unga fólksins. Það er engin reynsla komin á það. En það getuT sko vel verið, að það eigi eftir að koma og gera miklu betri hluti, en við. Það sannast á sínum tíma. — Ég sé ekki eftir þeim sextíu árum, sem ég hef ver- ið héT. Þvrt á móti. Ég vona, að ég hafi eitthvað lagt af mörkurn til velferðar lands- ins og framtíðar. En enginn er dómbær á eigin verknað . — Fyriir 11 árum fór ég frá Nathan og Olsen, og helgaði mig stjómarformannsstörfum hjá Almennium tryggingum h.f. og hef haft skrifstofu hér siðan. — Hér er gott fólk. Carl Olsen á heimili sínu. Ég hef alltaf verið léttur í lund. Ég þoli ekki geðillsku, og hef því alltaf reynt að plokka fremur eitthvað af léttari hlið lífsins. Víst hefur það verið gam- an. Einu s'inni ræktaði ég upp landið í Laugardalnum, 30 dagsláttur, og fékk ég níu hundruð hesta af heyi af land inu. Ég veit ekki nema Thor Jensen hafi haft áhrif á mig í þessurn efnum. Seinna átti ég tvær jarðir í Ölfusi, hverja á fætur ann- arri. Það voru Þórodidsstaðir, og síðan Kirkjuferja. Það var indæl jörð, sem ég sá eftir að fara frá. En það var ekk- ert annað um að gera á þeim tírna. Ég ætlaði að rækta hana alla upp, skipta henni síðan í smiá skika, til þess að gera ungu fólki kleift að byrja búskap, en svona fór það nú. Ég varð að selja, og síðan ekki söguna meiir þar. En ég hef aldrei séð eftir því að'hafa sezt hérna að. Sovétleppurinn í Ungverjalandi segir Tékkóslóvök- um fyrir verkum í FRÉTT frá Moskvu í gær er frá því skýrt að Janos Kadar, flokkseliðtogi ungverskra kommúnista hafi ráðizt harð- lega á leiðtoga Tékkóslóvakíu fyrir að sýna and-sósíalískum öflum þar í landi allt of mikla linkind, eins og komizt er að orði. Ummæli þessi eru höfð eft- ir Kadair í Pravda, málgagni sovézka kommúnistaflokksins. Segir blaðið að Kadar hafi krafizt þess að miðstjórn tékkóslóvakíska flokksins og ríkisstjórnin 1 Prag taki nú ákveðna afstöðu til varnar hagsmunum sósíalismans. Held ur Kadar því fram að andstað- an í Tékkóslóvakíu gegn Sov- étríkjunum og mótmælaað- gerðir þar í fyrra mánuði hafi vakið andstyggð ungversku þjóðarinnair. „Það er sannfær- ing okkar að flokkurinn og ríkisstjómin í Tékkóslóvakíu verða að sýna festu og bar- áttuvilja gegn öllum hægri- sinnum, and-sósí ölsk um og þjóðemissinmuðum öflum", sagði Kadar í viðtali við Pravda. f sambandi við þessi um- mæli er rétt að minnast þess lítillega á hvern hátt Kadar komst til valda í heimialandi sínu, Ungverjalandi, en það var eftir misheppnaða tilraun þjóðariamar í október 1956 til að hrinda af sér oki komm- únista og kveikja frelsisglætu í landinu. And-kommúnísk bylting var gerð í Ungverja- landi í síðustu viku október- mánaðar 1956, og leiddi hún til myndunar nýrrar ríkisstjóm ar allra flokka undir forsæti Imre Nagy. Féllst þessi nýja ríkisstjórn á kröfur þjóðarinn air og hét því að efna til frjálsra kosninga í landiniu, að samningar yrðu teknir upp við Sovétríkin um brottflutning sovézks herliðs, að Unigverja- liand segði sig úr Varsjárbanda laginu, og að stjómin tæki upp hlutleysisstefnu. Þegar þessi nýja ríkisstjórn var mynduð, var jafnframt tilkynnt að Janos Kadar 'hefði tekið við ebmætti aðalritara ungverska verkamanriiaflokks- inis, og var Kadar talinn frjális lyndur kommúnisti. Kadar hafði um áratug áður veirð skipaður innanríkisráðherra, og gegndi því embætti þar til árið 1950 þegar hanh var hand tekinn og sakaður um land- ráð og „Tító-isma“. Var mál hans aldrei tekið fyrir, en hon um haldið í fangelsi þar til eftir lát Stalíns. Stjóm Nagys varð sikam,m- líf, því sovézkir skriðdrekar réðust inn í Búdapest og sov- ézkum hermön/num tókst að drekkja frelsisþrá un.gversku þjóðarinnar í blóði 4. nóvem- ber þrátt fyrir hetjulega bar- áttu hennar. Imre Nagy og samstarfs- menn hans flestir voru hand- teknir. Sagði Moskvuútvarpið svo frá að stjórn Nagys hafi fallið vegna þess að margir „saniniir föðurlandsvinir" inin- an hennar hefðu sagt af sér. Meðal þeirra, sem sneru baki við Nagy þegar sovézki her- in-n sótti inn í höfuðborgina, var Janois Kadar, og skýrði MoSkvuútvarpið frá því þenn- an sama dag, 4. nóvember 1956, að bamn hefði myndað nýja ríkisstjóm í landinu. Eftir að frelsisbyltingin hafði verið bar in niður með sovézkum skrið- drekum, hófust gífurlegar of- isóknir í Ungverjialandi, og gerðist Kadar þá leppur inn- rásairiliðsins sovézka. Imre Nagy og fylgismieinn hans hurfu af sjónarsviðiinu, og fréttist ekki af Jíeim fyrr en nærri tveimur árum siíðar, þeg ar tillkynnt var í Búdapæst áo Nagy hefði verið dæmdur til dauða fyrir aðild sína að upp- reiisninni í Ungverjaliandi, og að hann hefði verið tekinn af lífi. Janos Kadar gekk í lið með fjandmörunum ungversku þjóð arinnar á neyðartímum og sveik vini sína og samstarfs- menn. Hann hefur ekki tran- að sér mikið fram á alþjóða- vettvangi, en skiljanleg er að honum mislíki frelsisbarátta í Tékkóslóvakíu, enda gekk hann í lið með Sovétríkjun- um og sendi ungverskar her- sveitir til þátttötou í innrás- inni í Tékkóslóvalkíu í ágúat í fýrra. Hefur hann verið læri feðrum sínum þarfur þjónn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.