Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 19©» tjltgefandi H.f. Anvafcur, Reykjavtíik. Frflmfcvæmdastj óri Haraldur Sveinsson. ŒUtsbj órar Sigurður Bjamason frá Viguir. Matth'ias Johanness'en. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjámarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson-. Fréttaatjóri Björn Jóíhannssoni. Auglýsihgaatjoxi Arni Garðar Kristmssoin. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími lO-löð. Auglýsingar Aðalstræti 6. Síml 212-4-80. Aafcriiftargjald kr. 100.00 á mánuði innanilands. 1 lausasjöiu kr. 10.00 eintafcið. VIKA TIL STEFNU %7'erkalýðssamtökin hafa nú ’ tekið ákvörðun um frek- ari verkfallsaðgerðir, sem hefjast eiga hinn 21. apríl n.k. og verður þar um svonefnd keðjuverkföll að ræða, sem framkvæmd verða þannig að ákveðnar starfsgreinar boða vinnustöðvun nokkra daga í senn. Ljóst er því að aðilar kjaradeilunnar og sáttanefnd in hafa eina viku til stefnu til þess að ná samningum, án þess að veruleg truflun verði á atvinnulífi landsmanna. Verkfallsaðgerðir í hvaða mynd sem þær eru fá ekki breytt þeim tiltölulega ein- földu staðreyndum, sem við blasa í efnahags- og atvinnu- lífi okkar. Þjóðin hefur á sl. tveimur árum orðið fyrir meiri áföllum en dæmi eru um meðal annarra þjóða, sem standa á svipuðu stigi og við íslendingar. Við getum með engu móti skotið okkur und- an því að taka afleiðingum þessara áfalla. Þær hljóta með einum eða öðrum hætti að koma fram í kjaraskerð- ingu hjá landsmönnum öll- um. Enginn áróður, engar blekkinigar né verkföll geta breytt hér nokkru um. Stað- revndirnar blasa við og ekki tjóir annað en horfast í augu við þær. Það sem mestu máli skiptir hins vegar er að treysta á ný grundvöll efna- hags- og atvinnulífs lands- manna. Að því marki hafa aðfferðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum beinzt á und anförnum mánuðum, og þess sjást þegar merki, að þessar ráðstafanir eru farnar að bera árangur- Á næstu mán- uðum mun það þó koma enn betur í ljós, verði verkfalla- aðgerðir og óraunh^far kröfu gerðir ekki til þess að að spilla því. sem þegar hef- ur áunnizt og grundvöllur hefur verið lagður að. Mbl. hefur áður bent á, að í grundvallaratriðura er víð- tækt samkomulag um, að nýir kjarasamnimrar hljóta fyrst og fremst að bvggjast á kjarabótum til handa hinum lægstlaunuðu. Samn ingavið- ræður hafa þegar -taðið það lengi, að grundvöllur ætti að vera fyrir hendi t.il þess að ná sh'kum -amningum. Jafn- vel þótt verkalýð-^'amtökin hyggi ekki á almennar verk- fallsaðgerðir nú þegar, er ljóst, að hin fvrirhuguðu keðjuverkföll munu valda töluverðri tr’:’ flun í atvinnu- lífinu og mar'nns'legum óþæg indum. Þjóðin þarf á öl'lu öðru að halda nú en verkföll- um, og þess vegna er það von allra landsmanna að samning ar takist í þessari viku. ÁRANGURSRÍK UT ANRÍKIS- STEFNA Ý viðtali, sem Mbl. átti við Bjarna Benediktsson, for- sætisráðherra á 20 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins í Washington gerði forsætisráð herra að umtalsefni þýðingu þess fyrir ísland að hafa gerzt aðili að Atlantshafs- bandalaginu í upphafi og sagði: „Þegar ég nú er hér 20 árum eftir undirskrift Atlants hafssáttmálans er mér efst í huga þakklæti yfir því að hafa átt þátt í því að íslend- ingar mörkuðu sér rétta utan ríkisstefnu með þátttöku í 'NATO. Ég gat þess í ræðu minni ( á fundi utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalags- ríkjanna) að ég liti ekki til baba til neins atburðar í stjómmálalífi mínu með meiri ánægju en þess, þegar ég stuðlaði að aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Nú hefur sannazt, að sú stefna var rétt og starfsemi banda- íagsins hefur í öllu því sem máli skiptir borið árangur, en cí bandalagið sundraðist nú, væri þetta allt unnið fyrir gýg. Þess vegna verða allir að leggja sitt af mörkum til þess að treysta NATO. Ég hef haft af því óblandna ánægju að koma hér aftur að tveimur áratugum liðnum og hitta menn að máli.“ DJÚPSTÆÐ ANDÚÐ i tburðimir í Tékkóslóvakíu að undanförnu sýna glögglega að geysileg átök eiga sér stað að tjaldabaki, bæði innan Kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu og einn ig milli ráðandi afla þar í landi og Sovétríkjanna. Viðbrögð ahnennings í Tékkóslóvakíu við sigri Tékkóslóvaka yfir Sovétríkj- unum í ísknattleik eru vís- bending um þá djúpstæðu gremju, sem ríkir meðal al- þýðu manna þar í landi vegna yfirgangs og ofbeldis Sovét- ríkjanna og fylgifiska þeirra og jafnframt öruggt merki þess, að hernám Sovétríkj- anna hefur ekki orðið til þess yjsj UTAN ÚR HEIMI Norsku laxárnar í hættu — vegna ofveiði á landgrunninu MARGIR noriskir bænidur hafa löngum haft drjúgar fcekj'Ur a-f laxveiði, þó enga ættu þeir laxána. Þetta etru bændiur á sjávarbýlum, sem á vorin veiða lax úti á sjó og inni á fjörðuim, ýmist í net eða á lóð, þegar hann er á leið upp í árnar til að hrygna. Þessi óskiljanlegi öfugugga bátbur hefur lengi verið lax- áreigendum þyrnir í auga. — Það segir sig sjálft, að lax sem drepinn er áður en hann kemst í árnar eykur ekki kyn sfi'tt, enda er það sannanlegt að ár, sem fyrrum voru tald- ar góðar laxár, eru nú orðn- ar laxlausar og í öðrum hef- ur veiðin farið þverrandi. —- Þær laxiár, eru nú orðnar lax- lausar og í öðrum hefur veið- in farið þverrandi. Þær laxár sem nú eru taldiar beztar, eiru nær eingöngu í Niorður-Nor- egi, því að ránshendur þeirra sem veiða lax í sjó, teygðu sig ekki svo langt. Ofan á þetta hefur svo bætzt að á síðari árum er fjöldi útlendinga, einkum Danir, byrjaður að veiða lax fyrir utan landlhelgisl'ínuna. í fyrra munu á 2. hundrað dönsk skip stundað þesisa veiði og allmörg sænsk. Og þessi skip hafa mokað upp laxinum, aðallega úti fyrir Mæri og Þrændalögum. Þessi sjávarveiði veldiur áhyggjum, þeim sem varð- veita vilja laxárnar. En bann gegn veiðinni fyrir utan land helgi er óframkvæmanlegt nema alþjóða-samkomulag náist um það, og vinma Norð- menn nú að undiribúningi Iþessa máls. Hins vegar er það á valdi .Norðmanna að afstýra veið- inni innan landhelgi, og óskiljanlegt að þeir skuli ekki hafa gert það fyrir löngu. En í vetur samibykkti Stórþingið loks lög um all- miklar takmarkanir á þessari veiði. — Það er landbúnaðar- ráðherrann sem annast lax- veiðimálin. En jafnskjótt og það var gert, létu laxveiði- 'bændurnir til sín heyra. Þeir 'sneru sér til Moxness fiski- málaráðherra og mótmæltu lögunum og sögðust mundu virða þau að vettugi. Sumir 'fullyrtu að þetta væru eign- arránsiög, því að jarðir 'þeirra yrðu óbyggilegar af 'þeir misstu tekjurnar af lax- veiðinni. — En ríkisstjórnin hefur daufheyrzt við kröfum þeirra ennþá, en lofar frekari rannsókn í málinu. Joakim Harstad, fyrrver- andi veiðimálastjóri hefur lát ið álit sitt í ljósi í sam- bandi við deiluna um laxveið ina: — Noregur getur óhikað talið sig forustuland að því er rannsókniir á laxi snertir, segir Harstad. — Fyrir alda- mótin var byrjað á víðtækum laxaimerkingum, en árið 1909 er þess fyrst getið, að veiðst hafi merktur lax. Til þessa hafa yfir 100.000 laxaseiði og fcringum 16.000 laxar verið merkt hér, og það sem veiðst hefur aftur af merktum laxi hefur gfið okkur góðan grund völl til að draga ályktanir af. En þegar sjóveiðimenn kvarta undan að rannsókn- ir séu ekki gerðar á laxagöng um í sjónum, þá byggist þetta á þ'vá, að hér er um tvenn sjónarmið að ræða. Annað veit að því að finna laxinn til að drepa hann. En hitt veit að því að finna grund- völl að því að fjölga honum — að varð'veita og skapa í stað þess að uppskera og eyða. Það hefur ekki verið neitt vakandi áhugi fyrir því að rannsaka laxinn í sjónum, vegna þess að stofninum fjölgar ekki þó maður kynn- ist honum á hagbeitarslóðum hans í sjónum. Það er í ánum sem laxinn fæðist. Þar er hann uppsprottinn og þar er hægt að gera ráðstafanir til að varðveita s-tofninn og auka hann. Það er ástæðulaust að rannsaka laxinn í sjónum, þ'ví að hann kemur aiftur það an, og að jafnaði í ána sem hann fæddist í. A-uk þess er hægara og hagvænlegra að veiða laxinn í ánni en úti sjó. Því hefur verið haldið fram að laxinn sem kemur upp að Noregisströnd þurfi ekkj endi lega að vera klakinn í norsk- um ám. En hér er því til að svara, að af þeim laxi sem merktur hefur verið í Noregi, alla leið frá Mandal til Finn- imerkur og veiðst hefur aftur, eru það aðeins 3% sem veiðst hafa erlendis. En 97% af end-1 urveiddum laxi hefur veiðst í norsfcum ám ða við Noregs- strönd . . . Það eru því engar öfgar þó sagt sé, að laxinn sem veiddur er á línu eða í reknet við Noregsströnd, sé fæddur í norskum ám — eða framileididur í Noregi, segir veiðimálastjórinn. Esská. — Ræða Ingólfs Framhald af hls. 14 VAXANDI SKILNINGUR FÉLAGASAMTAKA Það sem skiptir ekki minna máli heldur en aukið fjármagn og verður farsælast til framlbúð- ar, er vaxandi skilningur félaga- samtaka og almennings á þvi þjóðþrifamáli, sem landgræðsla, gróðurvernd o'g ræktun landsins er. Aukinn skilningur á gildi jarðargróðurs og landbúnaðar í þjóðarbúskapnum ber vott um vaxandi menningu, meiri víðsýni og skilning á mikilvægu þjóð- félagsmáli. Ungmennafélag ís- lands og Lionshreyfingin ásamt fleiri félagssaamtökum hafa sýnt mikilsverðan áfhuga fyrir gróðurvernd og uppgræðslu. Hafa ýms félög Lagt fram virð- ingarverða sj álflboðavinnu undan farin tvö sumur, við dreifingu að draga kjark úr Tékkum og Slóvökum. í hinni blóðugu sögu so- vézkra yfirráða í A-Evrópu eru þess engin dæmi að fólk haifi ögrað hinu volduga heimsveldi með þessum hætti og sú staðreynd að þeir menn eru enn við völd í Tékkó- slóvakíu, sem höfðu forustu um umbótastefnuna, sýnir að Sovétríkin standa ráðþrota gagnvart þessari almennu and stöðu fólksins í Tékkóslóvak- lu. áburðar og fræs, í land, sem ver ið er að græða upp. Á sl. ári tóku 250 manns þátt í slíkri sjálfboðavinnu og var á þann hátt sáð um 70 t af áíburði og 5t af fræi í 250 ha lands. Land græðslan lagði til áburð og fræ í þessu skyni. Gert er ráð fyrii að þátttaka félagssamtaka í þessu starfi verði miklu meiri á komandi sumri en áður. Yfirleitt er nú notuð véltækni og nútíma- hagræðing við Landgræðslu- og gróðrarverndarstarfið. En þann- 10 hagar víða til, að tækni verð- ur naumast við komið, og er þá full þörf fyrir mannshöndina við landgræsluna. Það er ómetan- legt, hversu áhugi manna fyrir þessum málum hefir vaxið í seinni tíð. Ungmennafélögin voru stofnuð upp úr síðustu aldamót- um af eldlegum áhuga fjölda manna, fyrir því að gera ísiand að betra iandi með því að vinna því alit, eins oig kjörorð Ung- mennafélaganna hefir alltaf ver- ið. Hreyfingin er sprottin af hug sjónum og eldlegum áhuga fyr- ir hverskonar framförum í Land inu. Skógræktin og ræ'ktunar- málin voru þá ofarlega á dag- skrá eins og nú. Það er vei að nú virðist aá álhugi, sem var ein- kenni Ungmennafélaganna á fyrsta og öðrum tuig þessarar aldar, en sem talinn var hafa dofnað á tímabili, virðist hafa vaknað með sama hugarfari og einkennt- hefir ungmennafélaga- hreyfinguna, þegar ungmenna- félögin létu mest að sér bveða. Það er vissulega ánægjulegt, að mörg önnur félagssamtök virð- ast starfa með líku hugarfari og ungmennafélögin. NAUÐSYN AÐ HERÐA RÓÐURINN Það er skoðun margra og ver- ið um það rætt, að þrátt fyrir mikla ræktun síðari árin og áð- stafanir til landgræðslu, skóg- ræktar og gróðurverndar hafi eyðingaröflin enn sem komið er yfirhöndina og að enn blási meira upp af landinu en það, sem við bætist af nýjum gróðri árlega. Ég er það bjartsýnn, að telja megi vafa á, að málum sé þannig háttað. Víst mun vera erfitt að sýna fram á með fuil- um rökum að eyðingin sé árlega meiri heldur en það, sem gróður akningu nemur. Um þetta þarf ekki að þrátta, því allir eru sam mála um, að eyðingaröflunum verður enn of mikið ágengt og að þjóðfélagslega nauðsyn ber til að herða róðurinn fyrir upp- græðslunni og hefta uppblástri og eyðingu jarðargróðurs. Ráðstefna sú, sem nú er hafin mun eiga sinn þátt í því að auka skilning á þessum málum. Þátt- taka almennings og margra félagasamtaka í heilladrjúgu starfi lofar góðu um framtíðina. Takmarkið er, að græða upp fold arsárin og gera ísland að betra landi fyrir núlifandi og kom- andi kynslóðir. Að beita sér fyrir því með öll- um tiltækum ráðum, er vissu- lega mikiivægt og verðugt verk afni, fyrir unga og aldna, kon- ur oig karla. Áhugi þjóðarinnar og skilningur á mikilvægi máls- ins er nú þegar fyrir hendi. Þess vegna mun fullur . sigur vinnast og iangþráðu takmarki verða náð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.