Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRfL 190» 17 Róðstelno um gróðureyðingu og lundgræðslu: Hver maöur greiöi skuldina við landið Hið íslenzka náttúrufræðifélag og Æskulýðssamband tslands efndu um helgina til ráðstefnu um gróðureyðingu og land- græðslu í Norræna húisnu. Sóttu ráðstefnuna 90—100 manns og urðu mjög fjörugar umræður auk þess sem flutt voru 8 fróðleg framsöguerindi. í upphafi fundar flutti landbúnaðarráðherra Ing- ólfur Jónsson stutta ræðu. t lok fundarins var lögð fram og samþykkt ályktun, þar sem fram kom að menn voru ein- huga um nauðsyn þess að klæða landið aftur gróðri og að þrátt fyrir ýmsar skoðanir á aðferð- um voru allir á einu máli um að efla þyrfti skilning og auka samvinnu þeirra, sem að þess- um málum vinna. Einnig var sam- þykkt tillaga um að kjósa nefnd til undirbúnings landssamtaka um þátttöku almennings í land- græðslustarfinu. Fer ályktun ráð stefnunnar hér á eftir: Gróðiur og jarðvegseyðing hef ur orðið gífurleg hér á landi síð an um landnám og meiri en víða í öðrum löndum. Alitið er að á þessu tímabili hafi gróður og jarð'vegur eyðz-t af svæði sem svarar til 1/3 af stærð landsins. Gróðri þeim, sem enn er óeyddur, hefur jafnframt víða hrakað mikið. Gróðureyðing in er hægari nú en áður vegna landgræðslustarfsins, en engu að síður er hún þó emn geigvænleg. Þetta stafar m.a. af því, að gróður landsins er enn nýttur af handahófi og víða umfram það, sem hann þollir, en gróður er viðkvæmur vegna legu landsins, og jarðvegurinn mjög fokgjarn vegna upprurua síns. Þess vegna er það frumskilyrði fyrir allri gróðurvernd, að gróðurinn sé ekki ofnýttur. Lög um skógrækt og sand- tglræðslu voru sett árið 1907, en áð ur höfðu ýmsir einstaklingar reynt að spyrna fótum við eyð- ingunni. Nú starfa að landgræðslumál- um tvær stofnanir: Landgræðsla níkisins og Skógrækt rí'kisins. Félög áhiugamanma hafa einnig lengi unnið að þessum málum, m.a. höfðu ungmennafélögin frá upphafi landgræðslu á stefnuskrá sinni. Frá því árið 1930 hefur Skógræktarfélag íslamds haft for ystu um að sameina almennirng um gróðurvernd og skógræktar- mál. Fleiri félög vinna nú að landgræðslu, t.d. Lionshreyfing- in. Rannsóknarstofnun landbúnað arins hefur undanfarin ár unn- ið að rannsóknum í gróðurvernd og landgræðslu og Rannsóknar- stöð Skógræktar ríkisins að Mó- gilsá hefur nýlega verið sett á stofm. Landgræðsla ríkisins hefur girt 75 'landssvæði í 12 sýslum, sem samtals friða um 1500 km 2. Sum þessara svæða eru þegar full- gróin. Hefuir tefkist að rækta víð- áttumikill, örfoka landssvæði og breytá þeim í nytjalönd. Skógrækt ríkisins hefur frið- að mörg h'elztu skógleindi lands- ins og skóglaus landsvæði til gróðurverndar og ræktunar ný- skóga. Lönd innan skógræktar- girðingar eru nú 320 fenkm. Báðar þesisar stofnanir hafa unnið að því að auðga gróður- ríki landsins með innflutningi nýrra tegunda, en tegundafæð landsins er m.a. afleiðing af ein angrun þess. Ráðstefnan ályktar eftirfar- andi: Kynna þarf landgræðslustarf semina og gróðureyðingarvanda- málin fyrir akn'Dnnimgi og hvetja fólk tiil virkrar þátttöku í gróð- urverndar og landgræðslustarfi. Alþingi og stjórn landsinis verða að gera sér ljóst, að hér er mikið alvöru mál á ferðum, sem varðar þjóðarhag í nútíð og framtíð. Fjárveiting til landgræðslu- mála hefir aldrei verið, og er ekki enn, í neinu samræmi við það, hve alvarfegt vandamál er um að ræða. Til landgræðslu og skógrækt- ar er á þessu ári varið um 25 millj. króna, sem er innan við V2 % af útgjöldum ríkisiins. Auka þarf fjárveitingar til landgræðslu að því marki, að urnnt verði að nýta betur þá starfsaðstöðu og þekkingu, sem fyrir er. Hraða þarf sem mest rannsókn um á sviði gróðurverndar og landgræðslu og tryggja að eftir niiðurstöðum þeirra rannsókna verði farið. Auka verður ræktun lands til betiar á láglendi til þess að 'létta á ofsetnum högum. Nauðsyrulegt er að skipuleggja söfnun og innflutning plantna frá heimshlutum með svipuð vaxt arskilyrði og hér eru til land- græðslu, gróðurverndar, skógrækt I ar eða annarra nytja á íslandi. Leggja þarf aukna áherzlu á kynbætur á íslenzkum plöntum til landgræðslu. Auknar verði veðurfarsrann- sóknir með til'liti til gróðurskil- yrða í landinu. Auka ber friðun skóga og kjarrllenda, sem víða liggja undir skemmdum vegna átroðnings bú fjár og illrar umhirðu. Samræma þarf betur störf landgræðslustofnana og félaga, sem að þeim málum vinina, svo að starfskraftar þe9sara aðila, og það fjármagn, sem til land- græðslu er varið nýtist sem bezt Áherzla skal lögð á, að þær opinberu stofnanir, sem vinna að landgræðslu hafi samvinnu um þá heildarúttekt á gróðureyð- ingu, sem nú er unnið að sam- kvæmt landgræðsilulögunum frá 1965. Að því loknu verði saman lamræmd áætlun um landgræðslu starfsemina. íslendingum er skylt að sporna við frekari gróður- og jarðvegs eyðingu en orðin er og að bæta landið, þanniig að því sé skilað betra og byggilegra til komandi kynslóða. Ekki er unnt að ásaka fyrri kynslóðir fyrir il'la meðferð gróð urs. Þær áttu ekki annarra kosta völ. Núlifandi kynsllóð getur hins vegar ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð, sem á henni hvíl- ir, því að nú hefur þjóðin bæði þekkingu og fjárhagslega getu til þess að kanna þessi vanda- mál og leysa þau. Á þennan hátt einan geta fs- lendingar tryggt framtíð sína í landinu, og til þess að svo megi verða ber hverjum þjóðfélags- þegn að greiða skuld sína við ætt jörðina með virkri þátttöku í gróðurverndar og landgræðslu- starfi. LANDSSAMTÖK UM LANDSGRÆÐSLU Lionsklúbburinn Baldur bar fram tillöigu um að kosin yrði 7 manna undirbúningsnefnd til und irbúnings stofnunar landssam- taka um landgræðslu og skili hún áliti fyrir maílok. Var til- lagan samþykkt og eftirtaldir (tienn kosnir í undirbúningsnefnd ina: Hákon Guðmundsson, yfir- borgardómari, Ingvi Þorsteins- son, Ragnar Kjartansson, Þor- leifur Einarsson, Karl Eiríksson Sturla Friðriksson og Jóhannes Sigmundssou JARÐVEGSEYÐING HÓFST MEÐ LANDNÁMI Ráðsbefnan var sett kl. 2 á laugardag af Ragnari Kjartans syni, formanni Æskulýðssam- bands íslands. Þá flutti Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, stutta ræðu. Fundarstjórar fyrri daginn voru dr. Bjarni Helgason og Hákon Guðmundsson. Dr. Sigurður Þórarinsson flutti framsöguerindi um sögu jarðvegseyðingar. f því rakti hann orsakir að upphafi gróður og jarðvegseyðingar á íslandi, og samhengi hennar við búsetu í landinu. Sýndi hann með línu- ritum, sem byggðust á öskulaga rannsóknum fram á, að gróður eyðingin hófst að verulegu marki þegar fljótlega eftir landnám. Hann gat þess t.d. að á tíma- bilinu 4000—2800 fyrr okkar daga hafi myndunarhraði jarð vegs verið mjög hægur vegna þess að 'land var grafið, eða 10 sm á 1000 árum. Hinsvegar eftir landnáim, þegar jarðvegur var farinn að feykjast til og fjúka, hafi þykktin orðið allt að þvi tíföld á við það sem var fyrr. Sagði Sigurðuir, að fyrir landnám hefði tiltölulega lítill uppblástur átt sér stað, nema í öskugeir- um í nágrenni við eldfjöll, þar sem vikurinn var mjög þykkur eftir gos. Hinis vegar hafi þessi landsvæði gróið upp á ný af sjá'lfu sér. SPEGILMYND AF LANGVARANDI OFNÝTINGU Þá tartaði Yngvi Þorsteinsson, magister um gróður og gróður- nýtingu á íslandi. Byggði hann mál sitt að mestu leyti á niður- Btöðum rannsókna, sem unnið hef ur verið að á vegum Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins á gróðurlendum landsins. Rakti hann eðli og tilgang þessara rann sókna og gerði í stuttu máli grein fyrir eðli og eiginleikum nú- verandi gróðurfars. Taldi hann allar líkur benda til að gróður væri ekki nema að nokkru 'leyti með þeim 'hætti sem aetti að vera, ef allt væri með felldu, en frek ar spegilmynd af langvarandi ofnýtingu gróðurlendanna víða um landið. Taldi hann að frá landnámi hefði tapast hér jarð- vegur og gróður af svæði, sem svaraði til am.k. % af stærð landsins. og bentu allar líkur til að enn væri gróðureyðingin ör- ari en það sem vinnst með sjálfs- græðdlu og endurgræðslu af manna völdum. Eina meginor- sök þessa taldi hann vera aff gróður sé enn nýttur af handa- hófi og víða langt umfram beit- arþol. Sýndi hann niðurstöður útreikninga á beitarþoli nokk- urra afrétta á Suður- og Norður landi, og kom í ljós að flestir þeirra erú ofsetnir. Taldi Yngvi fjárveitingar til uppgræðslu hvergi nærri í samræmi við um fang málsMts. SKYNSAMLEG NÝTING GRÓÐURLENDA Hjalti Gestsson framkvæmaa- stjóri Búnaðarsambands Suður- lands og ræddi um landbúnað- jnn cvg gróðurinn. Rakti hann mikilvægi gróðursins fyrir vel- ferð og framgang 'landbúnaðar- ins, og varaði við þeirri hættu, sem stafaði af gróðureyðingunni Lagði hann ríka áherzlu á að gróðurlendi væru nýtt skynsam l'ega. Nefndi hanin Þjórsárdal, sem dæmi um hve sjálfsgræðsla væri seinvirk hér á landi og' hve brýna nauðsyn bæri til að not- aðar yrðu hraðvirkari aðferðir við uppgræðslu lands. RANNSÓKNA ÞÖRF Jónas Jónsson, ráðunautur, talaði um ræiktun og gróðurskil- yrði, Gerði hann í ítarlegu máli grein fyrir því sem vitað er um g* óðurskilyrði í landimu og benti á mauðsyn þess að ítarlegri rann sóknir færu fram á þessu sviði, ekki hvað sízt á veðurfari og áhrifum þess á ræktun. Hann ræddi um fábreyti'leika íslenzka gróðurríkisins og taldi eina meg morsök hennar vera einangrun landsins. Hér gæti mannshöndin bætt stóríega úr með ræktun og kynbótum íslenzkra plantna og einnig með innflutningi erlendra ytjnjurta. og ti'lraunum með hvað hentar. Þá ræddi hann um ýms- ar ræktunaraðferðir, sem væru mögulegar hér á landi, sem verða mættu til þess að létta fjárþunga af þeim beitilöndum, sem væru ofsetin. Lagði hann sérstaka álherzlu á að slík ræktun yrði framkvæmd á láglendi, t.d. með þurrkun mýra og uppgræðs'lu sanda. Að lokum þessum framsöguer induim urðu fjörugar umræður og tóku 15 manns til máls. Komu þar fram ýmis sjónarmið. GIRT 75 FOKSVÆÐI í 13 SÝSLUM Á sunnudag stjórnuðu fund um Sturla Friðriksson og Þor- leifur Einarsson Páll Sveinsson landgræðslustjóri flutti fyrsta er indið. Rakti hann sögu Sand- græðslunnar og hvernig hún hefði breyzt með tímanum. Fyrst hefði verið stefnt að því að friða helztu foksvæðin, sem víða ógnuðu heilum sveitum. Hefði sandfokið verið heft með garð- hleðslum. Síðan hefði verið tek ið að sá í foksvæðin. Framan af var íslenzka melgrasið eina p'lant an, sem tiltæk var, en síðar hefðu aðrar grastegundir tekið yfirhöndina. Tækni við land- græðslu hefði fleygt geysilega fram, ekki hvað sízt með tilkomu áburðarflugvélarinnar fyrir nær tveimur áratugum. Árið 1965 voru sett ný lög u#m land- græðslu og heitir stofnunin nú Landgræðsla ríkisins og hefur með höndum heftingu uppblást- urs og gróðurvernd. Landgræðsl an hefur girt af 75 foksvæði í 12 sýslum landsins, sem friða samtals 1500 ferkílómetra. Eru sum þessara svæða fullgróin en önnur nýgirt. FRIÐUN SKÓGARLEIFA OG TILRAUNIR MEÐ NÝ TRÉ Hákon Bjarnason skógræktar stjóri, hóf miál sitt með því að rekja þá gróðureyðingu, sem hér hefur orðið og orsakir hennar og rakti þær til búsetunnar. Taldi hann að hér hefði verið f lengri tíma og væri enn langt- um meiri búpeningur í högum en þeir þyldiu. Síðan rakti Há- kon sögu skógræktar frá upp- hafi og tilgang hennar, sem væri tvíþættur, friðun síkógarleifa, þ. e. gróðurvernd, og hins vegar innflutningur og tilraunir með ýmsar trjátegundir frá svæðum með svipuð veðurfarsskilyrði og ei a á íslandi ti'l landgræðslu og ræktunar nytjaskóga. Hefði Skóg ræktin reynt 50 teg. erlendra trjáa, þar af 33 barrtrjátegund- ít. Af þeim hefur komið í ljós að 22 geta þrifist hér og er plant- að út um helmingi þeirra. Skóg- ræktin og skógræktarfélögin hafa friðað mörg fallegustu skóg lendi la'nldsins, og bjargað þeim frá eyðingu. Innan skógræktar- girðinga eru 350 ferkm. lands og hefur verið plantað í nær- fellt 22 ferm. Benti Hákon á að sannazt hefði að hér sé arð- vænlegt að rækta skóg til viðar- framleiðálu og hefði það verið viðurkennt með fjárveitingu til að hefja skógrækt á jörðum bænda í Fljótsdal. ÞÁTTUR SKÓGRÆKTAR FÉLAGA STÓR Snorri Sigurffsson erindreki ræddi um þátt skógræktarfélaga í landgræðslu og gróðurvernd. Skógræktarfélag fslands var stofnað á Þingvöllum 1930. Nú eru skógræktarfélög í öllum sýsl um landsins og flestum bæjar- fé'lögium og félagatala 7500. Skóg ræktarfélögin hafa látið gróð- urvernd til sín taka frá upp- hafi pg taldi Snorri að nýmæli þau sem tekin hafa verið inn í lamdgræðslulögin væru ekki sízt að þakka þeirri viðleitni skóg- ræktarfélaganna í orði og verki. Með tímanum hefði orðið breyt- ing í stefnu skógræktarfélaganna þannig að starfið væri nú mark- vissaira og plantað í stærri og samfelldari svæði. Er nú búið að planta í 1800 ha lands af þeim 5300 sem félögin hafa girt. Framhald á bls. 21 Frá ráffstefuunni um gróff ureyffingu og landgræffslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.