Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 11
MOROUNB LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1909 11 Skákeinvígi þeirra Petrosjans og Spasskys um heimsmeistaratitilinn — hefst í Moskvu 14. apríl n.k. Fjórtánda apríl næstkomandi hefst í Moskvu einvígi um heims- meistaratitilinn í skák, milli Petrosjans, núverandi heims- meistara, og Spasskys, sem hlut- skarpastur varð á Kandídatamót- inu í fyrra. Þeir Petrosjan og Spassky tefldu einnig einvígi um heimsmeistaratitilinn vorið 1966, og tókst þá Petrosjan áð verja titil sinn, eftir tuttugu og fjög- urra skáka harðvítuga baráttu. Hlaut hann þó aðeins einum vinn ingi meira en Spassky, eða 12% gegn 11%. Hins vegar hefðu hon um nsegt 12 vinningar, þar sem heimsmeistari heldur titli sínum að iöfnum vinningum. Eins og ekki er óalgengt, þegar menn fylgjast með spennandi og harðvítugri keppni, þá skiptust skákmenn og skákáihugamenn um allan heim allmjög í tvo flokka, þar sem annar hélt með heimsmeistaranum, en hinn — og líklega sá fjölmennari — með áskorandanum. Og þegar svo litlu munar, eins og í síðasta einvígi, þá eru þeir, sem halda með þeim sem tapar, í standi til að benda á þessa eða hina skák- ina í einvíginu og segja: „Þessa átti hann nú að vinna. Það var nú heldur betur heppni hjá heimsmeistranum að tapa ekki þessari skák. Spassky var hinn móralski sigurvegari ein,vígisins.“ Á sama hátt bentu þeir, sem héldu með Petrosjan á skákir, sem hann hefði „að réttu lagi“ átt að vinna, en urðu bara jafn- tefli: „Petrosjan átti í rauninni að vinna með meiri mun“ segja þeir. — Þannig má auðvitað endalaust þrátta, en þeirri stað- reynd varð ekki haggað, að Petrosjan tókst að halda titlin- um, þótt mjóu munaði að vinn- ingatölu. Fleiri spáðu Spassky en Pet- rosjan sigri 1966. Ekki verður sagt, að þær spár virtust alveg út í hött. Spassky var nýbúinn að sigra í útsláttareinvígi þrjá mikla skákgarpa, alla með tals- verðum yfirburðum. Það voru Keres, Geller og Tal. Petrosjan hafði hins vegar ekki unnið neina umtalsverða sigra, af heims meistara að vera, síðan 1963, er hann vann heimsmeistaratitilinn af Botvinnik. Þótt vitað væri, að Petrosjan var allra manna örugg astur í skák — gerði að vísu mik ið af jafnteflum, en fágætur við- burður, ef það tókst að sigra hann — þá voru þeir þó í meiri- hluta, sem töldu, að Spassky byggi yfir svo miklum slagkrafti, að jafnvel þetta mikla öryggi heimsmeistarans yrði nú undan að láta. Að þessu sinni — í komandi heimsmeistaraeinvígi, — eru þeir þó líklega hlutfallslega enn fleiri, sem spá Spassky sigri en 1966. I fljótu bragði kann það að virð- ast kynlegt, þar sem dómur reynzlunnar féll á annan veg fyrir svo skömmum tima. Sé betur að gætt, verður þetta þó skiljanlegra. Fyrst verður þá au’ðvitað að hafa í huga, að einungis munaði einum virmingi á keppendum í einvíginu 1966. Hreint tölulega séð, skorti Spassky þannig að- eins herzlumuninn, til að verða heimsmeistari þá. í öðru lagi, þá voru sigrar Spasskys í útsláttareinvígjumrrn á síðasta ári ennþá meira sann- færandi en 1965. Hann byrjar á að sigra Geller með 5% gegn 2%. Tapar engri skák fyrir honum. Þá tekur hann Larsen og sigrar hann einnig með 5% gegn 2%. Tapar aðeins einni skák í því einvígi. Loks sigrar hann hinn geysisterka rússneska stórmeist- ara Korchnoj, mann sem hafði áður unnið Reshevsky og Tal í sínum tveimur fyrstu útsláttar- einvígjum. Spassky sigraði Kors- hnoj með 6% gegn 3%. Tapaði aðeins einni skák fyrir honum. Heildarútkoma Spasskys í þess- um þremur einvígjum er þannig — af 26 skákum tefldum — 11 skákir unnar, 2 tapaðar og þrettán jafntefli, eða 67,3%. En það var ekki einungis, að Spassky ynni þessi útsláttarein- vígi með enn meiri yfirburðum tölulega séð 1968 en 1965 — 1965 hlaut hann 63,8% — heldur voru sigurvinningar hans einnig að öðru leyti enn meira sannfær- andi í fyrra en fyrir fjórum árum. Hann vinnur landa sinn Geller að því er virðist án veru- Tvö jafntefli í viðbót, og Spassky hafði hlotið hinn tilskilda vinn- ingafjölda: sex og hálfan vinn- ing. Þannig voru sigrar Spassky í öllum kandídataeinvígjunum sér lega sannfærandi. Hvaða sambærilega skáksigra hefur Petrosjan að tefla fram gegn þessum afrekum Spasskys? Hann stóð sig jú mjög vel á Ólympíuskákmótinu I Sviss í haust, þar sem hann tefldi á fyrsta borði í Sovétsveitinni. Þar var auðvitað við marga öfluga stórmeistara að eiga, svo ekki má gera lítið úr þeim ágæta árangri, er heimsmeistarinn náði þar. En sé litið yfir tímabilið milli einvígjanna 1966 og 1969 í heild og aðeins teknar þær keppn ir. sem þeir Petrosjan og Spassky Spassky og Petrosjan legrar fyrirhafnar, hann kemst hafa báðir verið þátttakendur í aldrei í taphættu gegn þessum mikla sóknarmanni, nema ef vera skyldi í einni skák. Hann stefndi að því að gera einatt jafntefli, þegar hann hafði svart, en vinna- á hvítt, og því marki náði hann i öllum skákunum gegn Geller, nema í þeirri síð- ustu, þar gerði hann einungis jafntefli á hvítt, enda. nægði það honum til að vinna einvígið. Það er furðulegt að sjá, hvern- ig hann brýtur af sér allar sókn- artilraunir GeUers í þessu ein- vígi, en tekst sjálfum jafnan að ná sókn, þegar hann leitar eftir þvi, á næsta auðveldan hátt, að því er virðist. — Maður getur varla talið þá Spassky og Geller í sama styrkleikaflokki, eftir að hafa skoðað þetta einvígi. Svipað má raunar segja um einvigi Spasskys gegn Larsen og Korshnoj. Larsen tapaði þremur fyrstu skákunum, sem er auðvit- að algjört rothögg i 10 skáka ein vigi. Spa.fsky komst aldrei í telj- andi hættu i því einvígi — ef frá er talin sú eina skák, sem hann tapaði ;— og þótt Larsen sýndi oft æði mikil tiiþrif og sigurvilja, eins og hans var von og vísa, þá kom allt fyrir ekki. Hann átti greinilega í hoggi við ofjarl sinn. Hann skorti það öryggi, jafnt i vöm sem sókn, er Spassky bjó yfir. Segja má, að sigur Spassky ýfir Korshnoj væri ekki alveg eins sannfærandi og i hinum eín- vígjunum tveimur. Þó hlaut hann þar þrjá vinninga af fjórum fyrstu skákunum, en Korshnoj veitti þó mjög hart viðnám í þeim skákum og hafði, til dæmis, greinilega betri stöðu á tímabili í skák nr. 2. Korshnoj fékk einn og hálfan vinning úr skákum nr. 5 og 6, rétti sig þannig nokkuð vfð, hafði nú aðeins einum vinn ingi færra en andstæðingurinn (Alls skyldu þeir tefla 12 skák- ir). En þá tekur Spasisky sig til og virtnur tvær skákir í röð, og þar með voru allar vonír Korc- 'hnojs runnar út í sandinn. — og teflt jafnhliða saman, þá kem ur i ljós, að Spassky heifur hlotið 22 vinninga af 35 mögulegum í slíkum keppnum, en Petrosjan aðeins 17 % af sama skákafjölda. Sín á milli hafa þeir teflt fjórar skákir á þessum mótum, þar af hefur Spassky unnið eina, en þrjár orðið jafntefli. Að öllu samanlögðu hefur Spassky reynzt snöggtum sigur- sæUi á skákmótum en Petrosjan á þessu tímabili, og er þar skemmzt að minnast skákþings- ins mikla á Mallorca í lok sfðasta árs, en þar varð Spassky í öðru og þriðja sæti, ásamt Larsen, með 13 vinninga. (Korchnoj efst ur með 14), en Petrosjan varð fjórði með 11%. Er nú ekki hægt að draga af öllu þessu þá ályktun, að Pet- rosjan verði að lúta í lægra 'haldi fyrir Spassky að þessu sinni? Segja má, að það væri kannski ekkert órökrétt ályktun, en í því sambandi ber þó margs að gæta, sem gerir allar fullyrð- ingar þar að lútandi hæpnar. Til dæmis er þess að gæta, að Petrosjan hefur unnið mjög fá afar sterk skákmót um dagana, þótt hann hafi oftast verið meðal efstu manna á skákmótum á síð- ari árum. Meginkeppikefli hans í ftestum skákum, sem hann teflir —á ég þar auðvitað fyrst og fremst við öfluga stórmeistara — er að tapa ekki, enda fær hann oftast mlkið af jafnteflum á skák mótum. En þótt það „dragi sig saman“ að geri mjkið af jafn- teflum og vinna svo skákir að sjálfsögðu inn á milli, þá eru sigurvegarar á sterkum skákmót um sjaldnar af þeirri gerðinni. Sóknharðir stórmeistarar, sem taka á sig talsverða áhættu, nýta venjulega betur styrkleika sinn á skákmótum, ef þeir eru á annað borð menn til að færast mikið í fang. Tökum til dæmis hina miklu skákmótasigra Tals á árunum 1957—1961. Þeir hefðu naumast orðið svo glæsilegir, ef hann hefði ekki teflt meiri hluta skáka sinna mjög hvasst, jafnvel af hreinni fífldirfsku á stundum. Á þann hátt tókst honum að nýta alla sína beztu kosti sem skák- maður, en andstæðingarnir voru hins vegar svo „dolfallnir" yfir hinni glæsilegu taflmennsku hans, að þeir komu fæstir auga á þau færi, sem hann gaf á sér oft og tfðum. En þótt Tal hafi unnið mun fleiri sterk mót um dagana en Petrosjan, þá er ekki þar með sagt, að Petrosjan sé lakari skák maður, né að hann hefði tapað einvígi gegn Tal, þegar sá síðar- nefndi stóð á hátindi frægðar sinnar. — Komum við þá að því veigamikla atriði, að það er sitt hvað a'ð verða fyrir ofan mann á skákmóti og að sigra hann í ein vígi. Og það er greinilegt, að Petrosjan nýtur sín mun betur i einvígi en á skákmótum. í einvígi við öflugan stórmeist- ara jafngildir það tíðum því að grafa sjálfum sér gröf að tefla af mikilli fífldirfsku, þótt það kunni að vera heppileg aðferð til að verða fyrir ofain hann á skákmóti. t einvígi vfð mann, sem „várla kann að tapa skák“ er það að minnsta kosti akki vænlegt til árangurs. Þar verða að haldast í hendur varfærni og nýting hvers einasta smátæki- færis. Ekki þarf að skaða að gera eitt, tvö, þrjú eða fleiri jafntefli í röð, aðeins ef menn tapa einni skák færra en and- stæðingurinn. Og þegar keppt er við mann eins og Petrosjan, sem tapar ýmist engri, eða í hæsta lagi svona tveimur til þremur skákum á fjölmennustu og sterk ustu skákmótum — hann tapaði engri skák á kandídatamótinu í Curaco, þegar hann vann sér réttinn til að skora á Botvinnik — þá er þáð ekki lítið afrek að ná því marki. Að þessu athuguðu, virðist mér hvergi nærri einsýnt, að Spassky hreppi heimsmeistaratitilinn að þessu sinni, þótt trúlega sé hann ennþá betur til einvígis búinn nú en 1966. Má til dæmis enn minna á það, að Petrosjan heldur titlinum, ef keppendur skilja jáfnir að vinningum. Slíkt er mjög míkilvægt, ef glöggt stend- ur með úrslit. í öllu falli má telja víst, að þetta verði spenn- andi keppni og vinningamunur verði ekki mftill, hvorum, sem fellur sigurinn í skaut. En, hvaS segir nú Petrosjan sjálfur um einvígi það, sem nú er að hefjast? Hann mun ekki vera mjög tölugur maður, en þó ná'öi blaðamaðu.r frá „Pravda“ stuttu viðtali við haim á dögun- um og lagði fyrir hann nokkrar spurningar viðvíkjandi einvíg- inu. Fer þetta stutta viðtal við heimsmeistarann hér á eftir, tek- ið ófrjálsri hendi úr „Berlingske Tidende:“ Hvernig gengur með þjálfun yðar undir einvígið gegn Boris Spassky? Petrosjan: Hún fer nú fram á svipaðan hátt og venja er með undirbúning undir erfið einvígi. Ég sit allmargar klukkustundir á degi hverjum við skákborðið, ásamt hinum fasta aðstoðar- manni mínum, Boleslavsky, og öðrum vinum. Svo fer ég á skiði, til að v&ra ekki lakar undirbúinn líkamlega en hinn yngri andstæð ingur minn. Hvað álítið þér um styrkleika andstæðings yðar? Petrosjan: Þegar fyrra ein- vígi mínu við Spassky var lokið, þá lét ég svo ummælt, að mig mundi ekki undra, þótt ég mætti aftur sama amdstæðingi, þremur árum síðar. Nú eru þessi þrjú ár liðin, og tilgáta mín reyndist rétt, vi'ð eigum að mætast í ein- vígi aftur. Það verður hörð við- ureign. Enda þótt Spassky ynni fyrra kandídatamótið á sannifær- andi hátt, þá jafnaðist það ekki á við sigur hans í kandídatamót- inu núna. Nú sigraði hann and- stæðinga sína blátt áfram auð- veldlega. Hver er heildarútkoman úr öll um skákum yðar gegn Spassky? Petrosjan: Við tefldum fyrst saman árið 1953 og höfum alls teflt yfir fjörutíu skákir inn- byrðis. Þar að hefur Spassky unnfð þrjár, ég fjórar, en afgang urinn orðið jafntefli. í eiiwígjum um heimsmeistara titilinn hafið þér átt í höggi bæði við Botvinnik og Spassky. Hvor fannst yður erfiðari viður- eignar? Petrosjan: Andstæðingur minn í þessu einvígi er sterkari. Og jafnvel þótt ég líti til fortíðar- innar, þá hlýt ég að segja, að Spassky var mér erfiðari and- stæðingur. Má maður vænta þess, að ein- vígi þáð, sem nú er að hefjast, muni auðga eitthvað skákteorí- una? Petrosjan: Á þessu stigi getum við aðeins vonað, að svo verði. Það er erfitt að geta sér til um það, hvaða myndir einvígið kann að taka á sig. — Að sjálísögðu snýst einvígið um heimsmeist- aratitilinn fyrst og fremst um þáð, hvor hinna tveggja andstæð inga sigri. Það er auðvitað höfuð markmið beggja keppenda. En jafnhliða hafa einvígi um heims- meistaratitilinn ávallt haft visst gildi fyrir þróun fræðilegra hug- mynda í skák. Hvort teljið þér erfiðara, að reyna að vinna heimsmeistara- titilinn eða að halda honum? Petrosjan: Það tel ég álíka erfitt. En sjálfsagt er þó eitt- hvað rétt í því, sem sagt er um þyngsli kórónunnar" (d.: .kronens byrde“). Hvað hyggizt þér svo aðhafast næstu daga? Petrosjan: Brátt lýkur hinni skákfræðilegu æfingu minni und ir einvígið. Þá mun ég nota tím- ann til 14. apríl til að hvíla mig og fylgjast með „hockey-liði“ okkar, sem einnig þarf að verja titil sinn. Eftirfarandi skák er sú tuttug- ast í röðinni af einvígisskákum þeirra Petrosjan og Spasskys 1966. Að nítján skákum tefldum voru keppendur jafnir að vinn- ingum, og mátti því telja úrslit enn tvísýn. En eftir að Spassky tapaði þessari skák, varð að- staða hans vonlaus, þar sem hann þurfti þá að ná þremur vinning- um af þeim fjórum skákum, sem eftir voru ótefldar, til áð vinna titiUnn. — Því má telja þessa skák, fremur en nokkra aðra, úrslitaskák einvígisins. Hvítt: Petrosjan. Svart: Spassky. Niemzo — indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e€ 3. R< 3 Bb4 4. e3 • 0 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. 0-0 Rc6 8. a3 Bxc3 9. bxc3 dxc4 10. Bxc4 Dc7 (Keppendur þræða mjög þekkt byrjunarafbrig'ði. Svartur knýr fram — e5, til að afla sér frjáls- ræðis fyrir lið sitt). 11. Bd3 e5 12. Dc2 . Bg4 (Þvingar hvitan til uppskipta á e5. Margir telja 12 — He8 þó betri leik). 13. Rxe5 Rxe5 14. dxe5 Dxe5 15. f3 Bd7 16 a4 (Petrosjan eyddi tuttugu mínút- um á þennan leik, enda reyndist hann vel. 16. Hel hefði svartur svarað með Ba4! og fengið snotra stöðu, þar sem hvítur þol- ir varla að taka biskupinn vegna Dxc3 o. s. frv.) 16. — Hf-e8 17. e4 e4 18. Be2 Be€ Framhald X bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.