Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 196® 3 EFTIR EINAR SIGURÐSSON TOGARARNIR. Tveir togarar voru nýlega inni, Narfi með 270 lestir af fiski og Marz með 107 Lestir. Egill Skalla grímsson kom einnig inn með 170 lestir af fiski, sem hann fékk á ö;'. kömmum tima, mest á ein- um sólarhring, út af Eldey, 2-6 poka í hali. Af þessum fiski voru 20 lestir óísaðar á þilfari, því að skipið vantaði orðið ís. Egill Skallaigrímsson fór því næst með aflan til Englandt. Þau skip, sem fóru til Græn- lands, gátu ekki veitt þar vegna iss. Verkfall torvéldaði mjög tog- aralandanir í síðustu viku og eins verður í næstu viku svo og fyrsti maí. Ým'sir hafa því grip- ið til þess ráðs að láta skipin sigla til Englands með aflann. Þessi skip seldu afla sinn í vikunni: Lest. Kr. Kg. Ing. Arnars. 175 3.609.000 20.97 Karlsefni um 110 1.849.000 I16.8I REYKJAVÍK. Tíðin var mjög hagstæð fram- an aí vikunni, hæð suðaustanátt. Upp úr miðri vikunni þrældi á norðan, oig hindraði það marga í að draga netin í og út af Faxa- flóa. Afli hefur verið tregur hjá netabátuim, þó fékk netabátur einn daginn 25 lestir eftir nótt- ina. Annars hefur aflinn verið algengast um 10 lestir í róðri. Á handfæri hefur aflazt vel upp á síðkastið, þegar gefið hef- ur, en það er langsótt hjá hand- færabátunum, upp í 4 tíma norð vestur í bugt. Flestir togbátarnir landa fyrir sunnan land, en einn og einn landar í Reýkjavík. Hefur afli verið misjafn, hjá sumum ágæt- ur, komizt upp í 25 lestir. Allir, sem það gátu, bjuggu sig út í að veiða í 4Ta daga í skyndiverkfallinu, en mjög gekk illa að fá allan þann ís, sem þurfti. Sumir ræddu um að sækja snjó upp í fjalL KEFLAVÍK. Afli hefur verið rýr í net und- anfarið, skást 15 lestir eftir nótt ina, en meðalafli 7-8 lestir. Á línu hefur aflinn verið 4-7 Meðalafli hefur verið 15-20 lest- ir. Með línu rær einn bá'tur eins og áður, og hefur hann verið að !’á 6-7 lestir í róðri. Handfærabátar hafa verið að um 1 lest á færi yfir daginn. GRINDAVÍK. Afli virðist enn l'ítið eða ekk- ert vera farinn að minnka, var suma daga vikunnar yfir 1000 lestir á dag. Algengast hjá neta- bátunum var 12-25 lestir eftir nóttina. Hjá trollbátum hefur afli glæðzt og komizt upp í 14 lestir yfir daginn. Venjulega landa 50- 75 bátar daglega. VESTMANNAEYJAR. Reytingsafli hefur verið í net, en mjög misihittur. Bátur fékk einn daginn 37 lestir, en daginn eftir á sama stað datt hann nið- ur í 6 lestir. Algengastur er afl- inn 10-20 lestir. Fiskur er e'kki nærri fullgotinn, og þykir það spá góðu um, að afli hafldist eitt- hvað enn, þó netavertíð hafi oft verið lokið í Eyjum um þetta leyti, en það er ákaflega mis- jafnt hvenær fiskur fer, hann er stundum farinn um 20. apríl, en hann getur líka haldizt allt til vertíðarloka 11. maí. Togbátar hafa verið að fá sæmi legan afla sumir hverjir, en mis- jafnt. Afli hefur glæðzt á línuna hjá trillunum, og eru þær nú flestar komnar með línu. Hins vegar hafa gæftir" verið stopular, og eru þeir, sem bezt hafa sótt, ekki búnir að fara nema 7 róðra í þesium mánuði. Allir bátar tóku ís fyrir verk- fallið og ætla að ísa fiskinn, meðan lestarrúm leyfir. HVER ER STAÐA ÍSLANDS í FISKVEIÐUNUM? Það er alkunna, hvernig efna- hagsbandalögin brynja sig toll- múrum gagnvart sjávarafurðum. Þetta á þó einkum við Efnahags- bandalagið, en því er einnig svo farið í Efta. Helztu markaðs- lönd íslendinga, að því er varð- ar ffek, eru Þýzkaland og Bret- land. í Þýzkalandi er upp í 15% tollur á nýjum fiski og 10% í Bretlandi bæði á nýjum og frosn um fiski. Auk þess er tollur á mörgum öðrum sjávarafurðum í þesum löndum, svo sem 10% tollur á fiskimjöli og lýsi í Bret- landi. En þetta er ekki allt, sem þess ar og aðrar Norður-Evrópuþjóðir gera til þess að torvelda sam- keppni og viðskipti með sjárvar- afurðir í löndum þeirra. Allar styrkja þær sjávarútveg sinn gifurlega, svo að nemur allt upp í þriðja hluta af fiskandvirði. Tol'lar og styrkir nálgast sums staðar allt upp í helminginn af fiskverðinu. Og við þetta eiga íslendingar að keppa. Eins og margoft hefur verið vakin athygli á, eru sjávar afurðir 90% eða meira af út- flutningi þjóðarinnar. Það er að vísu hægt að styrkja sjávarút- veginn og hefur oft verið gert, þó að það sé ekki gert í dag, og dreifa byrðunum á alla. En það bætir ekki lífsafkomu þjóðarinn ar í heild, en það er einmitt það, sem þjóðin berst fyrri, að bæta lífsafkomuna. Lítil von er, að það takist, á meðan markaðs- löndin brynja sig tollmúrum og styrkjavirkjum og banna okkur hreinlega löndun á fiski, eins og Þjóðverjar gera nú og Bretar að nokkru. Við kaupum þó af þessum lönd um meira en þau kaupa af okk- ur, og við erum með þeim í margháttuðu samstarfi, en það 'stoðar ekkert. En tilveru ís- lenzku þjóðarinnar getur verið tfeflt í hættu, ef þessu heldur áfram. Lífsafkomunni hefur hrakað. Ástandið hefði ekki ver- ið beysið nú, ef óvenju góð fiski gengd hefði ekki bætt úr. Á SJÁVARÚTVEGURINN RÉTT Á SÉR í ÞÝZKALANDl? Einhverjum hefði þótt þessi spurning með ólíkindum, þegar Þjóðverjar og Englendingar áttu hér við land flesta togarana. En þannig spyr deildanstjóri í land- búnaðarráðuneyti Norður-Sax- lands, Ernst Kube. Og hann seg- ir: Það ber að rannsaka það af fullum héilindum, hvort skilyrði sé lengur í Vestur-Þýzka’landi til að stunda sjávarútveg með hagnaði, í landi, þar sem iðnað- ur er háþróaður og samkeppni er mi'kil um fjármagn og vinnuafl og stöðugt eru að opnast nýir markaðir fyrir iðnaðarvörur. Og það er ekki neinn smákarl, sem lætur sér þessi orð um munn fara, heldur sérfræðinguar, sem áratugum saman hefur helg að starfskrafta sína málefnum sjávarútvegbins. NÝR FISKUR Á UNDANHALDI í Vestur-Þýzkalandi hefur löndun á nýjum fiski dregizt mjög ört saman síðustu árin. Þannig voru 1960 lagðar á land 290.000 lestir, en síðastliðið ár ekki nema 144.000 lestir eða helmingi minna en fyrir 8 árum, og sérfræðingar gera ráð fyrir, að þetta magn fari niður í 80.000 lestir í niáinni framitíð. Að ví'su hefur sala á frosnum fiski auikizt. RÍKIÐ STUÐLAR AÐ NIÐURRIFI GAMALLA SKIPA Þýzka ríkið greiðir sem svar- ar 10.000 krónum á hvert tonn í skipum, sem eru seld í brotajárn, eða 6Mi miillj. króna fyrir skip eins og nýsköpunartogarana, auk þess fær útgerðarmaðurinn brotajárnverðið, sem er um 2 millj. króna. Norska ríkið hefur einnig var- ið stórfé til þess að taka úr not- kun gömul skip. Á 15 árum hefur þýzkum tog- urum fækkað úr 154 skipum í 100 skip eða færri. Þýzkir út- gerðarmenn gera sér vonir um, að verð á nýjum fis'ki kunni að hækka við minnkandi framboð. Samt eru í gildi takmarkanir á löndun á fiski úr þýzkum skip- um á tímabilinu 2. apr. til 16. sept. íslenzk skip fá þá heldur ekki löndun í Þýzkalandi. LÓFÓTVEIÐARNAR 40.000 LESTIR í ÁR? Aflabrögðin í stærstu verstöð Noregs, Lofoten, eru nú meiri en nokkru sinni áður, og gera Norðmenn sér vonir um, að heildaraflinn þar verði 40.000 lestir, og er meðalafli á mann nú mestur, sem skýrslur ná yfir. Lofoten og Vestmannaeyjum hefur oft verið líkt saman. Árs- aflinn í Eyjum var í fyrra 45.000 lestir. En Vestmannaeyjar mega nú fara að vara sig á keppinaut, sem alltaf hefur verið að draga á þær, Grindavik, en þar er nú kominn meiri afli í vetur, en í Eyjum. Bátum hefur heldur fækkað í Eyjum, en hins vegar aukizt að bátar leggðu afla sinn á land í Grindavík, þar sem fisk ur hefur verið meira fyrir sunn- an land bæði í fyrra og núna og þá einkum á Selvog-bankanum. MIKIL OG VELHEPPNUÐ VEIÖI. Stærsta og nýjasta verksmiðju skip Norðmanna, „Gadus“, kom nýlega úr annarri veiðiför sinni með fullfermi af freðfiski, sem það hafði veitt við strendur Labradors og Vestur-Grænlands. Skipið var með 1030 lestir, allt flö'k. Ætli þetta sé ekki afli fyrir 40-50 milljónir króna. Skipið hafði 3ja- mánaða útivist. 350 LESTA ALÚMÍNÍUM FISKISKIP. Það fer að nálgst, að hér á landi verði framleitt alúmínú- um. Vaknar þá sú hugsun, hvern ig landsmenn geti sjálfir hagnýtt sér þetta undraefni á sem bezt- an hátt til smíði úr þvi innan lands og til útfluitnings. Það þarf sérstaka verkismiðju til að vinna úr efninu, eftir að það kemur frá álverksmiðjunni, en hún hlýtur að koma. Trúlega verður þá hætt að nota járn á þök og veggi húsa eins og nú tíðkasL en þegar er nokkuð gert að því að nota alúmíníum hér til ým- issa hluta, svo sem í yfirbygg- ingu skipa, margs konar tæki í frystihúsum o.s.frv. En það, sem vekur kannske mesta athygli, er, að Norðmenn telja engin vandkvæði á að smíða fi'íkiskip aillt að 350 lestir að stærð úr alúmíníum. Þeir hafa þegar smíðað slik skip, þótt þau séu minni, til skemmtisigl- inga, og hafa þegar gert samn- inga við ameriiik fyrirtæki um sölu alúmíníumbáta. Þeir gera ráð fyrir að fimmfalda þessa framleiðslu á næstunnL Skip úr alúmíníum hafa þann kost að vera 30% léttari en úr stáli og þv'í miklu burðarmeiri og hraðskreiðari. Ný sending amerískir sumarhattar einnig enskar orlonpeysur, 10 litir, verð kr. 675 HATTABÚÐ REYKJAVlKUR. Laugavegi 10,- lestir. Sjór er lítið stundaður af trill- um og tregt það, sem það er. Fjöldinn af bátum tók íte á fimmtudaginn vegna verkfalls- ins. Ekki eru menn bjartsýnir með að afli glæðist úr þessu, en afla- brögð hafa verið heldur rýr í vetur borið saman við það, sem verið hefur fyrir sunnan land. SANDGERÐI. Afli hefur farið minnkandi bæði í net og á línu, þó hefur einstaka bátur fengið sæmilegan afla í net, upp í 23 lestir eftir nöttina, en altgengaet hefur afl- inn verið 5-8 lestir í róðri. Á línuna hefur fengizt mest 9 lestir í róðri, en oftast 5-6 lestir. í trollið hefur afli verið rýr, þó hefur hann heldur aukizt síð- ustu daga. Afli er að glæðast hjá hand- færabátum, hefur komizt upp í 4 lestir yfir daginn, en þá hafa 3 menn verið á. Aflinn hefur vierið mjög ufsaiborinn, en sumir hafa líka fengið sæmilegan þorsk, en þá hefur fengizt minna, 2xh. lest. AKRANES. Síðustu viku hafa aflabrögðin hjá netabátum órðið enn mis- jafnari en áður, bátar hafa kom- ið með allt upp í 45 lestiæ í róðri, en aðrir líka fengið sáralitið. UTSYNARKVOLD í Sjólfstæðishú sinu ú Ahureyri í kvöld kl. 21 COSTA DEL SOL — BEZTA BAÐSTRÖND EVRÖPU FERÐIN SEM FÓLK TREYSTIR FERÐIN SEM ÞÉR NJÓTIÐ FERÐIN SEM TRYGGIR YÐUR TIL NORÐURLANDA: 15. júní, 5. júlí og 28. ágúst. Verð frá kr. 12.500.— TIL ÍTALÍU: CATTOLICA OG RÓM/SORRENTO um LONDON — 17. og 31. ágúst. TIL COSTA BRAVA: LLORET DE MAR um London — 22. júní, 20. júlí, 24. ágúst. TIL BÚLGARÍU: GULLNA STRÖNDIN um LON- DON — 12. september. TIL COSTA DEL SOL: TORREMOLINOS — 8. og 22. ágúst, 5. og 19. sept., 3. okt. MEST FYRIR FERÐAPENINGANA ER ÚTSÝNARFE RÐ BEZTU FERÐAKAUP ÁRSINS: 16 DAGAR Á ÞOTUFLUG - 1. FL. GISTING KR. 14.200.- NÝ SUMARÁÆTLUN KOMIN SÓLARSTRQND SPÁNAR FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN Austurstræti 17. símar 20100 — 23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.