Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 27. APRÍL 1<W>9 Erla Valtýsdóttir — Minningarorð Fædd 4. okt. 1946. Dáin 21. apríl 1969. „Hve hart og þungt, ó, ljúfi svanna sómi að segja góða nótt um hæstan dag, og hljóta að syngja sorgár- dimmum rómi um s'umarmál vort elzta veitr- arlag.“ (M. J.) VORIÐ er g'engið í garð, en vetr arlag er sungið. Þegar lífið er að vakna af vetrardvalanum og vorsólin kyssir hvern vanga þá kveður dauðinn sér hljóðs í þeim gróðnrreit kærleiikans, þar sem fyrstu blómin voru byrjuð að vaxa á ungu ma.nnlífsvori. Konan unga, sem vakti yfir þeim kærleiksreit og veitti hon- um líf af sínu lífi, var 'kvödd til að hlýða því kalli, sem eng- inn fær umflúið. Og víst er það satt, sem skáldið segir, að það er bæði hart — í hinzda sinn — um hæstan dag. Þá furðár eng- an, þótt vors-tefin glöðu og björtu víki um stund fyrir döpr- um dánarhljómum. En eins og vorið sigrar vetrarkuldann ávallt að lokum, þá birtir einnig < yfir í sorgarsærðri sél, þegar geislar vorsins ná að skína þang- að inn og letra þar með ljós- stöfum lifandi trúar, að: „eftir Herrans djúpa kærlei'ks dómi er dauðinn sigur, lif og eilíft hrós“. Þeirri birtu er hún umleiikin, minningin um konuna ungu, Erlu Valtýsdóttur, sem í árdegi ævi snnnar varð að hlha hinum sameiginlegum skapadómi allra dauðlegra manna. Erla fæddist í Reykjavík hinn 4. aktóber árið 1946. Foreldrar hennar voru hjónin Valtýr Magnússon, nú sölumaður hjá Olíuverzlun íslands, og Jóhanna Þorgrímsdóttir frá Miðhlíð í Barðastrandarsýs'lu. Þau eignuð- ust 5 börn, og var Erla þeirra elzt. Ennfremur er ein hálfsyst- ir eldiri, af móður. Yngsti bróð- irinn lézt af slysfrum, aðeins þri'ggja ára gamall. Árið 1956 missti Erla móður sína. Mun sá missir hafa haft djúp og varanleg áhif á hana og sett sitit svipmót á allt henn- ar líf. Hún var þá aðeins 10 ára gömul einmitt á þeim aldri, sem börn þurfa mest á skilningi og umhyggju kærleiksríkrar móður að halda. Eftir móðurmissihn var húh eitthvað á végum móðurömmu sinnar í Míðhlíð. En lengst af dvaldist hún hjá föðurforeldr- t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Maríu Guðmundsdóttur frá Skálanesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar, Aðalsteins Bjarnasonar, bifvélavirkja. Herdís Vigfúsdóttir, dætur og tengdasynir. um sínum í Reykjavík. Frá þeim farmdist hún og var við nám í Hagasikóla. En gagnfræðaprófi lau'k hún við Gagnifræðaskólann í Stykkishólmi. Hún var ástund- unarsöm við námið og prýðisvel gefin, enda var árangurinn í fyllst s'amræmi við það. Að afloknu námi gegndi hún ýmsum störfum, en var lengst hjá O. Ellingsen í Reykjavík. Gat hún sér þar og annars stað- ar hið bezta orð og ávann sér fyllsta traust bæði meðal sam- starfsfólks og vinnuveitenda. Hinn 31í desember árið 1966 giftist Erla eftirlifandi eigin- manni sínum, Guðmundi Páli Bergssyn, núverandi brunaverði. Þau bjuggu lengst af síns skammvinna samvistartíma í Reykjavík, fyrst hjá foireldrum Guðmundar, sr. Bergi Björns- syni, fyrrverandi prófasti og frú Guðbjörgu PálsdóttuÁ og síðar í leiguhúsnæði. En laust fyrir síðastliðin áramót fluttust þau í eigin íbúð, sem þau höfðu fest kaup á að Grýtubakka 3’2, Þrátt fyrir ýmiss konar örð- ugleika vegna vanheil.su Erlu, horfðu ungu hjónin björtum augum til framtíðarinnar og ólu sér þá von í brjósti, að nú mundi brátt fara að birta. Þau eignuðust eina dóttur, Berglind, sem nú er fjögra ára Hún er eLskulegt og efni'legt barn, fagur sólargeisli í lífi for- eldranna ungu. Fjölskyldan var hamingjusöm, tengd einingar- bandi þess' kærleika, sem aldirei fellur úr gildi. En vonin um afturbata eigin- konunnar ungu vildi ekki verða að veruleika. Sjúkdómsferill hennar hófst fyrir réttu ári. Og fimm sinnum dvaldi 'hún á sjú'krahúsi um lengri eða skemmri tíma þetta síðasta ár. Sjálf var hún hugrökk og von- glöð fram til hins síðasta. Og all.t var gert, sem í mannlegu valdi stóð, er orðið gæti henni til hjálpar og hrifið hana úr hel- greipum dauðans. Enginn reynd- ist þó ejns öruggur sannur og traustur og eíginmaðurinn. Frá fyrstu fundum til síðasta sam- leiðardags stóð hann við hlið konu sinnar og sýndi ást sína til hennar á þann veg, að eigi t Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eigin- manns míns og föður okkair Hreins Péturssonar, Stykkishólmi. Einnig þakkir til Slysavarna- félags Islands og starfsfólks fyrir fljóta og góða a'ðstoð, einnig Kvenfélaginu Hringn- um, Stykkishólmi. Sæbjörg Guðbjartsdóttir og sjnir, Stykkishólmi. gleymist þeim, sem bezt þekkja til. Erla Valtýs'dó'ttir var góð kona, grandvöir og traust. Hún var dagfarsgóð og prúð í fram- ikomu hreinskilin og breinlynd, en lorðvör og lagði aldrei illt til nokkurs m.anns. Hún var stefnu 'fost og einörð í hverju því, sem hún tók sér fyrir hendur. vildi vera — en ekki sýnas-t. Alla tíð var hiún fremur dul og fáskiptin og lítt fyrir það gefin að bera ‘tilfinningar sínar á torg. Hún var hörð við sjálfa ^ig, ekki sízt í sjúkdómsstríðinu, og vildi standa á meðan s'tætt var. Hún var umhyggjusöm hús- móðir, ástrí'k eiginkona og móð- ir. Hún þráði að koma-t heim — og vera heima. Þar vildi hún byggja upp með ástvinuim sín- um, bjart og hamingjuríkt fram- tíðarheimili. En sú von varð ekiki að veru- leika. Á 2. pásikadag l:á leið henn ar á sijúkrahíús og þar andaðist hún leftir hálfs mánaðar legu, hinn 21. þessa mánaðar. Það er þungt fyrir þá, sem eft ir standia, að sætta sig við slík- an örlagadóm. En ég veit, að þrátt fyrir allt horfa eigin.mað- urinn — og litla dóttirin hans mót ljósinu og vorinu, í þeirri trú, að: „andia, sem unnas't fær aldregi eilífð aðskilið“. Og þess bið ég fyrst og síðast, minn ikæri vinur og frændi, að í þeirri trú megir þú — og þið mæðginin ganga áfram, ykkar útmældu ævileið. Þá verða þau þér hinn sann- asti veruleiki, niðurlagsorð ljóðs ins, sem ég í upphafi vitnaði í: „í lífsins trú, í ljósi Guðs vér minnumst, • ó, liðna, dýra, ástúðlega snót, í lífs'ins trú, í ljósi Guðs vér finnumst við lífsins nýju, S'tóru sumar- mót“. Eiginmanni, dóttur og ástvin- um þeirra öllum votta ég mína innilegustu samúð og bið þeim af alhug blessunar og styrks hins hæsta Guðs í bráð og lengd. Útför Erlu Valtýsdóttur verð- ur gerð á morgun frá Fossvogs- kirkju. Björn Jónssion. Magnea Aðalbjörg Jónsdóttir — Minning f. 29. sept. 1883 d. 18. des. 1968. Ljúft er eftir liðinn dag lokið stríð að dreyma. Siíðra sverð við sólarlag sofna þreyttur heima. St. G. St. Þessar Ijóðllínur eiga vel við þegar sárþreytt gamalmenni hef ur lokið erfiðu æfistarfi. Það er vanalega hikað við að byrja á því verki sem óttast er að aldrei verði fúllvel unnið. Svo er með þessi kveðjuorð til minnar góðu systur, sem verið hefur elskulegasti ferðafélagi minn á lífsleiðinni. Henni verð- ur aldrei þakkað sem hún á skil ið. Hún var fædd á Illugastöðum í Austur-Fljótum í Skagafjarðar sýslu 29. sept. 1883. Foreldrar hennair voru Árni Magnússon frá Stóra-Grindli og Ba'ldvina Ásgrímsdóttir frá Skeiði. Hún var elzt níu systkina, varð því snemma að hjálpa móð- ur sinni við innanhússtörfin og barnagæzluna. Hún var systkin- um sínum góður ráðgjafi og fyr- irmynd. Þau elskuðu hania og dáðu allla ævina. Hún var i for- eldrahúsum til tvítugsaldurs ,þá fluttu þau vestur á Skaga. Þar trúlofaðist 'hún efnabónda, Magn úsi Magnússyni í Ketu og fór að búa með honum. Þetta var álitið mikið gæfuspor fyrir fá- tæka stúlku. En fáir sjá það sem ókomið er. Sambúð þeirra varð ekki nema hálft annað ár. Þá flutti hún í foreldrahúsin aftur eins og fölnað blóm. Búin að fylgja unnusta sínu/m og barni til grafarinnar. Það var mikil reynsla fyrir tvítúga stúlku. Okkur þótti fjarska vænt um að fá hana heim, en hún undi ekki lengur í þessu umhverfi, þar sem alit minnti hana á vonbrigði henti'ar og mæðu. Hún réðst í vist í fínt kaupmanndhús á Sauð árkróki. Það þótti jafngilda skólagö'nigu á þeim árum, þegar fæstir höfðu efni á að afla sér menir.tunar. Þar var hún tvö ár og varð fín og falleg stúlka. Þar trúlofaðist hún ljósmyndasmiði uðu búskap á heldur lélegu fjallabýli, Bi-eiðstöðum í Göngu skörðum. Þair var mikil gesta- nauð, því þá var ekki eins þægi legt að ferðast um sveitirnar eins og nú, en fjallvegir á tvo vegu frá Breiðstöðum. Þar bjuggu þau í mörg ár við erfið- ar ástæður. En aldrei var þó kvartað. AUtaf tók húsmóðir brosleit á móti gestum sínum, þó oft væru miklar góðgerðir af litl um efnum. Alltaf var bærinn vel sópaður, þó lágreistur væri. Baðstofulífið hætti húisakynmiin upp. Þar ólust upp sjö vel gefin og lagleg börn og þar var frið- sælt heimilislíf. Seinna fluttu þau út að Neðranesi á Skaga og þar bjuggu þau í sex ár. Þá bjó ég á næsta býli. Það voru skemmtileg ár, sem ljúft er að minnast. Þá voru ekki talin spor in sín milli bæjanna. Þar leið þeim vel. Þaðan var svo flutt að Syðriey á Skagaströnd. Það var happadagur sem þar var riðið í hlað. Þar átti Magnea eftir að búa sín beztu búskaparár. Jörð- in var falleg og góð. Þar batn- aði hagur þeirra fljótlega, elztu synirnir voru þá fulltíða menn og mikil bændaefni. Þeir keyptu jörðina og annar þeirra tók við bústjórninni vegna vanheilsu föður þeirra, hinn reisti bú á næsta bæ. Magnea stóð fyrir búi Magnúsair í 14 ár. Hún elsk aði þessa jörð og var ákaflega ánægð þegar hún sá túnið stækka með hverju ári og gamla torfbæinn hverfa, en nýtízku hús rísa úr rústum hans, Svo kom ung og prýðiieg tengdadótt ir í nýja húsið, ómetanleg gæða- manneskja við tengdaforeldrana í ellinni. Gamli húsbóndinn varð fyrir þeirri mikiiu reynslu að sitja í myrkrinu síðustu 15 ár- in. Þegar ég 'lít yfir þennan erf- iða og langa lífsferil þessarar mikilhæfu dugnaðarkonu, undr- ast ég hveru miklu dagsverki hún hefur lokið, svona grönn og fíngerð. I 46 ár var hún hús- móðir á mannmörgu heimili, allt af með barnahóp kringum sig. Þegar hennar börn voru farin að stálpast, tók hún systurson þar á staðnum, Daníel Davíðs- sinn nokkurra vikna og ól hann syni, prúðum manni og góðum. Þeirra hjónaband varð langt og farsælt. Þá var um lítið að velja ann- að en að stofna heimili í sveit. Hún var líka vön sveitabúskap og mikið búkonuefni. Þau byrj- upp til fullorðinsára. Oft voru þar vandalaus börn að sumrinu til. Svo komu barnabörnin. Hún elskaði böm og lét veil að alia þau upp. En þrátt fyrir mikil og erfið störf hefur hún verið mikil lánis manneskja. Hún lifði í friðsælu og ástríku hjónabandi og átti mannvænleg börn. Elzta soninn skyldi hún aldrei við sig. Sá næstelzti bjó í nábýli við hana. Hún sá þá daglega og börnin þeirra. Hin systkinin sem öll eru búsett í Reykjavík heimsótti hún árlega og hafði þau líka hjá sér sem gesti að sumrinu. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu. Þar hafa áreiðanlega beð ið vinir í varpa, því von var á gesti. En ég stend eftir á bakk- anium héma megin og stytti stundirnar með því að horfa á glansmyndir úr okkar langa ferðalagi frá æsku til elli — meðan ég bíð eftir ferju. Guðrún B. Árnadóttir. Innilegar þakikir færi ég öll- um fyrir heimsóknir, gjafir og hlýjar kveðjur á 80 ára af- mæli mínu, og gerðu mér það ógieymanlegt. Guð blessi ykkur öll. Oddný Arnadóttir, Esjubergi. Vil róðo tvo menn til landbúnaðarstarfa. Annar þarf að geta tekið að sér mjaltir og hirðingu í stóru fjósi Uppl. í síma 35958 e h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.