Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1969 19 SKÁKÞÁTTUR í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR Bakkus við stýrið EINS og mönnum er kunn- ugt — einstaka af eigin reynzlu — þá er ekki heppilegt fyrir þá sem neyta áfengis að ráði, að taka þátt í sterkum kappteflum. Að mininsta kosti má heita von- laust að tefla alvarlega skák beint undir áhrifum áfengis. Þótt mörgum finnist áfengi skerpa hugsunina í bili, og því megi vera, að menn slampist sæmilega út úr byrjuninni, þá sviptir á- fengið menn þeirri þolinmæði, rósemi og innra jafnvægi, sem mest reynir á eftir því sem á taflið líður. — Stórbrotin andleg afrek verða ekki unnin undir á- hrifum áfengis. Mikið er að vonum rætt um heimsmeistaraeinvígi það, sem nú fer fram í Moskvu. Ekki er að efa, að þeir Petrosjan og Spassky mæta ódrukknir til hverrar einvígisskákar, svo mjög sem þeir hafa lagt sig fram um að vera baéði líkamlega og and- lega vel út búnir til keppninn- ar. Og í flestum heismeistara- meinvígjum, frá upphafi, mun sú hafa verið reglan, að Bakkus kóngur hafi engan þátt tekið í vopnaviðskiptum. En sagt er, að engin regla sé án undantekninga. Þannig var þeim, sem til þekktu, engin laun ung á því, að hinn landflótta rússneski heimsmeisiarinin Alex- ander Aljechin (1892—1946), tap aði heimsmeistaratittinum í hend ur Hollendingsins Max Euwe, 1935, mestmegnis fyrir ofneizlu áfengis. Langvarandi vinneyzla mun hafa verið tekin að grafa umdan skákstyrkleika hans, all- löngu áður en einvígið var háð, en úrslitum hefur þó ef'.aust ráð- ið, að þegar líða tók á einvígið og Aljechin taldi sér sigur vís- an — hann hlaut sex vinninga af fyrstu níu skákunum — þá tók hann að slappa af og keyfa sterka drykki og tefldi jafnvel suimar skákirnar bein.t uindir á- hrifum áfengis. Gekk þetta svo langt, að talið er, að Euwe hafi um skeið íhugað það úrræði að hætta þátttöku í einvíginu, frem- ur en reyna að ná titlinum af hinium ö'lkæra heimsmeistara. Danski skákmeistarinn, Jens Enevoldsen, ryfjar þetta upp í nýlega útkominni skákbók, sem hann nefnir „Verdens Bedste Skak“, og er bæði fróðleg og skemmtilega skrifuð. Fjallar hún einkum um síðustu tvö hundruð ár skáksögurinar — frá síðara hluta átjándu aldar og fram á vora daga. Enevoldsen greinir þarna með al annars frá því, hvernig kona Aljechins reyndi eitt sinn að fá einvígisskák við Euwe frestað, þar ti’l næsta dag, og bar því við, að maður sinn hefði móðg- azt vegna nokkurrar seinkunn- ar, sem varð á því, að skákin gæti hafizt. Hin raunverulega or sök var þó sú, að Aljechin var sætkenndur og ekki bardagahæf ur. Þegar stjórnendur einvígisins tilkynnbu frúnini, að þeir vildu fremur ræða málið við mamn hennar, mætti hann og féllst á að tefla skákina, en lagði jafnhliða fram „siðferðileg mótmæli“ („moralsk protest"), eins og hann orðaði það. Skákstjórarnir voiru hins vegar ekki ánægðir með þann fyr rvara og buðu Al- jechin upp á læknisrarnsókn. — Aljechin afþakkaði boðið, og keppendur hófu skákina. Euwe vann þar auðveldan sigur. Eins og getið var, hlaut Alje- chin 6 vinninga af 9 fyrstu skák unum, en svo var ákveðið í regl- um einvígisins, að því væri lok- ið, er áskorandinn hefði hlotið 15% vinning eða heimsmeistarinn 15. (Sambærileg regla og gildir í einvígi Petrosjans og Spassk- ys, nema þar eru tölurnar 12% og 12). Eftir byrjuninni að dæma Aljechin voru því allar líkur til að ein- vígið yrði ekki lengra en sem svaraði til tuttugu og fjögurra skáka, en það er hámarkstala í núverandi heimsmeistaraeinvígj - um. En nú urðu örlagarík þátta- skipti í einvíginu, því að fjórtán | skákum tefldum voru keppendur jafnir að vinningum. — Euwe | hafði þannig hlotið fjóra vinn- ! inga út úr fimm skákum í röð! | —- Mun Aljechin aldrei, fyrr né síðar, hafa hlotið slika útreið. Það er varla hægt að lá mönn- um, þótt þeim dytti í hug, að heimsmeistarinn kynni að vera læknisþurfi. Aljechin náði sér þó nokkuð á strik aftur og hafði tvær skák- ir yfir að nítján tefldum, vant- aði aðeins 4% vinning til að halda titlinum. Euwe þurfti hins veg- ar að ná 7 vinningum til að hann. Reiknað í vinningum sýnd ist Aljechin þannig aftur með pálmann í höndunum. Mun honu I því hafa þótt hlýða að gera sér virkilega glaðan dag, en gallinn 1 var sá, að Bakkus reyndist hon- | um ekki hollur ráðgjafi við skák borðið. Tapaði hann næstu tveim ur skákum, og voru þá keppend- uir aftur jafnir (með 10% hvor). ! Næstu þrjár skákir urðu jafn- | tefli, en þá vann Euwe aftur tvær í röð. Þar með var í raun- inni útséð um úrslit einvígisins, og ltokin urðu þau, að Euwe hiaut 15% vinning gegn 14%. Þótt fæstir muni þeirrar skoð unar, að Euwe hefði nokkru sinni unnið heimsmeistaraeinvígi gegn AljeChin, hafði sá síðarnefndi stundað reglubundið líferni, með an á einvíginu stóð, þá er á- stæðulaust að gera of lítið úr sigri Euwes. Hann var sjálfur al gjör bindindismaður, og er því vafasamt, að óregla Aljechins hafi að öllu leyti verið ávinn- I ingur fyrir Euwe. Sjálfsagt hef- ur hún einnig farið nokkuð í I taugarnar á honum. Auk þess var Euwe á þessum árum mjög sterkur skákmaður, hraustbyggðuir likamlega og harðskeyttur keppnismaður. En hann var enginn jafnoki Alje- hcins í eðlilegu ástandi, enda tapaði hann titlinum aftur í hendur honum tveimur árum síð- ar. Aljechin hafði þá ekki bragðað áfengi né tóbak í tvö ár, hvað sem það hefur nú átt að merkja. Hér fer á eftir 14. skák ofan nefnds einvígis. Hún lýsir betur en nokkur orð áhrifum þeirra óheppilegu lyfja, sem Aljechin notaði sér til hressingar í keppn inni. Hvítt : Euwe Svart : Aljechin Grúnfe'ldsvörn 1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. Rc3, d5 4. Bf4, Rh5 (Það er ekki tíma- bært að eyða leik í þessi manna kaup. Betra er 4—Bg7 og síð- an 0—0) 5. Be5, f6. 6. Bg3, Rxg3 7. hxg3, c6 8. e3, Bg7 9. Bd3 (Gallarnir við byrjunarkerfi Al- jechins eru augljósir. Opnun h- línunnar og leikurinn f6 hafa veikt mjög vinstra fylkingar- arm hans. Euwe hótar nú þeg- ar 10. Hxh7. 9— f5 virðist nú bezti leikur svarts) 9—0—0 (Svona geta annars flokks menn stundum leyft sér að tefla, en ekki heimsmeistarar. Hinum mikla sóknar- og fórnamanni, Al- jechin, virðist hafa sézt yfir ein falda leikfléttu andstæðingsins.) 10. Hxh7! (Að sjálfsögðu. 10— Kxh7 strandar n, á 11. Dh5 ? og síðgn Bxg6) 10—f5 11. Hhl, e5 (Ekki er nú glæsilegt fyrir svart an að „opna“ taflið svo mjög, með alla menn sína á drottning- ararmi á upphafsreitum sínum. En Aljechin á svo sem ekki margra góðra kosta völ, eftir hina misheppnuðu byrjun) 12. dxe5, Bxe5 13. RF3, Bxc3 ? (Þennan biskup má hann auðvit að ekki missa úr vörninni, en eft ir 13—Bg7 14. cxd5, cxd5 15. Db3 þá liggur peðið á d5 undir ó- bærilegum þrýstingi) 14. Bxc3, Df6 15. cxd5, Dxc3 ? 16. Kfl, Df6 17. Ha-cl, (Aljechin hefur greinilega bæði stragetiskt og materíalskt tapað tafl. Næsti leikur, sem hann velur, hefði átt að leiða til skjótra úrsldta. 17— Rd7 veitti kannski helzt nokk- urt viðnám í bili, þótt ekki sé leikurinn fallegur) 17—cxd5 18. Hc7, Rd7 19. Bb5, Dd6 20. Hc4? (Maður gæti freiztast til að halda að bindindismaðurinn væri kominn í kippinn líka. Hér gat hann unnið á einfaldan hátt með 20. Dd4, Dxc7 21. Hh8?, Kf7 22. Rg5, ? Ke7 23. Hh7 ?, Ke8 24. Dxd5 og svartur er varnarlaius) 20— RF6 21. Hc- h4, Dc5 22. Ba4, Dc3 23. Rg5, Kg7 24. Rh7, Hd8 25. Rxf6, Kxf6 26. Hh7, Be6 27. Hhl— h6, (Nú hótar Euwe 28. Hxg6 ? , Kxg6 29. Dh5 ? Kf6 30 f4 og svartur fær ekki forðast mát. Einnig gæti hvítur unnið drottninguna með skákum á h6 og g7 í 30. og 31. 'leik) 27— Bf7 28. Kgl, Hg8 29. g4, Hg7 30. gxf5, Hxh7 31. Hxh7, gxf5 32. Bb3, De5 33. Df3 (Vegna hinnar veiku peðastöðu sinnar og veiku kóngsstöðu, er svartur auðvitað glataður, er til lengdar lætur) 33— Hc8 (Flýtir fyrir eigin ósigri. 33— Dal ? 34. Kh2, De5 ? 35. g3 osfrv. hefði lengt nokkuð skákina.) 34. g4. (Nú strandar 34— Hg8 á 35. Hxf7 ? Kxf7 36. Dxd5 ? og vinn ur) 34—Bg6 35. Hxb7, Dal ? 36. Kg2, Hh8 37. g5 ? , Kxg5 38. Df4 ? , Kf6 39. Dd6 ? , Kg5 40. f4 ? , Kh5 41. De7 og nú gafst Aljechin upp. Sjaldan hefutr he msmeistari teflt mikilvæga skák jafn herfilega illa og Aljech- in tefldi byrjun þessarar skákar. En þá ber þess að gæta, að áð- urnefndur ráðgjafi hans mun hafa haft miður hol'l áhrif á tafl- meninskuna. Spassky : Petrosjan Þegar þetta er ritað, að fimm skákum tefldum í heimsmeistara- einvíginu, hefur Spassky tekið forustuna, með einn vinning yf- ir. Eftir skellinn í fyrstu um- ferð og síðan tvö heldur litlítil jafntefli, vann hann bæði fjórðu og fimmtu skákina. Þær skákir hefi ég ekki séð og get því ekki ; dæmt um, á hve sannfærandi hátt þær eru unnar, en óneitan- lega hefur nú hagur Spasskys vænkazt allmikið. Hann er nú að því 'leyti í sömu aðstöðu og Petro sjan í byrjun einvígisins, að honum nægir, að fá jafnt út úr þeim nítján skákum, sem eftir eru til að verða heimsmeistari. Petrosjan þarf hins vegar að sækja 10 vinninga í hendur Spasskys, til að halda titlinum. Mér finnst horfur því nokkuð ískyggilegar fyrir heimsmeistar- ann. Það er sálráent áfall að glata svo fljótt fengnum ávinn- ingi. Petrosjan er fyrst og fremst öflugur varnarmaður, en nú verður hann að fara að sækja á. Á móti meistara eins og Spassky getur vel svo farið, að það verði honum ofraun. Hér kemur að lokum þriðja skák einvígisins: Hvítt ! Spassky Svart : Petrosjan Sikileyjarvörn 1. e4, c5 2. Rf3, Rc6 3. d4. cxd4 R4. Rxd4, g6 5. c4, Rf6. 6. Rc3, R.3D4 7. D.3D4, D6 8. Be3, Bg7 9. f3, 0—0 10. Dd2, Be6 11. Hcl, Da5 12. Be2, Hf-c8 13. b3 a6 14. Rd5, Dxd2 ? 15. Kxd2, Rxd5 16. cxd5, Bd7 17. Hxc8 ? , Hxc8 18. Hcl, Hxcl 19. Kxcl, Kf8 20. Kc2, e6 21. a4, exd5 22. exd5, | Ke7 23. Bd3, Be5 24. g3, Ke8 25. j Kd2, Ke7 26. Bb6, Be8 27. f4, ' Bg7 28. g4, Bd7 29. h3, H5 30. Be2, hxg4 31. Hxg4, Bb2 32. Ke3, Bc3 35. f5, Gxf5 36. Bxf5, xf5 37. gxf5, Kd7 38. Ke4, el 39. Kd3, Kc8 40. Kc4, Bd2 41. b4, Bel 42. b5, Bd2 43. Bd4. Flugfar strax - far greitt síðar Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlunarflugleióum félagsins. Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofurnar og um- boðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsing- ar um þessi kostakjör. Sívaxandi fjöldi farþega staðfestir, að það sé engu síður vegna frábærrar fyrirgreiðslu en hagstæðra fargjalda, að þeir ferðist með Loftleiðum. kaFTmnm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.