Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1969 Hann leit á úrið sitt. er rétt hálfeitt. Hún — Heldurðu að þú vildir skjóta mér heim, þegar þessi dans er búinn? Þú getur far- ið hingað aftur, er það ekki? Þetta er enginn spölur og ég býst Svefnherbergissett, tíu mis- munandi gerðir úr teak, eik, gullálnti og palisander. Borðstofuliúsgögn í glacsi- lcgu t'irvali. Sófasett, hægiridastólar og margs konar stakir munir til tækifærisgjafa. ekki við, að dansinn sé nærri úti. — Hann brosti til mírT — Kanrski ekki, en þegar ég er bú inn að skila þér, ætla ég beint heim og í rúmið. Ég er ekkert hrifinn af miklum uppistöðum. En hvað um hana Kay? Ég leitaði að henni þegar dans inn var úti og varð fegin, þegar ég sá hana sitja úti í krók með Don. Rjóðar kinnarnar og ljóm- andi augun sögðu mér, hversu hún skemmti sér. Ekki vissi ég, hvar John var og ætlaði heldur ekki að fara neitt að grennslast eftir því. - Ég er að fara heim, Kay sagði ég. — Hann Rupert ætlar að skjóta mér, og svo fer hann beint heim. En hvernig kemst þú? Don varð fljótur til svars: — Þú ferð ekki strax, Kay, það méttu bara alls ekki. Hún brosti. — Hafðu e ngar áhyggjur. Ég er ekkert að fara enn. Gott sagði hann. Ég skal svo koma þér heim, þegar dans- inum er lokið. Hún leit á hann, eins og í vafa og ég vissi alveg, hvað hún var að hugsa. Enda sagði hún: — Ég var annars búin að segja honum John, að hann geti fylgt mér heim. Það færðist skuggi yfir Don. — Hefurðu það? Jæja, þú get- ur sagt honum frá mér, að ég ætli að fylgja þér heim. — Jæja, ég ætla nú að lofa ykkur að kijást um það ykkar í milli, en við Rupert sagði ég, þegar við gengum til að finna húsbændurna og kveðja þau. — Það er eins gott, að það er sunnudagur á morgun og Kay þarf ekki að fara í vinnu. Ég verð að segju, að hún er hrifn- ari af næturvökum en ég. — Gerir hún mikið að þeim? — Já, talsvert. — Með John? Já. Ég andvarpaði. Ég vildi bara óska, að hann Don væri ekki að fara aftur til Cam- bridge á morgun. Mér leið miklu betur þegar Kay var úti með honum í sumarfríinu hans. Við fórum framhjá kofanum, þar sem Bob átti heima, er við fórum gegn um þorpið. Ég sá, að það var ljós í herberginu, sem ég vissi að hann hafði þar. Hann hafði sagt mér, að hann læsi alltaf eitthvað dálítið, áður en hann færi að sofa, en aldrei lengi, þar eð hann væri þreytt- ur og syfjáður eftir vinnuna um daginn. Hann gæti varia verið mjög þreyttur eftir daginn í dag. hugs aði ég þegar Rupert beygði inn á stíginn heim til okkar. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort hann mundi nú ekki sjá eftir því að hafa ekki farið á dans- leikinn. Og kannski var hann að velta því fyrir sér — og með dá lítilii afbrýðisemi — hvern ég væri nú að dansa við? Og hafði svo nokkur fögur svarthærð kor.a verið áður í lífi hans? Ég vildi, að ég gæti svarað þeirri spurningu. Ég kvaddi Rupert og þakk- aði honum fyrir að hafa ekið mér heim, og fór svo beint upp í herbergið mitt. Mark hafði skilið gangdyrnar eftir opnar, en svefnherbergisdyrnar voru lok- aðar bæði hjá honum og Lucy. Ég gægðist varlega inn til Lucy en heyrði strax á reglulegum andardrætti hennar, að hún var steinsofandi. Ég hafði engar á- ,hyggjur af Mark. Ég vissi að undir eins og hann var lagztur á koddann, sofnaði hann eins og skot. Ég háttaði og álökkti ljósið. Eins og Bob, var ég vön að lesa svolátla stund, áður en ég reyndi að sofna. En bara ekki núna. Það var svo framorðið og ég svo þreytt. En ég gat ekki sofnað. Ég sagði við sjálfa mig, að ég mundi vera of þreytt til þess. Ég hafði haft mikið að gera um daginn og engan tíma til að hvíla mig, enda þótt ég vissi, að ég ætti næturvöku fyrir höndum. Ég heyrði kirkjuklukkuna slá þrjú og eftir skamma stund heyrði ég í bíl, sem stanzaði úti fyrir. Ég vissi, að það mundi vera Kay. Hefði það verið Nick hefði hann ekið beint að skúrn- um að húsabaki. Skömmu seinna heyrði ég hægt fótatak i stiganum og svo lok- aðist hurðin að svefnherbergi Kay. Ég vonaði að Nick færi bráð- um að koma. Nú hefði hann áreiðanlega átt að vera búinn að fylgja Debóru heim. Ég vissi, að móðir hennar mundi ekki vilja láta hana vera úti mjög lengi, enda þótt hún væri hjá Lips- comb. En klukkan varð fjögur án þss að ég heyrði í neinum bíl úti fyrir. Ég kveikti á náttlamp anum og setti úrið mitt eftir klukkunni. Já, það var ekki um að villast. Klukkan var orðin fjögur. Og þá heyrði ég loksins bíl koma akandi og síðan bílskúrs- dyrnar lokast og síðan varlegt fótatak Nicks í stiganum. Ég flýtti mér að slökkva ljósið, því að ég vildi ekki iáta hann vita, að ég hefði vakað eftir honum, kvíðin. Hann var svo viðkvæm- ur um þessar mundir. Og honum hefði áreiðanlega verið illa við það. Þegar ég svo fór að hita te — rétt örskammri stund síðar, að mér sjálfri fannst — fannst mér sem ég hefði alls ekki sof- ið neitt. Ég velti því fyrir mér hvernig hinum mundi líða, því að Kay og Nick höfðu þó átt Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Sinntu algerlega eiginhagsmunum i dag, það er þakklátt starf. Nautið, 20. apríl — 20. maí Þér lientar bezt likamleg vinna í dag. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Áform þin stangast á við fyrirætlanir annarra. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Gættu þín varðandi allar vélar og farartæki i dag. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst Sinntu félagsmálum samvizkulega núna, og samningum. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Ef þú hefur fullt sjálfstraust, styrkir það hina cinnig í trúnni. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Gerðu ráð fyrir hækkandi útgjöidum, og reyndu að vera dálítiö laginn í samskiptum við ættingjana. Bporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Frestaðu öllum samningum, þar til þú færð betra yfirlit. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Allt óvænt virðist eðlilegt I dag. Forðastu fjárfestingu. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Ef þú ferð varlega, getur þetta orðið góður dagur. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Það kann að vera, að þú þurfir að hafa mikið fyrir lífinu, en hjálp geturðu sannarlega fengið. FLskarnir, 19. febr. — 20. marz Erfitt er að blanda vináttu og fjármálum saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.