Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 196«
GREINARGERÐ
um lagafrumvarp um prófessors-
embœtti r œttfrœði
VIÐ umræður í Neðri deild Al-
þinigis um frumv. til laga um
stofmm prófessorsembættis í
ættfræði fór menntamálará’ð-
herra allmörgum orðum um af-
skipti heimspekideildar af þessu
máli. Taldi hann þau afskipti
hafa „gert þetta mál allt sam-
an að furðulegum kapitula í
sögu heimspekideildarin.nar.“
Raunar beindi ráðh. orðum sín-
um einkum að okkur fjórum
undirrituðum, en við höfðum
verið flutningsimenn þeirrar til-
4ögu, er heimspekideild sam-
þykkti sem umsögn sína um
þetta lagafrmv. En um þá um-
(sögn deildarinnar sagði ráðh.
m.a.:
■ „Ég sé enga ástæðu til að
draga dul á það, að mér hefur
mjög míslíkað, hvernig heim-
spekideildin .... hefur komið
fram í þessu máli. Það er gerð
tilraun til að spilla hugmynd,
sem ég taldi mjög góða....“.
í máli ráðih. gætti slíkra mis-
sagna, að við töldum óhjá-
kvæmilegt að gera athugasemd-
ir til Alþingis við orð hains, til
leiðréttingar og skýringar. Með
því að allrækilegar frásagnir af
Alþingis'umræðum um þetta
mál hatfa birzt í blöðum, einnig
varðandi þau atriði, sem beint
var að okkur sérstaklega, þykir
okkur einnig óhjakvaemilegt að
koma eftirgreindum athuga-
semdum á framfæri opinber-
lega.
(1) Menntamálaráðh. taldi
heimispekideild hafa klofnað um
málið:
„Heimispekideildarkennararnir
átta hafa skipzt í tvo jafna
hópa,“ og er þetta margendur-
tekið í máli ráðh., við fjór-
menningarnir taldir vera hekn-
ingur deildarinnar.
Hið rétta er, að er málið kom
til umsagnar heimispekideildar,
hinn 28. jan. s.L, voru 14 deild-
armenn á fundi (af 17, er at-
kvæðisrétt hafa), en bveir af
þessum 14 sátu hjiá. Af þeim 12,
er tóku einhvern þátt í af-
greiðslu málsins, greiddu átta
tillögu okkar atkvæði, og var
hún því samþykkt sem ályktun
deildarinnar. En hinir fjórir,
sagnfræðikennararnir, báru
fram sérálit. Eru báðar álits-
gerðirnar prentaðar með nefnd-
aráliti meirilhluta menntamála-
nefndar Neðri deildar, áisamt
umsögn háiskólarektors. í báð-
um álitsgerðunum er umræddu
prófessorsembæitti hatfnað, og
kom ekki fram nein tillaga í
heimispekióeild um að mæla með
stofnun embættis'ins. Var af-
staða deildarinnar til þesisa efn-
isatrfðis því samihljóða.
Rökstuðningur gegn stofnun
embættisins var hins vegar lít-
ið eitt mismunandi. Sagnfræði-
kennararnir lögðu megináherzlu
á, að vegna brýnna þarfa á öðr-
um kennurum, er deildin hefði
gert tililögur um í kennaraáætl-
un sinni fyrir næstu sjö ár (til
1975), sé stofnun þessa embætt-
is ótímabær. 1 ályktun deildar-
innar er tekið í sama sitreng. Þar
segir svo:
„Deildin getur ekki fallizt á
stofnun prófessorsembættis af
þessu tagi, á meðan ekki hef-
ur verið orðið við tilmælum
deildariinnar urn embætti og
stöður í þeim greinuim, sem þeg-
ar fer fram stanfsemi í á vegum
deildarinnar eða áætlanir eru
um. Hefur deildin á undanförn-
um þremur árum gert tillögur
til yfirvalda um stofnun þriggja
prófessorsembætta og einnar
lektorsstöðu (fulls starfs), án
þess a'ð þær tillögur ha'fi náð
fram að ganga. Er því svo kom-
ið, að tvísýnt er, hvort unnt
verður að halda uppi fuilnægj-
andi kennslu og prófum í sum-
um þeim greinum, sem eru á
vegum deildarinnar, og að
nokkru er þesisa raiunar nú þeg-
ar ekki kostur. Auik þessa má
geta, að í tillögum deildarinnar
til háskólanefndar u.m aukið
kemnaralið á næstu 7 árum (til
1975) er gert ráð fyrir 19 lekt-
orsstöðum til viðbótar (sem sum
um hverjum mætti breyta í pró-
fessorsembætti síðar), þar af 5
á næstu tveimur árum (1969—
1970).“
En megináherzla er í ályktun
deildarinnar lögð á, að stofnun
prófeasorsembættis í ættíræði
sérstaklega samrýmist yfirleitt
lekiki þeim háskólapólitísku sjón-
armiðum, sem efst eru á baugi
bæði hér og við háskóla í ná-
grannalöndunum. Um þetta seg-
ir svo í ályfctun heimspekideild-
ar:
„Deildin telur, að enda þótt
'segja megi, að fræðigrein sú,
(sem hér er um að ræða, hafi
nokkra sérstöðu hérlendis, þá sé
hún ekki þess eðlis, að hún geti
Verið sjálfstæð háskólagrein,
með sérstökiu prófessorsembætti,
enda er deildinni ekki kunrnugt
(um, að við nokkurn háskóla,
(stóran eða smáan, sé prófessors-
emhætti í greininni né sérstök
kennarastaða af öðru tagi.“
(2) Menntamálaráðh. sagði
ökkur fjóra „andmæla því bein-
línis, að ættfræði geti talizt vís-
indagrein.. . hafi fjórir kenn-
arar við heimspekideild „bein-
línis sagt menntmn. Nd. rangt
til um eðli ættfræði sem vís-
indagreinar og srtaðhæft auk 1
þess, að hvergi nokkurs staðar
(séu til við nokkurn háskóla,
stóran eða smáan, prófeissors-
embæbti í greininni né sérstök
kennarastaða af öðru tagi.“ Seg-
ir ráðlh. um þetta:
„Þessi ummæli fjögurra kenn-
ara eru ekki aðeins röng, beld-
ur tel ég þau fullikomlega
hneykslanleg, svo hneykslanleg,
að það nálgast móðgun við þing-
nefnd og Alþ. að viðhafa slík
ummæli.“
Til stuðnings máli sínu vitn-
ar ráðh. í fjórar altfræðibækur,
sem beri „svo að segja náikvæm
lega saman um að telja ætt-
tfræði stuðmngsvísindi sagn-
tfræði eða deild í, þátt af sagn-
tfræðivísindum."
„Hér hefur því verið gerð til-
raun til að blekkja hv. mennta-
málanefnid og sjálft Alþiingi",
segir ráðherra.
Hið rétta er, að í ályktum
heimspekideildar er yfirleitt alls
ekki fjallað um visindalega stöðu
ættfræðinnar ,þ. e. hvort telja
beri ættfræðiraninsóknir vísinda-
legar í þeim skilningi, að þær
fáist við vísindaleg verkefni og
beiti við þau vísindalegum
starfsaðferðum. í ályktuninmi eru
heldur ekki bormar brigður á
fræðilegt gildi ættfræðinmar sem
hjálpargreinar fyrir aðrar fræði-
greinar, t. d. sagnfræði. Eítls og
segir hér að framan, er í álykt-
uninrni aðeins látið uppi það álit,
að ættfræði sé ekki þess eðlis,
að hún geti verið sjálfstæð há-
skólagrein, með sérstöku pró-
fesorsembjetti. Er það álit vita-
skuld byggt á þeim meginsjón-
armiðum um uppbyggingu há-
skóla, sem efst eru á baiu.gi, bæði
hér og í mágranmalöndumum.
Það er heldur ekki rétt, að
staðhæft hafi verið, að hvergi
nokkurs staðar sé til við nokk-
urn háslkóla embætti eða staða
í ættfræði, heldur er aðeins sagt,
að heimspekideild sé ekki kunm-
ugt um slíkt. Okkur fjórum var
ekki kurtimugt um neitt slíkt, og
í umræðum á fundi heírmspeki-
deildar kom ékki fram, að nokkr
um deildarimanmi væri kunmugt
um slíkt ern bætti eða atöðu.
(3) Menntamálaráðh. vítnaði í
Encyelopædia Britanmica um
það, að prófessorsembætti væru
í ættfræði t. d. við þýzka há-
skóla, og segir um þá bók, að
himgað til hafi „e/kki þótt smekk-
lagt að telja^að þar sé ekki far-
ið með réttar staðreyndir“. Ráð-
herra nefndi þó engan sérstak-
an þýzkain háskóla 1 þessu sam-
bandi.
Með því að við töldum rétt að
hætta á að gerast sekir um þá
smekkleysu að hafa heldur það,
er sannara reynist, jafnvel þótt
annað stæði í Encyclopædia Brit-
amniea, þá gerðum við athugum á
kenmsluskrám frá háskólunum í
Hamborg, KieL Rostock, Göbt-
irngen, Miinster, Köln, Bonn,
Frankfurt, Heidelberg, Mainz,
Stuttgart, Tubingem, Marburg,
Giessen, Wiirzburg, Jena, Halle,
Leipzig og Miinehem, svo og Hum
boldt-Universitát í Berlin og
Frei Universitat í Berlín. Var
atlhug'unin í hverju tilviki byggð
á nýjustu kennsluskrá, sem völ
var á, I flestum tilvikum frá
þessu háskólaári eða næstu
tveimur árum á undam.
Afchuguinin leiddi í Ijós, að við
engan þessara háskóla er pró-
fessorsembætti í ættfræði né
nokkur kennarastaða amnairs
konar.
í ljós kom hins vegar við þessa
athugun, að_ undanfarin sex ár
Hefur lands'skj aiavörður í West-
faien. dr. Josef Prinz, verið heið-
uirsprófessor, ekki í ættfræði sér
sfca'klega, heklur í ættfræði og
skjaldarmerkjatfræði, við háskól-
anm í Miinster í Westfalen. Þess
skal getið, að dr. Prinz hefur
verið miikilvirkur fræðimaðuir og
rithöfumdur, ekki í ættfræði ein-
göngu, heiidur í miðalda- og
nýjúaldasagnfræði (sjá Kurseh-
ners DeutsOher Gelehrten-Kal-
ender, 9. útg., Berlín 1961, bls.
1583).
Þess skal einnig getið, að ekki
mun sú skigan óalgeng í Þýzka-
lamdi, að lærdórrasmenn utan há-
skóla, t. d. safnverðir, hafi jafn-
framt he i ð u rsp ró f essor snaf nbó*
við háskóla. Þannig er t. d. lands-
skjalavörðurinm í Hannover heið
ursprófessor í sögu Neðra-Sax-
lamds við háskólanm í Götting-
en.
Er þetta dæmi því harla ósam-
bærilegt við það mál, sem hér
er á döfirani nú.
Rétt er að geta þess, asð ofam-
greind athugun nær ekki til
alira þýzkra háskóla (þar aem
keransluskrár voru ekki fyrir
hemdi) og að hún nær til heim-
spekideildan raa eimna.
(4) í ályktun sinni harmaði
heimspékideild, „að mál þetta
skuli hafa verið borið tfram, án
þess að mokkuct samráð væiri
haft við deildina“. Telur ráðh.,
að þetta sé .vgagmrýn.i á háskóla-
rektor og háskólaráð ,en ekki
gagnrýni á memmtmrn.“.
Þessi orð ráðh. fá þó ek'ki
staðizt. Þegar háskólairáð af-
greiddi frumv. frá sér á sl. hausti,
var það ákvæði í frumv., að pró-
fessorinm sæti í lagadeild. Var
málið þanmig óviðkom'andi heim
spefeideild á því stigi, og þvi
eigi undir hana borið. Síðar var
þessu breytt — af mem.ntamála-
ráðuneytirau, eftir orðum ráðh.
að dæma — og ,,heimspekideild“
sett í stað „lagadeildar". Vair
þessi breytirag gerð, án þess að
nokkiurt samráð væri hatft við
heimspekideild, og jafnvel „án
þess að það væri borið formlega
undir Háskólann", eins og segir
í umsögn háslkólarektors, sem
áður geturr. Ber þó vitaskuld að
bera slík mál undir háskóladeild,
enda hefur það áður verið gert
í hliðstæðum tilvikum, er frurn-
kvæðí um stofrauin embættis hef
ur komið frá öðrum aðilja en
hliutaðeigaindi háskóladeild. Auk
þess er slrk málsmeðferð í fullu
samræmi við 12. gir. háskólalag-
anna, 1. mgr., en þar segir svo:
„Þegar sérstaklega stendur á,
getur menntamál'aráðherra, sam-
kvæmt tillögu háskóladeildar og
með samiþykki háskólaráðs, boð-
ið vísindamanni að taka við
kennaraembætti við háskólann,
án þess að það sé auglýst laus*
til umsóknar".
Er því ekki um að ræða sök
hjá háskólaráði eða rektor, held-
ur hjá merantamálaráðuneytiinm
Reykjavík, 25. april 1969
Helgi Guðmundsson, lektor,
Hreinn Beneðiktsson, prófessor,
IWatthías Jónasson, prófessor,
Sveinn Skorri Höskuldsson,
lektor.
AUGLÝSING
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavikur.
Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur mun fara
fram 2. maí til 10. júni n.k. sem hér segir:
Föstudaginn 2. maí Ö-1 til 0-50
Mánudaginn 5. — Ö-51 — Ö-90
Þriðjudaginn 6. — Ö-91 — Ö-130
Miðvikudaginn 7. — Ö-131 — Ö-170
Fimmtudaginn 8. — Ö-171 — Ö-210
Föstudaginn 9. — Ö-211 — Ö-250
Mánudaginn 12. — Ö-251 — Ö-290
Þriðjudaginn 13. — Ö-291 — ö-33Cf
Miðvikudaginn 14. — Ö-331 —- Ö-370
Föstudaginn 16. — Ö-371 — Ö-410
Mánudaginn 19. — Ö-411 — Ö-450
Þriðjudaginn 20. — Ö-451 — Ö-490
Miðvikudaginn 21. — Ö-491 — Ö-530
Fimmtudaginn 22. — Ö-531 — Ö-570
Föstudaginn 23. — Ö-571 — Ö-610
Þriðjudaginn 27. — Ö-611 — Ö-650
Miðvikucfagmn 28 — Ö-651 — Ö-690
Fimmtudaginn 29. — Ö-691 — Ö-730
Föstudaginn 30. — Ö-731 — Ö-770
Mánudaginn 2. júní Ö-771 — Ö-810
Þriðiudaginn 3 — Ö-811 — Ö-850
Miðvikudaginn 4. — Ö-851 — Ö-890
Fímmtudaginn 5. — Ö-891 — Ö-930
Föstudaginn 6. — Ö-931 — Ö-970
Mánudaginn 9. — Ö-971 — Ö-1010
Þriðjudaginn 10. — Ö-1011 — Ö-1050
Miðvikudaginn 11. — Ö-1051 — Ö-1090
Fimmtudaginn 12. — Ö-1091 — Ö-1130
Föstudaginn 13. — Ö-1131 — Ö-1170
Mánudaginn 16. — Ö-1171 — Ö-1210
Miðvikudaginn 18. — Ö-1211 — Ö-1250
Fimmtudaginn 19. — Ö-1251 — Ö-1300
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiða-
eftirfitsins, Vatnsnesvegi 33, og verður skoðun framkvæmd
þar alla virka daqa kl. 9.00 t<l 16.30, nema mánudaga til kl.
18.00 (einnig í hádeginu). Einnig ber að færa létt bifhjól til
skoðunar.
Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi. skulu fylgja bifreið-
unum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild
ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir þvt, að bifreiðaskattur og
vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1969 séu greidd og
lögboðin vátrygginq fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiða-
eigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sínum, skulu sýna
kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til Ríkisútvarpsins fyrir árið
1969 Ennfremur ber að framvisa vottorði frá viðurkenndu við-
gerðarverkstæði um að Ijós bifreiðarinnar hafi verið stillt.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum
degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum pg lögum uin bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr um-
ferð, hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Keflavík, 26. apríl 1969.
Amar G. Hinriksson.
settur bæjarfógeti.
Laast starf
Starf deildarfulltrúa í borgarbókhaldi er laust til umsóknar.
Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16,
fyrir 2. maí 1969.
Sumarbústaður óskast
til leigu, til lengri eða skemmri tíma í sumar. Tilboð sendist
afgreiðslu Mbl„ merkt: „SUMARBÚSTAÐUR — 2757".