Morgunblaðið - 09.05.1969, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1969
um aírvum, en því hafði hún nú
annars lokið kvöldinu áður, svo
að henni hefði verið vorkuninar-
laust að laga avolítið til kring
um sig, áður en hún fór.
Ég tók af rúminu og setti í það
hrein lök. Ég ryksaug teppið og
þurrkaði af húsgögnunum. Mér
datt í hug, hvað þetta vist-
lega litla herbergi liti nú befur
út, og fór að velta því fyrir mér,
hvers konar húsmóðir Kay
mundi verða, þegar hún eignað-
ist sjálf heimili, úr þvi hún léti
herbergið sitt líta svona út.
En um leið minnti ég sjálfa
mig á það, að ef hún giftist
John, mundi hún hafa húshjálp
á hverjum fingri. Jafnvel nú á
dögum, þegar húshjálp var ekki
að finna fremur en glóandi gull,
þótt ríkisbubbar vaeru annars
vegar.
Ég tók upp bréfakörfuna, til
þess að fara með hana niður og
tæma hana í ruslatunnuna. En
þegar ég hvolfdi úr henmi, rak
ég augun í pappírsblað. Það var
sýnilega hulti af bréfi, og á því
mátti lesa: „Um þetta ieyti að
viku liðinni, verðum við orðin
saman, fyrir fullt og a-llt, elskan
mín“.
Ég þekkti svo sem rithöndina.
Sú var tíðin, að John hafði_ skrif
að mér, hvað eftir anmað. Ástar-
bréf, sem ég hafði ekki kært mig
um og hafði aldrei svarað. En
síðan Nick stal frá honum pen-
ingunum, hafði algjörlega tekið
fyrir þær bréfaskriftir. En svo
virtist sem nú fengi Kay bréfin
í minn stað.
Ég var ekkert sérlega forvitin
og hafði lítið tekið eftir, hvort
hún fengi nokkur bréf. Og svo
var hún lika vön að fara á móti
póstinum, þegar hanm kom til
okkar, um leið og hún flýtti sér
að ná í vagninm í vinmuna.
Ég leit aftur á þetta tortryggi-
lega skrif. „Um þetta leyti að
viku liðinmi, verðurn við orðin
saman fyrir fullt og allt, elskan
mín“.
Það var ekki nema ein skýr-
ing á þessu. Kay hlaut að hafa
logið að mér, að hún ætlaði að
verða hjá Jenny Gray yfir hvíta-
sunnuna, þess í stað var hún
farin eitthvað burt með John.
Gat ég virkilega trúað þessu?
Það var ekki annað að ge’-a.
Hvað gat mér dottið annað í
hug?
Og ef svo væri, hafði hún
hlaupizt á brott með honum til
þess að giftast honum, án þess
að víkja að því einu orði við
mig? Mundi ég kannski fá skeyti
frá henni, þar sem hún segði
mér fréttirnar?
Eða var hvorugt þeirra neitt
að hugsa um hjónab„nd?
— Jú, Kay hlauf að gera það,
þóttist ég viss um. En ég efað-
ist um, að John hefði það í
huga, þrátt fyrir öll loforð, sem
hann kynni að hafa gefið henni.
Ég leit á klukkuna. Hún var
næstum tólf. Ég hafði verið
lengur að húsverkunum og til-
tektinni hjá Kay, en mér hafði
dottið í hug.
— rs et-----sg.... tag 1 1 '
39
— Og Kay hafði fa.ið klukk-
an hálfníu, líklega til að ná í
8.40-vagninn við endann á stígn
um. Eða hafði John kannski beð
ið hennar þar í bílnum sínum?
Hafði hún stigið upp í bílinm í
snatri og þau síðan ekið af stað?
Ég kvald'ist af hvoru tveggja í
senn, vonbrigðunum yfir að Kay
skyldi hafa getað gert mér þessa
sorg og kvíðanum yfir afleiðing
unum af þessu tiltæki hennar.
Eitt var þó víst: hún hlaut að
vera bálskotin í John. Kannski
hafði mér alveg skjátlazt þegar
ég hélt, að það væri Don, sem
ætti hug hennar allan.
Ég leit á bréfasnifsin í rusla-
tunnunni. Líklega var hinn hlut
inn af bréfinu þarna líka. En ég
gat ekki fengið mig til þess að
leita að því og bera hlutana sam
an. Svo lágt vildi ég ekki leggj-
ast.
En nú var ég orðin uppfull af
reiði við Kay, en þó einkum við
John. Ég óskaði þess heitast, að
ég hefði þau hérna hjá mér, og
enda þótt ég sieppti mér annars
sjaldan, þá hefði ég nú rifið
þau í mig.
En hvaða tilgangi gat það
þjónað? Bob mundi benda mér á,
að Kay væri sjálfrar sín ráðandi
Víð bjödum yður
alla ótíkar
Ijufengu rétti
frá kl. 8-23f30
Sent
ef öskað er
HAFNARSTRÆTI 19-SÍMI 13835
grenwood UPPÞVOTTAVÉLIN
Þér fáið hvergi fullkomnari uppþvott en i KENWOOD upp-
þvottavélinni. Fyrst þvœr hún með sistreymi af heitu vatní
— heitara en þér getið þolað — svo heitu, að það drepur
skaðlega sýkla. Hið hringfarastreymikerfi — sem er aðeins
f KENWOOD — sprautar vatninu, ásamt hreinsivökvan-
um, sem látinn er i vélina um allt leirtauið með óvenju-
legum krafti.
Það er ekkert á hreyfingu i KENWOOD, nema vatnið, svo
að leirtauið og viðkvæmt postulin er fullkomlega óruggt.
Meðan á skolun stendur, þá gláfægir hreinsivökvinn leir-
tauið og postulinið, en siðan hefst þurrkun.
Það er aðeins KENWOOD, sem veitir fjölbreytt uppþvotta-
val. Þér getið stillt vélina á mismunandi uppþvottaraðferð
— með þvi að stilla stjórnskifuna. Þér getið stöðvað vélina
hvenær sem er, ef þér þurfið að láta i hana eða taka úr
henni.
Fyrirliggjandi
Verb kr. 21.990.—
Sími
11687
21240
Jfekla
Laugavegi
170-172
— Einmcnnisklefa. — Nei, ég ætla að koma með mín föt
ókrumpuð.
og gæti lifað og látið eins og
hún vildi. Eins og hún líka sjálf
hafði ótvírætt gefið mér til
kynna undanfarna mánuði.
En að hlaupast svona burt
með John og ljúga því að mér,
að hún ætlaði að verða hjá vin
stúlku sinni í Cambei . . .
Ég minntist þess nú, að hún
hafði virzt hlakka afskaplega til
þessarar heimsóknar. Það hafði
verið einhver spenningur í
henni, í gærkvöldi, þegar hún
var að láta niðui í töskuna
sína og svo aftur í morgun, þeg
ar hún var að flýta sér að Ijúka
við morgunveröinn. Og þegar
hún kvaddi mig. hafði hún faðm-
að mig að sér og sagt, að það
væri fallega gert af mér að lofa
sér að fara þetta, einkum þó af
því, að Lucy var ekki htima.
Kay hafði verið óvenjulega ást
úðleg, því áttaði ég mig á núna.
Jafnvel Nick hafði tekið eftir
þessu, þvi að þegar hún fór út
hafði hann horft á eftir henni,
þegar hún hljóp niður eftir
stígruum og sagt; — Það er meiri
blessaður sólargeislinn hún Kay
er í dag! Hvað er eiginlega
hlaupið í hana? Hún er þó ekki
vön að vera í sérlega góðu skapi
á þessum tíma dagsins.
En nú áttaði ég mig á því,
hversvegna hún hafði verið
svona mikill sólargeisli og í svo
góðu skapi, og ég xór að spyrja
sjálfa mig að því hvort hún
hefði getað farið svona að heim
an án nokkurs samvizkubits.
Ég var alveg í vandræðum,
hvað til bragðs skyldi taka. Ég
hafði enga hugmynd um það,
hvert Kay hefði farið, og ef út
í það var farið. hafði ég heldur
enga óyggjandi vissu fyrir því,
að hún hefði yfirleitt farið með
John.
Hann gat vel hafa skrifað
henni þetta, en þar með var ekki
sagt, að hún heíði samþykkt það.
Og jafnvel þótt svo hefði verið,
gat henni hafa snúizt hugur á
síðustu stundu. Kannski hafði
Jenny raunverulega boðið henni
til Camber, og hún þegið boðið,
án þess að láta John vita. hvert
hún ætlaði.
Ég var í svo mik'lu uppnámi,
að ég gat alls ekki hugsað, skipu
lega. Ég óskaði þess heitast, að
Bob væri einhvers staðar nálæg-
ur, en ég vissi, að hanm hafði
farið á nautgripauppboð í Ash-
ford og mundi ekki koma aftur
bráðlega. Mig langaði að segja
honum, hvernig ástatt væri og
hvernig mér væri innanbrjósts.
Hann var alltaí svo rólegur og
skynsamur. Hann mundi ráða
mér heilt. En skynsemi mín sagði
mér, að hann mundi aðeins, ráða
mér til að hafast ekkert að.
Ég gekk að símanum og
hringdi á númerið hjá John. Að
minnsta kosti gat ég komizt að
því, hvort hann væri heima.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl
Nú skaltu hagnýta þér tækni, sem |iér hefur nýlega orðið ljós.
Nautið, 20. apríl — 20. mai
Það er mikill hraði á málunum, og vinir þinir skilja ekki vel, hvað
þú ert að fara.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní
Allir tala mikið, en vinna lítið. Það er allt í lagi, hvað snertir laga-
stapp.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Gerðu sérstakar fyrirspurnir meðal vinnufélaga, en láttu ekki
skoðanir þínar i ljós.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Leggðu tilfinningamálin á hilluna um sinn, því að það eru ekki
allir, sem skil.ja, hvað þú ert að fara.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Það eru margir dómharðir núna.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Farðu eftir leikreglum I dag. Allt er brcytingum undirorpið.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Von er um úrbætur í peningamálum.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Þótt fjárhættan sé töfrandi skalt heldur líta í aðra átt.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Þér kemur ekki saman við einhvern vegna skipulagstilfinningar
þinnar. Bíddu því átekta.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Byrjaðu snemma og komdu lagi á allt, en gerðu ráð fyrir einhverri
flækju og misskilningi.
Fiskamir, 19. febr. — 20. marz
Nú skaltu ekki ofgera neinu, en hlustaðu vel á aðra.