Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 3
MORGUMBLAÐIÐ, FÖSTUOAGUR 27. FEB-RÚAH H970 3 Tempraða liellið Punktalínurnar á hnettinum sýna hvernig vísindamenn áætla að loftslagsbeltin á norðurhveli Iæðist til norðurs við fjarvegs- breytingu Síberíufljótanna þriggja og örvarnar til hægri á kortinu sýna í hvaða átt þeim verður veitt til suðurs. Hlýrr i sumur—meiri úrkoma sunnanlands Kynni að leiða af farvegsbreyt- ingu í 3ja stórfljóta í Síberiu SOVÉTMENN áforma um þessar mundir að breyta far- vegi þriggja stórfljóta í Siberíu, sem nú renna í ís- hafið, og láta þær renna til suðurs um eyðimerkursvæðin í grennd við Kaspía- og Aral hafið. Telja vísindamenn, að þessar framkvæmdir geti valdið stórkostlegum veður farsbreytingum um allt norð- urhvel jarðar. Fljótin, sem hér um ræðir, eru Pekora, Ob og Yenisei, sem allar falla í íshafið, eins og áður getur. Gerð hefur verið verkáætlun til 15 ára, og eru framkvæmdir þegar hafnar. Veðurfræðingar á Vesturlöndum segja, að eng- in leið sé að sjá fyrirfram af- leiðingar af þessum stórfram- kvæmdum, en sumir gizka á að öll loftslagsbeltin á norður- hveli jarðar kunni að færast um 500 km til norðurs. Hefði það í för með sér að norður- afríkanskt loftslag skapaðist á hluta Spánar, Suður-ítalíu og Grikklandi, en hið raun- verulega Miðjarðarhafslofts- lag færðist lengra til norð- urs, og leiddi jafnvel til heit- ari sumra á íslandi og öðrum löndum Norður-Evr- ópu. Teimpruð ahriif írá Mið- jarðarhafinu munu sennilega vernda Suður-Evrópu fyrir því að breytast í eyðimörk, en öðru máli gegnir um mið- bik stóru landsvæðanna í Mið Asiu; þar gætu núverandi eyðimerkur teygt sig lengra til norðurs. Sama gæti einnig átt sér stað í Bandaríkjunum, en líkurnar til þess eru ekki eins miklar og hinu megin á hnettinum. Ástæðan fyrir þessari lofts lagsbreytingu sem fylgt gæti í kjölfarið, er farvegi fljót- anna hefur verið breytt, er sú, að þau eru mjög þýðingar- mikil hvað snertir að við- halda íshettunni á heimskauts svæðinu. „Vatnið frá fljótun- um þremur á stóran þátt í því að halda yfirborði íshafsins hæfilega fersku, þannig að það frjósi fyrr. En ef þetta vatnsmagn er minnkað eða lokað fyrir það með öllu, þá má búast við, að ísinn á þessu svæði bráðni í miklum mæli“, er haft eftir Hubert Lamb, einum af yfirmönnum Brezku veðurstofunnar. „Ég hygg,“ segir Lamb enn fremur, „að fyllsta ástæða sé fyrir okkur vísindamennina að vera áhyggjufullir vegna þessara framkvæmda. Við höfum ávallt óttazt, að með stóraukinni tæknigetu yrðu gerðar tilraunir til að gjör- Framhald á bls. 18 <§> KARNABÆR KLAPPARSTÍG 37 SÍMI 12937. —TÝSGÖTU 1 SÍMI 12330. VETRARÚTSALAN HELDUR ÁFRAM í DAG 0S Á MORGUN: TÆKIFÆRISVERÐ Á VESKJUM — SKÓM KÁPUM — BUXUM — REGNJÖKKUM — PILSUM — PEYSUM — KJÓLUM. QPIÐ TIL KL. 4 K LAUGARDAG PCSTSENDUM UM ALLT LANDIÐ FRÁ ÖLLUM DEILDUM ★ SÍÐAR KÁPUR NÝTT SNIÐ ★ PEYSUR STUTTAR — SÍÐAR MAXI ★ BUXUR NÝ EFNI ★ JERSEY-BLOSSUR MUNSTRAÐAR IIÁLSFESTAR — HRINGIR — BELTI — ÚRÓLAR. ★ föt ★ STAKIR JAKKAR ir STAKAR BUXUR TERYLENE OG FLAUEL ir SKYRTUR MIKIÐ ÚRVAL ★ PEYSUR ★ MYNDABOLIR 0P1Ð TIL KL. 4 LAUGARDAG STAKSTIINAR Erindreki Steingríms Það vakti nokkra athygli er birt voru úrslit í skoðanakönn- un Framsóknarmanna á Vest- fjörðum um skipan framboðs- lista þeirra þar í þingkosningum, að Steingrímur Hermannsson hlaut flest atkvæði. Nú liggja hins vegar fyrir skýringar á þessu. Nokkrum mánuðum áður en skoðanakönnunin fór fram starfaði sérstakur launaður er- indreki fyrir Framsóknarflokk- inn á Vestfjörðum eða öllu held- ur átti að vinna fyrir Framsókn- arflokkinn. Það gerði hann ekki, beldur vann ötullega að því að safna atkvæðum fyrir Steingrím Hermannsson. Fróðleiksfúsir Framsóknarmenn velta því hins vegar fyrir sér, hver hafi ráðið því, að Framsóknarflokkurinn hélt úti launuðum erindreka fyr- ir Steingrím. Víst er, að Bjarna Guðbjömsson og Halldór á Kirkjubóli fýsir mjög að fá fregnir af þvi. IJ rtölumerm Geðvonzka kommúnistablaðs- ins í garð framkvæmda og fram fara á sér engin takmörk. Þessa dagana beinist vonzka blaðsins t.d. að hinu fyrirhugaða hóteli í stórhýsi Kr. Kristjánssonar við Suðurlandsbraut. Kommúnista- blaðið virðist telja það meiri háttar synd, að í þessar fram- kvæmdir er ráðist og að fyrir- hugað er að veita fjárhagslega fyrirgreiðslu frá bankakerfinu í landinu. Hvað mælir á móti því? Hin hálfgerða húsbygging er að mestu skuldlaus eign núverandi eigenda. Það er skortur á gisti- rými í Reykjavík. Forsenda þess, að takist að auka ferðamanna- strauminn er einmitt sú, að hér verði byggð hótel. Um þetta til- tekna hótel er ætlunin að mynda sérstakt hlutafélag og hanka- kerfið mun veita fyrirgreiðslu til þess að ljúka byggingunni. Þetta mun veita byggingariðnað armönnum töluverða atvinnu meðan á framkvæmdum stendur og stórauka gistirými í Reykja- vík. Vegir þeirra Þjóðvilja- manna eru órannsakanlegir, en það væri sannarlega merkilegt rannsóknarefni að grafast fyrir um hinar raunverulegu ástæður fyrir geðvonzku þeirra vegna hótelsins við Suðurlandsbraut. Eða eru þetta bara úrtölumenn- irnir, sem hér eru á ferðinni einu sinni enn? Örlög Guðmundar J. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar eiga ekki upp á pall- borðið hjá kommúnistum um þessar mundir. Einn helzti for- svarsmaður þeirra í verkalýðs- samtökunum er Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar. Eitt sinn hafði hann náð því marki að komast í borgarstjórn, en var svo lækk- aður í tign og settur á vara- mannsbekk. Síðan gerði hann tilraun til þess að komast tii áhrifa í kommúnistafélaginu í Reykjavík, en var hafnað. Nú er aftur komið að borgarstjórnar- kosningum. Enn hefur Guðmund- ur J. áhuga á að komast í borg- arstjóm. Verður varaformanni Dagsbrúnar enn hafnað? Er Guðmundi Vigfússyni svo ilia við nafna sinn Guðmund J., að hann setji honum enn stólinn fyrir dyrnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.