Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 18
18 MORGUNRLAEHÐ, FÖSTUDAGU'R 27. FHBRUAR 1'970 2000 ára forn aldarborg - iiilil f bakgrunni þessarar myndar sést hluti af Grátmúmum, helgidómi Gyðinga, sem komið hefur fram við útgröftinn neðanjarðar undir götum Jerúsalems nú. Allar þessar þrjár myndir sýna leifar af Jerúsalem frá því fyrir um það bil 2000 árum, en til eru miklu eldri leifar og byggð hefur verið í Jerúsalem þegar þúsundum ára f. Kr. Dov Perla, rabbí, sem stjómað hefur útgreftrinum sést hér koma í gegnum göng, sem liggja inn í fornaldarborg J erúsalems. JERUSALEM Kappsamlega er nú unnið að því að grafa upp forn- aldarleifar Jerúsalemborgar, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Er nú að koma á daginn, að leif ar borgarinnar, byggingar og margs konar mannvirki hafa varðveitzt ótrúlega vel, en Titus keisari Rómverja lét eyða borginni að verulegu leyti árið 70 eftir Krist. Yið uppgröftinn nú hafa fundizt margvíslegar bygging ingar með stórum herbergj- um, göngum, þröngum hliðar- götum og brunnum og eru mörg þessara mannvirkja frá því langt fyrir Krists burð. Sumar göturnar, sem grafn ar hafa verið upp, eru þegar orðnar á annan kílómetra á lengd, en þossum fomleifa- fundi er haldið sem mest leyndum, þar sem ekki er enn nógu örugglega frá geng ið, svo *ð almenningur geti farið um neðanjarðarborgina, sem er aðeins nokkrum fet undir markaði Araba í Jerúsalem nú. Húsveggir eru allir hlaðnir með steinum frá „Hasmonen”-tímabilinu, tvö þúsund ára gömlum og mynda miklir steinbogar þök in. Þegar fréttamenn af sér- stöku tilefni fengu að skoða þessa fomaldarborg fyrir nokkru, urðu þeir varir við það, hvemig vatn draup úr loftinu og sums staðar heyrð ist óljós ómur borgarlífsins fyrir ofan höfuð þeirra. Þá hefur einnig verið graf- imin upp nýr hliutá aif Grát- múrnum, sem eru einu þekktu leifarnar af muster- inu mikla og mesti helgidóm- ur Gyðinga nú. Halda verka menn áfram að flytja burt hundruð tonna af jarðvegi og grjóti, sem stíflar gang- ana og er greftrinum haldið áfram norður eftir Grátmúm um. Þá er vonazt til þess, að svonefnt Kiponus-hlið, sem opnar leiðina til hins allra helgasta í musterinu heilaga finnist bráðlega og yrði það stórmerkur fornleifafundur, sem hefur afar mikla trúar- lega þýðingu fyrir Gyðinga. Fyrr á tímum mátti aðeins sá, sem var æðstur æðstu prestanna, fara þangað og þá aðeins fáeinar mínútur ár hvert. Ef hliðið finnst nu, yrði það ekki opnað að svo atöddu, því að það myndi brjóta í bága við helgisiða- lögmál Gyðinga. Svo virðist, sem unnt verði að halda þessum grefti á Jerúsalem til forna áfram í það óendanlega, því að sí- fellt koma í ljós fleiri hús og stræti. Er uppgröfturinn framkvæmdur með mikilli var úð af ótta við, að verzlunar- torgið eða húsin fyrir ofan kunni að skekkjast eða jafn vel hrynja niður í göngin. Sprengiefni er að sjálfsögðu ekki notað og ekki heldur vélknúin verkfæri. Allt er gert með haka og skóflu og jarðvegurinn borin út í litl- um körfum. Þessi mynd er af 2000 ára gömlu stræti í Jerúsalem til foma, sem nú er verið að grafa upp. Liggur gatan að Grátmúrnum, einhverjum mesta helgidómi Gyðinga, en múr inn er leifar af musteri Heródesar, sem Rótnverjar eyddu árið 70 eftir Krist. Fom-aldarleifar Jerúsalemborgar hafa varðveitzt ótrúlega vel og hefur árangurinn af upp greftri hennar vakið afar mikla athygli. — Urkoma Fiamhald af bls. 3 breyta loftslaginu með afleið ingum, sem við getum alls ekki séð fyrir. Það er sann- færing min að stórhættulegt sé að leggja út í slíkar til- raunir meðan við höfum enn ekki náð svo langt að geta séð fyrir, hverju þær munu valda.“ Annar vísindamaður, dr. Reymond L. Nace hjá banda- rísku veðurathugunarstofn- uninni, hefur gengið enn lengra og lýst yfir þeim mögu- leika, að breytingin á þyngd- arhlutföllunum á svæðinu frá Norðurpólnum að miðbaug muni draga úr snúningsferð jarðarinnar, og auka möndul snúingshallann. Umræður um að breyta far vegi Síberíufljótanna til suð- urs hafa lengi verið á dag- skrá í Sovétríkjunum. Hubert Lamb, sem áður er vitnað til, kveðst álíta, að Rússar hafi velt vöngum yfir þessu máli í um 20 ár, og ástæðan fyrir því, hversu seinir þeir hafa verið að taka ákvörðun, sé sú, að þeir óttist afleiðingarn ar. Hins vegar hafi þarlendir verkfræðingar og bændur bar- izt ötullega fyrir því að í framkvæmdirnar yrði ráðizt. Ljóst er að þessar fram- kvæmdir geta haft gifurlega þýðingu fyrir Sovétríkin, ef vel tekst til. Yfirborð Kaspía-. hafs hefur lækkað um sjö fet á síðustu 20 árum, og hætta er á að Aralhafið þorni alveg upp á næstu árum. En með þessum framkvæmdum verður kleift að veita vatni á 34 milljón hektara af frjósömu en þurru landsvæði, og skurð irnir munu eiga mikinn þátt í að þurrka upp 60 milljón hektara af blautlendi. Fram- kvæmdir við skurðgröftinn eru hafnar fyrir fáeinum dög um. Er gert ráð fyrir að framkvæmdum varðandi Pen kora verði lokið eftir um sjö ár, en framkvæmdum við hin fljótin á næstu 15 árum. Eitt þeirra landa, sem gæti unnið á því, að loftslag- ið breyttist, er Island. Að því er Lamb fullyrðir ætti lofts- lagið í Bretlandi á miðöldum — þ.e. frá árinu 1000—1200 — að gefa vísbendingu um, hvemig loftslagið þar getur orðið, ef kenningar um afleið- ingar þessara framkvæmda reynast réttar. Segir Lamb, að á þeim tíma hafi ísmagnið á heimskautasvæðinu verið minna en það er nú, og sumr- in í Bretlandi hafi verið einu til tveimur stigum hlýrri að meðaltali. Þetta kunni að virð- ast lítil breyting, en sé þó í rauninni talsverð, þegar til lengdar lætur. Morgunblaðið hafði sam- band við Hlyn Sigtryggsson, veðurstofustjóra, og bar und ir hann þessa fregn. Hann kvaðst ekki hafa heyrt um hana fyrr, og þvi ekki reiðu- búinn að ræða um áhrif þess- ara framkvæmda Sovét- manna hér að óathuguðu máli. Hins vegar kvað hann Hubert Lamb, sem áður er vitnað í, vera velþekktan vísinda- mann á sviði loftslagsfræði. Samkvæmt ummælum hans um áhrif framkvæmda þess- ara á loftslagið í Bretlandi, ætti eitthvað svipað að ger- ast hér á landi; sumrin ættu að hlýna hérlendis, og úr- koma jafnvel að aukast hér sunnanlands. Er þess því vart að vænta að framkvæmd ir Sovétmanna í Síberíu verði þeim til vinsælda hjá Sunn- lendingum, því að flestum mun þykja nóg um úrkomuna eins og hún hefur verið nú und- anfarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.