Morgunblaðið - 27.02.1970, Page 11

Morgunblaðið - 27.02.1970, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1970 11 Keilvíkingor - Suðurnesiomenn Athugiö að panta tímanlega fyrir ferminguna. Kalt borð og heitur matur, smurt brauð og snittur í húsinu og úti í bæ. MATSTOFAN VlK Keflavík, sími 1980. LITAVER Vinyl og plast VEGGFÓÐUR Verð frá kr. 219 pr. rúlla. Sjúlistæðisfélugið Njurðvíkingur Fundur haldínn í Stapa laugardaginn 28. febrúar er hefst kl. 15.00. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Njarðvíkurhrepps árið 1970. Framsaga Ingólfur Aðalsteinsson og Ingvar Jóhannsson. 2. Önnur mál. Sjáifstæðisfólk takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Það sem við viljum sérstaktega benda á Börn: Konur: ina af neinni ákvörðun um neitt. Satt að segja er ástæðan fyrir þvi að ég stend hér og get ekki annað, sú að eftir margra ára aðfinnslur og yfirlýsingar um hvernig eigi að gera hlutina og hvað eigi að gera, er varla hægt að taka til fótanna og forða sér, ef einhverjum dettur í hug að bjóða rrianni upp á að leggja eitt- hvað í alvöru til mála. Þau mál eru fjölmörg, sem ég vildi gjarn- an méga leggja lið eða hamla á móti. Komi það til að ég ein- hvern tima fái tækifæri til þess, vona ég að ég fái lengri tima til umhugsunar en andartak, rétt um leið og ég er að stökkva af stað til Japan — og tek því enga áhættu af því að slá fram vanhugsaðri uppástungu, til að láta herma hana upp á mig seinna. Mér skilst að þetta sé alvarlegt viðtal. Er það ekki? Erlingur Gíslason bifreiðastjóri, Eikjuvog- 12. 48 ára. Madti: Björg Karlsdóttir. Þegar ég var spurður að þvi hvaða þátt borgarmála ég hefði mestan áhuga á, voru mér strax efst í huga atvinnumálin. Það er sannarlega ekki að ástæðulausu að mér finnst tilefni til að sýna þeim málefnum áhuga, eft- ir það áfall sem margar launa- stéttir hafa orðið að búa við undanfarin misseri. Um það, hvað ég tel helzt hafa valdið þeim samdrætti í at- vinnuiífinu að undanförnu, ræði ég ekki í þessum fáu orðum. En ég tel það skyldu hverrar góðrar borgarstjórnar að gera allt sem i hennar valdi stendur til að skapa sem mest atvinnu- öryggi i sínu bæjarfélagi. Stefna ber að uppbyggingu nýrra fyrir- tækja með því að skapá þeim eftirsóknarverða aðstöðu í borgarlandinu og stilla álögum mjög í hóf svo þau verði þess megnug að veita sem flestum vinnufúsum höndum vellaunaða atvinnu. Garðar Halldórsson arkitekt, Æglssiðu 88. 27 ára. Hugstæð eru mér hin ýmsu málefni, er varða uppbyggingu Reykjavikur sem höfuðborgar Islands og þau hlunnindi, sem slík borg á að geta veitt ibúum sinum sem og öðrum er borgina gista. Borg er rammi um líf okkar, er þar lifum, og hefur því sí- felld áhrif á skapgerð okkar, uppeldi, þroska og athafnir. — Umhverfið á að örva ánægju okkar og veita okkur tækifæri til starfa sem og hvildar. — Snar þáttur í uppbyggingunni er borgaraskipulag, og með heildarskipulagningu Reykjavík- ur frá 1965 hefur borgarstjórn þegar staðið að stórátaki á þessu sviði, og með þeim stór- hug þarf að vinna áfram. — Borgarskipulag er engan veginn hrein teikniborðsvinna, eins og margir freistast til að álítá, heldur þurfa fjölmargir sérfræð ingar að standa saman að slíkri vinnu. — Skipulagsvinna er kostnaðarsöm og við sjáum ekki strax í hendi okkar hvað við berum úr býtum. Arðurinn af góðu borgarskipulagi mun þó skila sér þótt síðar verði, bæði sem efnahagslegur og andlegur ágóði. — Tvö dæmi: 1. Dreifð borg, langar götur skapa meiri umferðarkostnað (bensíninnflutn ingur). 2. Hrein umhverfi ungra hjóna með börn hafa t.d. önnur áhrif á uppvöxt barna en hverfi með blönduðum aldursflokk- um. — Félagsleg samskipti okkar skapa borgarlífið. Félagslyndi og hugmyndaskípti örva þroska kkar og menningu, og án „snerti- punkta” er borgarlífið dautt og veldur þá ekki hlutverki sinu sem burðarás menningar. Okkur er því nauðsyn að skapa um- gjörð fyrir öfluga félagslega „snertipunkta", og megum þar ekki láta tækni og flutninga- vandamál glepja fyrir okkur. — Við verðum að leggja megin- áherzlu á okkur sjálf og að búa okkur mannlegt umhverfi. Borgarskipulag er aldrei stöð- ugt. Líf okkar breytist og for- sendur taka stakkaskiptum. Við verðum því sífellt að vera við því búin að leita nýrra leiða og taka nýjum hugmyndum. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Dyngjuvegi 6. 44 ára. Maki: Erna Finnsdóttir. Borgarstjóri getur ekki ein- skorðað sig við neinn ákveðinn málaflokk, en verður að einbeita sér að því sem mest er aðkall- andi hverju sinni. Þannig var á fyrstu árum mínum sem borgar- stjóri lögð megináherzla á var- anlega gatnagerð, skipulagsmál og hitaveituframkvæmdir. Á síðari árum hafa atvinnu- málin og félagsmálin orðið stöð- ugt umsvifameiri þáttur í starfi borgarstjórnar. Helztu verkefn- in i atvinnumálum eru tvimæla- laust endurnýjun togaraflotans og alhliða efling útgerðar og fiskvinnslu i Reykjavík. Iðnað- urinn stendur nú á tímamótum vegna aðildar Islands að EFTA og Reykjavíkurborg hlýtur að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda iðnaðinum aðlögun að breyttum aðstæðum. Starf borgarinnar að félags- legum málefnum hefur færzt í nútimalegra horf og byggir á því grundvallaratriði að styrkja þá til sjálfshjálpar, sem á slíkri að- stoð þurfa að halda. Mörkuð er stefna, sem fram- kvæma þarf stig af stigi í skóla- menningar- og heilbrigðismálum, til þess að ungir sem eldri séu færir um að takast á við verk- efnin, sem við blasa, og njóta lífsins. Við stjórn höfuðborgarinnar skiptir mestu, að eðlilegt jafn- vægi sé milli allra þátta í starfi borgarinnar. Þar má ekki upp- hefja eitt á kostnað annars. Ytri prýði borgarinnar verður að bera innra lífi hennar rétt og raunhæft vitni. Gísli V. Einarsson viðskiptafræðingur, Stigahlíð 91. 38 ára. Maki: Edda» I. Eggertsdóttir. Þegar borgarmálefni eru hug- leidd í víðtækri merkingu, hlýt- ur markmið þeirra að vera að stuðla að því að koma á fót og viðhalda mannlegu samfélagi, þar sem gott er að lifa og starfa jafnt fyrir unga sem aldna. Það má því segja, að þegar borgar- málefni almennt eiga í hlut, sé þeim ekkert mannlegt óviðkom- andi. I þeim skilningi hljóta all- ir, sem gefa kost á sér til að sinna borgarmálum sérstaklega að vera reiðubúnir til að fjalla um hin ólíkustu málefni, taka afstöðu til þeirra allra á þann hátt, að ofangreindu markmiði verði sem bezt náð. Ef ég hins vegar ætti að nefna einhverja þætti borgarmála, sem ig hef sérstakan áhuga á eða mér finnst athyglisverðir, gæti ég t.d. nefnt fræðslu- og skólamál, atvinnumál og félagsmál. Það hlýtur að vera öllum Ijóst, að Reykjavíkurborg hef- ur verið vel og farsællega stjórnað. Um það vitnar bezt vöxtur borgarinnar og viðgang- ur. En einmitt hinn öri vöxtur borgarinnar síðustu áratugina, þegar Reykjavik hefur breytzt úr litlu bæjarfélagi í borg með mörg einkenni stórborgar, hef- ur það í för með sér, að almenn félagsmál, skipulag þeirra og framkvæmd, mun verða sífellt stærri þáttur og mikilvægari í málefnum borgarinnar. Aukin samskipti og hið nána efnahagssamstarf, sem við erum að taka upp við aðrar þjóðir, mun veita okkur mikla mögu- leika til aukinnar hagsældar, ef rétt er á haldið. Hins vegar fer ekki milli mála, að slíkar breyt- ingar hafa í för með sér ýmis aðlögunarvandamál. Ég hygg, að þessi nýju viðhorf meðal ann- ars geri það að verkum, að fræðslu- og skólamál ásamt at- vinnumálum muni verða meðal þýðingarmeiri málefnaflokka á næstu árum í borgarmálum. Þessi mál verður að mínu viti að skoða í algjörlega nýju Ijósi miðað við breyttar aðstæður, ef borgin á að halda áfram að vaxa og dafna til aukinnar vel- ferðar borgaranna. Nœlonúlpur 49S,- Molskinnsbuxur 300,- Stretchbuxur 185,- Gammósíubuxur 160,- Flónelsskyrtur 140,- Crepesokkar 38,■ Nœlonundirkjólar zso,- Millipils 150,- Karlmenn: Vinnublússur 325,' Vinnuskyrtur lítil númer |50,~ Sportblússur 495,* Notið tœkifœrið og kaupið ÓDÝRT Austurstræti 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.