Morgunblaðið - 27.02.1970, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.02.1970, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1S70 Ástæða ti! bjartsýni Yfirlit frá Rannsóknarráði ríkisins og Orku- stofnun um sjóefnavinnslu EINS og feunnugt er, hefur að undanförnu á vegum Rannsókna ráðs ríkisins verið kannaður grundvöllurinn fyrir svonefndri sjóefnavinnslu í sambandi við jarðlhitasvæðið á Reykjanesi. Hefur því verki miðað aiilvel áfram að undanförnu. Orkustofn un hefur annazt rannsóknir á jarðhitasvæðinu sjálfu. Eftir nökkra erfiðleika við boranir á síðastliðnu ári gefa niðurstöður síðustu borana á Reykjanesi ástæðu til bjartsýni um það að næg gufa og jarðsjór fáist til að etanda undir 250 þús. tonna salt verksmiðju þeirri, sem Rann- eóknaráð gerði áætlun um í fyrra. Tæknilegum athugunuim á vinnslunni er einnig haldið áfram. Nú standa m.a. yfir rann- sóknir á öðru stigi sjóefna- vinnslu, það er magnesíum- vinnslu, en hún myndi skapa markað innanlands fyrir saltið frá saltverksmiðjunni. Talið er líklegt, að ákveðnar niðurstöður um hagfcvæmni þessara stiga sjóefnavnnslunnar fást með ranmsóknum, sem fara fram á þessu ári og því næsta. JARÐHITARANNSÓKNIR Eiginleikar jarðhitasvæðisins ofan 1000 m Allt fram í september sl. beindist rannsokn jarðlhitasvæð- isins á Reykjanesi að efstu 1000 m svæðisins. Þessi ramnsókn leiddi í ljós nokkra annmarka á svæðinu. Þrátt fyrir háan hita (220-286°C) og nokfcrar góðar æðar (20-30 1/s) af jarðsjó á 300-1000 m dýpi, benti ýmislegt til þess, að vinnsla á þessu dýpi gæti reynzt ótrygg. Heita upp- streymissvæðið ofan 1000 m reyndist aðeins um 1 ferfcíló- metri að flatarmáli og umlukið köldum sjó í berginu. Efnaútfe/Il ingar í jarðlögunum benda til þess, að kaldur sjór hafi oft brot izt inn á svæðið, og hafi það síðast gerzt af völdum jarð- skjálfta í október 1967. Þrýsting ur í heita jarðsjónum er allt að 10 loftþyngdum lægri en á köld uim sjó á sama dýpi, og eykur það hættu á innrás frá jöðrum svæð- isins. Jarðlög í efstu 600-800 m reyndust mjög lingerð og hætta á hrund holuveggja svo mikil, að fóðra verður holur a.m.k. nið ur fyrir þessi lög. Þetta atriði olli miklum töfum og erfiðleik- urn í borunum framan af. VITNESKJA UM SVÆÐIÐ NEÐAN 1000 m Þegar Ijóst var orðið, að ofan 10000 m væri svæðið svo lítið og ótryggt, að óvarlegt væri að mæla með langvarandi vinnslu í jafnstórum mæli og sjóefna- iðja þarfnast, var rannsóknar- verkið endurskipulagt í byrjun september og ákveðið að verja þeim helmingi fjárveitingar, sem eftir var, til rannsóknar á meira dýpi. Þar sem tiltækar jarðeðlisfxæðilegar leitarað'ferð ir ná ekki niður fyrir 1000 m, var eina færa leiðin til rann- sóknar borun rannsóknarholu með Gufubor, en hann kemst nú dýpst í 1800 m. Borun þessarar hoOlu, sem er áttunda holan á svæðinu og köll uð H8, var lokið fyrir jólin og hefur farið fram athugun á henni síðan. Niðurstöður hafa orðið jákvæðar. Jarðlhitinm neð- an 1000 m virðist ná lengra norð ur en á yfirborði, enda þótt berg hitinn, 247 °C, sé nofclkru lægri en hámarksiti 286° C, sem mæld- ist á 1100 m dýpi í um 1 krn sunnar. Vatnsæðar reyndust mun tíðari neðan 1000 m en of- ar í svæðinu. Varð heildarsfcol- tap um 120 1/s, og gefiur það fyrirheit um mikið afl, 40-80 tn/klst af 130°C heitri gufu, þeg ar holunni verður hleypt í gos. Þess má geta, að afkastamesta holan í Hveragerði gefur um 70 tn/klst af 130°C gufu, en með alafl hola þar er um 40 tn/klst af gufu. Selta í fyrstu sýnum er svip- uð og í fyrri borholum á svæð- inu. Sýnin eru þó enn blönduð Skolvatni. Hola 8 hefur alla eiginleika, sem krafizt verður af vinnslu- holum, en talið er, að mikil hætta sé á, að hrun úr veggj- um stífli holuna, ef hún er látin blása með núverandi fóðringu, TILLOGUR UM RANNSOKNIR 1970 Haldið verður áfram úrvinnslu gagna úr borholum og fylgzt með efnum í jarðsjó og afll í holum. Tékin verða reglulega djúpsýni af jarðsjó úr H8, en ekki er ráðgert að hleypa henni í gos, fyrr en hún hefur verið fóðruð í botn. Að fóðrun lok- inni verður holan reynd í blæstri og fylgzt með breyting- um á afli og efnium. Gerð verður verkáætlun fyj-ir vinnsluholur og leitað tilboða í efni til þeirra. Gæti borun þeirra hafizt um 3-6 mánuðum eftir að ákvörðun yrði tekin um framkvæcmdir. Lagt hefur verið Gos úr borholu. sem nær niður á 825 m. Er því mælt með fóðrun hennar í botn til að tryggja örugga blásturs- prófun, Er nú verið að kanna, hvernig fóðrun þessi yrði fram- kvæmd og hve rnikið hún kost- ar. Lengja þyrfti núverandi fóðr ingu um 950 m og yrði um helm ingur röranna að vera gataður til að hileypa inn vatni við vatns- æðar. Kostnaður við þessa fóðr- un er áætlaður um 4 milljónir króna. HORFUR Á VINNSLU Á SVÆÐINU Við borun H8 kom í ljós, að svæðið er vel vatnsgengt neðan 1000 m og svo djúpt sem holan nær. Holrými í móbergskjarna, sem tekinn var á 1370 m dýpi, reyndist 19%. Er svæðáð þar imin vatnsauðugra en við var búizt. Svæðið virðist stærra um sig eftir því sem neðar dregur, og líkur á innrás kaldis sjávar minni en í efri hluta svæðisins. Góðar líkur eru á að fá megi 3-6 vinnslulholum til viðbótar við síðustu holur það magn af jarðsjó, sem saltverksmiðja sjó- efnaiðjunnar þarfnast (350 1/s). Líkur á endingu virðast góðar, ef jarðsjórinn er tekinn neðan 1000 m, en vissa um endingu og rekstraröryggi næst aðeins með nokkurra mánaða blæstri úr vinnsluholum. til að a.m.k. ein slík hola verði boruð á árinu og hleypt í blást- ur ásamt H8. YFIRLIT YFIR KOSTNAÐ VIÐ JARÐHITARANNSÓKNIR OG BORANIR Áætlað er að heildarkostnaður við rannsóknir og vinnsliufooran- ir vegna saltverksmiðju sjó- efnaviinnslunnar verði eftirfar- andi: Mkr. 1. Rannsóknarfcoistnaður 1968-1970 Rannsólknir 19,4 Hola 8 10,0 2. Borun vinn,sluhoila (3-6 vinnsluholur til viðbótar holu 8) 30-60 Við ranmsóknarkostnað 1968- 1969, sem var 24,4 Mlkr. er bætt 4 mkr. vegna fóðrunar H8 og 1 mkr. vegna rannsókna á borhol- uim 1970. Heildarrannsóknar- kostnaður verður þá 29,4 mlkr., en hann greinist í 19,4 mkr., sem eingöngu nýtist í rannsólkn og 10 mkr. í H8, en hún nýtist einn ig sem vinnsluhola. Fé, sem ein- göngu hefur farið í rannsókn, er álíka mitoið og andvirði tveggja vinnsluhola. Óvisisa um afl hola veldur óvissu um nauðsyrulegan fjölda þeirra. Með hverri vinnsluholu, sem boruð er, dregur að sjálf- sögðu úr þessari óvissu. í athugun á hagkvæmni salt- verksmiðju er reiknað með 35 mkr. ársgjaldi fyrir gufu og jarð- sjó. Ef reifcnað er með 8% vöxt- um af fjármagni, afskrift vinnslliu hola á 7 árum og veitubúnaðar og rannsóknarkostnaðar á 15 ár- um, virðist kostnaðarverð gufu og jarðsjávar liggja vel undir þessu verði, enda þótt bora þyrfti allt að 10 vinnsluholur. SJÓEFNAVINNSLU- RANNSÓKNIR í skýrslu um hagkvæmni 250. 000 tonna saltverksmiðju á Reykjanesi frá marz 1969, er á- ætlun um áframhaldandi rann- sóknir. Höfuðáherzlan er í þeirri skýrslu lögð á áframhaldandi rannsóknir varðandi saltverk smiðjuna, en hins vegar er að- eins gert ráð fyrir minni háttar athugunum viðvíkjandi magnesí umvinnslu. Frá því að ofangreind áætlun var gerð, hefur orðið tölu verð breyting á þróun mála, sem varða sjóefnavinnsluna í heild. 1. Svissneska álfélagið og dótt- urfyrirtæki þess Cheminvesta hafa ekki sýnt frekari áhuga á framleiðslu vítissóda og klórs í Straumsvík. 2. Vaxandi markaður virðist fyr ir magnesíummálm og undir- stöðuefni hans, magnesíum- klóríð. 3. Jarðborunum á Reykjanesi og athugunum á jarðhitasvæð- inu seinkaði nokkuð miðað við það, sem gert var ráð fyrir. Vegna atriða 1 og 2 var á miðju sumri 1969 talin ástæða til þess að beina starfskröftunum og fjármagni frekar að athugunum á magnesíumvinnslunni og voru þvi nokkur smærri atriði salt- verksmiðjuathugananna lagðar á hilluna, svo sem athugun á lití- um framleiðslu, endurskoðun á skýrslu og ýmsar markaðsrann- sóknir, sem reiknað var með. Vegna seinkunar á athugun á jarðhitasvæðinu var einnig dreg ið úr starfseminni að nokkru með það fyrir augum að bíða eftir frekari niðurstöðum jarðhita- rannsóknanna. í einstökum liðum er staða sjó efnavinnsluathugananna sem hér segir: SALTVERKSMIÐJA Markaðsrannsóknir. f skýrsl- unni frá því í marz var gert ráð fyrir að gerðar yrðu markaðs- rannsóknir fyrir salt, kalsíum- klóríð og litíum. Var fengið til- boð í markaðsrannsóknir fyrir salt og kalsíumklóríð frá Battelle Institute í Genf, en með tilliti til hins óvissa útlits um framgang málsins var þeim athugunum frestað að sinni. Telja verður æskilegt að gera allítarlega mark aðsathugun fyrir kalsíumklóríð nú, þegar línurnar í jarðhitamál unum hafa tekið að skýrast nokk uð. Skeljunar- og tæringartilraun ir. Á árinu 1969 fóru fram á Rannsóknarstofnun iðnaðarins all ítarlegar efnafræðilegar tilraun ir með aðferð til þess að fella út kísil úr salta hveravatninu á Reykjanesi. Tekizt hefur að finna leið, sem ætla má að komi að notum. Byggist sú aðferð á blöndun magnesíumsalta og bneytinga á sýrustigi. Á næst- unni verður nauðsynlegt að at- huga þessa fellingaraðferð í sam felldum tilraunum og í stærri tækjum. Jafnframt þarf að hefja tæringartilraunir. Aðstaða er nú fengin til þess, þar sem smíðað hefur verið lítil gufuskilja til notkunar í tilraunavinnslu og er með henni hægt að fá stöðugan straum af saltlegi og gufu, sem halda má við stöðugan og jafn- an þrýsting. Búið er að byggja skýli yfir þessa skilju á Reykja- nesi og er þar aðstaða til að fram kvæma nokkrar vinnslutilraun- ir. Söltnnartilraunir. Lokið er til raunum með söltun saltfisks, sem framkvæmdar voru af Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins með salti svipuðu því, sem framleitt yrði á Reykjanesi. S.l. sumar voru fengin frá Bandaríkjunum 6 tonn af slíku salti. Það var síð an þjappað og kornað í tækjum, sem fengin voru að láni hjá Áburðarveksmiðju ríkisins í Gufunesi. Þau tæki eru af sömu gerð og nota mætti við kornun fisksalts á Reykjanesi. Þjöppun og mölun tókst mjög vel og til- raunir með hið þjappaða salt í saltfisksöltun hafa leitt í ljós, að hægt er með lítils háttar íblönd- un af kalsíumklóríði að fá sér- staklega fallega áferð á hinn fullverkaða saltfisk. í skýrslu sérfræðings Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins kemur fram, að samkvæmt áliti fiskmatsmanna, sem kallaðir voru til, er útlit þess fisks, sem saltaður var með kalsíumblönduðu þjöppuðu salti, betra en þess fisks, sem saltaður var með venjulegu Spánarsalti. Nú eru í athugun minni háttar tilraunir með söltun síldar og verður væntanlega höfð hliðsjón af ofangreindum tilraunum með saltfisk, þar sem litaráhrifin á síldarholdið eru að öllum líkind um svipuð. Aðrar athuganir. Fengnar voru ítarlegri upplýsingar um að ferðir við framleiðslu kalsíum- klóríðs. Samkvæmt ummælum tækjaframleiðenda virðist ekki vera um sérstök vandamál þar að ræða. Hins vegar væri æski- legt að ræða við þá nánar per- sónulega, ef tækifæri gefst til síðar á árinu. f samvinnu við Efnaverkfræði deild Tækniháskóla Danmerkur DTH, voru gerðar allítarlegar ritrannsóknir og frumáætlanir fyrir brómframleiðslú og litíum- vinnslu. Af þeim athugunum er það ljóst, að brómframleiðsla úr saltleginum í sambandi við salt- vinnslu yrði mjög arðbær liður. Einnig kæmi til greina að fram- leiða bróm úr kælisjó frá verk smiðjunni. Þá fengjust miklar upplýsingar um litíumframleiðslu og má telja líklegt að hún sé arðvænleg. 2. MAGNESÍUM Markaðsrannsóknir. f lok april fengust upplýsingar um batnandi horfur fyrir fram- leiðslu magnesíummálms. Þessar fregnir voru staðfestar af Battelle Institute og fleiri aðil- um, sem rætt var við fyrri hluta sumarsins. Þetta varð til þess, að Battelle Institute var beðin um tilboð í markaðskönn- un fyrir magnesíumklóríð og magnesíummálm og var því til- boði síðar tekið. Bráðabirgða- niðurstöður frá Battelle hafa gef ið það til kynna, að vert sé að halda þeim athugunum áfram, en nánari fregna af þeim athug unum er að vænta innan skamms. Yinnslurannsóknir. Eftir að at hyglin hefur þannig beinzt æ meira að framleiðslu magnesíum málms, hafa verið gerðar frek- ari athuganir og tilraunir með vinnslu magnesíum-klóríðs með þeirri aðferð, sem Baldur Lín- dal hefur komið fram með. For- tilraunir þær, sem Baldur hefur nú gert, benda til þess að fram kvæmda beri ítarlegri tilraunir til að afla nánari upplýsinga um hagkvæmustu vinnsluskil- yrðin. Önnur atriði. í sambandi við staðsetningu á magnesíumvinnsl unni hefur það komið í ljós, að hagkvæmasti staðurinn virðist vera í Straumsvík. Er þá mið- að við að nýta jarðhitasvæðið í Krýsuvík til magnesíumklóríð framleiðslu og sódaframleiðslu. Komið hefur til tals að flytja jarðvarmann til magnesíumkrór íðvinnslunnar niður í Straums- vík, en nota afgangsvarma til hitaveitu í Hafnarfirði. Verið er að framkvæma verkfræðilega könnun á þessum möguleika. Þá eru hafnar seltumælingar og straumathuganir í nágrenni Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.