Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1070 17 VÆNTANLEGS fundar Willi Stophs, forsætisráðherra A- Þýzkalands, og Willy Brandts, kanslara V-Þýzkalands, er beðið með þo nokkurri eftir- væntingu. Hér verður um sögulegan fund að ræða, þar sem þetta verða fyrstu við- ræður stjórnarleiðtoga A- og V-Þýzkalands. Hins vegar er vafamál hvort viðræðurn- ar beri ýkja mikinn árangur. Embættismenn landanna munu á mánudag hefja viðræður um undirbúning fundarins, sem verð ur væntanlega haldinn í ann- arri eða þriðju viku marzmánað- ar. Greinilega hefur komið fram, að Brandt kanzlari vill að á fundinum verði sem flest ágrein ingsatriði tekin til meðferðar sáttmála. Hins vegar er það skoð un Ulbrichts, að fyrsta skrefið verði að vera viðurkenning Bonn-stjórnarinnar á Austur- Þýzkalandi sem algerlega sjálf- stæðu ríki. Á blaðamannafundi, sem hann hélt í Austur-Berlín í síðasta mánuði, kvað hann þetta forsendu þess að Austur- Þjóðverjar undirrituðu griðasátt mála. Auk þess sagði hann, að Austur-Þjóðverjar mundu ekki undirrita slíkan samning fyrr en Vestur-Þjóðverjar hefðu komizt að svipuðu samkomulagi við Sovétríkin. Hann fann ýmsa van kanta á samkomulagi við Vest- ur-Þjóðverja og nefndi sem dæmi a ð gerð vestur-þýzka þjóðfélagsins og skuldbindingar Vestur-Þjóðverja við vestræn ríki væru þröskuldur í vegi fyr ir viðunandi samskiptum þýzku ríkjanna. Hann gaf ennfremur í Viðræður Brandts og Stophs Sögulegur fundur ef af honum verður Væntanlegur fundarstaður Brandts og Stophs: forsætisráðuneytið í Austur-Berlín. og forðazt verði að viðræðurn ar fjalli einvörðungu um kröfu Austur-Þjóðverja, að Bonn-stjórnin viðurkenni aust- ur-þýzku stjórnina. Brandt kanzl ari lagði á það áherzlu þegar hann þekktist boð Stophs um að heimsækja Austur-Berlín, að hann setti engin fyrirfram skil- yrði: „Við skulum reyna að vinna að framgangi þess sem sameinar okkur, láta það sem að skilur okkur kyrrt liggja í bili og stefna svo að því að halda annan fund í Bonn,“ sagði Brandt í svari sínu við boði Stophs. Það lofar hins vegar ekki góðu um árangur væntanlegra viðræðna, að Austur-Þjóðverjar halda enn fast í kröfu sína um stjórnmálalega viðurkenningu og segja að það sé skilyrði þess að sambúð Austur- og Vestur- Þýzkalands batni. En í svari sínu minntist Brandt ekki á kröfu þá, er Stoph setti fram í sínu bréfi um „þjóðréttarlega viðurkenningu“, og heldur ekki tillögu, sem kommúnistaleiðtog- inn Walter Ulbricht hefur bor- ið fram þess efnis, að stjórnirn- ar í Bonn og Austur-Berlín geri með sér svokallaðan „ríkjasátt- mála“. Skilyrði Ulbrichts Brandt hefur margoft lýst því yfir, að hann sé reiðubúinn til viðræðna um allt, sem geti bætt sambúð Austur- og Vestur-Þjóð- verja, en að hans dómi er raun- hæfast að ræða um gerð griða- skyn, að Austur-Þjóðverjar munidu krefja Vestuir-Þjóðverja um 100.000 milljónir þýzkra marka í skaðabætur fyrir aust- ur-þýzka verkamenn, sem flúðu vestur á bóginn áður en Berlín- ar-múrinn var reistur 1961. Það er þessi harða afstaða Ulbrichts sem hefur gert að verkum, að Vestur-Þjóðverjar sjá að ekki blæs byrlega fyrir væntanlegum viðræðum. Bonn- stjórnin telur litla von til þess, að nokkur áþreifanlegur árang- ur náist nema ef vera kynni að valdhafarnir í Moskvu skipi austur-þýzku stjórninni að breyta um stefnu. Þess vegna hefur heimsókn Andrei Gromy- kos, utanríkisráðherra Sovétríkj anna, til Austur-Berlínar í þess ari viku vakið mikla eftirtekt. Viðræðurnar um undirbúning væntanlegs fundar Stophs og Brandts hefjast einmitt í þann mund er heimsókn hans lýkur. Gromyko í heimsókn Líta má svo á, að vegna heim- sóknar Gromykos geti Austur- Þjóðverjar gengið til viðræðna við Vestur-Þjóðverja með greini legum stuðningi Rússa. Ef það er rétt, mun það styrkja kröfu Austur-Þjóðverja um að Bonn- stjórnin veiti henni stjórnmála- lega viðurkenningu. í viðræðun um við Gromyko munu austur- þýzkir ráðamenn ennfremur fá vitneskju um viðræður Gromy- kos í Moskvu við vestur-þýzka ráðuneytisstjórann Egon Bahr, persónulegan fulltrúa Brandts kanslara. Lítið sem ekkert hef- ur komið fram opinberlega um viðræður Bahrs í Moskvu, en fá ir vestrænir embættismenn hafa átt eins ítarlegar viðræður við sovézika uita'niríkiisráðlherrainin. — Getum hefur verið að því leitt, að Bahr og Gromyko hafi með- al annars rætt um hugsanlega leið til þess að koma í veg fyrir að krafa Austur-Þjóðverja um Rillkomna viðurkenningu verði til þess að viðræður Austur- og Vestur-Þjóðverja sigli í strand. Til dæmis gæti komið til mála, að vegna óljóss orðalags verði Austur-Þjóðverjum gert kleift að halda því fram að þeir hafi hlot ið fulla viðurkenningu, en Samningamenn Vestur-Þjóðverja í Moskvu: Allard og Bahr. Bonn-stjórnin geti haldið því fram, að um sérstaka tegund við urkenningar sé að ræða. Hvað sem þessu líður hafa austur-þýzk blöð byrjað nýja áróðursherferð gegn Vestur- Þjóðverjum í sambandi við heim sókn Gromykos. Þannig sagði fréttastofan ADN til dæmis um svar Brandts við boði Stophs, að harma bæri að þar væri hvergi miinmzít á rÆkjiasálttmál'a eða stjórnmálalega viðurkenningu. Fréttastofan hélt því fram, að „viðurkenning væri lykilvanda- mál, og að tillaga Bonn-stjórn- arinnar um, að í þess stað verði hafnar viðræður um griðasátt- mála, væri óraunhæf. Slíkir samningar hafa því aðeins gildi, að þeir séu milli ríkja, sem við- urkenna hvort annað,“ sagði fréttastofan. Þá hefur „Neues Deutschland“, aðalmálgagn aust ur-þýzka kommúnistaflokksins, sakað stjórn Brandts um að halda áfram ,,hefndarstefnu“ fyrrverandi stjórna kristilegra demókrata og megi sjá það á þvi „fyrirfram skilyrði“ Vestur- Þjóðverja (að viðuirkenmiinig á austur-þýzku stjórninni verði ekki rædd á fundi Stophs og Brandts. Blaðið segir, að sé það raunverulegur vilji Bonn-stjórn arinnar að stuðla að friði og ör- yggi, verði hún að falla frá þessu fyrirfram skilyrði. Stefna Brandts Þrátt fyrir þessa ítrekun á harðri afstöðu Austur-Þjóðverja er Brandt kanslari trúaður á að viðræðurnar við Stoph muni reynast gagnlegar. Hann virðist hallast að þeirri skoðun, að Austur- og Vestur-Þjóðverjar eigi við mörg svipuð vandamál að etja. Hér sé um að ræða vandamál nútímaiðnaðarþjóðfé- lags, sem verði ekki leyst með pólitískum kenningum. Þetta tel ur hann góðs viti, þótt hann taki fram, að þar með sé ekki sagt, að Austur- og Vestur- Þýzfkalaind miuni ntálgas't 'hvorit anaiað af sjálfu séir. Brandt telur, að viðræður um gerð griðasáttmála geti orðið gagnlegar, þar sem viðræðurnar muni þá snúast um áþreifanlegt efnd en verði jatfrafnaimit allhliðia, þvi að komið verð inn á möng vandamál. Hann segir, að griða- sáttmáli ætti að grundvallast á eftirtöldum meginatriðum: (1) Bæði ríkin bera ábyrgð. á varð- veizlu einingar þýzku þjóðar- innar. Gagnvart hvort öðru geta þau ekki verið erlend ríki. (2) Ekkert misrétti má eiga sér stað. Báðir aðilar verða að viður- kenna sameiginleg landamæri. (3) Hvort ríkið um sig verður að ábyrgjast, að það muni ekki reyna að breyta þjóðfélags- skipulagi hins með valdi. (41 Bæði ríkin skulu keppa að raun hæfu tæknilegu samstarfi (5) Hafa verður í heiðri gildandi réttindi og ábyrgð sigurvegar- anna í síðari heimsstyrjöldinni hvað Þýzkaland varðar (6) Yta verður undir þá viðleitni fjór- Framliald á ljls. 2«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.