Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1(970 Kynning frambióðenda MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til allra frambjóð enda í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík og óskað eftir að þeir svari eftirfarandi spurningu: Á hvaða þáttum borgarmál- efna hafið þér mestan áhuga? Fara svör nokk- urra frambjóðendanna hér á eftir. Bergljót Ingólfsdóttir húsmóðir, Sunnuvogi 29. 41 árs. Maki: Friðrik Kristjánsson. Uppeldis- og skólamál eru mér efst í huga eins og flestum for- eldrum sem ala upp börn sín í Reykjavík nú á dögum. Oft er því haldið fram, að foreldrar séu sinnulausir um nám og ann- að er að uppeldi lýtur, en þar er ég á allt annarri skoðun. For- eldrar hafa yfirleitt brennandi áhuga á öllu fyrirkomulagi skólamála, en hafa ekki haft tækifæri til áhrifa á þessu sviði. Þar eigum við auðvitað sjálf nokkra sök, því óvíða eru skipu lögð samtök foreldra eða for- eldrafélög í tengslum við skól- ana. Nú virðist fara fram endur- skoðun á námsefni barnaskóla og unglingastigs og er það sann arlega gleðiefni. Að mínum dómi er annað, og ekki síður mikilvægt atriði, sem taka þyrfti til rækilegrar end- urskoðunar og það er uppeld- ishlutverk skólanna. Hvort barna- og unglingaskólar hafi uppeldisskyldum að gegna þarf ekki að fjölyrða um, það er aug- Ijóst mál. Hver sú kennslustofn- un sem tekur að sér að hafa börn og unglinga innan sinna vé- banda, tekur um leið á sig skyldur uppalandans. Það er grunur margra foreldra að þessari hlið hafi lítill sem eng- inn gaumur verið gefinn nú hin síðari ár. Námið virðist ein- göngu miðast við bókleg fræði, sem auðvitað eru nauðsynleg, en það þarf líka að hugsa um rækt- un sálarinnar. Strax í barnaskóla þyrfti að byrja á að kenna börnunum al- mennar umgengnisvenjur, sið- fræði, vekja hjá þeim áhuga fyrir þjóðareinkennum ásamt sögu borgar og lands. Þjóðar- vitund, samheldni og ættjarðar- ást virðast tilfinningar, sem mjög eru á undanhaldi hjá okk- ur, eins og sýnilegt hefur verið við ýmis tækifæri undanfarin ár. Sé ég ekki, að aðrir staðir séu heppilegri en skólarnir, til að vekja þessar tilfinningar hjá börnum og unglingum. Ef það tækist gætum við að nokkrum árum liðnum átt von á meiri samheldni og sterkari þjóðar- vitund, en nú tíðkast, en hvort tveggja er að mínum dómi grundvallaratriði í hverju borg- ar og þjóðfélagi. Björgvin Schram stórkaupmaður, Sörlaskjóli 1, 57 ára. Maki: Aldis Brynjólfsdóttir. Um mína daga hefur Reykja- vík vaxið, frá því að vera kaup- staður með svipaðan íbúafjölda og Akureyri nú, í borg með milli 80—90 þúsund íbúa. Staðurinn tekur stakkaskiptum nær dag frá degi. Margir hafa orðið til þess að harma þessa þróun og tala um ofvöxt Reykjavíkur á kostnað hinna dreifðu byggða. En ég sé kosti þess, að upp skuli risin borg, sem er nægi- lega stór til að bjóða landsmönn um fjölbreytta menntunarmögu- leika og starfsskilyrði. Island væri sannarlega svip- minna án Reykjavíkur. Því skul- um við ekki gleyma. Það hefur ekki farið fram hjá mér, sem sjómannssyni, að vöxt- ur og viðgangur Reykjavík- ur hefur staðið í hánum tengsl- um við sjósókn, útgerð og fisk- vinnslu. En á seinni árum hefur borgin ! vaxandi mæli orðið iðn- aðar og verzlunarmiðstöð lands- manna. Það er skoðun mín að áframhaldandi efling ofan- nefndra atvinnugreina, gat því aðeins átt sér stað, að Reykvík- ingar standi vörð um þá stefnu sem ber hag hins frjálsa fram- taks fyrir brjósti. Sem áhugamaður og þátttak- andi í íþróttastarfsemi borgar- innar um langt skeið, er mér vel Ijóst að þau mál eru nátengd uppeldismálum borgarbúa. Upp- eldislegt gildi íþróttaiðkana verður seint ofmetið. Til þess verður að ætlast að höfuðborg- in sé í fararbroddi um að skapa æskunni hagstæð ytri skilyrði til náms og leiks. Skiptir þá miklu máli að gott samstarf ríki milli borgarstjórnar og hinnar frjálsu íþróttahreyfingar. Það er beggja hagur. Dr. Björn Björnsson prófessor, Ægissíðu 70. 32 ára. Maki: Svanhildur Sigurðardóttir, Vegna starfa minna hjá barna- verndarnefnd Reykjavíkur og félagsmálaráði Reykjavíkurborg- ar er eðlilegt, að félagsmálin séu sá þáttur borgarmálefna, sem ég hef á mestan áhuga. Til þessa liggja þó dýpri ástæður. Sem guðfræðingur hefi ég sann- færzt um mikilvægi hinnar fé- lagslegu þjónustu, og hversu miklu varðar, að framkvæmd hennar beri vott um þá virðingu fyrir manninum, fyrir þeim mann- legu verðmætum, sem kristin lífsskoðun hefur að geyma. Meginþættir félagsmálastarfs borgarinnar eru: alhliða fjöl- skylduráðgjöf, fjárhagsleg stoð við efnalitlar fjölskyldur og ein- staklinga, barnaverndarmál, hús- næðismál, málefni aldraðra, heimilishjálp, rekstur barna- heimila. Þá ber einnig að telja uppbyggingu stofnana, sem þjóna félagsmálastarfinu, en meðal þeirra eru dagheimili og leikskólar, fóstrunarkerfi, upp- tökuheimili, skólaheimili fyrir pilta og stúlkur, fjölskylduheim- ili, mæðraheimili, íbúðir og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Félagsmál varða alhliða vel- ferð borgaranna, þeirra allra, ekki aðeins þeirra, sem mega sín lítils. Félagsleg þjónusta hefur að markmiði að hlúa að andlegri og líkamlegri velferð borgaranna. Þess vegna beinist athygli þeirra, sem vilja helga krafta sína þessari þjónustu, að mun fleiri þáttum en félagsmálum í þrengri merkingu. Hér koma einkum til greina skólamál og heilbrigðismál, æskulýðsmál, at- vinnumál, skipulagsmál. Það verður aðeins fyrir sameiginlegt átak á öllum þessum sviðum, að því marki verður náð, sem stefnt er að með hinni félagslegu þjónustu; að skapa skílyrði fyr- ir farsælt mannlíf. Bragi Hannesson bankastjóri, Starmýrl 6. 37 ára. Maki: Ragnheiður Gunnairsdóttir. 1 stuttu máli svara ég þessari spurningu á þá leið, að ég hef áhuga á eflingu iðnaðarins í borginni og tel, að áfram beri að halda þeirri stefnu að marka iðnaðinum sess, sem einum af höfuðatvinnuvegum landsmanna. Að þessu hafa borgaryfir- völd stuðlað ásamt ríkisvaldinu nú siðast með virkjun Þjórsár við Búrfell, þar sem iðnaðinum hef- ur verið tryggð raforka til starf semi sinnar næstu árin. Að þessu ber að vinna með því að bæta og auka verk- menntun iðnaðarmanna, starfs- þjálfun iðnverkafólks, koma á fót reglubundnu framhaldsnámi og víðtækari tæknifræðslu. Ljúka þarf byggingamálum Iðn- skólans í Reykjavík og koma skipulagi iðnfræðslunnar í frambúðar horf. Að þessu hafa borgaryfirvöld m.a. unnið með því að hafa næg- ar byggingalóðir fyrir iðnaðinn og upp eru risin ný iðnaðar- hverfi eins og Iðngarðar milli Grensásvegar, Miklubrautar og Suðurlandsbrautar. Að eflingu iðnaðar í borginni hefur ennfremur verið stuðlað með því að taka tilboði inn- lendra bjóðenda, þótt innlendu tilboðin væru hærri. Um 60% af iðnaði landsmanna er í Reykjavík og yfir 40% borgarbúa lifa á iðnaði. Þess vegna þurfa borgaryfirvöld að halda áfram þeirri jákvæðu stefnu að hafa sem bezt og nán- ast samstarf við samtök iðnaðar- manna, iðnrekenda og verk- smiðjufólks. Með því móti mun Reykjavíkurborg efla iðnaðinn í borginni til hagsbóta fyrir borg- arbúa og þjóðina í heild. Daníel Daníelsson verkstjóri, Vesturgötu 55. 45 ára. Maki: Ilclga Pétursdóttir. Ég hef áhuga á öllum þeim málum, sem stuðla að bjartari framtíð borgarinnar okkar, fram förum og heill og hamingju borgaranna. Reykjavík er ört vaxandi borg — stendur á mörk um þess að breytast úr borg i stórborg og því er mikil nauð- syn á að vel sé á málefnum hennar haldið. Til þess þarf samhenta og styrka stjórn. Einkum hefi ég mikinn áhuga á atvinnumálum og atvinnuör- yggi þegnanna. Svo að unnt sé að efla framfarir, verður næg atvinna að vera fyrir hendi og vellíðan borgaranna. Bæta þarf aðstöðu gamla fólksins og jafn- vel gera því kleift að eignast ódýrt, en gott húsnæði. Bæta þarf aðstöðu þeirra, sem á elli- heimilum eru, m.a. með því að ellistyrkurinn nægi til fleiri nauðþurfta en elliheimilisvist- arinnar. Ég vil að lokum leggja áherzlu á að nægileg atvinna er jndirstaða þess að framfarir verði örar og stórstígar og því ber að minum dómi að leggja höfuðáherzlu á atvinnumálin. Elín Pálmadóttir blaðamaður, Kleppsvegi 120. 43 ára. — I fjöldamörg ár hefi ég lit- ið á fundargerðir nefnda þeirra, sem vinna að borgarmálefnum, og borgarráðs, í þeim tilgangi að sjá hvað þar er fréttnæmt á ferð, og leitað svo frekari upp- lýsinga, til að segja í Mbl. frá því sem er að gerast eða á að gerast. I öllum nefndum koma að sjálfsögðu fyrir athyglisverð málefni. Og það er með þessi mál sem öll önnur, að maður fær § þeim áhuga við að kynnast þeim. Þess vegna á ég kannski arfitt með að taka ákveðna málaflokka út úr — það er eitt hér og annað þar. En eigi ég að nefna einhver ákveðin „hug- sjónaefni" yrðu þau helzt ! sam- bandi við félagsmál borgarinnar, sem eru í mjög athyglisverðri umsköpun nú, og einnig listir og skipulagsmál í þessari borg, sem hefur einstaka möguleika sökum takmarkalítillar viðáttu og ómengaðrar náttúru. — Ég er nú búin að láta Ijós mitt skína í Mbl. um hvernig allt milli himins og jarðar ætti að vera, — í borginni og reyndar veröldinni allri. Enda hefi ég aldrei setið uppi með ábyrgð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.