Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1970 22-0*22- RAUOARARSTIG 31 MAGNÚSAR «ipholti21 símar2Í190 eftir lokun stmi 40381 HVEHFISGÖTU 103 VW Sef)diferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna bilaleigan AKBBA TJT Lækkuð leigugjöld. r 8-23-47 scndum Ökukennslo GUÐJÓN HANSSON Simi 34716. Heilsuvernd Síðasta námskeið vetrarins í tauga- og vöðvaslökun, öndun- ar- og léttum þjálfunaræfingum, fyrM- konur og karla, hefst mánu daginn 2. marz. Simi 12240. VIGNIR ANDRÉSSON Ármúla 3-Sfmar 38900 38904 38907 BÍLABÚÐIH * I Chevrolet árg. ‘55-‘60 seljum við næstu daga á mjög hagkvæmu verði. bretti, hliðar, kistulok, grill og hurðir. 0 Útfararútvarp „Kæri Velvakandi! Ég hefi oft ætlað að minnast á 1 dálkum þínum, hvað mér þótti það misráðið á sínum tíma hjá Ríkisútvarpinu að hætta að út- varpa fyrir fólk frá jarðarför- um. Það má kannski til sanns vegar færa, að þetta hafi þjónað misjöfnum tilgangi, en hitt er víst að margir, sem hefðu viljað vera viðstaddir, þegar náið skyld- menni var til grafar borið, fen.gu þarna alveg tilvalið tækifæri til að fylgjast með, og fannst mönnum þetta því ómetanlegt. Að öðru leyti er þetta, að íslendingar eru fáir, skyldir hver öðrum, og í ræðum prestanna, sem margar hverjar eru ágætar og til sannr- ar uppbyggingar, kemur líka fram æviskeið mannsins og ýmsar þær myndir, sem mönnum þykir varið í að fylgjast með. Að vísu les fólk minningargreinar í blöð unum, en það getur aldrei komið í stað lifrænnar athafnar. Og svo er hitt, að söngurinn hefir mikið gildi. Sálmalögin okkar eru slik, að menn verða aldrei leiðir á þeim, og þegar ýmis önnur tón- list verður komin út úr tilver- unni, standa þau með blóma. 0 Gott hljóðvarp Ríkisútvarpið veitir hlustend- lun sínum fróðleik, fréttir og tón list allan daginn, reynir að koma til móts við flest sjónarmið, og mér er sagt að kunnugum mönn- um, að þetta muni vera með beztu hljóðvörpum í heimi, þ.e. fjölbreyttustu. Margt af þeirri tónlist, sem flutt er, mætti víkja fyrir þessum eina klukkutíma, sem Rikisútvarpið áður fyrri heiðraði með minningu þeirra, er höfðu varið kröftum sínum i lífs- baráttu þjóðarinnar. Þetta efnier þannig, að margir hlýða á það. Ég vildi því taka undir orð Bald- vins Þ. Kristjánssonar i útvarpi fyrir nokkru, að þessi þjónusta yrði tekin upp aftur í útvarpi. Ég tel það menningarspor og mik ið atriði. Þá hefi ég heyrt, að Ríkisút- varpið muni hætta að flytja jóla og nýjárskveðjur um næstu ára- mót. Á hverju slíkt er byggt, veit ég ekki. Ég held, að ef gerð væri skoðanakönnun á slíku atriðii, myndi það verða vilji almenn- in.gs, að þetta héldi áfram. Fyrir utan hvað þetta er góður dag- skrárliður, ekki síður en bréfin, sem lesin eru frá hlustendum, hjálpar hann mörgum bæði sam tökum og einstaklingum að koma á lífrænan hátt kveðjum til margra aðila og þannig sameina jólakveður í eina heild. Ég held, að áður en tekin er einhliða ákvörðun í slíku efni, væri gott að fram færi skoðanakönnun með al fólks, eins og t.d. Vísir hefur að undanförnu gengizt fyrir og mælzt hefur vel fyrir. Vænti ég, að þetta verði allt tekið til vin- AÐVENTKIRKJAN býður alla velkomna á þessar samkomur: Föstudaginn 27. febrúar kl. 20,30. Samkoma á vegum ungmenna- deildar safnaðarins. Hulda Jensdóttir, Ijósmóðir, stjórnar. Sunnudaginn 1. marz kl. 5 síðdegis. Svein B. Johansen flytur næsta erindi í erindaflokknum „Trú til að byggja á." Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jóns Hj. Jónssonar. BYCCINCARVÖRUR Gólfdúkur Gólfflísar Veggdúkur Veggflísar Mosaik Lím og fúgusement Gólf- og kverklistar Harðplast Handriðaplast A A Þorláksson & Norðmann hf. samlegrar yfirvegunar af ráða- mönnum stofnunarinnar. Með vinsemd. Á.H.“. 0 Hver vill skrifast á við tékkneskan arkitekt? Velvakanda hefir borizt bréf frá tékkneskum arkitekt í borg- inni Brunn (Brno), sem villskrifa ast á við íslendinga, elnkum frí- merkjasafnara. Hann segist vera 42ja ára gamall, hafa áhuga á frímerkjasöfnun og geta skrifað á ensku, frönsku eða þýzku. Tit- ill hans, nafn og heimilisfang er: Ing. arch. Ludek Vejman, Brno 14, Slezákova 14, CSSR ( Tékkóslóvakíu). 0 Leiklistarmál Akureyringa enn „Stoltur Akureyringur" skrifar: „Laugardaginn 14. febrúar skrif ar í Velvakanda ein.hver, sem kallar sig „Norðling", árásar- grein á Leikfélag Akureyrar, og þó öllu heldur á tvo unga ágætis menn, sem starfað hafa með fé- laginu nú í vetur. Annar þeirra er framkvæmdastjóri L.A. og leikstjóri Gullna hliðsins, Reyk- víkingur, hinn Akureyringur og landskunnur leikari, sem búsett- ur er hér í vetur, eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík. Þá er bezt að geta þess sem rétt er, að Arnar er ekki gestaleikari hjá L.A. Allir þeir sem kynnzt hafa þessum ungu mönnum lofa ágæti þeirra í hvívetna, enda starfsemi öll hjá L.A. aldrei staðið með meiri blóma en nú eftir komu þeirra. „Norðlingur" segir að sniðinn sé heill þáttur aftan af Gullna hliðinu, og einnig má skilja það svo, að aðsókn að leikritinu sé lítil. Sannleikurinn er sá að sleppt er einni og hálfri blaðsíðu í lok IV. þáttar, og uppselt hefur ver- ið á flestar sýningarnar, en þær eru orðnar 15. Einnig má benda þeim á það, sem ekki hafa enn- þá séð leikritið, að Maríuvers- inu er ekki sleppt, eins og sagt er I Alþýðumanninum 6. febrúar. Margt fleira mætti nefna, sem rangt er með farið, en það yrði of langt mál. Undirtektir leikhúsgesta hafa verið óvenju góðar. Hinir sára- fáu óánægðu munu vera 2—3 leik arar, sem ekki starfa með félag- inu nú í vetur, ákveðnir í því að láta sér líka allt illa, og hafa haldið uppi látlausum áróðri frá þvl að L.A. hóf starfsemi sína s.l. haust, og nokkrir ofstækismenn í pólitík, og svo í þriðja lagi blindir persónudýrkendur (s.b. grein Jórunnar Ólafsdóttur í Al- þýðumanninum 13. febrúar). Og þeim sem ekki vita betur (Jór- unni og fl.) vU ég benda á það, að Gullna hliðið hefur aldrei ver ið leikið óstytt, enda ekki sýn- ingarhæft án þess, fremur en mörg önnur íslenzk leikrit eftir annars ágætis skáld. Ástæðan er þekking arskortur höfunda á leikhúsinu. Útstrikanir úr leikriti fara eftir smekk og hæfUeikum leikstjórans. í þetta skipti hefur verið strikað meira út en áður (engu breytt, eins og sumir halda fram) og dregið úr mærðinni og þeirri barnalegu glansmynd, sem ein- kennt hefur flest allar uppsetn- ingar á Gullna hliðinu til þessa, sýningunni til mikilla bóta, og þökk sé hinum unga og ágæta leikstjóra. Góðir Akureyringar! Tökum höndum saman, og gerum L.A. kleift að halda áfram á þeirri framfarabraut, sem einkennt hef- ur starfsemi félagsins nú í vet- ur. Sárafáir einstaklingar eru að gera okkur að athlægi frammi fyr ir alþjóð. Á að leyfa þeim það óátalið að rægja þessa ungu menn svo, að lífið verði þeim hér óbærilegt, guð hjálpi þeim sem á eftir kynnu að koma — ef nokkrir þyrðu? Ekki er það glæsi legt. Tökum æsku þessa bæjar til fyrirmyndar, sem hópazt hefur á Gullna hliðið fordómalaust, og ekki orðið fyrir vonbrigðum. Stoltur Akureyringur". Clœsilegir brúðarkjólar síðir, aðeins einn af hvorri tegund Lokað verður laugardaginn 28. febrúar vegna jarðarfarar O. Westlund. Ritvélaverkstæðið umboðið Miðstræti 12. N C R DÖMUR - LÍKAMSRÆKT NÝR KÚR HEFST 5. MARZ. Megrun og likamsrækt fyrir konur á öllum aldri. JAZZBALLETTSKOLI MATARKÚR — HEIMAÆFINGAR. DAGTÍMAR — KVÖLDTlMAR — MORGUNTlMAR. BARU Upplýsingar í síma 83730 frá kl. 10 fyrir hádegi. LOFTUR H.F. LJÓ3MYNDASTOT A ingóifsstræti 6. Pantið tima í sima 14772. jóhannes Lárusson hrl. Kirkjuhvoli, sími 13842. Innhaimtur — verðbléfasala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.