Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 8
* 8 MORGUN'BLAÐJÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÉL 1»70 Frá hverasvæffi í Hverag'erffi. t>órir Baldvinsson; NÝIR MÖGULEIKAR Undirstöðuauðæfi þjóðar byggj ast á þremur meginþáttum: mann viti, orku og hráefnum. >ví meir sem hún á af þessum þremur stofnum, því meiri er geta henn ar og styrkur 1 baráttu lífsins. Ekki þarf að ræða um nauð- syn mannvits, svo augljóst er það mál. Þó þarf mannvitið að hafa sinn jarðveg og getu til þroska og þann skilning þjóðfélags á þörf þess, er leiði til nýtingar þess til góðra hluta. Orkan er þekkt í mörgum myndum, en frumstæðust orka i þágu mannsins er mannaflið sjálft. Um margar og myrkar ald ir var það beizlað með þræla- haldi, og til skamms tíma var mannaflið megin orka ýmsra fjöl mennra þjóða svo sem Indverja og Kínverja. Vatnshjólið og seglin voru sennilega fyrst tækja til að leysa frumstætt vöðvaafl manna og dýra af hólmi, og á átjándu öld- inni kom svo gufuvélin í krafti kolanna sem aflvaka. Síðar komu vélar, sem nýttu afl olíu og gass, og loks vatnshverfill- inn og rafhreyfillinn, sem yfir- færðu vatnsaflið í raforku. Vatnshverfillinn er eins konar afkomandi vatnshjólsins, og hann, ásamt rafhreyflinum, hafa á vélaöld reynzt hagkvæmust og afkastamest tækja til að brjóta hráa orku undir vald mannsins og í þjónustu hans. Aðstaða þjóða er þó breytileg í þessum efnum. Sumar þjóðir eiga mikil auðæfi í vatnsorku, aðrar í jarðolíu undir berglög- um. Enn aðrar eiga úraniumnám- ur, sem undirstöðu kjarnorku- framleiðslu og hefur á síðustu árum verið álitið, að kjarnork- an mundi innan tíðar sigra í samkeppninni við vatnsaflið. Nú virðist ekki eins vist að svo verði og kunni annar afl- gjafi og þó ekki nýr að koma brátt til sögu í vaxandi mæli og eiga mesta framtíð. Þessar fregnir hafa sérstaka þýðingu fyrir okkur fslendinga, því að svo vill til, að við erum ein þeirra þjóða, sem eiga mikið af þessari nýju orku, og auð- veldari aðgang að henni en marg ar aðrar. Þessi orka er fólgin í jarð- hita. í síðasta júníhefti tímarits- ins ,,Fortune,“ sem gefið er út af Time-Life útgáfufyrirtækinu I Bandaríkjunum, er athyglis- verð grein, sem heitir „Power from the Earth's own heat,“ eða „Afl frá jarðhita". Er þar stutt lega gerð grein fyrir því helzta, sem er að gerast í þessum mál- um, og hvers megi vænta, jafn- vel í náinni framtíð. Þar er skýrt frá því, að aflvélar knúnar jarðhita framleiði nú um 1000 megavött af raforku í nokkr- um löndum, sem auðug eru af jarðhita, eða Ítalíu, Nýja- Sjá- landi, Japan, Mexicó og Rúss- landi. í MORGUNBLAÐINU 8. þ.m. birtist bréf frá Páli Sigurjóns- ayni og Jóhanni Jónssyni, er starfa hjá Husqvarna. Þeir telja, að í viðtali er Morgunblaðið átti við undirrit- aðan og Steingrím Stefnisson, höfum við dregið allt það versta fram í dagsljósið varðandi vinnu okkar hjá Husqvarna. Ég fullyrði, að svo var ekki, við bentum einungis á stað- reyndir og ég veit að flestir ís- lendingar, sem vinna og unnu hjá Husqvarna, eru okkur sam- mála. Enda mótmæla þeir Páll og Jóhann engu atriði er við sögðum frá. Þeir Páll og Jóhann dylgja uim, að það hafi einkennt flesta þá, er yfirgáfu Husqvama, að þeir hafi mætt illa til vinnu og leg- ið í leti. Þeir fullyrða að sumir hafi verið reknir, og menn hafi / ekki gætt þess að eiga fyrir mat Árið 1960 hófu Bandaríkja- menn að vinna að þessum mál- um í sínu landi, er félag að nafni „Pacific Gas and Electric Co“ virkjaði borholu við „Big Geysers" skammt norður af borg inni San Francisco í Califomíu. Þama voru þó aðeins laugar og heitur jarðvegur, þrátt fyrir Geysisnafnið. Yirkjun jarðgufu á þessum stað hefur verið þre- földuð síðan, og eru nú fram- leidd þar 82 megavött af raf- orku, en undirbúningur hafinn að því að tvöfalda þessa orku fyrir árið 1972. Greinarhöfundur bendir á, að jarðgufuvirkjanir í þeim lönd- um, sem áður var getið, séu allar gerðar á vegum viðkomandi rík isstjóma og sé því lítt skilgreint hvað sé eðlilegur eða beinn kostnaður og hvað skynsamleg, en þó ef til vill ekki alveg nauðsynleg tilraunastarfsemi. Hjá ameríska félaginu sé hins vegar um einkarekstur að raeða, sem jafnan verði að skila arði til hluthafa. Það sé því athygl- isvert, að þessi leið sé valin, og framkvæmdir síðan stórlega auknar að fenginni reynslu, í stað þess að halda sig við hina gamalkunnu vatnsvirkjunarað- ferð, eða orkuframleiðslu með kjarnorku, sem svo mjög hefur verið í uppsiglingu í Bandarikj- unum og víðar á síðari árum. Fé lagið virðist einfaldlega gera það, sem það sér sér hagkvæm- ast í harðri samkeppni við aðra seljendur orku. Greinarhöfundur segir, að margir muni fylgja í kjölfarið, því að þessar virkjanir hafi sínum, heldur eitt launum sín- uim í ákamimtanir. Mér þykir furðu djarft veik- indatal þeirra Páls og Jóhanns. Ég hef ekki neina vitneskju um óeðlileg veikindi hjá þeiim, er með okkur störfuðu. Þann tíma, er ég vann hjá Husqvarna, en það voru tveir mánuðir, var ég veikur í þrjá daga. Og ég man ekki betur en að eitthvað hafi borið á veikinduim hjá þeim tví- menningunum, þannig að dylgj- ur þeirra minna mig talsvert á söguinia um flísiima og bjálkamn. Ég veit ekki til þess, að neinn hafi verið rekinn frá Husqvarna. Ef þeim Páli og Jóhanni er kunnugt uan slíkan brottrekstur, sesn ég reyndar leyfi mér að ef- ast um, langar mig til að fá upplýsingar um hvenær það var og fyrir hvaða sakir. Varðamdii þá fullyrði/mgu þeirra, Framhald á bls. 27 vakið svo mikla eftirtekt, að áhugi á hitasvæðum og tilraunir til að tryggja sér þar réttindi til hitaleitar, minni helzt á olíuæð- ið, sem greip um sig fyrr á öld- inni, þegar olíulindasvæðin voru að finnast. Meðan minna var vitað um hitasvæðin, mun hafa ríkt nokk- ur ótti um, að jarðhitinn kynni að vera tæmanlegur, og þó sér- staklega sú jarðgufa, eða vatn, sem í berglögum er. Ýmsar síðari tíma athuganir benda þó til, að svo þurfi ekki að vera og sé því oft um algjörlega óþrotlegt magn að ræða. Er þá talið, að jarðhitinn sjálfur muni stöðugt endurnýjast og sé hann ekki leif ar frá því jörðin var glóandi heit í firð tímans, heldur mynd ist hann sífellt við hægfara en stöðuga sundrung frumeinda í venjulegum bergefnum. Talið er, að Rússar séu komn- ir lengst í könnun berglaganna og hafi þeir jafnvel borað niður á 10—14 kílómetra dýpi, en það er hugsanlegt, að sé hægt með hverfilborum. Sagnir eru um, að þeir hafi fundið heitavatnssvæði djúpt í jörð austur af Úralfjöll- um, er slagi upp í Miðjarðar- hafið að stærð. Á vissum jarð- brotasvæðum gæti þá vatn hafa sigið niður og safnazt fyrir í jarð skorpunni á liðnum tugþúsund- um ára og þar legið óþrotlegir sjóðir vatns og gufu, oft á miklu dýpi. Áhugi bandarískra auðfélaga á jarðhitasvæðum var medtur um 1965, en hefur stöðvazt nú um hríð, vegna málaferla og óvissu um leiguskilmála, sköttun og vöntun á ljósum lagaákvæðum viðkomandi þessum málum. Jarð hitasvæðin eru öll á ríkislandi í vestan verðum Bandaríkjunum, en samkvæmt amerískum lögum er hægt að fá ónumdum land- skikum úthlutað til eignar. Spurningin er hvort hitaorkan fylgir kvaðalaust með í þeirri út hlutun. Lögin eru eldri en jarð- hitaáhuginn og viss ákvæði þeirra miðuð við námugröft, jarð olíu og gas. Það hefur einnig gert málið flóknara, að á viss- um svæðum berast verðmæt efni upp í jarðgufunum. Heyrir það undir ákvæði um námugröft, eða eitthvað annað? Meðan þetta er óútkljáð er þó boruruim haldið áfram, þótt holunuu' standi víð ast hvar ónotaðar. Fengizt hefur allt upp í 25 megavatta orka úr einni borholu og í Mexico, skammt sunnan landamæra Bandarikjanna, hefur nú alveg nýlega verið lokið við að bora holu, sem virðist hafa 50 mega vatta afl. Framleiðslukostnaður raf- magns, sem framleitt er við jarð hita, fer mjög eftir orkumagni holunnar og verður því lægri sem orkan er meiri. Kostnaður við borun er hins vegar því meiri sem holan er dýpri og orkumestu holurnar eru víðast hvar á all miklu dýpi. Þess var getið hér í upphafi greinar, að hráefnið væri einn af þremur meginþáttum í auð- æfurn þjóða. Málmar og ýmise konar frumefni eru geysilega þýðingarmikill hluti þessara hráefna og hafa ýmsar þjóðir átt mikinn námaauð í löndum sínum, en aðrar lítinn eða engan eins og við íslendingar. Notkun málma og frumefna hefur hins vegar verið svo gegndarlaus á þessari öld, að mjög hefur geng- ið á námaforða þjóðanna og það svo, að skjótlega getur horft til vandræða. Voldug námafélög, er sjá þurrð málma og annarra frumefna á næsta leiti verjaþví stórkostlegum fjárhæðum til rannsókna á því, hvernig háttað er samsöfnun þessara efna í náttúrunni, og hvort hægt sé að hraða slíku fyrirbæri eða mæta náttúrunni á miðri leið. Það er þegar vitað, að lausn frumefna úr bergkjarnanum gerist í sam- bandi við útgufun og kælingu. Rannsóknir hafa sýnt, að námur eru að jafnaði í tengslum við fom sprungukerfi og þá gjam- an þar, sem áður hafa verið djúpar krosssprungur í jarðlög- in. Þar hefur á milljónum ára orðið úrfelling fmmefna úr jarð gufum, en sprungurnar síðan fyllzt og lokazt. (Sjá Hydrother mal Ore Deposits in Western USA, eftir Jan Kutina í „Sci- ence“ bls. 113, 12. sept. 1969) Athygli vísindamanna beinist nú að því að finna þá staði á jarð- hita- og umbrotasvæðum, sem auðug eru að jarðefnum. Þessi jarðefni berast þá jafnan með jarðgufum, eða yfirheitu vatni um borholu til yfirborðsins og em síðan hreinsuð þar, eða unnin. Það er einmitt þetta sem hinn merki jarðefnafræðingur okkar, Baldur Líndal, hefur í at hugun á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi, en það virðist vera álitlegur staður frá þessari hlið séð. Það gæti farið svo, að land okkar með hinn taikmarkalausa jarðhita, eigi í fómm sínum ótæm andi uppsprettu orku og hráefna, er gætu haft ófyrirsjáanlega þýð ingu, jafnvel í náinni framtíð, ef rétt er á haldið. En þá kemur lika þriðja atrið- ið til sögunnar; getan til að kanna og hagnýta verðmætin, eða mannvitið sjálft. Við komum snemma auga á hagnýti jarðhitans f framstæð- ustu mynd og höfum unnið þar nokkur afrek, eins og t.d. upp- hitun Reykjavíkur. Þetta varð okkur til mikils fjárhagslegs hagnaðar, en til viðbótar kemur það, sem ekki verður virt til fjár, að við öndum að okkur hreinna og heilnæmara lofti, en íbúar nokkurrar annarrar höfuð borgar af þessari sömu ástæðu. Á öðmm sviðum hefur minna gerzt í sambandi við nýtingu jarðhitans. Þó er nú norður i Bjarnarflagi við Mývatn starf- andi fyrsti rafhreyfill á íslandi, er fær orku frá jarðgufuhverfli. Virkjun þessi var mjög einföld og ódýr og hefði þurft að fylgja henni fast eftir með áframhald- andi athöfnum, enda ætti að vera hægt að fá þarna hundrað falda orku með dýpri borunum og fullkomnari tækniútbúnaðL Þarna ætti nú að vera einstakt tækifæri til áframhaldandi gufu- virkjunartilrauna með hliðsjón af aukinni orkuþörf á Laxár- virkjunarsvæðinu á aðra hönd, en umdeildum og hættulegum ráðagerðum um vatnsvirkjanir þar á hina. í síðasta hefti Tímarits verk- fræðingafélags íslands er mjög athyglisverð grein eftir Valdi- mar K. Jónsson verkfræðing og verkfræðingana A.J. Taylor og A.D. Charmichael, en allir munu þeir hafa starfað við Imperial College of Science and Techno- logy í London. Grein þessi er eins konar úrvinnsla úr hug- myndum Sveins S. Einarssonar verkfræðings, sem nú starfar í San Salvador á vegum Samein- uðu þjóðanna og leiðbeinir þar um jarðgufuvirkjanir. Niðurstöð ur verkfræðinganna um kostnað arlíkur em mjög athyglisverð- ar, og þá sérstaklega þeir út- reikningar, er byggjast á hug- mynd Sveins um notkun gasteg undarinnar Freon í sambandi við gufuhverfil. Fréon er velþekkt hér við rekstur frystivéla, en með því að nota það í lokuðu kerfi í tengslum við gufuhverfil má nýta orku og hita gufu og vatns allt niður í 60‘C, sem er ákaflega hagkvæmt, en fjarlæg- ir jafnframt alla frárennsliserfið leika. Flest bendir til, að með þessari aðferð megi margfalda nýtingu jarðgufuorkunnar frá því sem nú tíðkast, jafnvel svo, að stofnverð á hverja orkuein- ingu yrði allt að helmingi lægra en við Búrfellsvirkjunina. Þó er hér mikið óunnið áður en þetta megi takast. Það sem um er að ræða, er að beina gömlum og kunnum aðferðum að nýju marki, eða verkefni, og stilla Freon-kerfið inn á gufu- hverfilinn, en það er vandasamt verk og seinunnið og kostar mikla þekkingu og tilraunastörf en á þeim vettvangi eigum við ágæta verkfræðinga. Það var Sveinn S. Einarsson, sem skipulagði eða hannaði virkj un borholunnar við Bjarnarflag í Mývatnssveit, en þar var far in venjuleg leið. Virkjun þess- arar borholu hefur samt tekizt svo vel, að talið er að kostnaður á rafmagni við stöðvarvegg sé ekki meiri en 22—24 aurar á kílóvattstund. Sveinn S. Einarsson verkfræð- ingur lærir sjálfsagt af starfi sínu og tilraunastarfsemi fyrir íbúa San Salvador, en það var þó mikill skaði, að hann skyldi hverfa úr landi í stað þess að vera gefin verkefni við að beita hugviti sínu og þekkingu hér heima í sérfræðigrein sinni. Hans mun þó von hingað heim aftur innan tíðar, sem betur fer. Fyrirtæki okkar hafa goldið þess, hve smá þau era og sundr- uð. Með stækkun og hæfilegum samruna fyrirtækja í 9Ömu fram leiðslu, eða iðngrein, ættu að standa vonir til, að hægt væri að fjármagna þau svo, að þau hafi ráð á að nota hugvit og menntun sér til fulltingis, enda án þess vonlaust með öllu. Við megum því ekki missa mennta- menn okkar úr landi. Menntun- in er virkjun mannvitsins, en án þess, sem og dugnaðar og hag- 3ýni, verður lítið úr öðrum verð- mætum. Þórir Baldvinsson. Husqvarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.