Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 11970 fNorggtitMftfrtfr Útgefandi M. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Rltstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. f lausasölu 10,00 kr. eintakið. ÞORSKSTOFNINN k ð undanfömu hefur þorsk- afli verið mikill hér við land og bendir margt til þess, að aflamagnið á vetrarvertíð- inni í ár verði hið mesta um fimm ára skeið. Þessi mikli afli hefur valdið því, að í fiskvinnslustöðvum í helztu verstöðvum landsins er nú unnið dag og nótt við úr- . vinnslu aflans og verðmæta- sköpun. En einmitt þessi mikla aflahrota veldur því, að menn veita ef tíl vill meiri athygli en ella ummælum Jóns Jónssonar, forstjóra Haf rannsóknastofnunarinnar í Morgunblaðinu sl. miðviku- dag. í stuttu viðtali við blað- ið sagði Jón Jónsson, að nauðsynlegt kynni að reyn- ast að hindra skefjalausa veiði þorsksins og komi til greina að takmarka veiðar að einhverju leyti. Forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar sagði í áður- nefndu viðtali, að frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk hafi fiskurinn, sem gengið hefur á miðin, stöðugt verið að yngjast. Af hverjum 100 » þorskum, sem koma til hrygn ingar, koma aðeins 30 að ári liðnu til þess að hrygna í ann að skipti. Hundraðshluti ný- liða, sem hrygna í fyrsta skipti hefur farið vaxandi og er nú yfir 80. I uppsiglingu munu vera takmarkanír á veiðum í Barentshafi og eru samningar milli Rússa, Norð manna og Breta langt komn- ir. Jón Jónsson telur, að tak- markanir þar geti valdið því, að ásókn annarra þjóða á íslandsmið aukist stórum, en að undanfömu hafa er- lendir togarar sótt mjög í tvo sterka þorskárganga í Bar- entshafi. Fari svo, að ásókn- in á íslandsmið aukizt veru- lega, má 'búast við, að hlut- fall íslendinga í þorskveiðun- um hér við land minnki að mun, en það er nú um 60%. Ummæli Jóns Jónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofn- unarinnar, hljóta að verða landsmönnum mikið íhugun- arefni. Um langa framtíð mimu lífskjör fólksins í þessu landi byggjast á sjávaraflan- um, og raunverulega er til- vera þjóðarinnar á því byggð, að hann bregðist ekki. Sjálf- sagt mundi mörgum þykja erfitt að sætta sig við, að tak- markanir verði settar á þorskveiðamar, en á hitt er einnig að líta, að ábyrgir vís- indamenn telja þorskstofninn geta verið í alvarlegri hættu, ef sóknin i hann verður of mikil. Veiðitakmarkanir gætu þá orðið til þess, að stofninn varðveittist til fram búðar og þar er um að tefla lífsthagsmuni íslenzku þjóðar- innar. Jón Jónsson lagði áherzlu á það í þessu viðtali, að mál þetta væri á algjöru frum- stigi, þannig að væntanlega þurfa sjómenn ekki að búast við aðgerðum á næstrmni. En nauðsyn ber til, að þessi mál verði rædd fyrir opnum tjöld um og að fullt samráð sé haft t.d. við fulltrúa sjómarma og útgerðarmanna og fiskverk- enda, ef nákvæmar vísinda- legar rannsóknir leiða til þeirrar niðurstöðu, að óhjá- kvæmilegt sé að takmarka veiðamar með einhverjum hætti. Reynslan sýnir, að til langframa er heillavænlegra að safna einhverjum vara- sjóði en að ausa gullinu gengdarlaust upp meðan vel gefur og standa svo uppi slyppur og snauður á eftir. „Ekkert skylt við íslenzka stúdentabaráttu“ Ifiðbrögð almennings á Is- * landi við framferði ellefu- menninganna í Stokkhólmi hafa orðið í samræmi við það, sem til var stofnað af þeirra hálfu. Hins vegar er nauðsynlegt, að fólk geri sér grein fyrir því, að þama var fámennur hópur að verki og að ekki má dæma alla stúd- enta og aðra námsmenn eftir tiltektum þessa litla hóps í því sambandi er ástæða til að vekja athygli á álykt- un, sem meirihluti stjórnar Stúdentafélags Háskóla fs- lands gerði um þetta mál fyr- ir nokkmm dögum, en það eru fulltrúar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, sem skipa þann meirihluta. 1 ályktuninni segir: „Stúdenta- félag Háskóla íslands for- dærnir harðlega þann verkn- að 11 íslenzkra námsmanna í Svíþjóð að ráðast með ofbeldi inn í sendiráð Islands. Félag- ið vill vekja athygli almenn- ings á þeirri staðreynd, að yf- irtaka ellefu-menninganna á sendiráðinu á ekkert skylt við íslenzka stúdentabaráttu. Þvert á móti er athæfi þeirra af stjómmálalegum toga spunnið og til þes eins fallið að spilla fyrir hagsmunamál- um íslenzkra stúdenta heima og erlendis. Verknaðurinn í Stokkhólmi sýnir glögglega að þessi fámenni hópur hefar skilið sig frá meginþorra stúdenta." ÞAÐ ERI SV0H MARGT EFTIR ÓLA TYNES r \ L. Við Islendingar Á ÍSLANDI er til lítill hópiur komntmún- ista eða viinstri mamrua, sem vir'öi.st hafa sett sér það taikimark í lífiiniu að mót- mæla hinum og þeesum hluituim í tíma og ótíma. í>að er nú svo komið að eniginn saimkoma er ólhult fyrir þessu liði, það er hvarvetna troðiandi sér fram mieð látiuim og bægslagiainigi, oig við fáum hvorki að hieiðra skáld oikikar né kjóisa okikur feg- urðardrottruiingu án þeiss að helctur illa búinn, skeiggjialður hópur ryðjist þar inn, veifandi rauöuim fáraum og þuisandi ein- hver mótmæli. Yfirleitt taika menn þeissu mieð jafn- aðargeði, ef þetta fólk eyðileiggur ekki alveg sikemmtunina fyrir þeim. Suimium finnst jiafravel að þetta sé ágætt aiuka- skiemmtiatriði, svona á borð við Grín úr gömlum myndum eða Dýrin í Hálsa- skógL Að einu leyti hefur þetta fólk þó al- gerlega missikilið sdtt hl.utverk. í>að þýk- ist jiafman kooma fram í nafná þjóðariimn- ar. í síðustu viíkiu kom þaö saman til að mótmæla Viatniam. Að sogn lögretglunin- ar var það um tvö bundruð miannia hóp- uir, en um fjöldiann vil ég ekkert fjöl- yrða. Að fundinum loknium miarséraði þessi hópur með raiuða fána í broddi fylkiiragar að bandarísika sendiráðinu. I>ar var afhient orðsending sem hófet á þessa leið: „islenidingiar hafa á síðustu mánuðum fyllzt vaxaindi a.ndúð á fram- ferði Biandaríkjiastjórnar í Vietnam". Þetta er diálítið tvíræð fullyrðiing. VisBulega er þetta fólk íslendiragar, en orðalagið gefur til kynna, að þamia sé verið að tala í nafni Menztou þjóðaritnn- ar. Hefði nú ekiki verið réttara að segja: „Tvö hundru'ð íslendinigar hiafa á síðustu mánuiðum.......“ o.s.frv. Nokkru síðar í þessari orðsendingu segir: „Forystumenn Bandaríkjarana skiulu akiki búast við því, að íslendinigar muni endalaust láta sér raæigýa friðisiam- legar aðgerðir gegn þjóðarmorðium þeirra". Ég fæ ekki betur sér en þarnia séu þessar tvö hundruð hræður að segja Bandarikjunum stríð ó beindur í nafni þjóðarinnar. Allaivaga er þarna verilð að boða ofbeldiisaðgerðir. Og ég er anzi hræddur um, að þegar að þeim kemur, verði biaráttuimennirnir heldiur liðfærri en orð þeirra nú bera með sér. Þjófnaðir HENNÝ Hermiaimsdóttir, uiraga stúlkain sem hélt mierki íslandis svo glæsilaga á loft í Japain, hefur skýrt frá því, að meðain á íerðalagirau stóð, hafi veri’ð stolið frá henni tvö þúsuind dollurum. Þetta er tilfinnainlegur m.issir, og þótt mirana hefði verið, og voraandi fær hún peniragaina aftur. En þetta er því miður ekkiert eims- dæmi. Það er er mjög al-genigt að íslend- ingar verði fyrir slíkum óföllum á ferða- lögum erlendis. Við erurn, að ég held, ósköp heiðairlagar sálir svona yfiirleitt, og því alltof tamt að skilja ver'ðmæti eftir á glámibekk. Sjálfur hef ég orðið fyrir því að missia myndaivél, sem ég skildi eftir á tösku, sem stóð fyrir aftan mig, rraeðan ég greiddi hóitelreikning. í fæstum tilfellum fá eigendiurnir stoina hluti í heinidiumiar aftiur, oftast eru þeir tapaðir fyrir fullt og allt. Þegar menin eru fjarri sínu föðurlandi, geta slíkir aitburðir komið sér ennlþá verr en ella. Það er því ástæða til a'ð brýna fyr- ir fólki að fara mjög varlega, þegar það ferðast erlendis, og hafa gott eftirlit með eigum sínum. Jaflravel hótelhierbergi á viirðulegum hótelum eru ekki örugig, þau eru jafnvel hættulegasti staðurinn til að geyma verðmæti á eiras og Heniný varð svo óþægilega vör við. Gætið þeiss því að setjia verðmæta muni alltaf í öryggiageymislu hótelisins, ef þið þuirfið efcki á þeim að haldia í augnabliklnu, og leggið aldrei neirtt frá yklkur, þegar þið eruð úti að verzla. Það hefur sýnt sig, að hlutirrair geta horfið með ótrúlegum hraða og á ótrúlega skömmum tíma. Frumvörp um lax- og silungsveiði samræmd NÝLEGA var haldiran aðaifund- ur Félags áhugamanna um fiisk- rækt að Hótel Sögu og var hann fjölsóttur. Fonmaður félagsins, Bragi Eir- íksson, skýrði frá störfum stjórn- ar og kom m.a. frarn, að félagið gaf út árbók, þar sem birtar voru rnargar fróðlegar greinar, þar á meðal greinargerð dr. Snorra Hallgrímssonar um Lax- eldisstöðina við Keldnaholt. Þá skýrði formaður frá því, að allt frá því að stjórn félagsins, 15. febrúar 1967, beindi þeirri ósk til landbúnaðarráðlherra, að I lok þessarar ályktunar er svo ítrekaður stuðningur Stúdentafélagsins við óskir stúdenta um úrbætur í lána- málum. Þessi ályktun sýnir, að mikill hiuti stúdenta er andvígur framferði ellefu- menninganna, og raunar hef- ur Stúdentafélagið og Stúd- entaráð lagt áherzlu á já- kvæðar og málefnalegar bar- áttuaðferðir fyrir hagsmuna- málum stúdenta, enda hafa þessir aðilar niáð góðum ár- angri. hann hlutaðist til um að sfcipuð yrði nefnd til þess að endur- skoða núgildandi lög um lax- og silungsveiði, hefði stjómin fylgzt gaiumgæfilega með fram- vindu þeirra mála. Og nú nýlega hefði landbúnaðarnefnd neðri deildar sent félaginu til um- sagnar frumvarp landbúnaðax- ráðherra um breytingar á lögum um lax- og eilungsveiði. Hefur stjóm félagsins síðan svarað nefndu bréfi. Að lokinni skýnslu formanns urðu mifclar og fjörugur umræð- ur itm framvarp ráðlherra ann- ars vegar og hins vegar um frumvarp þeirra Einars Ágústs- sonar, Jóns Ármanns Héðinsson- ar og Björns Jónssonar um breytingu á núgildandi lögum um lax- og silungsveiði. Frum- vörpin eru að meginmáli sam- hljóða, nema í þreim atriðum, sem varðar: 1. Stofnun fiskræfctarsjóðs. 2. Friðun á laxi og 3. Stjórn veiðknála. Samþykkti fundurinn eftir- farandi ályktun í því sambandi: „Aðalfundur áhugamanna um fislkrækt leggur áherzlu á að samræma beri ákvæði þeirra tveggja frumvarpa, sem nú liggja fyrir AJþingi um lax- og silungisveiði, sem til bóta eru fyr ir fiákeldi og fiskrækt í landinu og felur stjórn félagsina að láta Alþingi í té ítarlega umsögn í þessu mikilvæga máli.“ Ennfremur samþykkti fundur- inn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur ábugamanna um fiskrækt fagnar vaxandi skiln- ingi á mikilvægi náttúruvernd- ar, en lýsir áhyggjum sínum vegna þess skorts, sem nú er á öllum grundvallarrannsóknum á áíhrifum ýmis konar fram- kvæmda á umlhverfi. Fundurinn ályktar því, að auka beri stór- lega slíkar ranrasóknir, einkum líffræðilegar, og telur að krefj- ast beri með löguim ítarlegra at- hugana á áhrifum mannvirfcja á umihverfið, áður en leyfi til fram kvæmda eru veitt.“ Síðast á dagsfcrá aðalfundar- ins var fróðlegt erindi dr. Jónas- ar Bjarnasonar um fæðuval lax- fiska og möguleika þess, að fram leiða fiskafóður úr íslenzfcum hráefnnm. Stjórn félags áhugamanna um fisfcræikt skipa nú: formaður Bnaigi Eirítassion, fonstjóri; vana- formaður Jón Sveinsson, raf- virkjam.; gjaldkeri dr. Vil- hjálmur Lúðvíksson, efnaverk- fr.; ritari Kristinn Zimsen, við- skiptafr. og meðstjórnandi Ás- geir Ingólfsson, fréttamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.