Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 13
MORG-UN BL.AÐIW, T.AUGAJtDAGUR 215. APRÍL 1OT0 13 — Á að fórna...? Framhald af bls. 11 eitt sérstæðasta náttúruundur veraldar, fyrir 50 árum, stífluðu hins vegar upptakaá hennar, Salt River, til áveitu. Löngu áð- ur höfðu þeir friðiar Gulsteina- garð (Yellowstone Park) og fleiri staði. Fallvötn ínngeyjar- sýslu, ásamt MývatnssvPit, Þing völl, Biskupstimgur og fleiri náttúruundur á að friða. Tökum oss Vestmenn til fyrirmyndar í þessu, áður en það er orðið of seint. Sjáum þar með sóma vorn. Það mun einnig margborga sig. Ráðamenn, virkjunarvöld, þing og þjóðar stjórn, látið ekki Laxárdal fara undir vatn. Bruggið eigi Mývatnssveit, Að- aldal og Goðafossi banaráð. Selj ið ekki sál og samvizku vora og framtíðarheill fyrir fé. Hvað stoðar að eignast öll veraldar- gæði, ef vér bíðum tjón á sál vorri og eyðileggjum helgustu dóma lands vors og lífs? En ef þér látið ekki segjast við skynsamlegar fortölur, gild rök og góðfúsleg tilmæli, þáskal yður kunnugt gera, að hart verður látið mæta hörðu, eigiað eins af hálfu Þingejringa heima fyrir, heldur og með fulltingi Sé það óhagganleg ætlun yðar að hálffylla Laxárdal með vatni, tefla lrfi og einkennum umhverf is hans í tvísýnu, þar á meðal Mývatnssveit og Aðaldal, ræna sjálfan Goðafoss tign hans og töfrum, megið þér búast við, að herör verði upp skorin gegn því tilræði við íslenzka náttúru og menning, sem hér á að veita af þeim, er völdin hafa. íslenzku fossamir og ámar hafa orðið mörgu skáldinu og listamanninum mikið innblásturs efni, og eru vötn Þingeyjar- sýslu engin vmdantekning frá því. Fáir hafa sanmað þetta fag urlegar en Þorsteinn Eriingsson með kvæði sínu Við fossinn, þar sem hann meðal annars svarar skáldbróður sínum, er gerzt hafði eindreginn formælandi fossavirkjunair í djairfyrtum Dettifossóði. En Þorsteinn segir svo á einum stað: Hví vilja ekki þeir, sem þú tyltir á tá hinna fjölmörgu annarra vina frelsis og fegurðar, er búsetu eiga bæði hérlendis og erlendis. á titrandi ljósbogans hæðum, að ættjörðin megi þá aflstrauma fá úr óbomu skáldanna kvæðum? Ég held, að þessi spuming Þymaskáldsins eigi enn brýnt erindi til vor, ef til vill ennþá brýnna nú en nokkru sinni fyrr. Og mér finnst, að bitur ádeilan, sem í fosskvæði hans felst, mætti fá oss til að roðna af blygðun lífs og liðna, ef vér lét- um viðgangast, að fómað yrði smám saman fyrir vafasamt gjald og skammvinn þægindi öllu því, sem landið á fegurst og verðmætast fyrir andlegan þroska þeirra, er það byggja um allan aldur og hefur mjög auk- ið hróður þess og aðdáun á því um víða veröld. Grunur minn er sá, að and- stæðingar þessa „virkjunaræðis verkfræðinga," sem Ragnar Ás- geirsson nefnir fyrirbrigðið svo hnyttilega í grein (Tíminn, 7. des. s.l.), og fleiri slikra ger- ræða, er sigla kynnu í kjöltfax þess, bindist samtokum byggðun um og náttúrufegurð landsins til bjargar og hindri það, sem háskasamlegast er, í von um að fólkinu, sem enn heldur tryggð við sveitimar, gefist kostur á að búa þar og ferðafólki drjúg- an yndisarð, meðan vítissprengj ur og eiturmengun verða ekki látnar eyða þessu landi og líf- inu, sem hér þrífst. Verkamannafélagið DAGSBRÚN Félagsfundur verður í Iðnó sunnudaginn 26. april 1970 kl. 2 e.h. Fundarefni: Rætt um undirbúning að samningum. Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna og sýna skírteini við innganginn. STJÓRNIIM. 1970 FACO fötin eru sérstæð frjálsleg og hugmyndarík í sniði og efni, föt sem eru ekki eins og þessi venjulegu. Framleidd á íslandi af fatagerð FACO seld í verzlunum Faco og í viðurkenndum verzlunum um allt land. OPIÐ TIL I'ÍL.H ft LSUGaKDÖGUm Motreiðslumnður cskust Kjörbarinn, Lœkjargötu 8 Upplýsingar á staðnum. Undir leiðsögn Combós Þórðar Hall verður haldinn dans- leikur að Brautarholti 6 í kvöld. Opið til kl. 3. Handknattleiksdeild Ármanns. 4rn herbergjo íbúð Til sölu er vönduð 4ra herbergja íbúð (1 rúm- góð stofa og 3 svefnherb.) á hæð í sambýlis- húsi við Ljósheima. Góðar innréttingar. Sér inngangur. Útsýni. íbúðin er í ágætu standi. Árni Stefánsson, hrl. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími: 34231. Til sölu Þessi fjalíabifreið er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Bifreiðin er til sýnis að Há- túni 10 Keflavík. Upplýsingar í síma 2474. Tilkynning frá Iðnþróunarsjóði Iðnþróunarsjóður hefur nú tekið til starfa. Tilgangur sjóðsins er að stuðia að tækni- og iðnþróun Islands og auðvelda is- Sjóðurinn mun stuðla að þróun útflutningsiðnaðar á Islandi og leggja áherzlu á aukna samvinnu á sviði iðnaðar og viðskipta milli Islands og hinna Norðurlandanna. Ennfremur mun hann stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslenzks iðnaðar á heima- markaðnum. Framkvæmdastjórn Iðnþróunarsjóðs auglýsir hér með eftir um- sóknum um lán og lánsábyrgðir vegna meiriháttar framkvæmda í iðnaði. Með meiriháttar framkvæmdum er yfirleit átt- við láns- umsóknir að upphæð 5 milljónir kr. og þar yfir. Um lán vegna minni framkvæmda af sama tagi, ber að sækja til Iðnlánasjóðs. Eyðublöð fyrir umsóknir um lán úr Iðnþróunarsjóði fást í skrifstofu sjóðsins Hafnarstræti 10, 3. hæð, Reykjavik, í Iðn- aðarbanka Islands, Iðnlánasjóði, Búnaðarbanka Islands, Lands- banka Islands og Útvegsbanka Islands og útibúum bankanna. Umsóknum verður veitt móttaka í ofangreindum lánastofnun- um. Reykjavík, 24. april 1970. Framkvæmdastjóm Iðnþróunarsjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.