Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2ö. APRÍL 1970
17
Afmælissýning Þjóðleikhussins
Guðfræðinemar
máluðu nýja húsið
Baldvin Halldórsson, sem Mörður Valgarðsson og Rúrik Har-
aldsson sem S karphéðinn.
>J ÓÐLEIKHÚ SIÐ frumsýndi
sjónleikinn Mörð Valgarðsson,
eftir Jóhann Sigurjónsson sl.
finuntudagsikvöld fyrir fullu húsi
og við mjög góðar undirtektir.
Áöur en sýningin hófst flutti
Guðlaugur RósinJkranz, þjóðleik-
hússtjóri, ávarp í tilefni af 20
ára afmseli leikhússins og Tóm-
as Guðmundsson flutti nýtt,
frumsaimið ljóð.
Að lokinni sýningu tóku til
máls Vilhjálmur Þ. Gíslason, for
maður Þjóðleikhússráðs, Brynj-
ólfur Jólhannesson, sem flutti
kveðju Félags íslenzkra leiikara
og Sveinn Einarsson, leikhús-
stjóri, sem talaði fyrir hönd Leik
félags Reýkjaví'kur, en þjóðieik
hússtjóri þakkaði.
FJÓRIR HLUTU VERÐLAUN
FJÓRIR leikarar hlutu að þessu
sinni verðlaun úr Menningarsjóði
Þjóðleikhússins, en verðlaunun-
uim var úthlutað að lokinni sýn-
ingu á Merði Valgarðssyni. Verð
launaafhendingin fór fram í hófi
í Þ j óðle ik'h ú s sk j all a ranum þar
sem Þjóðleikhúsið hafði boðið
ölluim starfsmönnum sínum.
Þeir, sem hlutu verðlaunin að
þessu sinni, voru: Anna Guð-
mundsdóttir, Árni Tryggvason,
Lárus Ingólfsson og Þórhallur
Sigurðsson. Menningarsjóðurinn
var stofnaður fyrir 20 árum á
vígsludegi Þjóðleikhússkis af
Guðlaugi Rósinkranz, þjóðleik-
hús3tjóra, og hafa nú 16 lista-
menn hlotið verðlaun úr sjóðn-
um. Upphaeðin, sem úthlutað var
að þessu sinni var kr. 140.000,00.
Það skal tekið fram að Þórhall-
ur Sigurðsson, er enn nemandi í
Leiklistarskóia Þjóðleikhússins,
og var tekið frana við afhendingu
verðlaunanná, að hann ætti að
verja þeim til náms í leikstjórn.
KVEÐJUR OG GJAFIR
MARGAR ræður voru fluttar í
hófinu. Valur Gíslason talaði af
hálfu leikara og Þorlákur
Þórðarson talaði fyrir hóp senu-
og tæknimanna leikhússins og
afhenti Þjóðleikhúsinu að gjöf
veglega styttu gerða af Jóni
Benediktssyni, myndhöggvara,
en hann er starfsmaður leikhúss
ins.
Þá talaði menntamálaráðherra,
en þjóðleikhússtjóri þákkaði
ræðumönnum. Margar góðar gjaf
ir og fagrar blómakörfur bárust
til leikhússins í tilefni af 20 ára
afmælinu. Leikfélag Reykjavíkur
gaf myndir af þremur fyrstu leik
stjórum Þjóðlei'khússins, þeirn
Indriða Waage, Haraldi Björns-
syni og Lárusi Pálssyni. Ennfrem
ur bárust mörg heillaskeyti.
EINS OG kunnugt er hefur Krist
ján Friðbergsson ásarnt konu
sinini Hönnu Hadldórsdóttur, rek-
ið beimi'li fyrir umkomulaus böm
að Kumbairavogi á Stokkseyri. —
Þar eiga nú heima. 16 börn.
Undanfarin tvö ár hefur Krist-
ján unnið að því í frístundum sín
um að byggja nýtt hús á lóð
KumbairavogiS og er nú lanigt kom
ið með byggingu þessa húss með
aðstoð góðra mawna og kvenna
víðsvegair um landið.
Áformað er að reyna að taka
20 ÁRA AFMÆLISRIT
í TILEFNI af 20 ára afmæli
Þjóðleikhússins hefur verið gef-
ið út mjög vandað rit um starf-
serni Þjóðleikhússins sl. 10 ár,
en fyrir 10 árum kom út' annað
rit í líku sniði og var þar skýrsla
um störf leikhússins fyrstu tíu
árin. Tuttugu ára ritið er um 100
blaðsíður að stærð og er bókin
prýdd myndurn úr flestum leik-
sýningum Þjóðleikhússins sl. 10
ár. Ritstjóri er Oddur Björns-
son rithöfundur.
í ritinu eru ávörp eftir mennta
málaráðherra, þjóðleikhússtjóra
og Vilhjálm Þ. Gíslason, for-
mann Þjóðleikhússráðs. Tuttugu
ára ritið er mjög vandað að öll
um frágangi og eru myndir flest
ar eftir Óla Pál, ljósmyndara
leikhússins.
Ritið verður til sölu í Þjóðleik-
húsinu og í helztu bókaverzlun
um borgarinnar og kostar kr.
200,00.
nýja heimilið í notkun í júní eða
júli n.k. og verður þar húsinæði
fyrir 12 börn. Fenigin hafa verið
hjón til að veita nýja heimiliniu
forstöðu.
Að undamförnu hefur verið iaigt
mikið kapp á að ljúka við húsið
og í gær fenigu húsráðendur í
Kumbara'vogi óvænta heimsókn,
en þá komu þair guðfræðinemar
úr Háskóla íslands með prófessor
Björn Björnsson í fararbroddi og
tóku þeir sig til og máluðu húsið
að innam.
EFTIR
MATTHÍAS JOHANNESSEN
Mikil lifandis ósköp getur fólk
verið auðmjúkt og lítillátt. Ég er far-
inn að halda að það sé rangt, sem
forfeður okkar fullyrtu: að við sé-
um öll af konungakyni. Hvað þá að
áar okkar hafi hlaupið hingað af
eintómu stolti. Skattamálin eru
áreiðanlega nærtækari skýring.
Samt þekki ég stöku manneskju,
sem enn er þó nokkuð stolt og lítur
stórt á sig. Ég veit að vísu ekki
hvers vegna, en til þess hlýtur að
liggja einhver ástæða. Ég hitti til að
mynda mann sem setur svip á borg-
ina. Hann vatt sér að mér og
sagðist ekki kunna við að slá
mig um minna en 50-0 krónur. Það
var gott hjá honum. „Að sýná þér
ekki ókurteisi, þú átt allt ann-
að ílkilið af mér,“ eáms og
hanm saglði. Svo kvaddi hamm
mig kurteislega og hneigði sig til
áréttingar því, að honum væru
mannasiðir í blóð bornir. „Ég er að
hugsa um að fá mér einn Thule,“
sagði hann, „það heldur mér við
fram á hádegi.“
Ég sá á eftir honum, þar sem
hann gekk stoltur inn í ysinn —
með snöruna um hálsinn. Gekk inn í
fögnuð dagsins með 2,9% af vínanda
í annars gömlu, útþynntu blóði.
Ólíkur öllum öðrum. Eigandi síns
stolta persónuleika. Langt frá því að
vera eins og allir aðrir.
Þannig hefur hann ávallt litið á
sig. Raunar með eindæmum hvað
persónuleikinn hefur enzt honum,
eins og hann hefur þvælt honum út
í lífsbaráttunni. Hann er ekki einu-
sinni kalinn á hjarta, eins og Grímur
gamli, hvað þá að hann hafi slitið
tilfiinmdmigiuim síiniuim edmis oig gaimialli
flík, eða dottið í hug að lítilsvirða
heiminn til að hafa vald á honum,
eins og einhvers staðar er kennt. Eða
— að hann hafi sótzt eftir valdi!
Nei, ekki hann! Að minnsta kosti
ekki öðru valdi en því, sem veitir
honum frelsi til að fara í hundana.
„Það er rakt í þessu kofaræksni,
sem þú býrð í — og þröngt,“ sagði
ég einhverju sinni við hann. Hann
horfði undrandi á mig. Ekki laust
við að dálítilli meðaumkvun brygði
fyrir í augunum, eða hann vildi
segja: Og þú líka, bróðir minn
Brútus! En hann sagði það ekki.
Hann er riddari í umgengni við ann-
að fólk. Hann sagði aðeins: „Rakara
og þrengra verður það í gröfinni.“
— ★ —
Eg hef verið að hugsa um kynni
mín af þessum manni, frá því ég las
í Alþýðublaðinu um daginn „fram-
bjóðiandasaimtal" við einn af þess-
um fríðu „fulltrúum kvenþjóðarinn-
ar,“ sem í boði er til borgarstjórnar.
Ég átti ekki krónu að lestri loknum.
Að því er virtist á frúin sérstakt
erindi í borgarstjórn vegna þess, að
hún lítur á sig, sem „venjulega
manneskju." Ég efast ekki um að
þetta sé rétt hjá henni. Flest erum
við „venjulegar manneskjur,“ án
þess okkur hafi þótt sérstök ástæða
til að flíka því. Hvað þá að pota
okkur í borgarstjóm á svo almenn-
um hæfileikum. Fólk verður að hafa
eitthvað óvenjulegt til brunns að
bera: Ég er alltaf Vesitimiaininiaeyiing-
ur í húð ag hár, sagfðd nýja fegurð-
ardrottwimigiin. Nöklkiuð gotit hjá
henini. Svomia á að heyja sjálfstæ’ðds-
baráttu siínn: haldia í það óvemjulegia.
— ★ —
Ósköp er allt þetta meðal-
mennskustref og eftirsókn eftir
vindi að verða hvimleitt. Nú er því
meira að segja haldið fram í fúlustu
alvöru og notað sem áróðursbeita að
kona sé „venjuleg manneskja“ fyrir
það eitt, að hún fer öðruvísi að en
flestir, ef ekki allir, mundu hafa
gert. Hitt væri sök sér, ef frúin
hefði lýst yfir því, að hún væri
„óvenjulega venjuleg manneskja“ —
og þess vegna ætti hún, öðrum frem-
ur, að fara í borgarstjórn. Þaðmundi
kunningja mínum, sem ég gat um
áðan, hafa líkað. Hann vill að allt
sé kallað réttum nöfnum: annað
hvort er krónan króna eða ekki.
Hún getur ekki verið fimmeyringur,
þó að verðgildi hennar geti auðvitað
minnkað.
En svona er að koma „allt í einu
fram á svið stjómmálanna,“ og tak-
ast meira að segja „að verða tölu-
vert umdeild kona,“ eins og blaðið
hans Eggerts segir. Ég veit ekki bet-
ur en reynslan hafi sýnt okkur, bæði
fyrr og nú, að ekki þarf mikið til
að verða „umdeild kona.“ Hitt er svo
annað mál, og ekki nema sjálfsagt
að viðurkenna, að hún virðist vera
hin gjörvilegasta kona af fjölskyldu
myndum að dæma og dómgreind
hennar í góðu meðallagi, þótt hún sé
fulltrúi eins af minnihlutaflokkun-
um, því að hún lýsir því yfir „að
borginni hafi verið mjög vel stjórn-
að.“ Ekki vel — heldur mjög vel.
Að vísu þarf ekki mikla athyglis-
gáfu eða sérstaka hæfileika til að sjá
það, sem öllum ætti að vera ljóst,
sem horfa ekki á borgina gegnum
pólitíska skráargatið. „Betur sjá
augu en auga,“ segir frúin réttilega,
enda er þetta hið athyglisverðasta
samtal. Og hefur þann óvenjulega
kost, að það er í stíl við tilefnið: af-
skaplega venjulegt.
— ★ —
Mikið verka annars þessi snögg-
soðnu samtöl við fólk misjafnlega á
mann. Frambjóðendasamtöl eru að
verða sérstök bókmenntagrein á ís-
landi og líklega er átt við þau, þegar
talað er um kerlingabækur um fram-
liðna. Og þó eru undantekningar til
að sanna regluna. Um daginn las ég
einkar eðlilegt og til allrar guðs-
lukku talsvert óvenjulegt samtal við
kennara í Hagaskólanum, Jón
Baldvin Hannibalsson. Það birtist í
skólablaði nemendanna og ber báð-
um jafngott vitni, krökkunum og
kennaranum — og þá ekki sízt hin-
um unga rithöfundi sem samtalið
skrifar. Hann verður einhvern tíma
góður. Kennarinn er spurður, hvem
ig honum lítist á æskuna, sem eigi
að erfa landið. Hann svarar að sér
lítist vel á landið, sem æskan á að
erfa. Skemmtileg hreinskilni við
krakkana. Kennarinn segist vera
einmana og hann eigi „samleið með
mörgum, en félagsskap við fáa.“
Einkar persónulegt frávik frá taum-
lausri félagshyggju nútímans. Og
vanalyfjum eins og sósíalisma.
Múgsefjunin sem gengur undir
nafni sósíalismans gerir alla eins.
Hún virðist einkar handhæg fyrir
nokkuð kotroskna, en að því er virð-
ist, lítt þroskaða menn um tvítugt,
sem ættu að hafa upplifað Tékkó-
slóvakíu, þótt ekki muni þeir Berlín
og Ungverjaland. Þar veit fólkið af
eigin raun, hvað rauður fáni og
„sósíölsk bylting" hefur í för
með sér. Sumir héldu að kínalífs-
elexír væri við ölluim kvillum. Og
enn er gripið til hans, því að enn er
til fólk sem tekur inn sósíalisma við
allri sinni gigtisýki og heimatil-
búnu kvillum. En slíkir sjúkdómar
eru á læknamáli kallaðir móðursýki.
Þeir eru víst ekki betri en sumir al-
vörusjúkdómar. En slæmt er að
þurfa að horfa upp á það, að 19. ald-
ar vígorð um „sásiíalsikar byltingar"
skuli í alvöru vara helzta hugsjóna-
mál umgra manna. Sumt fólk fæði'st
inm í vitlausa öld. Glatar persónu-
leikanum, ærist á krosisgötum. Og
hefur ekki upp á neitt anmiað að
bjóða — en gaimlar kieiniur með kaff-
iniu.
í lok samtalsáinis seigisrt Jón Baldvin
hafa það áhugamál helzt, „að yrkja
eitt ljóð sem lifir áður en ég
dey.“ Það getur orðið þrautin
þyngri, Jón minn Hannibalsson. Ég
þykist hafa nokkra reynslu fyrir
því!
í fyrra birtist samtal í þessu sama
skólablaði við annan kennara, Hall-
dór Bjarnason. Ég hef síðan verið
að velta því fyrir mér, hvað kenn-
arar og nemendur geta verið gáfað-
ir, ef þeir leggja saman. „Telur þú,
að nemendur eigi að fá meiri ítök í
skólunum?", er hamn sp'urður. Og
hann svarar: „Já, svo framarlega
sem þeir hafa þroska til þess. En ég
tel þá ekki hafa nógu mikinn þroska
til þess að geta ráðið sér meira en
þeir gera“.
Þarna eru einstaklingar á ferð,
persónulegir og hreinskiftnir. Sem
betur fer hefur unga fólkið engan
áhuga á því, að allir séu steyptir í
sama móti og séu „venjulegar mann-
eskjur.“ Og sízt af öllu krefst það
þess, að fólk missi persónuleikann
daginn sem það fer í framboð.
Það er enginn skortur á fólki í
framboð. En það er að verða alvar-
legur skortur á fólki — með mann-
dóm og persónuleika. Nóg virðist af
múgsálum sem til að mynda níða
land sitt og þjóð í skjóli sænskra
sorpblaða: undir heiðum himni nor-
rænnar samvinnu.
i