Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 11970
— Einar í*.
Framhalð af bls. 12
deilist þá í hlutfalli við kostn
að rekstursins.
í öðru lagi það sem snýr að
fjárfestingu félaganna, svo
sem félagsheimilum og
íþróttamannvirkjum. í>á er
hægt að styðjast við viður-
kenningu t.d. íþróttasjóðs og
hafa til hliðsjónar þátttöku
hans í greiðslu kostnaðar. Ef
um félag er að ræða, sem
ekki fær fyrirgreiðslu úr
íþróttasjóðisvo seim K.F.U.M.,
skátahreyfinguna o.£L þá er
hægt að leggja til grundvall-
ar endurskoðaða framkvæmda
reikninga og mat á fram-
kvæmdunum.
Það kann að vera, að ein-
hverjum þyki ég taka full
djúpt í árinni með þessari
tveggja þátta tillögu. Það má
vera, að þetta hefði aukin út-
gjöld fyrir bæjarfélagið í
fyrstu, en það er bjargföst
trú mín, að þetta fé mundi
koma margfalt til baka í fjáí-
munum og ekki hvað sízt í
heilbrigðu og hraustu fólki
bæjarfélaginu til hagsældar.
— Hvemig gengur bygging
íþróttahússins?
— Síðan bygginganefnd
hússins var skipuð í ársbyrj-
un 1969 hefur fram'kvæmdum
miðað jafnt og þétt áfram.
Við höfum gert lauslega
áætlun um þær framkvæmd-
ir, sem nauðsynlegt er að
ljúka áður en hægt verður að
taka húsið í notkuan. Samtals
mun það kosta 14 milljónir.
Við höfum nú til ráðstöfunar
7 milljónir samkvæmt fjár-
hagsáætlun yfirstandandi árs.
Það er því nauðsynlegt að út-
vega lánsfé að upphæð 7
milljónir. Þetta verður okk-
ur að takast að útvega, því að
við eigum svo skamrnt eftir að
ná þeim milkla áfanga að taka
húsið í notkun. Skólarnir
þurfa að kamast inn í byrjun
næsta kennslutímabils og
æskan iðar öll í sfcinniniu að
komast í húsið í haust til
íþróttaiðkana.
Ég vil svo geta þess hér til
að leiðrétta miisskilning, sem
ég hef orðið var við í sam-
bandi við gólfflötinn í húsinu,
að hann rúrnar keppnisvöll
20x40 m, og gólfið verður
parketlagt.
— Hvað um aðra íþrótta-
aðstöðu og æskulýðsstarfsemi?
— Um aðra íþróttaaðstöðu
er það að segja, að við höfum
kmattspyrnuvöllíimn á Hval-
eyrarholti, en sá hænguir er á,
að völlurinn er ógirtur, en
vonandi tekst að girða hamn
í vor. Það mál er nú til af-
greiðslu og er nauðlsymlegt, að
það fái farsæla lausn. Einnig
um aðra íþróttaaðstöðu hefði
ég viljað segja, að nauðsyn-
legt er að gera fþróttir og þá
sérstaklega léttar iþrótta-
greinar að almenningseign.
Það er eins og flestum finh-
ist að stundi menn íþróttir
sé það til að unga út keppnis-
mönnum. Þetta er algjör mis-
skilningur. íþróittir eiga að
vera fyrst og fremst heilsu-
rækt. Það skiptir ekki máli
hvort sá er sjö ára eða sjötíu
ára, sem fæst við einhverjar
íþróttaæfingar. Til að upp-
byggja íþróttir fyrir alla er
hægt að koma upp útivistar-
svæðum, þar sem til dæmis
er hægt að lteika badminton,
tennis, blak og fleiri greinar.
Einnig er hægt að koma fyrir
göngubrautum. fþróttir fyrir
alla kallast nýtt stefnumál,
sem Í.S.Í. hefur tefcið upp og
er vert að vekja athygli fólks
á því, að þessi mál eru nú
þegar í undirbúningi og fólk
ætti að taka vel á móti þess-
ari nýbreytni.
í sambandi við Hafnar-
f jörð má nefna, að á sl. sumr-
um hefur Geir Hallsteinsson,
íþróttakenmari, verið mieð
hópa af börnum til íþrótta-
iðkana, frá þvi fyrst i júní til
ágústloka á hverjum virfcum
degi. Þá hefur K.F.U.M. ver-
ið með sumardvalaiheimili í
Kaldárseli í þrjá mánuði á
sumri. Þetta eumarheimili
K.F.U.M. hefur verið rekið
með miklum glæsibrag í ára-
tugi. Að vetrinum rekur svo
K.F.U.M. sinn sunmudaga-
skóla og Kaldæingakvöld.
Ekíki er hægt fyrir mig að
benda á hvað betur megi fara
í starfi K.F.U.M. því að það
hefur gert svo stórt átak gegn
um árin, sem það er árlega
að bæta við, að, við Hafnfirð-
ingar mættum vera stoltir, ef
við ættum fleiri ámóta dug-
leg samtök.
Þá vildi ég nefna skátafé-
lagið Hraunbúa, sem vinna
hér mjög gott starf, sem mér
er fullfært að staðhæfa af eig
in reynslu, því að ég á ungan
son, sem er í Hraunbúum og
hefur notið þar mikils. Hraun
búar hafa verið sérstaklega
duglegir i að þjálfa skáta sína
i útilegum og er það vel.
Þá er einnig starfandi sam-
hliða Hraunbúum hjálpar-
sveit Skáta, sem vinnur mik-
ið sjálfboðastarf.
— Hvað viltu segja að lok-
um um félagsmálin?
— Ég vil aðeinis endurtaka
það sem ég hef áður sagt, að
trú mín er sú, að hin frjálsu
félagasamtök gegni mikil-
vægu hlutverki í hverju bæj-
arfélagi og því beri að virfcja
starf og orku unga fólksins
öllum til blessunar.
— Hvemig eru kosninga-
horfur í Hafnarfirði?
— Ég tel, að vel horfi hjá
ofcfcur Sjálfstæðismönnum.
Það hefur verið unnið ötul-
lega að því undanfarin ár,
undir forystu Sjálfstæðis-
manna hér í bæ að rétta við
fjárhag bæjarins og lyfta
bæjarfélaginu upp í framför-
um og uppbyggingu, svo að
Hafnarfjörður hljóti þann
sess, sem bænum okkar ber.
í höndfarandi kosningum
þurfum við að berjast við 4
vinstri flofcka, sem allir eru á
bandi opinberra afsMpta að
sem flestum málum íbúanna.
En við Sjálfstæðismenn
munum berjast ótrauðir fyr-
ir sjálfstæði einstaklingsins,
því það er okkar bjargfasta
trú, að með frelsi einstakls-
ina sköpum við mestu afköst-
in til hagsældar fyrir heild-
ina.
Ég treysti á, að fóllfc láti
réttsýni og sanngimi ráða í
komandi kosningum og stuðli
að áframhaldandi forystu
Sjálfstæðismanna í bæjar-
málum Hafnfirðinga, bænum
til hagsældar og íbúunum til
farsældar.
Rósastilkar
1. FLOKKS RÓSASTILKAR.
GRÓÐRASTÖÐIN BIRKIHLlÐ
við Nýbýlaveg — Sími 41881.
Jóhann Schröder.
1x2—1 x 2
VINNINGAR í GETRAUNUM.
15. leikvika — leikir 18. og 19. apríl.
Orslitaröðin: 2X1 — XXI — 112 — X2 2.
Fram komu 2 seðlar með 10 réttum:
nr. 10395 (Keflavíkurflugvöllur) kr. 124.300.00
— 32776 (Reykjavík) — 124.300.00
Kærufrestur er til 11. maí. Vinningsupphæðir geta lækkað,
ef kærur eru teknar til greina. Vinningar fyrir 15. leikviku verða
greddir út eftir 12 maí.
GFTRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVlK.
MELAVÖLLUR
REYKJAVÍKURMÓTIÐ.
í dag kl. 14.00 leika
Valur — Þróttur
og strax á eftir
Fram — Víkingur
Aðgangur: Stúka kr. 100.00 — stæði kr. 75.00
— börn kr. 25.00.
Mótanefnd.
Útvorpsvirkjor athugið
Radíó- og sjónvarpshlutir fyrir ný og gömul tæki, ameriskir
og evrópskir lampar, þéttar ag mótstöður I miklu úrvali, styrk-
stillar, lampahöldur, spennubreytar, hátalarar, transistorar,
þurrafriðlar, skiptar, rofar og ennfremur loftnetsefni I úrvali.
GEORG AMUNDASON & CO.,
Suðurlandsbraut 10 — Síman 81180—35277.
Atvinna
Vanar saumakonur vantar í verksmiðju vora,
einnig til að strauja.
Upplýsingar hjá verksmiðjustjóranum, Þverholti 17.
VINNUFATAGERÐ ISLANDS H.F.
MiflfflniKK
J " GRENSÁSVEG II -
BYGGINGAVORUR
SÍMI 83500
TRÖPPUR
STERKAR — STÖÐUGAR
LÉTTAR — FYRIRFERÐALITLAR.
STÆRÐ 3—12 ÞREP.
MHfflRÍNN
J * Bankastrœti 7 —
- Sími 22866
GÓLFTEPPI írá *reppi¥
með afborgunum
ALULLARTEPPI
FLOSTEPPI — LYKKJUTEPPI
10°/o útborgun
Afgangur eftir
samkomulagi
wm Wsm mi
Austurstræti 22
Sími 14190.