Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1-970 21 Samvizkuspurning til Sigurðar Eggert krafinn um rök HINN 28. nóvember 1958 voru lagðar fram í trygg- ingarráði tvær umsóknir um embætti forstjóra Tryggingarstofnunar rík- isins. Var önnur þeirra frá þáverandi skrifstofustjóra stofnunarinnar, en hin frá Gylfa Þ. Gíslasyni, mennta málaráðherra, en um þær rnundir var ljóst, að dagar vinstri stjórnarinnar voru taldir. Tryggingarráð taldi báða umsækjendur hæfa til starfans, en í ljósi þess, að þáverandi skrifstofu- stjóri hafði starfað mjög lengi hjá Tryggingarstofn- uninni og m. a. settur for- stjóri, mælti tryggingar- ráð með skrifstofustjóran- um, en ekki ráðherranum. Hinn 12. desember sama ár gkýrði Alþýðublaðiið svo frá því, að Gylfi Þ. Gíslason hefði tekið aftur umsókn sína um starfið. í greimargerð fyr ir þeirri ákvörðun segir ráð- herranin í blaði sínu, að flokksbræður sínir hafi lagt fast að sér að takast þetta starf á hendur til þess að „flokkurinn hefði sem bezta aðstöðu til þess að láta til sín taka í einu helzta baráttu máli sínu“, þ,e. tryggingamál- um, eins og sagði í Alþýðu- blaðinu þennan dag. Gyltfii Þ. Gíslason segir síðan: „Þótt mér sé fullljóst, að umsögn tryggingaráðs sé aðeins til- laga og bindi á engan hátt hendur ráðherra, og enn hafi verið 1-agt mjög fast að mér að taka við starfinu, þá er mér það, eins og málum nú háttar, svo óljúft, að ég hef orðið að beiðast undan því“. Ráðherra segir síðan, að hann hafi lýst síg reiðubúinn til að taka við starfinu, en það hafi verið „bundið því skil- yrði, að ég gæti tekið við því við aðstæður, sem mér persónulega væru ekki algjör lega á móti skapi. Þær að- stæður eru nú ekki fyrir henidi“. Þetta gerðist í nóvember og desember 1958 og munu menn á einu máli um, að Gylfi Þ. Gíslason hafi tekið rétta á- kvörðun, er hann tók um- sókn sína aftur. Nú u.þ.b. 12 árum síðar hefur staða for- stjóra Tryggingarstofnunarinn ar enn losnað og verið aug- lýst til umsóknar. Umsækjend ur reyndust vera þrír: Björn Vilmundarson, sem m-un starfa hjá Samvinnutrygging- um, Guðjón Hansen, trygg- ingafræðingur, sem hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins í 15 ár, og Sigurður Ingimundarson, alþm., sem hefiur setið á þingi fyr.ir Al- þýðuflokkinn um skeið. Eins og 1958 kom þetta mál til kasta tryggingarráðs. Fjórir af fimm meðlimum þess mæltu með því, að Guðjón Hamsen hlyti stöðuna, en einn þeirra mælti með Sigurði Ihgimundarsyni. Atkvæði hans kom engum á óvart. Það vair nefnilega Björgvin Guð- mundsson, sem er efsti mað- ur á framboðslista Alþýðu- flokksins í Rey'kjavík. Eggiert G. Þorsteinsson, einn af ráð- herrum Alþýðuflokksins í nú verandi ríkisstjórn fer með málefni Tryggingarstofnunar ríkisins og það kom í hans hlut að skipa hinn nýja for- stjóra. Hann valdi Sigu.rð Ingimundarson, flokksforóður sinn og samþingsmann. Nú er það Ijóst, að ráðherra er oft vandi á höndum við embættaveitingar. Fyrst og fremst verður hanm þó að hafa í huga, að maðurinn sé hæfur til starfsims. í tilviki sem þessu, þegar starfsmaður hefiur starfað 15 ár hjá stofn uninni, fjórir af fimm með- limum tryggingarráðs mæla með honum, og engum kem- ur til hugar að hailda því fram, að maðurinn sé óhæf- ur til starfsin.s, er ráðheirra hins vegar enginn vandi á höndum. Honum ber að beita valdi sínu af réttvísi og með rökum. Allt annað er valda- níðsla, Sú ákvörðun Eggerts G. Þorsteinssonar að skipa flokksbróður sinn Sigurð Ingi mundarson í embætti for- stjóra Tryggingarstofn.unar ríkisins, en ekki Guðjón Han sen, tryggingafræðing með 15 ára starfsreynslu að baki hjá Tryggingarstofnuninni, er stórfellt hneyksli. Þess verð- ur að krefjast að Eggert G. Þorsteinsson geri opinberlega grein fyrir þeim rökum, sem liggi til grundvallar þessari skipun. Hvers végna var Guð jón Hamsen ekki skipaður í þetta embætti eims og öll rök og sanngirni mæltu með. Hvað hefur Sigurður Ingi- mundarson fram yfir Guðjón Hansen? Þessum spurningum ber Eggert Þ. Þorsteynssyni að svara umsvifalaust. Það er ekki hægt að láta slífcri valda níðslu af hendi ráðherra ó- mótmælt. Hin hliðin á þessu máli snýr að Sigurði Ingimundar syni. Getur hann réttlætt það fyrir samvizku sinni að taka við embætti, sem hann veit að hann fær eimungis vegna valdaníðslu af hendi flokks- bróður hans, og getur hann varið það fyrir samvizku sinni að taka við þessu starfi, þegar öll rök mæla með því, að það falli í hlut annars manns. Gylfi gat það ekki. Þetta eru spurningar, sem eng inn getur svarað nema Sig- urður Ingimundarson sjálfur. p. b. k. HVILIKT ÖNGÞVEITI... Á UNDANFÖRNUM misserum hietfur stjórn menntamála í land- imu sætt sívaxandi gagnrýnd og andúði, vegna þess ástands, sem rfkir í menntamálum. Ungir Sjálfstæðismenn foafa í nokfcur undanfarin ár fjallað sérstaklega uim menntamálin, og var m,a, fyrsta verkefnd RUSUS — rann sðkmar- og upplýsingastofnunar ungra Sjálfstæðismanna. Urngir Sjálfstæðismenn hafa ekki gert ákveðnar tillögur um hreytingar á yfirstjórn menntamálanna, þó að vissuilega hafi ákveðnar radd ir verið uppi um það í þeirra hópi. Hins vegar er nú svo kom ið ,að ástæða er til að varpa fram þeiirri spurníngu, hvort siilkar breytingar séu ekki nauð synllegar. SKORTUR Á FRUMKVÆÐI Núverandi menntamálaráð- herna hetfur gegnt því starfi sam fleytt í 14 ár. Ætla mætti, að á 9V0 löngum tíma hefði verið mörfciuð einhver meginstefma í menntamálum landsmanna, en svo heifiur þó ekki verið. Aðgerð ir 1 þeim efnum hafa einkennst af handahófslegum bráðabirgða úlrliausnum, hlaupið hefur verið tiflL, þegar skólar og fornáðamann þeirra hafia knúið á, vogna þess að við ömgþveiti heflur legið. Þetta hefuir gerzt í öllu stoóla- kerfinu allt friá barnasfcóilum til Hlágkóíla. Á sama tíma og niágranmaþjóð ir ökkar keppast við að tækni- mennta sína þegna, virðist þess lítið gæta hér uppi á íslandi. Það er ekki fyrr en Háskóla- nefnd skilar skýrslu sinni, og minnist á nauðsyn tæknimenmt- unar, að augu ráðiamann.a menmtamiála opnast fyrir því, að líkliega sé orðið nauðisyn.liegt að tækinimennta íslend'inga. KRATABITLINGARNIR Sú yfirlýsiing menntamátLaréð- herra s.l. haust, að betra vœri að skipa tvo rektora en einn, valkti óskipta kátíniu landsmianna. Ekki vegna þess, að yfirlýsingin þætti svo afskaplega fyndin og snjöM, heldur þótti mönnum hún mjög svipa till hlægilegra yfirlýs- inga Eysteins Jónssonar og Ólafs Jóhannesisoniar (hin leiðin, og já, já og niei, nei). Á hinn bóginn er það ek'kert gamanmál, ef alltaf þarf að stofna nýjan menntaskóla er um rektorsembætti sækja fleiri en kratar. Sú staðreynd, að þegar valið hefur staðið á míiilli krata annars vegar og hæfilieikamanna hins vegair, hef ur kratinn undanbekningarlítið hreppt hnossið, hlýtur að vekja upp þá spurningu, hvort ráð- herra menntamála sé bundinn einhverjum óeðlilegum eiðum við flokk sinn og þá hverjum. Eru lög Alþýðuflolkksins e.t.v. svo formesikjuleg, að þau bindi forustu flokksiras til að velja ætíð sína menn, ef embætti eru til ráðtstöfunair? HÁSKÓLI ÍSLANDS Málefnum Háskóla íslands er nú svo komið vegna aligjörs for ystuleysis, að nærri fiuMkomnu öngþveiti liggur. Bezta dæmið er e.t.v. 1 æknadeilda'rmálið svo- kaMaða. I heilt ár foundsar ráð- herra tilmæli deildarinnar, svo að hún neyðist til að grípa til örþrifaráða mjög tvíbentra að vísu. Þá fyrst virðiist yfirstjórn menmtamála rumska. Eikki til að bæta hag deildarininar, heldur skipar henni að stanfa við að- Stæður, sem augljóslega eru ó- viðunandi. Menn verða að gera sér ijóst, að Hásfcáli íslands þarfnasf rauniverulegrar forustu, en ekki stimplaafigreiðisiki eftir dúk og disk á erindum emibætt- ismanna skólans. Gera má kröfu til pólitísks ráðherra, að hann annað hvort hafi hugmyndir sjálfur, eða framkvæmi hugmyndir anmarra. Núver amdi men ntamálaráðhenra virðist hvorugt gera. Sú aðferð að vísa ætíð ábyrgð á eigin slóðarskap yfir á skipaða emb- ættismenn, er með ölliu óhæf. Pólitískur ráðherra er til þesis kjörinn, að bera ábyrgð, honum er hægt að koma frá völdum, er hann stendur sig ekki, en því er á annan veg farið með embætt- iameran. Umsjónarmenn EIMDALLAR-SIÐAN* UM^jÓN: Sigtryggur Jónsson Ingvar Sveinsson PUNKTAR... Það er oft sagt sem sönn- un þess að ríkið geti rekið verzlun, að ríkisbúsikapurimn sé rekinn samikvæmt sömu lögmiálum og búskapur ein- stafclinga. Menn gleyma að- eins að athuga, að ríkið á- kveður fyrst útgjöldin og tekjurnar eftir þeim útgjöild- um, þar sem eiinstakilingairniæ verða að fara gagnstæða leið af góðum og giildum ástæð- um. (— Johannes Hohlenberg: ,,Augnablikið“). „Hin miikla hætta er ekki sú, að fylgismenn áætlunar- búskapar óska eftir að skipu leggja líf ofckar, naldur að við höldum áfraim að leyfa þeim að gera það. Það sorglegasta er, að svo margir okkar, - og þar á meðal þeir, sem ættu að skilja betur, — hjálpa þeim með því að hlaupa til ríkis- stjómarainnar, hvenær sem öryggi þeirra er í hættu, hvenær sem þeir sjálfiir óska eftir skipulagningu", — styrk — frá ríkinu“. J. Ollie Edmunds. LOG ALÞÝÐUFLOKKSINS 1. KAFLI Stefnumið og starfsaðferðir. 2. gr. .... 4. Að stuðla að því, ^ hvar sem við verður komið, að kosnir séu til opiraberra I starfa aðeiras þeir menn, sem 1 fllokksbundnir alþýðu- j flokksmenn, Á þetta jafnt við störf í þágu þjóðfélags- ' ins, bæjarfélaga, hrieppsfélaga ) og mikilvægra félagssamtaka, I | t.d. verkalýðsifélaga og am.n- , arra launþegasamtaka. Stjórn Heimdallar, F.U.S. 1969—1970. Frepxri röð frá vinstri: Auður Eir Guðmundsdóttir, Páll Bragi Kristjónsson, varaform., Pétur Sveinbjarnarson, form., Sig. Ág. Jensson, ritari, Bergþór Konráðsson, gjaldkeri. Aftari röð: Ingvar Sveinsson, Garðar Siggeirsson, Kjartan Kjartansson, Pétur Eiríksson, Jón Stefán Rafnsson og Sigtryggur Jónsson Á myndina vantar Bjöm Theó- dórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.