Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1970 Hann hafði ekki þorað að bjóða henni, þar eð nærvera hennar hefði getað valdið hneyksli. OSTA P 50 g smjör 50 g hveiti 3 dl mjólk ■| múskat eða karry 3—4 eggjarauður 250 g rifinn Gouda 45% 3—4 eggjahvítur RETTU OAfofönct. Bræðið smjörið, hrærið hveitið sam- « an við, þynnið smátt og smátt með * mjólkinni. Kryddið með múskati eða 4 karryi, kælið sósuna aðeins, hrærið eggjarauðunum, einni i einu út i, rifn- um ostinum næst og að síðustu mjög vel þeyttum hvítunum. Fyllið til hálfs smurt, eldfast mót, setjið lok á og sjóðið i vatnsbaði 1 klst. Hvolfið ostaröndinni á fat, berið soð- grænmeti og hrært smjör eða sterka, brúna sósu með jy Heldur ekki hafði hann þorað að hafa brúðkaupsmáltíðina heima hjá sér, þar sem það hefði verið grimmdarlegt að úti loka hana. Og Gerardine frænka hefði heldur aldrei vilj að sitja til borðs með henni. — Við borðum morgun- verðinn heima hjá mér, hafði hún úrskurðað. En þá hafði Gilles mótmælt, þar eð hann vissi, að tengda- foreldrar hans tilvonandi mundu kunna illa við sig í hús- inu við Duperrébryggjuna. Og heldur ekki var þeirra hús hent ugt til þess arna, og Gilles vildi ógjarnan vera í éin-hverju veit- ingahúsi bæjarins. Þess vegna varð það úr, að morgunverðurinn færi fram í þorpskrá, og Esnandes hafði orð ið fyrir valinu — tíu kílómetr- um frá La Rochelle. Athöfninni var fram haldið. „Vilt þú taka þessa . . . ? Gilles játaði með næstum sorgbitinni alvöru, en þegar að Alice kom, svaraði hún næstum glettnislega, og leit svo bros- andi á Gilles. — Vilduð þér koma með mér í skrúðhúsið? sagði meðhjálpar inn lágt. meðan síðari hjónaefn- in mynduðu sig til að koma í hinna stað. Þegar Gilles gekk út úr kirkj unni, tók hann eftir fólki — mest kvenfólki — sem hafði kom ið til vígslunnar. Frú Rinquet kraup við eina súluna. Jaja sendi honum uppörvandi augna tillit. Seinna sagði hún við hann: — Blessaður drengurinn, þú Opið tu kl. 4.00 í dag Maxi kápur — Midi kápur Kjólar — Buxnakjólar. Tízkuverzlunin fm/í Cjíi Áí Rauðarárstíg 1 Sími 15077. hefðir bara átt að sjá sjálfan þig. Náhvítur eins og næpa! Vissulega var hann hrærður, en bara á annan hátt en hann hafði búizt við. Hann hélt áfram að segja við sjálfan sig: — Nú erum við gift . . . sam- einuð . . . Hvað skorti á, að hann væri hamingjusamur? Og hvers vegna þurfti hugur hans, hvað eftir annað að beinast að Colette?í þrjár vikur hafði hún aldrei þornað um augun og nú var hún skilin eftir ein heima. Hún hafði reynt eftir föngum að brosa í morgun, þegar hún var að hnýta á hann bindið. —Til hamingju. Giiles. Og ég vona, að þú verðir mjög ham- ingjusamur! Það hafði verið skjálfandi bros, líkast sólinni undir skúr. og á síðustu orðunum hafði rödd hennar skolfið. — Þangað til í kvöld . . . Þegar litli hópurinn nálgaðist kirkjudymar, heyrði Gilles ein hver óp úti fyrir og fór að halda að Jaja hefði haft á réttu að standa. Dálítill hópur stóð úti fyrir. Það var svona hópur, sem safn- ast saman, ef eitthvað forvitni- legt er á seiði, en Gilles gat bara ekki trúað því, að venju- leigt brúðkaup vekti neina for- vitni og því væri þetta fólk þarna samansafnað hans vegna. XXXI — Ópin hófust aftur. Það var blaðastrákur, sláni um tvitugt, sem gekk fram og aftur og öskr- aði fullum hálsi: — Le Moniteur . . . Aukaút- gáfa . . . Nýjar fréttir af eitrun- armálinu! Líklegt að Octave Mauvoisin verði grafinn upp! Gilles snarstanzaði og andlit- ið á honum stirðnaði upp. Þá var gripið í handlegginn á hon- um og Gerardine frænka leiddi hann að bíl, sem þar beið og tróð honum inn. Fyrsti bíllinn var sá, sem Gill- es hafði keypt sér. f honum voru brúðhjónin og foreldrar Alice. Bobs bíll kom næst- ur, með Eloifjölskylduna. Rámt öskrið dó smám saman út í fjarlægð. Uppgröftur á Octave Mau- voisin! Sannast að segja höfðu allir kviðið fyrir borðhaldinu. Meira að segja hafði Gilles stungið upp á því að sleppa því alveg. — Það geturðu bara ekki, sagði Gerardine frænka. Fólkið hennar mundi taka það sem lít- ilsvirðingu á sér. Þú þarft ekki að líta svona á mig — þetta er ekki mér að kenna. Þú hefur sjálfur ráðið þessu öllu. Það var einkennilegt, að síð- an hann opinberaði trúlofun sína, hafði frænka hans verið eins og altilegri við hann. Hún þúaði hann nú. Það var rétt eins og þetta hjónaband hefði styrkt öll fjölskyldubönd. Það var hún, sem fyrst hofði ymprað á brúðkaupsferð. En Gilles hafði ekki viljað fara neitt burt. Hann gat ekki hugsað sér að skilja Colette eina eftir, þegar svona stóð á. Það var sólskin og einhver hlýja í loftinu, sem boðaði komu vorsins, sem nú var tekið að nálgast. Bílarnir tveir stað- næmdust í Esnandes, fyrir fram an Hafnarhótelið. ASKUK1 IIVIM 'lt YÐUR gi á)i)arst. grísakoteli"rn r GRILI AÐA KJIJKLINGA ROAST BEEF GIjÓÐARSTEIKT LAMB HAM BORGARA DJUPSI’EI KTAN FISK xuðurlaruhbraut 14 simi 38550 Gestgjafinn og kona hans biðu úti fyrir dyrunum, bæði brosandi út undir eyru, og lítil stúlka afhenti frú Mauvoisin blómvönd. En skömmu seinna, þegar gest gjafinn kom fram í eldhús, taut- aði hann: — Ég get ekki skilið, hvað gengur að þeim. Og sannleikurinn var sá, að öllum virtist þeim líða hálfilla. þegar þau gengu inn í einkastof una, sem þeim hafði verið ætluð. Sem gistihús hafði staðurinn ekki mikið orð á sér, en matur- inn þar var héraðsfrægur. Ur drykkjustofunni heyrðist í mönn um, sem voru að panta sér hvít- vín. — Lofðu mér að taka frakk- ann þinn, pa . . . Gilles hikaði brot úr sekúndu, þangað til orðið kom í heilu líki: — Pabbi. Og enginn varð meira hissa en Esprit Lepart og enginn hefði getað verið feimnari. — Gefið þér ekki um það, hr Mauvoisin. — Þú gleymir þvi, að ég er tengdasonur þinn. Nú verðurðu að kalla mig Gilles. En Gilles píndi þessi orð upp úr sér. Þetta „pabbi“ hafði kost- að hann mikla áreynslu. Sem snöggvast hafði það minnt hann á föður hans á banabeðinu, þar sem svarta yfirskeggið skar úr við hvítan koddann. Gerardine gerði heiðarlegar tilraunir til þess að koma sam- tali í gang við Alice. — Þú varst ekkert sérlega feimin við athöfnina? — Feimin? Ekki aldeilis! Mér fannst hún alls ekki neitt hátíð- leg. Sannast að segja var ég að hugsa um parið, sem þurfti að bíða eftir okkur. — Ferðu ekki til Parísar að fá þér föt? — Kannski. Ég veit það ekki. Ég er ekki farin að tala neitt um það enn við Gilles. — Ef þú vilt min ráð hafa, þá mundi telpunum vera það ánægja að hjálpa þér. Ekkert gat sett Alice úr jafn- vægi, og við þessi síðustu orð gaf hún Gilles glettnislegt horn auga, en hann eyddi talinu með því að stinga upp á, að þau fengu sér glas af púrtvíni með- an þau biðu. Þau hefðu þurft að hafa ein- hvern siðameistara. Einhvern, sem gæti komið einhverju fjöri í samkvæmið. Gestgjafinn, sem var önnum kafinn frammi. hafði engan tíma aflögu til þess. en konan hans gægðist öðru hverju inn um gættina, til bess að sjá, hvernig gengi. Stelpan sem gekk um beina, var hreinasta drusla. — Heyrðirðu, hvað hann var að æpa? — Æ! — Hvað átti hann við? — Það. sem hann sagði Ég heyrði af þvi fyrir tveimur dög Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Allt gengur veí, ef þú tekur ckki allt of óstinnt upp það, sem þú lieyrir. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að sinna börnunum meira en þú hefur gert og skemmtu þér vei í kvöld. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú verður að breyta einhverju í málum fjölskyidunnar í dag. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú verður að umbera fólk, sem þú hefur ekki séð um hríð. l.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Forðastu allan hraða i dag. Of alvörugefin umgcngni er leiðinlcg. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Varastu að segja of mikið, þótt þú sért að springa. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að endurskoða allt, sem þú ætiar að taka þér fyrir hcndur. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Haltu samningum áfram, svo að þú getir útvikkað persónuleg kynni þin. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Notaðu kraftana skynsamlega, og ferðastu líka eitthvað, ef þú kærir þig um. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Staða þín hefur breytzt þannig, að þú verður að endurnýja eitt- hvert samband eða ferðast til einhvers staðar, til að bæta hag þinn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú ert tækifærissinni og heldur bjartsýnn i svipinn. Taktu sjálfan þig ekki svona hátiðlega, Reyndu að skemmta þér. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Reyndu að bæta hag þinn og ættmenna þinna cins og þú frekast mátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.