Morgunblaðið - 11.07.1970, Page 1
28 SIÐUR
153. tbl. 57. árg.
LAUGARDAGUR 11. JlJLÍ 1970
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„I fyrirsvari 1 þjóðlífi voruu...
Sorgarorð forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns
við andlát dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, Sigríðar
Björnsdóttur og Benedikts Vilmundarsonar, dóttursonar þeirra.
ÞAU sorgai’tíðindi spurðust snemma morguns í dag, að
forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, kona hans,
frú Sigríður Björnsdóttir, og ungur dóttursonur þeirra,
Benedikt Vilmundai’son, hefðu látið lífið, er forsætis-
ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum brann, þegar
skammt var liðið nætur.
Slíkur atburður er hörmulegri en svo, að orðum
verði yfir komið. í einu vetfangi er í burtu svipt traust-
um forustumanni, sem um langan aldur hefur staðið
í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífi voru, og
meö honum ágætri konu hans, er við hlið hans hefur
staðið með sæmd og prýði, og ungum sveini, sem var
yndi þeirra og eftirlæti. Hér er skarð fyrir skildi, en á
þessari stundu kemst ekki annað að í huga vorum en
sorg og samúð. Það er stundum sagt að íslenzku þjóð-
inni sé helzt að líkja við stóra fjölskyldu. Sannleik
þeirra orða skynjum vér bezt á stundum mikilla tíðinda,
til gleði eða sorgar. Þjóðin er harmi lostin og syrgir for-
sætisráðherrahjón sín. Ég mæli fyrir munn allra lands-
manna, þegar ég læt í ljós djúpa hryggð mína og votta
börnum og allri fjölskyldu þeirra hjónanna samúð, svo
og öllum þeim öðrum, er nú syrgja sveininn unga.
%