Morgunblaðið - 21.10.1970, Page 3

Morgunblaðið - 21.10.1970, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970 3 „Meira að segja Spítalastígur 7 er nú bara lítið hús” stundarkorn með Ib Lanzky-Otto „I>AÐ liljómar kannski skringilega — en mér finnst Reykjavík öli hafa minnkað. Hngsaðu þér til dæmis Tjarn arhólmann, sem ég man stór- eyju langl; undan bakka. Nú sé ég smáeyju í seilingsfjar- lægð. Og það sem fyrr reynd ust mér djörf ferðalög og alls ekki hættuiaus, eru nú aðeins nokkurra mínútna spölur — og engin rómantík. Meira að segja Spítalastígur 7 er nú bara lítið hús“. I»annig mælir hornablásarinn Ib Lanzky- Otto, þegar liann segir mér, hvað honum finnist hafa breytzt í fari borgarinnar síð- an hann átti hana að leikvelli lítill drengur. „En nú tek ég aftur á móti eftir tvennu, sem ég var alveg búinn að gleyma. Kannski vissi ég það ekki til að muna það; græn húsþök og grá föt og svört. Hefurðu tekið eftir því, hvað mörg húsþakanna eru græn að lit? Og íslendingar, sem búa i landi sterkra lita, klæðast upp til hópa gráum fötum eða svörtum. Er þetta ekki athyglisvert, þegar að er gáð?“ Ib Lanzky-Otto. Hingað er Ib Lanzky-Otto nú kominn til að blása horn með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. „Reyndar hef ég komið fram á öðrum tónieikum hérna," segir hann og brosir. „Þegar ég var níu ára, spilaði ég á fiðlu á jólakonsert I Mið bæjarskólanum. Ég byrjaði að spila á píanó. Vaidi svo fiðluna, því ég hélt að hún væri auðvelt hl'jóð- færi. Það tók mig þrjá mán- uði að komast að sannleikan- um. Svo byrjaði ég á hornið 16 ára gamall." Ib Lanzky-Otto fæddist i Danmörku. Fimm ára fluttist hann til Islands. Faðir hans Wilhelm kom víða við í ís- lenzku tónlistarlífi. 1951 yfir- gáfu Lanzky-Ottoarnir Isiand. Nú býr Ib í Svíþjóð. „Sem einstaklingur er ég Dani,“ segir hann. „Sem lista- maður er ég Svíi. Og mín áhyggjulausa æska með blaða söliu og rabarbarahnupli er íslenzk. Síðan þá elska ég hangikjötslykt, harðfisk og bjúgu." „Sussu nei, — ég kann ekk ert i íslenzku núna. Það eina sem ég get, hef ég þulið eins og páfagaukur undanfama daga: „Ég er alveg búinn að gleyma íslenzkunni." Senni- lega gleymi ég þessu þó aldrei!" „Uppáhaldstónlistin mín er auðvitað hornamúsík. Hvað annað? Ég elska Mozart og Carl Nielsen svo ólíkir sem þeir nú eru. Jass er aftur á móti ekkert fyrir mig. En ég á nokkrar bitlaplötur heima." Og þegar ég kveð, spyr Ib Lanzky-Otto, hvort ég vilji kaupa hornið hans. Svo hlær hann. Trúnaðar- mál sam- kvæmt lögum MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi tilkynning frá fjár- málaráðherra og Kjararáði Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: „Þriðjudaginn 20. október sl. birtist írétt í Þjóðvilj'amim þess efnds, iaið fjármálaráðbeinra hafi sent Kjanaráði Banidaiags starfs- manna rikis og bæja tilboð að kjarasatmtniinigi. Segir í fréttinini, að ráðiherxa hafi fyrirskipað, að farið yrði með tilboð þeitta sem algiert trúm- aðarmáil, og hatfi tilboðið því ekiki verið rsött í félögium opin- berra st'artfsmamiia. í titefni atf þessu vill fjármála- ráðlh'erra og Kjararáð Bandalaigs starfsmanna ríkis og bæjia taka fram: Samfcvæmt lögum nr. 55/1962 um kj'anasamniruga opiiniberra startfsmamna stamda yfir kjara- samniinigax og er málið é sátta- stigi síðan 1. ofctóber sl. Gilda þann tima þær regliux, að mieð allar huigmymdir og viðiræður skuli farið sem trúnaðarmál. Einis og venja er í slítoum við- ræðum hatfa varið ræddar ýms- ar hugmynidir í sambandi við bu'gisainllega samninga en tiltooð liggja ekiki fyrir frá hvomgum aðila“. _ Kvenfélagið í Breiðholti 1 KVÖLD verður stofnfundur hins nýja kvenfélags í Breiðholti og hefst hann kl. 9 í Breiðholts- skóla. Verða þar m.a. lögð fram ný lög félagsins og flutt erindi um börn og uppeldismál. KARNABÆR HERRADEILD: ★ FÖT MEÐ VESTI ★ STAKIR JAKKAR ★ STAKAR BUXUR ★ SKYRTUR — NÝTT ★ SAFARI JAKKAR FLAUEL — NÝTT ★ PEYSUR — NÝTT ÚRVAL ★ BELTI DÖMUDEILD: ★ LAKK KAPUR ★ PRJÓNAKJÓLAR —- VESTI — KAPUR — BUXUR ★ HETTUPEYSUR ★ PEYSUR — MINI — MIDI — MAXI ULL og ANGORA ★ PILS — JERSEY og TERYLENE ★ SÍÐ KÖGURVESTI RÚSKINN — PILS STAKSTEINAR Gamall flokkur Eins og kunnugt er hafa á und- anfömum mánuðum verið nokkr- ar væringar innan Framsóknar- flokksins. Ungliðamir í Fram- sóknarflokknum hafa borið þung ar ásakanir á forystumenn flokks ins og sett þeim ýmsa úrslita- kosti, og nokkur hluti þeirra lét m. a. að því liggja í ályktunar- tillögu á sambandsþingi ungra framsóknarmanna fyrir skömmu, að þeir myndu neyðast til að leita annað, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Forystumenn Framsóknarflokksins hafa hins vegar skellt skolleyrum við öll- um kröfum ungliðanna. Ástæðan fyrir þessari miklu óánægju innan ungliðahreyfing- arinnar í Framsóknarflokknum er fyrst og fremst sú, að forystu- menn hennar hafa ekki náð þvi markmiði að komast í örugg sæti á framboðslistum flokksins, og ungir menn hafa ekki að neinu marki fengið aukna hlutdeild i stjóm flokksins. Þróunin í öðrum stjómmálaflokkum hefur hins vegar orðið sú í flestum tilvik- um, að viðhorf hinnar nýju kyn- slóðar hafa í auknum mæli mtt sér til rúms í störfum þeirra og stefnu, og Ijóst er að töluverðar breytingar v-erða á framboð- um flestra stjómmálaflokka við næstu kosningar. En á sama tíma og þetta gerist, þá kemur í Ijós, að litlar sem engar breytingar verða á framboðum Framsóknar- flokksins og nýjum viðhorfum og nútímalegum vinnubrögðum er gjörsamlega úthýst innan flokksins sjálfs. Enda koma nú fram sífellt broslegri myndir á hentistefnu flokksins, eftir þviv sem þessi þróun heldur áfram. Eðlileg óánægja Af þessum sökum er ekki nema eðlilegt, að óánægjuraddir heyrist úr röðum ungra fram- sóknarmanna um þessar mundir. Málefnaágreiningur virðist á hinn bóginn ekki hafa rist djúpt og er það að ýmsu leyti eðlilegt, þegar á það er litið, að ýmsir af for- ystumönnum ungra framsóknar- manna hafa verið dyggir mál- svarar hentistefnu Framsóknar- flokksins á liðnum árum. Hins er þó að gæta, að með nýjum mönnum koma oft einhver ný viðhorf, svo að ekki hefði verið óeðlilegt, að ungu framsóknar- mönnunum hefði verið ætlaður lítið eitt stærri skerfur á fram- boðslistiun flokksins. Nú virtist svo um tíma, að rokkamir væru þagnaðir og hin- ir ungu framsóknarmenn ætluðu að sætta sig við orðinn hlut. En nú bregður svo við, að ritari stjómar Sambands ungra fram- sóknarmanna, Rúnar Halldórs- son, hefur sagt sig úr Fram- sóknarflokknum og birtir í gær um það langa greinargerð í Þjóð- viljanum: „Forysta flokksins hefur álitið, að með því að taka aldrei af skarið, lield- ur tvístíga dálítið og hafa op- ið í allar áttir, þá mætti tæla til fylgilags við sig bæði hægri- menn og vinstrimenn. Með svona uppákomu getur stefnumörkun stjórnmálaflokks aldrei orðið skýr og án efa villast margir á þessum forsendum inn í Fram- sóknarflokkinn. Það sama er að segja um endumýjun í þing- liði flokksins. Nýir menn em óæskilegir. Ekki kemur heldur til greina að endurskipuleggja flokksgrindina. Allt er ágætt eins og það er.“ Síðar segir ritar- inn fyrrverandi: „Langlundargeð mitt er þrotið og í hreinskilni sagt, undrast ég þann bamaskap minn að hafa ætlað mér slíkt þrekvirki að breyta flokknum með innri baráttu." Enn virðist því bóla á nokkurri óánægju meðal ungliðanna í Framsókn- arflokknum, enda væri það i mesta máta óeðlilegt, ef ungir menn gætu sætt sig við henti- stefnuna og afturhaldið í Fram- sóknarflokknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.