Morgunblaðið - 21.10.1970, Page 12

Morgunblaðið - 21.10.1970, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970 FRÉTTAMYNDIR úr ýmsum áttum Þetta er sovézka flug-freyjan Nadejda Kurchenko, 21 árs, frá Úkraínu, sem skotin var til bana er tveir feðgar frá Litháen rændu sovézkri farþegaflug-vél í innanlandsflugi í; síðastliðinni viku og neyddu hana til að Ienda í Tyrklandi. Hér sést blökkukonan Angela Davis milli tveggja lögreglu- manna úr bandarísku alríkislögreglunni, FBI, eftir handtöku hennar í New York í sl. viku. Hennar hefur verið leitað ákaft frá því 7. ágúst, er blökkumenn rændu dómara úr réttarsal í Kaliforníu og reyndu að komast undan með hann og tvo saka- menn, en dómarinn lét lífið í átökum utan réttarsalarins, svo og mannræningjamir. Angela Davis mun hafa keypt byssur þær, sem notaðar voru við þetta tækifæri. Hún er yfirlýstur komm- únisti og hafði áður vakið mikla athygli er henni var vikið úr kennarastöðu við háskóla í Kaliforníu. Að undanförnu hcfur verið mjög óeirðasamt í þorpinu Reggio Calabria á ftalíu, og stafar það af því að ibúar þar eru hinir reiðustu yfir þvíað Reggio var ekki gerð að höfuðborg Calabríu- héraðs. Þessi mynd var tekin fyrir helgina í borginni cr stórvirk tæki og bifreiðar frá ítalska hernum voru að hreinsa á brott götuvígi, en alls hafði 200 slikum verið komið fyrir í borginni. ítaliustjórn sendi 1,800 manna herlið til borgarinnar til að bæla óeirðirnar niður ísraelskar valkyrjur! — Svo sem kunnugt er gegna stúlkur í fsrael herþjónustu, og eru þvi margar sveitir fsraelshers hinar föngulegustu. Hér sést sveit ísraelskra stúlkna, búin vélbyssum, standa hciðursvörð er Golda Meir, forsætisráðherra, lagði í þriggja vikna för til Randaríkjanna. I farangursgeymslu bifreiðar þessarar fannst lík verkalýðsmálaráðherra Quebec-fylkis i Kanada, Pierre Laportes, sl. laugardagskvöld. Bifreiðin fannst við St. Hubert-flugvöll, skammt sunnan Montreal. Laporte var rænt 10. október síðastliðinn af meðlimum Frelsishreyfingar Quebec, FLQ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.